Vísir - 24.04.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 24.04.1963, Blaðsíða 15
V1 S IR . Miðvikudagur 24. apríl 1963. 00 framhaldssaga eftir Jane Blackmore stjörnuskin og skliggar Ertu reiður við mig, Davíð frændi? — Nei, vitanlega er ég ekkert reiður, en reyndu nú að muna hvað gerðist áður en þú heyrðir ömmu kalla. — Ég heyrði ömmu kalla .. . . — Já, vfst, svaraði drengurinn, eins og gripinn óþolinmæði. — Ég heyrði eitthvert þrusk . . — Þrusk? — Já eins og það væri skríðandi slanga. Davíð flaug í hug, að barnslegt ímyndunarafl drengsins hefði leitt hann í gönur. Og þó — kannske var einhver vísbending í þessu?. — Ætlarðu ekki að koma, Davfð frændi? — Nú skulum við sjá hvor okkar verður fljótari heim. Jónatan hljóp af stað og Davíð á eftir — eins og undan eynhverju sem hann vildi gleyma. Einhverju, sem hafði vakið svo mikinn beyg' í huga hans, að hann þorði ekki heim fyrr en Davíð kom. Sorrel varð óvenju starsýnt á Marlene, stofuþernuna, er hún gekk frá borðinu, vaggandi mjöm- unum, þykka, ljósa hárið hennar minnti á þroskað korn. Hún var klædd snoturri prjónapeysu og stuttu pilsi, aðskornu, svo að lík- amsvöxturinn duldist engum — og víst var hún vel vaxin, stúlkan, fótleggirnir fagrir og öklar, en skó hafði hún á fótum með hlægilega háum stiletto-hælum. Marlene veitti þvf athygli, að Sorrel hafði orðið óvenju starsýnt á hana og leit á hana með ögrun- arsvip. Hún lagði nú frá sér kaffi- bakka og beindi orðum sínum til Davfðs. — Það er rólegt hér í kvöld, seg- ir hún. — Já, sagði Davíð stuttur í spuna. Marlene var svo lítið hikandi andartak. Svo studdi hún höndum á mjaðmirnar og sagði: — Ætti ég annars ekki að fara upp með kaffisopa handa herra Bagley? — Nei, það er óþarft. — En honum þykir gott að fá sterkt kaffi eftir að hann hefir feng ið þessi höfuðverkjarköst sagði hún og setti stút á munninn. — Hann sefur. Davíð var að kveikja sér í síga- rettu og tók ekki eftir vonbrigðun- um á andliti Marlene, en það fór ekki fram hjá Sorrel. — Ég held ég fari nú samt upp og spyrji, sagði hún og strauk hár sitt lítillega. — Gott og vel, ef þú endilega vilt . . . — Já, herra, sagði hún og brosti blíðlcga. — Og svo máttu eiga frí. Þig langar sjálfsagt á dansleikinn f þorpinu í kvöld. Hún hristi höfuðið með fyrir- litningarsvip. — Það er nú ekki neitt spenn- andi að vera með þessum piltung- um í þorpinu. Davíð lyfti brúnum. —- Ég hélt, að piltar á þínum aldri . . . — Nei, það er nú eitthvað annað að vera með reyndari mönnum, sem kunna skil á öllu. Hún horfði ögrandi á Davíð og Sorrel var ekki um sel. Hún minnt- ist samræðu Porchy og Marlene — hafði Porchy verið að vara hana við að fá of mikinn áhuga fyrir Davíð? Eða var þetta bara frekju- leg vísbending um, að hún vissi um hana og Davíð? Hún reis á fætur og lagði viðarbút á eldinn. Er þá ekkert fleira, sem_ ég þarf að gera?, heyrði hún Marlene segja að baki sér. — Nei, þökk, sagði Davíð og var sem vottaði fyrir glettni í rödd hans. — Og vertu nú ekki of afundin við strákana, sagði hann og