Vísir - 24.04.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 24.04.1963, Blaðsíða 5
V í S IR . Miðvikudagur 24. apríl 1963. 5 Líðan ökumanns- ins betri í morgun AkureyrÍEiguriifít enn meðvitundurluus Eins og Vísir skýrði frá s. 1. mánudag, slasaðist maður all- mikið, er hann þá um morgun- inn ók á hús á mótum Dalbraut ’ ar og Kleppsvegar. Maðurinn sem slasaðist var Skúli Norðdahl Magnússon flug stjóri hjá Flugfélagi ísiands. Við áreksturinn missti Skúli meðvitund, en komst aftur til meðvitundar eftir að hann hafði verið fluttur í Landsspít- alann. — Um meiðsli hans er það að segja að hann er handleggsbrotinn og hafði hlot ið höfuðmeiðsli og loks hafði hann hlotið heilahristing. Líður honum orðið mun betur. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarlögreglunni í gær, og til að fyrirbyggja allan misskilning í sambandi við þennan árekstur á mánudaginn, bendir ekkert til þess að Skúli hafi verið ölvaður við stýrið og er sá möguleiki talinn útilokað ur. Hins vegar tjáði rannsóknar lögreglan Vísi í gær að líð- an Skúla væri enn ekki það góð orðin að unnt hafi verið að taka af honum skýrslu um það sem skeð hafði. Um líðan Gunnlaugs Bjarna- Vorsðldveiðar — Framhald -J bls. 1. ungur 550. í morgun snemma höfðu þess ir bátar boðað komu sina til Reykjavíkur með afla: Leifur' Eiríksson 400, Stapafell 750, Sól rún 1400, Akraborg 1400, Jón á Stapa 600, Víðir SU 800, Haf- rún 150, Skarðsvík 700, Hall- dór Jónsson 400, Þráinn 200, Ólafur Magnússon 1600, Snæ- fell 350, Hannes Hafstein 1000, Sigurður Bjarnason 1000, Mar- grét 250, Haraldur 600. I framhaldsfrétt frá Akranesi var sagt, að 2 Akranesbátanna er fengu síld í morgun hafi far ið til Reykjavíkur og verði afl- inn settur í togara. Síldin, sem barst til Akraness í gær og í dag, fer öll í vinnslu, en fyrir- sjáanlegt er, að mestur hluti þeirrar síldar sem landað verð ur feT í bræðsju. Þorskafli á Akranesi var í fyrradag 140 tonn á 12 báta en í gær 140 tonn á 14 báta. Samkv. uppl. sem blaðið fékk árdegis var í undirbúningi að taka síld í einn togara til út- flutnings, og var beðið útflutn- ingsleyfis, er um þetta var spurt. Ekkert leitarskip var úti og er ekki fyrir hendi heildar- yfirlit um aflann í nótt og morg un, en hann gæti reynzt samtals 16-20 þús. tn. Auk þeirra báta sem taldir hafa verið, er blaðinu kunnugt um þessa: Sigurpáll (sbr. sér- frétt) með 1000 tn. Skarðvík sem fór til Ólafsvíkur með 700 og Kópur með 1200 tn. en hann fór til Keflavíkur. sonar, sem slasaðist á sunnu- dagskvöldið og liggur nú einn- ig í Landsspítalanum, er þáð að segja, samkv. upplýsingum spít- alalæknis að hún er eftir at- vikum góð. Þá barst Vísi fregn um það frá Akureyri í morgun að líðan Kristdórs Vigfússonar, sem varð fyrir líkamsárás drukkins manns aðfaranótt sl. laugar- dags væri óbreytt. Hann var enn ekki kominn til meðvitund- ar í morgun. Þó töldu læknar sjúkrahússins á Akureyri að þeir væru teknir að sjá breyt- ingu á líðan hans ,sem benti í þá átt að hann væri smám sam an að vakna til meðvitundar á nýjan Ieik. Lokið er að mestu yfirheyrzl- um yfir árásarmanninum og eins yfir konunni, sem hann réðist á. Hins vegar verður beð ið eftir að breyting verði á líðan Kristófers og á meðan verður árásarmaðurinn hafður í gæzluvarðhaldi. Einsfaklingar — Framhald af bls. 16. ræsum og rennum. Einnig verða lögð ræsi og vatnslagnir inn á hverja lóð. Allar áætlanir og teikningar eru gerðar af verkfræðingunum Hauki Péturssyni og Sigurhirti Pálssyni. Hér er óneitanlega um merka nýjung að ræða þar sem gengið er frá allri gatnagerð, ásamt vatnsleiðslum og holræsum áður en nokkrar