Vísir - 03.05.1963, Side 8

Vísir - 03.05.1963, Side 8
8 VlSIR . Föstudagur 3. maí 1963.*« VÍSIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Rltstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði. 1 lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 lfnur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Framsókn á sjálf sökina Stjómmálaáiyktun 13. þings flokksþings Fram- sóknarflokksins sýnist vera samin með þá kenningu Adolfs sáluga Hitlers í huga, að sé sama lygin tuggin upp nógu oft, endi með því, að almenningur fari að trúa henni. Tíminn hefur reynt að gera sér mat úr þeim orð- um Ólafs Thors forsætisráðherra, í síðustu áramóta- ræðu, að ekki hefði tekizt að stöðva verðbólguna eins og vonir stóðu til. Og enn er á þetta minnzt í ályktun flokksins. Það er von að Framsóknarmenn séu hissa á svona hreinskilni, því að enginn ráðherra úr þeirra hópi mundi hafa haft manndóm til þess að viðurkenna slfikt. Ríkisstjórnin tók það fram strax í upphafi, að til þess að verðbólgan yrði stöðvuð, þyrfti þjóðin að standa með stjóminni og sýna fullan þegnskap gagn- vart þeim ráðstöfunum, sem gerðar yrðu. Þar var auðvitað ekki hvað sízt átt við þá, sem vilja láta telja sig ábyrga stjórnmálamenn, eins og leiðtogar Fram- sóknarflokksins gera kröfur til, þótt reynsla síðustu ára hafi sannað, að ábyrgðarleysið og ævintýra- mennskan er hvergi meiri en í þeim flokki. Hvemig tóku leiðtogar Framsóknarflokksins ráð- stöfunum ríkisstjórnarinnar til þess að stöðva verð- bólguna? Sú saga er öllum kunn. Þeir hafa frá fyrsta degi leynt og ljóst unnið að því, að grafa undan við- reisninni og gengið í eina sæng með kommúnistum til þess að koma í veg fyrir það, að verðbólgan yrði stöðvuð. Þeir eiga því sjálfir aðal sökina á því, sem þeir era að ásaka stjómarflokkana fyrir. Kommúnistar hefðu reynzt máttlitlir í skemmdarstarfinu, ef leiðtogar Framsóknarflokksins hefðu ekki stutt þá og hvatt liðs- menn sína til þess að þjóna þeim, hvar og hvenær, sem þeir þurftu á aðstoð þeirra að halda. Öfunduðu stjórnina Leiðtogar Framsóknarflokksins vita, að öll þjóðin, að undanteknum harðsoðnustu Moskvukommúnistum, gladdist og fagnaði því innilega, þegar landhelgis- deilan við Breta var leyst. Og það mun mála sannast, að leiðtogar Framsóknarflokksins hafa í hjarta sínu öfundað ríkisstjómina af þeim glæsilega sigri, |em hún vann í því máli. Allar ádeilur Framsóknarmánna út af samningnum em því hræsni og skrípaleikur. Þeir hefðu sjálfir gleypt við slíku samkomulagi, ef þeir hefðu verið í ríkisstjórn. Aðdróttanirnar í stjórnmálaályktuninni, um að stjómarflokkarnir muni fallast á framlengingu sam- komulagsins við Breta, em ódrengilegur áróður, sem réttara hefði verið að láta kommúnista eina um. En reynslan hefur, því miður, sýnt að engin áróðursaðferð er svo lítilmótleg, að leiðtogar Framsóknar láti sér ekki sæma að nota hana. Leifur Þórarinsson: TVennir tónleikar Sinfóniutónleikar P'fnisskrá sinfóníutónleikanna heldur áfram aö þynnast. Smáverka samtíningurinn er held ég að flestra dómi orðinn óþolandi. Fólk er orðið hund- leitt á þessari kjólklæddu kaffi tímastemmningu, og heimtar kjarnmeiri fæðu. Eða hvers vegna var aðeins rúmlega hálft hús síðastliðinn föstudag? Þar var reyndar leikinn konsert fyr ir fiðlu, cello og hljómsveit eft 1 ir Brahms, að mínu viti f fyrsta sinn hér á landi. Fyrir Brahms- aðdáendur var það eflaust nokk uð fagnaðarefni. En þar sem þeir hafa allir með tölu heyrt hann oftar en einu sinni fluttan af heimsmeisturum, á grammó- fónplötum, eða I konsertsölum erlendis, hafði hann ekki nægi- legt aðdráttarafl fyrir marga þeirra. Og sem þungamiðja á sinföníutónleikum, er hann ekki nógu merkilegur lengur. Þeir Bjöm ólafsson og Einar Vig- fússon léku einleikshlutverkin, og gerðu það vel og vandlega. Sama verður hins vegar því mið ur ekki sagt um hljómsveitina. Það var þá dálítið ónotalegt að horfa upp á, hversu stjómand- inn lagði mikla áherzlu á að leiöa eða tmfla einleikarana. Hefði þó hljómsveitinni sjálfri ekki veitt af öllum hans kröft- um og athygli. Tónleikarnir hófust á Fingalshellisforleikn- um eftir Mendelsohn ,sem er í sjálfu sér yndislegt verk. Eftir sem ég bezt man, var hann leik inn á fyrstu tónieiku'm hljóm- sveitarinnar, fyrir einum tíu- tólf árum, og alls ekki lakar en nú. Svanurinn frá Túnonela eft- ir Sibelíus, sem var næsta verk ið á eftir, er einnig afgamall kunningi, en miklu leiðinlegri. 