Vísir - 24.04.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 24.04.1963, Blaðsíða 16
Einstaklingar framkvæma gatnagerðina VÍSIR Mlðvikudagur 24. apríl 1963. Drengur hand- leggsbrotnnr í gærdag, skömmu éftir hádegi, varð drengur fyrir bifreið á Pórs- götu og meiddist illa. Atburður þessi skeði móts við hús nr. 7 við Þórsgötu. Sjúkra- bifreið var kvödd á staðinn og flutti hún drenginn í slysavarð- stofuna, en þar kom f ljós að hann var handleggsbrotinn auk þess sem, hann hafði meiðzt á höfði. Drengurinn heitir öm Bjömsson, Þórsgötu 8 og er þriggja ára gamall. 1 nótt kom dmkkinn maður og blóðugur í andliti í Borgarbflastöð- ina og baðst ásjár Lögreglunni .,var gert aðvart og var maðurinn sfðan fluttur í slysavarðstofuna til aðgerðar. Hann var talsvert skrám- aður í andliti ,en ekki alvarlega meiddur og var hann fluttur heim til sfn við svo búið. Ekki er vitað með hvaða hætti maðurinn hafði meiðzt. _________ Hufnuði í skurði í gærdag var bifreið ekið á fleygiferð út af Reykjanesbraut og hafnaði hún í skurði utan við veginn gegnt Sllfurtúni. Bifreiðin var á suðurleið og voru í henni tveir menn. Ástæðan fyrir óhappinu virtist sú að sprungið hafi á vinstra framhjóli, en bif- reiðinni mun hafa verið ekið all- hratt því að eftir hjóförum að dæma hefur hún runnið 48 metra stjómlaust unz hún hafnaði í skurðinum. Þótt merkilegt megi teljast sluppu þáðir mennirnir í bifreiðinni við meiðsli. En sjálf var hún stórskemmd og varð að fá hjáparbfl frá Vöku til að flytja hana á brott. sjáifír I Arnarnesi í Garða- hreppi er um þessar mundir verið að fram- kvæma gatna- og hol- ræsagerð og fram- kvæmdin gerð með nokkuð öðrum hætti og frábrugðin því sem venja er til hér á landi. Venjan er sú að annaðhvort ríki eða bæjarfélög standi fyrir gatnagerð og beri kostnað af henni, en í þessu tilfelli eru það einstaklingar. Að vísu eru dæmi til þess áður hér á landi að ein- staklingar hafi látið gera götur og holræsi, en varla í svo rík- um mæli sem 1 þessu tilfelli. Allar áætlanir að gatnagerðar framkvæmdum í Arnamesi hafa verið samþykktar af hrepps- nefnd Garðahrepps, en þessar áætlanir byggjast á skipulagi, sem bæði er samþykkt af Skipu lagsnefnd ríkisins og hrepps- nefndinni. Kostnaður við gatna- gerðina skiptist milli lóða- og landeigenda á nesinu. Fyrsti áfangi gatnagerðarinn- ar I Arnamesi er bygging göt- unnar Mávanes. Þessi gata ligg- ur meðfram suðurströnd ness- ins. Hún er 430 metra löng og nær frá fyrirhuguðum almenn- ingsgarði fyrir Ibúa þessa svæð- is, en þar var áður tún Amar- nesbúsins, og eins langt til vest- urs og nesið nær. Við þessa götu er þegar lokið við að fjar- Nokkur þúsund krónum var stolið í nótt eða morgun frá far- þega, sem kom í morgun með m.s. Herjólfi frá Vestmannaeyjum hing- að til Reykjavíkur. Farþeginn hafði lazt til svefns í koju, en stungið fjármunum sín- um undir koddann áður. Var þetta sparisjóðsbók með lítilli innstæðu, en inn í bókina hafði hann stungið 11 þúsund krónum í bankaseðlum og sparimerkjum fyrir á 2. þúsund krónur. í morgun, nokkru áður en skip- ið kom til Reykjavíkur, vaknaði farþeginn, fór fram úr til að fá lægja moldarlagið, og svo er með fleiri fyrirhugaðar götur I þessu hverfi — Síðar munu þær verða byggðar upp úr þjöppunar hæfum ofaníburði. Þegar blaðamaður Vísis kom á staðinn fyrir nokkrum dögum, var unnið að því að byggja þar holræsi af miklu kappi. Aðal- ræsið og útrásin eru gerð úr 60 cm. steinsteyptum pípum og er ætlunin að útrásin nái niður fyrir stórstraumsf jörur. Verktakar götunnar svo og holræsaútrásarinnar er Verk h.f. og skýrðu þeir Birgir Frímanns son verkfræðingur og Kjartan Blöndal frá því að gengið yrði frá götunni þannig að hún yrði tilbúin til malbikunar með götu ræsum, vatnsleiðslum, niðurfalls Framh. á bls. 5. sér að drekka, en láðist að taka fjármuni sína með. En þegar hann koma að vörmu spori inn aftur