Vísir


Vísir - 03.05.1963, Qupperneq 4

Vísir - 03.05.1963, Qupperneq 4
4 VÍSIR . Föstudagur 3. maí 1963. Blaðað í bókasaíni Bókasafn Sigurðar Nordals prófessors er í röð stærstu einkabókasafna sem til eru um þessar mundir hérlendis. Stærð- in er þó ekki aðaigildi safns hans heldur ágæti þess. Þar er fjöldi kostulegra bóka jafnt hvað fágæti snerti og eins af- brigðilegar á ýmsa lund. Ég gerði mér erindi á fund Sigurðar Nordals, ekki til þess fyrst og fremst að fá neitt heildaryfirlit yfir bókasafnið sjálft heldur til þess að ræða um einstakar afbrigðilegar bæk- ur í eigu hans, bækur sem eiga sér sögu á einhvern hátt og ekki eru Ifklegar til að koma fyrir almenningssjónir í þeirri mynd sem Sigurður Nordal á þær. „Ég hef hvorki haft tíma né peninga til að hugsa um bæk- ur,“ sagði Sigurður Nordal, „ég hef heldur ekki getað hugsað um bókband. Og skammarlega mikið af þeim bókum sem ég á, hef ég eignazt fyrir góðvild vina minna.“ Þannig fórust prófessornum orð. Hann sagði lfka að bóka- safn sitt væri hvergi heillegt í neinni grein nema í þjóðsagna- flest það sem prentað hafi verið á íslenzku og auk þess margar útgáfur af íslenzkum þjóðsög- um, sem prentaðar hafa verið erlendis. Einnig ýmislegt smá- prent og sérprentanir af þjóð- sogum, sem annars er óvíða til. Ekki kvaðst Sigurður Nordal vera bókasafnari í þess orðs eiginlegu merkingu enda þótt bæði margar og merkar bækur hafi komizt í eigu sína. Ekki kvaðst hann samt neita þvf, að tilhneiging hafi öðru hvoru vaknað hjá sér til bókasöfnun- ar, enda þótt fjárskortur, annir og aðrar ástæðUr hafi oftar en hitt tekið í taumana og bægt sér frá bókakaupum. Eitt dæmi um það hvernig hann hafi ætlað að lækna sig af þessari söfnunartilhneig- ingu sagði Sigurður prófessor mér frá Hafnarárum sínum. Þá sá hann í fornbókaverzlun tvær bækur, sem sig hafi langað syndsamlega í, en þær voru Snót 2. útg. Rvík 1865 og Aðal- steinn eftir síra Pál Sigurðsson prentáður á Akureyri 1877, báðar þá orðnar fágætar, eink- um sú fyrrnefnda. Til þess að lækna sig af ástrfðunni kvaðst öm Amarson skáld var listaskrifari. í eigu Sigurðar Nordals eru tvö handskrifuð eintök af Odds rímum sterka með hendi Arnar og annað þeirra hefur hann skrifað með spegilskrift. Myndin hér að ofan sýnir titilblað af síðarnefnda handritinu, og þurfa menn ekki annað en bregða upp spegli til að sjá hve Iistilegt handbragðið er. heim til Sigfúsar Blöndals bóka- varðar, og sagt honum að kaupa bækumar, hvað hann og gerði. Hvor þessara bóka kostaði eina krónu. Með þessu taldi Sigurður sig vera læknaðan að fullu og öllu af safnaralöngun. Þó fór það þannig, að einmitt á þessum árum eignaðist hann ýmis kver sem hann taldi sig naumast mundu hafa eignazt síðar og gat þar sérstaklega fyrstu skáld- sögu Einars Hjörleifssonar „Hvorn eiðinn á ég að rjúfa?“, sem gefinn var út á Eskifirði 1880 og er nú f örfárra manna höndum að þvf er bezt er vit- að. Þá bók keypti Sigurður fyrir 25 aura úr safni Sigurðar L. Jónassonar, sem lengst af var aðstoðarmaður í utanríkisráðu- neyti Dana. Sigurður sá var handgenginn mjög Jóni forseta á sínum tíma, hann var fylgd- armaður Dufferins lávarðar á fslandi og forseti Hafnardeildar Bókmenntafélagsins um skeið. Hann hafði eignazt dágott bóka? safn og úr safni hans á Sigurð- ur Nordal aðra bók, skrautþt- gáfu af „Frumpörtum íslenzkrar tungu“ eftir Konráð Gíslason, prentaða á bláan skrifpappír, bundna í alsaffian og gyllta f sniðinu. Hefur sú bók vafa- laust verið gjöf frá höfundi, enda voru hann og Sigurður L. Jónasson miklir vinir. Hvaða bók sér þætti vænst um í safni sínu svaraði Sigurð- ur Nordal á þá lund að þar væri úr vöndu að ráða og erf- itt að gera upp á milli margra. Þó væri ein bók, sem hann taldi sér flestum öðrum hugleiknari. Sú bók er ekki íslenzk, heldur eru þetta sjálenzk lög, prentuð 1576. Hún hefur verið f eigu Páls Vídalíns lögmanns og með langri áletrun með hans hendi og nafni á saurblaði. Bókin