hló. — O, þeir, sagði hún fyrirlitlega. —- Gleymdu ekki, að þeir eru á leiðinni að verða — reyndir menn! — Þeir geta siglt sinn sjó fyrir mér, sagði hún og svo trítlaði hún út á háhæluðum skónum sínum. Sorrel sat og horfði f glæður eldsins. Hún fann, að hann horfði á hana. — Sorrel, sagði hann blfðlega. — Já? — Komdu hingað. Hann horfði rannsakandi augum á hana, þegar hún sneri sér við. Hún var virðuleg á svip og dálítið kuldaleg, — og eins og hún hefði fjarlægzt hann. Honum fannst kjarkur sinn dvínandi. Hann grun- aði ekki hve mikið átak það var fyrir hana, að vera svona kulda- leg. — Viltu rétta með sígarettu? — Sjálfsagt. Þegar hann kveikti á eldspýtunni hugsaði hann, að þaú ættu að réttu lagi að sitja þarna ein, ánægð og áhyggjulaus — en öll þessi vandamál gerðu allt svo erfitt. Það var eins og að draga sig enn lengra inn undir skelina. Hann hallaði sér að henni. — Sorrel, byrjaði hann aftur. Ég fer mína leið ,sagði hún. Það er bezt. Hún sagði þetta, eins og um það væri að ræða, sem hún hefði reynt að bæla niður, en orðið að fá út- rás. — Ertu hrædd? , spurði hann varfæmilega. Hún hristi höfuðið og bjarma frá arineldinum lagði á hið koparrauða hár hennar. — Ég er að minnsta kosti smeyk sjálfrar mín vegna, hélt hún áfram. — Móður minnar vegna? Hún færði. sig, settist á skemil fyrir framan éldinn og rétti fram hendurnar. — Ef ég fer mína leið er þessu kannski öllu lokið, — ég á við, að þá taki fyrir þetta. Hún mælti lágum rómi. — En þetta er þér óviðkomandi, sagði hann og komst allt f einu í hugaræsingu? — Ertu viss um það? Hún sneri andiltinu að honum og horfði í beint framan í hann. — Gerðist nokkuð þessu líkt áð ur en ég kom?, spurði hún. Hann svaraði engu. — Þarna sérðu, Davíð, sagði hún vonleysislega. — Ég hefi rétt fyrir mér. Ég verð að fara. Þá getur mamma þín verið örugg. — Og hvað um mig?, spurði hann. Það var auðséð á svip hennar, að hún leið sálarkvalir, og varð að stilla sig til þess að hafa fullt vald á sér. — Það yrði líka betra fyrir þig, Davíð, sagði hún. — Heldurðu, að ég geti gleymt, sagði hann. Hann dáðist að henni fyrir hugrekki hennar, en hún svar aði engu og hélt bara áfram að horfa á hann. — Getur þú .gleymt?, hélt hann áfram. — Ég vona, að þú gleymir ekki, sagði hún og dró andann ótt og títt — ekki auðveldlega, ekki fljótt — mig langar til að þú munir — minnist — en smám saman mun fyrnast yfir þetta. Og þú — ég spurði áður? — Þú vaktir með mér löngun Nú verð ég að fara elskan mín, það er beðið eftir mér. — Hvað spurði hún dálítið hvasslega. — Ég veit .... — Veizt .... hvað?. Hann sneri sér snöggt að henni. Henni var nú horfin sú kuldalega ró, sem yfir henni hafði virzt vera. Einnig hún var staðin upp, — tillit augnanna bar því vitni, að hún var á verði, munnurinn aðeins opinn, eins og hún ætlaði að fara að segja eitthvað. — Um þig — og Peter, sagði hann. — Rupert hefur vitanlega sagt þér söguna. Hann hristi höfuðið^ — Nei, það var Reynolds. Hún vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. — Reynolds? Ekki hafði hann nein