1 sambandi við hann ber þó að geta einleiks Andrésar Kolbeins sonar á enskt horn ,sem var sérstaklega ánægjulegur miðað við allar aðstæður. Hljóðfærið sem Andrés hafði, hlýtur hins vegar að vera lélegt, þvi tón- hæðin var ekki alltaf sem ná- kvæmust. Væri ekki hægt að iagfæra þetta, eða kaapa nýtt, án þess að sitja allt á hausinn? Síðasta verkið fyrir hlé, var Passacaglia eftir Pál ísólfsson. Nokkmm sinnum hefur hún nú heyrzt áður. Hún er langt frá að vera nokkuð meistaraverk, en vel og ömgglega samin f hiöðnum aldamótastfl og ekki samboðin verki sem skipar jafn virðulegan sess f okkar fátæk- legu tónbókmenntum. Sem sagt, Brahms, og á einum stað örlftill Wagner. Flutningur hennar var bæði ónákvæmur og deyfðar- legur. Derry Deane og Roger Drinkall. Tvíleikur í Hótel Sögu Tjað var annars merkileg til- " viljun, að í sömu viku og dobbelkonsertinn var leikinn hér f fyrsta sinn, skyldu vera haldn- ir hér sjálfstseðir tvfleikshljóm- leikar af fiðlu og cellóleikara. Þar vom að verki amerísku hjón in Derry Deane og Roger Drink- all, sem komu hingað á vegum Musica Nova. Þau léku verk eft- ir ýmis þekktari tónskáld nú- tfmans, og var það eitt fyrir^ sig talsverður fengur. Sónatan eftir Honegger, sem þau hófu leik sinn á, er reyndar hvorki riierkilegt né afburða skemmti- legt verk. En f höndum þessa ágætis fólks, hljómaði það sann færandi. Solosvfta fyrir Cello, eftir Emst Krenek, er hins veg- ar hlaðin blæbrigðum, og á at- hygli manns óskipta frá upphafi til enda. Roger Drinkall lék hana, f einu orði sagt, snilldar- lega. Viðkvæmustu tónbrigði cellósins em ekki síður á valdi hans, en þau kraftmeiri og gróf- ari, og bilið þar á milli brúar hann af fádæma öryggi. Reynd- ar er mér tii efs, að hér hafi oft heyrzt glæsilegri cellóleik- ur, og erum við þó býsna góðu vanir f þeim efnum. Duo Concertante eftir sam- landa þeirra hjóna, Karl Kro- eger og eina tónskáldið, sem ekki var þekkt hér fyrir, er vel og örugglega saminn, án þess að gefa tilefni til sérstakra heila brota, Virtúósiskur stíll hans naut sfn einkar vel í meðferð hjónanna, og sýndi frúin áð hún er einnig ágætur sólisti, þó hún ráði ekki yfir sambærilegri tækni og músikölsku öryggi og Drinkall. Lokaverkið var Duo eftir B. Martinu, nokkuð gamal- legt verk og sundurlaust, en áheyrilegt í bezta lagi. Það gegnir næstum furðu, hvað miklir möguleikar búa í aðeins 2 strengjahljóðfærum, ef jafngóðir hljóðfæraleikarar og hér um ræðir, fara um hönd- um. Músíkunnendur bæjarins virðast ekki hafa áttað sig á þessu í tíma ,og vora heldur fáliðaðir á þessum hljómleik- um í Hótel Sögu, og verður það að teljast mikill skaði, þeirra vegna. Háskóiapróf hafin Prófin í Háskólanum eru hafin — hófust í morgun og munu standa langt fram í júnú Mikill fjöldi stúdenta gengur nú að prófborðinu, til vorprófa, fyrrihluta- eða miðhlutaprófa og prófa í einstökum greinum. 25 hyggjast ljúka sínu há- skólanámi, taka kandi- datspróf. Skiptast þeir þannig eftir deildum: Guðfræði 1, læknis- fræði 9, lögfræði 9, viðskipta- fræði 5, Islenzk fræði 1. Hér eru ekki taldir með þeir sem kandidatspróf taka I tungumálum, né heldur þeir sem taka lokapróf héðan frá Háskólanum í verkfræði. Verk- fræðinemamir em 13, sem ganga til þess lokaprófs og eigc. þeir þá eftir minnst 3 ára nám erlendis, eins og kunnugt er, áður en þeir hafa próf sem fuli- gildir verkfræðingar. Þeir, sem taka próf í hinum ýmsu tungu- málum eru nær 70.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.