Vísir - 29.05.1963, Síða 15
V í S,I R . Miðvikudagur 29. maí 1963.
75
□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□
ERCOLE PATTI:
ÁSTARÆVINTÝRI
í RÓMABORG
Þegar hann kom inn voru þarna
fimm eða sex menn fyrir m. a.
Unberto Conti, sem allt af skrif-
aði ,,langhunda“ um mál, sem auð-
velt var að gera glögg skil f stuttu
máli. Þessa stundina var hann að
ráðast á ungan rithöfund, Ugo
Mastrostefano, af miklum ákafa,
fyrir ritgerð, sem hann hafði birt,
aðallega fyrir stíl hans. Hafði
hann tyllt sér á eitt skrifborðið og
beindi þaðan skotum sínum á Ugo
fyrir ritsmíð hans, og var þessi
sókn gegn honum í rauninni alls
endis óþörf, því að hann hafði
ekki af neinu að státa, var snauður
af frumlegum hugmyndum, en
reyndi af lítilli getu að stæla þá,
sem eitthvað höfðu til brunns að
bera, en það aftraði ekki Conti frá
að láta móðan mása í hálfa klukku
stund, en þar næst ræddi hann
góða stund um annan höfund, og
bar á hann mikið lof, — mann,
sem um tuttugu ára skeið hafði
lofsungið fasismann af málskrúðs-
rembingi, hrúgað þannig skraut-
steini á skrautstein ofan, skipu-
lagslaust og af algeru tilgangs-
leysi. Ef svo hefði viljað til, að
einhver ritsmíða hans hefði af til-
viljun borizt upp f hendurnar á
einhverjum, er hefði lagt á sig að
lesa hana, mundi sá hinn sami
vart hafa getið litið öðru vísi á,
en að höfundurinn hefði af ásettu
ráði verið að skopstæla sígilda
höfunda, til skemmtunar lesendum
háðblaða. En vitanlega fór því
fjarri, að sá væri tilgangur hans,
þvf að hann taldi sig vera að gegna
alvarlegu og háleitu menningarlegu
hlutverki.
Smáhópur hafði safnazt kring-
um Conti og sumir voru ailtaf að
grípa fram í fyrir honum. Tveir
voru þarna, menn nær fimmtugu
en fertugu, sem vörðu kvöld-
stundum öllum til þess að sitja í
veitingastofum og spjalla, eða á
börum og þrepum gosbrunna, allt
af um bókmenntir og gildi þeirra,
og nutu þeir nú ósmárrar virðing-
ar í vinahópi. Enn ólu þeir sína
drauma um skáldsögur, sem þeir
mundu semja, og ljóð sem þeir
myndu yrkja, þegar andinn kæmi
yfir þá, en á þvf hafði orðið drátt-
ur og lá ekkert eftir þá nema
nokkrar ritgerðir f blöðum og
tímaritum. Þeir beittu jafnan
strangri gagnrýni, er þeir gagn-
rýndu verk annarra. Þegar það
T
A
R
kom fyrir, sem sjaldan var, að
eitthvað birtist eftir þá sjálfa í
tímaritum, sem fjalla um ljóðagerð
og skáidsagnagerð, komu þeir
fram sem skáld, sem ávarpa skáld-
bræður, en greinar þeirra' voru ó-
þroskaður ávöxtur. ófrumlegar og
sékennalausar, því að þeir litu á
heiminn gegnum gleraugu þeirra
bóka, sem þeir höfðu lesið um
safna efni. Sjálfir sáu -þeir aldrei
neitt nýtt, hversu mjög sem þeir
rýndu, en til skýringar á, að þeir
nutu þó nokkurs álits, er það
hve iítið þeir skrifuðu, sem raun-
verulega var eftir þá sjálfa. En
þetta girti ekki fyrir, að þeir réð-
ust með ákefð að hvaða ungum
rithöfundi sem vera skyldi, er
nafði getið sér nokkra frægð
of snemma, að þeirra áliti. Að
vísu munu þeir hafa litið svo á,
að þessir ungu menn hefðu brotið
í bág við viðurkenndar bókmennta
reglur — héldu því fram að
minnsta kosti, -— en svo munu
þeir og hafa verið minnugir þess,
að hér var um unga og óreynda
menn að ræða, og að mun auð-
veldara er að gagnrýpa ,bók. ann-
arra manna en skrifá Csæifrííegsi
bók sjálfur. En á hinn bóginn kann
hefndarlöngun undir niðri að hafa
legið til grundvallar, er þeir lof-
! uðu hástöfum verk hástéttahöf-
unda, sem engan boðskap höfðu
neinum að flytja, eða verk illa
sendibréfsfærra unglinga í stjórn-
arskrifstofum, sem af ástæðum,
sem þeim sjálfum hljóta að vera
bezt kunnar, stunduðu ritpár af
miklu kappi án tillits til þess
hverjum verðmætum var á glæ
kastað þar sem pappírinn var. Nú
verður að teljast hugsanlegt, að í
skrifum þessum blikaði á eitthvað,
sem benti á góðmálm, en þeirri
staðreynd verður ekki haggað, að
þeir hlóðu oflofi á þau verk,
sem hér um ræðir og gerðu það
af ásettu ráði, til þess óbeint að
hrópa niður verk höfunda, sem
eitthvað hafa til brunns að bera.