komst seinna í eigu nafna hans dr. Páls E. Ólason- ar og hann sendi Sigurði Nor- dal hana að gjöf. Það væri ekki sízt fýrir þær sakir að Sigurður taldi sér þykja vænt um bók- ina, þvf Páli Eggert þótti meira ti! nafna sfns, Vídalíns, koma en ftestra annarra manna og það muni hafi kostað hann mikla fórnarlund að farga frá sér nokkurri persónulegri minn- ingu um hann. Fyrir mörgum árum uppgötv- aði Sigurður Nordal boðsbréf að Fjölnj í Landsbókasafninu, ef til vill það eina eintak, sem vitað er um að hafi varðveitzt hér á landi. Má þó ætla að það hafi verið prentað f allnokkrum eintakafjölda og m. a sent öll- um prestum heima á Fróni. Á eintaki því sem til er í Lands- bókasafninu stendur skrifað: „Upplesið við Staðarbakka- og Sigurður Nordal. Efra-Núpskirkjur, en fékk neit- andi svar hjá sérhverjum. — Vitnar E. Bjarnason". Bendir þetta einmitt til þess sem að framan er sagt um að boðs- bréfið hafi sennilega verið sent til presta á landinu í þvf skyni að þeir söfnuðu áskrifendum að Fjölni. Að á þetta er drepið hér er vegna þess að Sigurður Nordal á persónulegri minningu í bóka- safni sínu um Fjölnismenn en flestir aðrir bókasafnarar. Áður var getið um skrautútgáfu af „Frumpörtum íslenzkrar tungu“, sem vafalaust hefur verið per- sónuleg gjöf höfundar til vinar hans, Sigurðar Lárentíusar Jónassonar. í öðru lagi á Sig- Fyrri grein urður Nordal einkaeintak Tóm- asar Sæmundssonar af Lær- dómslistafélagsritunum I—XV, Khöfn 1781—1797 með fanga- marki Tómasar sjálf§, en það er T. S. og lítið æ. Eftir daga Tómasar komust Félagsritin í eigu Hallgríms Jónssonar f Guðrúnarkoti en Hafliði Helga- son fombókasali, seinna prent- smiðjustjóri, seldi þau Sigurði Nordal. Sigurður sagði svo frá að á þeim árum, sem hann var sendi- herra f Khöfn barst honum f hendur bókaverðskrá yfir gaml- ar bækur frá fornbókaverzlun Herm. Lynge þar f borg. Meðal bóka sem þar voru á boðstólum voru tveir fyrstu árgangar Fjölnis, báðir með eiginhandar áletrun Jónasar skálda Sigurði hafði verið send þessi verðskrá í pósti, en hún hafði einnig verið send sam- tímis til fleiri manna og þ. á m. Jóns prófessors Helgasonar. Skunduðu þeir á staðinn hvor heimanað frá sér og án þess að vita hvor af öðrum. Bar þá samtímis að fornbókave?zlun- inni, en þó þannig að Jón var fyrri til að smjúga inn úr dyr- unum. Fyrir bragðið hlaut Jón 1. árgang og Sigurður 2. ár- gang og kostuðu þeir hvor um sig kr. 17.50. Það liggur f hlutarins eðli að Sigurður Nordal á áletruð skáldrit af obbanum af íslenzk- um samtímahöfundum. Af látn- um merkisskáldum má m. a. nefna Einar Benediktsson, Jó- hann Sigurjónsson og Magnús Stefánsson (Örn Arnarson). Eft- ir Einar Benediktsson á Sigurð- ur einkaeintak hans af „Haf- blik“ með handskrifuðum for- mála með eigin hendi höfund- ar og skrifuðum leiðréttingum á nokkrum stöðum f bókinni. Enginn veit hvernig eintakið hefur komizt úr fórum Einars, en Sigurður fann það í forn- bókaverzlun f Kaupmannahöfn sumarið 1939. Af Odds rfmum sterka eftir örn Arnarson á Sigurður Nor- dal tvö handskrifuð eintök með hendi Arnar og er annað þeirra skrifað með spegilskrift, þann- ig að fyrir fæsta er það læsilegt nema með spegli. Bæði eru þessi eintök listavel skrifuð svo sem vænta mátti af hálfu Magnúsar. Þá á Sigurður eintak númer 1 af frumútgáfu O'í'L >■ rfmna, sem prentaðar vom í Reykjavík 1938, þar af vtsyu 50 eintök tölusett og prerktuf) á geitaskinn. Enn einn minjagrip á Sigurð- ur Nordal um Örn skáld Arnar- son, enda þótt það sé ekki bók eftir hann sjálfan. Heldur er þetta íslendingabók Ara fróða, „Schedae" sem Andreas Buss- æus gaf út f Khöfn 1733, einn hinn merkasti bókargripur. Lét skáldið svo ummælt þegar hann gaf próf. Nordal bókina, að áður hafi hann verið bóka- safnari, en þetta væri sín síð- asta bók og taldi hana bezt komna f eigu Sigurðar Nordals. eftir Þorstein Jósepsson tmiii imfigBMBB

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.