Vísir - 03.05.1963, Qupperneq 1
y ■.
Hinn heimsfrægi knattspymu-
maður Pele, sem leikur með liði
Brasiliu.
200 LÓÐUM ÚTHLUTAB
í gær staðfesti borgar-
stjóm Reykjavíkur út-
hlutun borgarráðs á lóð-
um undir 216 íbúðir í
f jölbýlishúsum við Fells-
múla og Háaleitisbraut.
Fjölbýlishúsin eru 13,
þar af 12 með 16 íbúð-
A ttatíu Islenaingar á knatt■
um og eitt með 24 íbúð-
um.
Alls verður úthlutað lóðum
undir 19 fjölbýlishús við þessar
götur. Óúthlutað er þá lóðum
undir sex fjölbýlishús og mun
það verða gert á næstunni.
Borgarstjóri, Geir Hallgrfms-
son, sagði á fundi borgarstjórn-
arinnar í gær að haldið yrði á-
fram að úthluta þeim lóðum,
sem verið hefðu í undirbúningi.
Hann lagði áherzlu á, að á með-
an ekki væri hægt að fullnægja
eftirspurn eftir lóðum væri alls
ekki mögulegt fyrir yfirvöldin,
hversu velviljuð sem þau væru,
að úthluta svo að öllum líkaði.
En það er stefnt að því að hægt
verði að fullnægja eftirspurninni
þannig að jafnvægi náist, í þess-
um efnum, sagði borgarstjórinn.
spyrnukappleik í LONDON
GóS veiSi í nótt
í. árg. — Föstudagur 3. maí 1963. — 97. tbl.
VERKBANNINU
MÓTMÆLT
Eins og skýrt var frá
hér í blaðinu á mánudag,
hefur Verkalýðsfélag
Miðneshrepps boðað
verkbann á síldarbáta
Guðmundar frá Rafn-
kelsstöðum. Nú hefur
Vinnuveitendasamband
ið og LÍÚ mótmælt þess-
ari vinnustöðvun, sem
hefjast á á miðnætti í
kvöld, lýsa hana ólög-
lega og áskilja sér rétt
til skaðabóta af öllu því
sem af hlýzt.
Sendu Vinnuveitendasam-
bandið og LÍÚ bréf þess efnis
til Verkalýðs- og sjómannafé-
lags Miðneshrepps í vikunni.
Hafa lögfræðingar sambandsins
haft vinnustöðvunarboðun
verkalýðsfélagsins til athugun-
ar að undanförnu. Afstaða
þeirra byggist á ákvæðum
vinnulöggjafarinnar.
Vinnustöðvunin á að ná yfir
allt félagssvæðið áðumefnds
verkalýðsfélags. Þar sem born-
ar hafa verið brigður á sann-
leika þeirrar fréttar sem hér
birtist í blaðinu á mánudaginn,
Framhald á bls. 5.
Þrjú læknis-
héruð luus
í nýútkomnu Lögbirtingablaði
era þrjú héraðslæknisembætti
auglýst laus til umsóknar. Eru
það embættin í Kirkjubæjar-
klaustri, Austur-Egilsstaðahér-
að og Reykhólahérað. — Úlfur
Ragnarsson, sem gegnt hefur
embættinu á Kirkjubæjar-
klaustri, hefur sagt því lausu
og ætlar að flytjast til Reykja-
víkur. Hin héruðin tvö hafa ver-
ið laus og kandidatar gegnt
störfum í þeim. Umsóknarfrest-
ur um Kirkjubæjarklaustur er
til 15. maf, en um hin til 18.
maí.
TRYSTlVtLAR HÉÐINS
Á ALÞJÓÐASÝNINGU
Hinar svonefndu Booster-
fíystivélar, sem framleiddar eru
hjá vélsmiðjunni Héðni i Reykja
vik og teiknaðar þar, eru nú
orðnar svo útbreiddar, að með
þeim eru fryst 90% alls freð-
fiskútflutnings þjóðarinnar. —
Þessar vélar, sem eru langal-
gengastar i íslenzkum frystihús-
um, verða sýndar á vegum Héð-
ins i fyrsta skipti erlendis sið-
ar í þessum mánuði á hinni
miklu fiskveiða- og fiskiðnað-
arsýningu í London.
Er talið að þessar íslenzku
frystivélar séu samkeppnisfær-
ar um verð á erlendum markaði.
En um reynsluna af þeim hafa
ekki aðrir getað dæmt til þessa
en Islendingar. Héðinn mun einn
ig sýna Isframleiðsluvél á þess-
ari sýningu. Þessi vél framleið-
ir nú skelís f 50 frystihúsum hér
á landi.
Auk Héðins munu Hampiðjan
og Kassagerð Reykjavíkur sýna
ýmsar framleiðsluvörur sjnar á
fyrmefndri sýningu í London,
sem verður umfangsmesta sýn-
ing á sviði sjávarútvegs, fisk-
iðnaðar og fiskverzlunar,
sem nokkru sinni hefir verið
haldin.
-
VtSIR
Aðfaranótt þriðjudags
ins 7. maí n. k. heldur
héðan frá íslandi 80
manna flugvél, að mestu
fullskipuð, rakleitt til
Lundúnaborgar. Erind-
ið: Að horfa á knatt-
spyrnukappleik. í þetta
skipti er það ekki Þór-
ólfur Beck, sem á hlut
að máli, heldur „óbreytt
ir leikmenn“ frá Brazilíu
sem leika landsleik við
heimamenn, Englend-
inga. Framh. á.bls. 5.
Síldaraflinn í nótt nam 9—10 þús-
und tunnum.
Yfir 20 bátar fengu sfld í gær-
kvöldi og nótt, en undir morgun
hvessti á miðunum og var ekki
veiðiveður í birtingu. Mestan afla
fékk Eldborgin, 1500 tn., en all-
margir fengu 4—500 tn. og nokkrir
100—-250 tn. Síldin fékkst aðallega
20—22 mílur NV af Akranesi.
Þessir bátar lögðu upp á Akra-
nesi: Höfrungur 500, Haraldur 350,
Sigurður Bjarnason 600, Reynir
250, Skarðsvík 100 og Vfðir frá
Eskifirði 120.
Framh. á bls. 5.