byggingarfram- kvæmdir hefjast. Og önnur ný- lunda f þessu er — eins og áður er tekið fram — að hér er það ekki viðkomandi bæjar- eða hreppsfélag sem að framkvæmd unum stendur — heldur hlutað- eigandi íbúar, sem ætla sér í framtíðinni að eiga heima á þessum skemmtilega stað. Erlent f jármagn — Framhald af bls. 16. magns yfir þjóðina. Sé það höf- uðglæpur. Ar En þingtíðindin koma upp um Eystein. Hann var sjálfur skeleggasti talsmaður erlends fjármagns á íslandi. Og ekki ein ungis eftir „lánsleiðinni“ 1 þeim orðum liggur að bein f járfesting, eign, erlendra aðila á íslandi komi fullvel til greina að hans dómi. ■Ar Ljósara getur það ekki verið hve formaður Framsóknarflokks ins Icikur tveimur skjöldum í umræðunum um erlent fjár- magn. Þar situr falsið í hásæti. Eitt er sagt í dag, annað á morgun, allt eftir því hvernig Eysteinn telur hentugast að reyna að blekkja kjósendur flokksins. Sgimardagurinn— Framhald af bls. 16. stúlkur finna hjá sér köllun til þess að stunda þar nám og taka upp fóstrustarf. Þörfin fyrir fleiri slíkar stofn- ' anir er mikil í vaxandi bæ og hefir nýlega verið gerð grein fyrir s því hér í blaðinu, að mikið átak j er framundan: Að verja 42 milljónum króna á næstu fimm árum til nýrra heim- ila handa börnunum og er hér um að ræða framlag bæjarfélagsins og verður Sumargjöf falið að annast reksturinn. Nú eru starfræktir 7 leikskólar og 4 dagheimili og er ráðgert að tvöfalda þessa tölu. Sagt var frá því á fundinum, að nýbyrjað væri á nýju barnaheimili við Grænuhlíð og er ráðgert að það taki til starfa á þessu ári. Það dagheimili er utan 5 ára áætlun- arinnar. Dagheimilin, sem Sumargjöf rekur, eru Hagaborg, Laufásborg, Steinahlíð og Vesturborg. Leikskólar: Austurborg, Baróns- borg, Brákarborg, Drafnarborg, Grænaborg, Hlíðaborg, Tjarnar- borg. Hátiðahöld dagsins. Sérstök athygli lesenda blaðsins er vakin á auglýsingu í blaðinu i dag um hátíðahöld dagsins, skrúð- göngur, úti- og inniskemmtanir. (Aðgöngumiðar að þeim eru seldir í Listamannaskálanum kl. 4—6 í dag). í auglýsingunni er gerð nákvæm grein fyrir öllum atriðum hátiðahaldanna. Sólskin 1963. Jónas Jósteinsson sá um útgáf- Una eins og í fyrra. Þetta er 34. árg. Sumargjafar. Henni mun tek- ib fegins hendi seip' ævinlega. Dagur barnanna. Sumargjöf gerði sumardaginn fyrsta að sérstökum hátíðisdegi barnanna og fjáröflunardegi til starfsemi sinnar en á síðari árum hefur hann fengið æ meira á sig einkenni hátíðardags barnanna, en minna borið á því að hann væri fjáröflunardagur, og áherzla lögð á þetta af Sumargjöf sjálfri, en vel má enn minna á, að hún er á- vallt verð alls stuðnings allra góðra borgara og bæjarfélagsins. Sumardagurinn fyrsti er ekki að eins hátíðisdagur barnanna, hann er hátíðisdagur — sérstæður og þjóðlegur, — allra landsmanna. Og vel fer á, að börnin séu í fremstu röð, er þjóðin fagnar komu sumars. | ------------------- Hlauf höfuð- | högg í í fyrradag verð umferðarslys á mótuin Espimels og Grenimels, er árekstur varð milli bifreiðar og skellinöðru. Áreksturinn varð um kl. 1 e. h. og var 15 ára piltur, Hannes Ragn- arsson, Kaplaskjólsvegi 62, á skellinöðrunni. Hann kastaðist i götuna við áreksturinn, hlaut höf- uðhögg og áverka á andlit. Hann I var fluttur í slysavarðstofuna og látinn dveljast þar fram eftir degi j til athugunar og eins og jafnan er I gert þegar um höfuðhögg ér að ræða. Blaðinu er að öðru leyti ekki kunnugt um líðan piltsins. Við þökkum innilega þá vináttu og samúð, er okkur var sýnd við andlát föður okkar, JÓNS JÓNSSONAR, Stóra-Skipholti. Börn hins látna. Verkfallsverðir og Iögregla við Kassagerðina í verkfallinu 1961. Kassagerðin vann- Framhald al bls. 1 ið fram með bifreiðum milli verksmiðjustaða stefnanda Kom til einhverra átaka í þessu sambandi, og tókst „verkfallsvörðunum" að hindra flutninga að einhverju leyti. Hinn 21. júnf s. á. fékk stefn- andi sett á Iögbann við þessum aðgerðum „verkfallsvarðanna", og er mál þetta höfðað til stað- festingar á því lögbanni, svo og til greiðslu skaðabóta vegna þesk -,tjóns, !