og ætlaði að grípa til bankabókarinn- ar og peninganna var hvort tveggja horfið. Farþeginn skýrði stýrimanni skipsins frá missi sínum, en hann aftur ransóknarlögreglunni. En þá voru farþegar ýmist farnir í land, eða í þann veginn að fara frá borði, auk þess margt manna með skipinu og grunur ekki fallið á neinn sérstakan svo að rannsókn málsins hefur torveldazt mjög. Hér er unnið við að Ieggja holræsi f fyrirhugað íbúðarhverfi í Amar- nesi í Garðahreppi. Til vinstri á myndinni eru framkvæmdastjórar verk h.f. þeir Birgir Frímannsson og Kjartan Blöndal, sem hafa tekið að sér framkvæmd gatnagerðarinnar. Mörg þúsmid kr. stolið í morgun Sumaráagurim fyrsti á morgun manna fyrir kjaradóm i gær lauk fjórða og síðasta fresti, sem fjármálaráðherra hafði veitt til samninga um laun og kjör opinberra starfsmanna. Samninganefnd ríkisstjórnarinn ar og Kjararáði BSRB hafði tek izt að ná fullu samkomulagi um niðurröðun starfshópa í þá 28 launaflokka, sem samkomulag varð um að hafa. Hins vegar varð ekkert samkomulag um vinnutfma, greiðslur fyrir eftir vinnu og launastiga, og fara þau atriði til úrskurðar Kjara- dóms í dag. Formaður samninganefndar Þýzkir blaðamenn á vegum Loftleiða Hingað til lands er kominn hópur þýzkra blaðamanna frá ýmsum stærstu dagblöðum og tímaritum Þýzkalands, t. d. „Die Welt“, Silddeutscher Zeitung“, „Hamburg Air“, „Tourist Information“ og ýms um fleiri. Rita þeir þar um flug- mál og munu blaðamennirnir dvelj ast hér á landi á vegum Loftleiða og kynna sér starfsemi félagsins. ríkisins er Sigtryggur Klemenz- son ráðuneytisstjóri, en formað ur kjararáðs BSRB er Kristján Thorlacius deildarstjóri. Kjara- dómur, sem nú fær launamál op inberra starfsmanna til endan- legs úrskurðar, er þannig skip- aður: Formaður er Sveinbjöm Jónsson hri., og meðdómendur Benedikt Sigurjónsson hrl., Eyj- ólfur Jónsson lögfræðingur, dr. Jóhannes Nordal bankastjóri og Svavar Pálsson löggiltur endur skoðandi. Gert er ráð fyrir að úrskurður kjaradóms liggi fyrir elgi sfðar en 1. júlf n.k. Hátíðahöld verða á morgun — sumardaginn fyrsta — Ifkt og venjulega nú um mörg undan- farin ár. Sumargjöf sér um skemmtanimar úti og inni eins og áður. Allur ágóði sem verða kann af deginum rennur til starf- semi hennar, en nálægt því 1000 böm njóta góðs af henni í dagleg- um rekstri. Formaður Sumargjafar, Ásgeir Guðmundsson, Jónas Jósteinsson varaform. og Bogi Sigurðsson frkvstj. sátu fund með fréttamönn- um f gær, og fundinn sat einnig Erlingur Pálsson yfirlögreglu- þjónn. Sagt var frá starfsemi dagheim- ila og leikskólanna, sem Sumar- gjöf rekur, með myndarlegum styrk frá bæjarfélaginu, 3.5 mill- jónum króna á þessu ári, og um 300 þ. kr. frá rikinu. I fyrrnefnd- um stofnunum starfar á annað hundruð manns, en Sumargjöf rek- ur fóstruskóla og er ánægjulegt til þess að vita hve margar ungar Framh. á bls. 5. Formuður frumsóknur: Mesta nauðsynin er erlent fjármagn „Hin mesta nauð- syn væri að mínum dómi að erlent fjármagn kæmi inn í landið, einnig eftir öðrum leiðum en lánsleiðinni, enda væru þar eðlileg takmörk sett. En slíkt verður tæpast nema að stefnubreyting verði í landsmálum okk- ar og framleiðslumálum frá því sem verið hefur nú nærfelt tuttugu ár“. ★ Er það ráðherra i núverandi ríkisstjóm sem talar hér svo fjálglega um nauðsynina á að fá erlent fjármagn inn í landið? Nei, það er formaður Fram- sóknarflokksins, Eystein- Jóns- son, sem þannig mælir i ræðu á Alþingi 1957, er fjárlögin voru til umræðu. Þá var Eysteinn ráðherra. Nú er hann það ekki og nú reynir hann að fá menn til þess að trúa því að hann og Framsóknar flokkurinn hafi ávallt verið á móti erlendu fjármagni á ls- landi! 1 ræðu sinni á flokksþingi framsóknar sem nú situr á Hótel Sögu ásakar hann ríkisstjórnina um að ætla að leiða hættu er- lendrar fjárfestingar og fjár Framh. á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.