afskipti af málinu. — Hann viðar að sér efni um ýms mál. Síðan hann dró sig í hlé er það tómstundaiðja hans. — Og ég sendi þig til hans! Hún kastaði hálfreyktri sigarett- unni f glæðurnar. Hann gekk til hennar, en hún sneri sér að hon- um. — Og nú skilst þér víst, að ég verð að fara, sfagði hún í hálfgerðu æði. — Nei, þáð skilst mér. alls ekki. — Þá ertu blindur, sagði hún beisklega. Ég veld aðeins óham- ingju þeim, sem ég elska. Það kemur eitthvað fyrir þá. Ef eitt- hvað kæmi fyrir þig — þá gæti ég ekki lifað. — En það kemur ekkert fyrir mig, sagði hann rólega. — Það gæti .... sagði hún, en lauk ekki við setninguna. — nýja löngun til að lifa, hvíslaði hún. — Og ástina? — Og ástina. 10. kapituli. Hann hafði setzt nálægt henni hjá arninum, en nú reis hann skyndilega á fætur. Hann gekk eitt eða tvö skref, nam svo staðar, sneri baki við henni og horfði nið- ur á gólfið, mjög hugsi. — Um hvað ertu að hugsa, David? — Það er dálítið, sem ég þarf að segja þér, Sorrel. — Ég er ekki farlama maður, sagði hann og var nú einnig grip- inn nokkurri taugaæsingu, og henni fannst hvert orð hljóma sem svipusmellur og var á svipinn sem hún kveinkaði sér, en hann hélt áfram knúinn af kvíða hennar vegna, — og ég ek ekki bíl hafi ég neytt áfengis. Og þanni^ gæti ég haldið áfram. En ég segi að- eins: Ég elska þig og vil, að þú verðir konan mín. Og nú brosti hann allt í einu: — Og ég vona, að við höfum heppnina með okkur, ég trúi því, veit það — og við múnum lifa hamingjusömu hjúskaparlífi alla okkar daga. Við notum gildruna þína til dálítið annan hátt, en þú ætlað- saman hundunum, og halda af að hafa jeppann. þess að veiða hlébarðann, en á ir í fyrstu. Við skulum safna stað — Ö já, við þurfum einnig J5 í fimmta sinn . , . . ég hef EKKI hringt Hún leit aftur í glæður eldsins. Hún vildi svo gjarnan geta trúað þessu, vildi svo gjarnan sannfær- ast um, að svona yrði framtíðin, en jafnframt fann hún til þess, að hún var enn ófrjáls, enn í fjötrum — og haldin ótta. — Ó, Davíð, ef við aðeins gæt- um átt slíka hamingju í vænd- um. — Trúðu því, að svo verði. Svo skal verða. Hann gekk til hennar og tók utan um hana, en hún var eins og stirðnuð. —- Reyndu nú að „slappa af“, elskan mín, svona ... — 0, Davíð, ef ég aðeins vissi hvað ég ætti að gera. — Nú skulum við hugsa málið rólega. Heldurðu, að sá sem vill móður mína feiga, hætti við öll áform sín, bara vegna þess að þú ferð? Hún gat engu svarað. — Hugsaðu þig nú um, sagði hann sannfærandi röddu. Ef þú færir, yrði það auðveldara fyrir hann að framkvæma áform sitt. Meðan þú ert hér til þess að gefa henni gætur höfum við möguleika til þess að koma í veg fyrir áform þessa brjálaða manns. — Hefur þá engin grunsemd kviknað hjá þér í minn garð? — I þinn garð? — Þrátt fyrir það, sem Reynolds hlýtur að hafa sagt þér um mig og Peter ... Hann tók þéttara utan um hana og þrýsti henni að sér, og hann mælti öruggri, styrkri röddu: — Ég elska þig, Sorrel. Eldhúskollar Eldhúsborð Strauborð

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.