Vísir - 03.05.1963, Qupperneq 3
VÍSIR . Föstudagur 3. maí 1963,
Fallegur sportbúningur á ungu
stúlkuna. Buxurnar og vestið eru
úr grænu stretch-efni en blússan
#*r lir Oiiln csillri mpfi ornpnn mvn7tri
Kápurnar eru ýmist úr ullarefni eða jersey, en sameiginlegt með þeim öllum er að þær eru fóðraðar með svampi, en svampur í stað venju-
legs fóðurs hefur nú mjög rutt sér til rúms. (Ljósm.: Vísis B. G.)
Tízkusýningar á Islandi
Pils og vesti úr nappa-leðri og hvít blússa er vinsæll búningur hjá
ungu stúlkunum. Og fyrir frúna er kjóll og kápa úr Ijósleitu ullarefni,
kápunni má snúa við, öðrum megin er hún sámlit kjólnum.
Orðið tízkusýning hefur til
skamms tíma hljómað í eyrum
íslendinga sem eitthvað mjög
merkilegt eri jafnframt fram-
andi. Við höfum haft spurnir af
tízkusýningum úti í hinum stóra
heimi, tízkusýningum, sem hafa
síðan að nokkru leyti ráðið
klæðnaði kvenna næsta misser-
ið. Það, sem sýnt hefur verið
á sýningunum, hefur síðan ver-
ið selt „þeim fínu“, hinar hafa
orðið að Iáta sér nægja að gera
eftirlíkingar af módelfötunum.
Þessar sýningar virðast þó
sem betur fer vera að taka nokk
uð aðra stefnu og er skemmst
að minnast þeirrar byltingar,
sem varð, þegar tízkukóngurinn
Cardin f París hóf fjöldafram-
leiðslu á ódýrum kjólum í sam-
ráði við eitt stærsta vöruhús
borgarinnar.
En tízkusýningar erlendis áttu
ekki að verða til umræðu hér,
heldur tízkusýningar hér á
Iandi. Það má ef til vill deila
um, hvort unnt er að tala um
tízkusýningar hér á landi, þar
sem tízkan sjálf er í raun og
veru komin utan lands frá, en
við gerum það nú samt.
1 Tízkusýningar hérlendis má
segja að séu alveg nýr þáttur
í fatakynningu. Á undanförn-
um árum hefur ein og ein sýn-
ing stungið upp kollinum í
Reykjavík, en á síðastliðnum
vetri voru þær hvað flestar og
má þakka það tilkomu tízku-
skólannna, sem m. a. þjálfa
stúlkur til að korna fram á fata-
sýningum. Það hafa heyrzt radd-
ir um að þessar sýningar séu
hégómi cinn og vitleysa, en þeir,
sem slíku hafa haldið frani,
verða að hala í land, því við-
tökur reykvískra kvenna (og
karla) hafa sýnt að svo er ekki.
Framhald á bls. 5.
Hvít terelyne-dragt með blárri blússu og svört ullardragt með silki-
pifum, tilvalin stúdentsdragt.