-er stefnandi telur ' sig hafa ofðið fyrir vegna að- gerðanna. Stefanandi styður kröfu sína þeim rökum, að þessar að- gerðir „verkfallsvarðanna" gegn sér hafi verið algjörlega ólögmætar og refsiverðar. Stefnandi hafi ekki verið aðili að verkfalli því, er félag stefnda hafi verið í, og þvf hafi sér ver- ið heimilt að halda áfram starf- rækslu sinni með aðstoð starfs- manna sinna, sem ekki hafi verið í verkfalli. „Verkfalls- verðirnir", sem hafi haft frammi aðgerðir sinar f nafni hins stefnda félags, hafi hindr- að stefnanda í að starfrækja iðnfyrirtæki sitt á eðlilegan hátt. Hafi þeir haft f frammi ofbeldi, meðal annars ruðzt inn í verksmiðjuastað sinn og knú- ið það fram, að efnivörur, seni þegar voru fluttar þangað, hafi verið settar á bifreiðina aftur, og hún flutt út fyrir verk- smiðjustaðinn og eins hindrað það, að vörubifreið með efni- vöru hafi komizt inn á verk- smiðjustaðinn af götu. Einnig hafi „verkfallsverðirnir“ haft í frammi hótanir um ofbeldi, og þapnig haft fram stöðvun á notkun vörubifreiðanna. RÖK DAGSBRÚNAR. Stefndu, verkamannafélagið Dagsbrún, héldu þvf fram að aðgerðir verkfallsvarða hefðu verið Iögmætar. Stefnandi hafi haft með í þjónustu sinni fé- lagsmenn í Dagsbrún sem hafi haft með höndum akstur vöru- bifreiða hans, en til þeirra hafi verkfall félagsins tekið. Lög nr. 50 frá 1940 um lögreglu- menn, banni lögreglumönnum að hafa afskipti af verkföllum, en af því ákvæði leiði að það sé hlutverk þeirra aðila sjálfra sem í verkfallinu standi að hafa á hendi réttarvörzlu að því leyti sem hér hafi átt sér stað. ■ Dómurinn segir: „í þessu máli ér það atriði ekki til úr- lausnar, hvort stefnandi hafi brotið gegn ákvæðum laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, heldur það hvort «.„verkfallsverðimir“ hafi haft lagaheimildir til þess að 1 hafa réttarvörzlu í ' því efni. Eigi verður séð að 18. gr. laga nr. 80/1938, né heldur 4. gr. Iaga nr. 50/1940, um lögreglumenn, veiti aðilum að vinnustöðvun rétt til þess að taka í sínar eig- in hendur réttarvörzlu ....... Framangreindar aðgérðir „verk- fallsvarðanna" voru því ólög- mæt réttarvarzla af þeirra hálfu.“ Lögmaður Kassagerðar Reykjavíkur f máli þessu var Páll S. Pálsson hrl. •Lögmaður Dagsbrúnar var Egill Sigurgeirsson hrl. Emil Ágústsson borgardómari kvað upp dóminn. 1000 tunaur Framhald af bls. 1. hann hafði fengið dágóðan afla og kom Sigurpáll til Reykjavík- ur í morgun méð 1000 tunnur. Var verið að landa þeim hér í Reykjavíkurhöfn fyrir hádegi. Fór aflinn til vinnslu i frysti- húsi Júpiters og Marz á Kirkju- sandi, ýmist til frystingar eða flökunar. Hve mikið verður flakað af aflanum veltur á því að mannskapur fáist til vinn- unnar, en mannekla er mikil í frystihúsinu, ekki síður en í öðrum frystihúsum, þrátt fyrir mikla vinnu og möguleika á háum tekjum. TVmtun P prcntsmiðja í. gúmmístimplagcrð Einholti 2 - Slmi 20?60 Sjálfstæðiskonur ! FULLTRÚAR á þingi Landssambands Sjálfstæðiskvenna, ; mæti í Sjálfstæðishúsinu fimmtudaginn 25. apríl kl. 3 síð- degis. — Aðrar konur á Landsfundi Sjálfstæðiflokksins eru > velkomnar að sitja þingið, sem áheryrnarfulltrúar. \ Stjórnin. ’

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.