Sannast að segja virtust þessir
gagnrýnendur hafa tekið sér það
hlutverk, að beina áhrifum sínum
til þess, að verk slíkra manna yrðu
ekki talin mikilvæg, — þeir vildu
með öðrum orðum „hópaftökur"
sér betri manna, og kannski fundið
í þessu viðhorfi einhverja uppbót
fyrir, að þeir höfðu ekki séð eigin
drauma um fé og frama rætast.
Þvælt var um málin fram og
aftur af talsverðum hita, en
Marcello hlustaði á og leit við og
við á klukkuna.
— Mastrostefano hefur ekki
þroskazt á að lesa Joyce og Gide,
sagði Palermi háðslega, en hann
var í hópi þeirra menntamanna,
sem að ýmsu líktist stétt hinna
nýríku. Hann mælti þetta á þann
hátt, að undirtónninn virtist hót-
unarkenndur.
Hefði Marcello ekki verið með
hugann hjá Önnu mundi hann hafa
vaðið fram á viðræðuvöllinn og
iátið til sín taka, en lét sér ægja
að skjóta inn orði og orði. Þegar
klukkan var orðin sjö hringdi
hann að nýju. Honum var sagt,
að Anna væri nýkomin. Þá hún
þegar boð hans um að koma með
honum á kvikmyndasýningu
klukkan átta.
Þegar klukkuna vantaði fjórð-
ung stundar í 8 var Marcello kom-
inn að húsdyrum hennar við Via
Germanico. Gekk hann þar fram
og aftur eftirvæntingarfullur og
leit við og við í áttina til hússins
handan götunnar, þar sem þau
höfðu setið hann og Anna kvöid-
inu áður. Þar höfðu þau ræðzt
við og þar hafði hann kysst hana
fyrsta kossinum. Eftir nokkrar
mínútur kom Anna. Hún var í
snoturri regnkápu úr gljákenndu
efni, sem hún hafði hneppt alveg
upp í háls. Húfan hennar sat ská-
hallt á höfðinu og huldi því ekki
allt hið fagra, jarpa hár hennar.
Hinn einfaldi klæðnaður hennar
iók mjög ánægju Marcello yfir að
fá nú tækifæri til að kynnast
henni betur.
— Nú gætti ég þess að hafa
með mér lykilinn minn, sagði
Anna og hló dálítið.
— ... til þess að lenda ekki í
því aftur að þurfa að tala við
«þrá8ákunnuea m.enn. svaraði Mar-.
cello 6g-‘ hTS'Ííka. Hann tók undir
handlegg hennar og það fór eins
og rafmagnsstraumur um hann við
snertinguna.
— Hvert eigum við að fara?
spurði hann.
— Mig langar mest til þess að
fara í eitthvert úthverfabíó, svar-
aði Anna, og sjá eina af þessum
gömlu, góðu myndum — og ekki
mundi það spilla neinu, ef það
væru einhver önnur skemmtiatriði.
— Já — í eitt af þessum leik-
húsum, þar sem sýndar eru kvik-
myndir, og sviðsþættir á milli ■—-
og hægt að fá „pop“ og rjómaís.
— Alveg rétt til getið. Ég
skemmti mér ailtaf prýðilega á
slíkum stöðum.
— Þá höfum við líkan smekk,
sagði Marcelio.
— Ég blátt áfram dáist að söng-
þáttunum, kór feitu kvennanna og
kjólklæddra söngvaranum, sem
syngur Brinneso af allri sái sinni.
Þessar yfirlýsingar hennar vakti
einkennilegar hræringar í huga
Marcello, þau væru vafalaust and-
lega skyld, lík að smekk, og hann
fór að raula fyrir munni sér vís-
una um meyjuna sem sagði við
móðurina: Þú kaupir ekki nein
Við veröum að biða eftlr að
pabbi og mamma samþykki gift-
inguna.
leikföng handa litlu dótturinni
þinni, — bara ilmvatn, til þess að
bera á fyrir aftan eyrun, —
og raulaði Anna með seinni part-
inn.
— Hve dásamlegt, sagði Mar-
cello, sjaldan, aldrei hefi ég kynnzt
jafn samúðarríkri og skilnings-
góðri stúlku og yður.
— Af því að ég kunni þetta
erindi úr Leikföng og ilmvatn?,
spurði Anna mjúkri, barnslegri
röddu.
— Ein af ástæðunum. Flestar
stúlkur botna ekki neitt í neinu.
Yður geðjast að hinu sama og
mér — að því, sem mér er kært,
það er ég viss um. Framkoma
fólks er svo mikilvæg, viðhorf,
smekkur. Tökum nú til dæmis
hvernig þér hneppið regnkápuna
yðar upp f hálsinn •—• það sýnir
góðan smekk — mér finnst til um
slíkt.
— O, þetta er gömul kópa, en
mér þykir vænt um hana.
Og Marcello fannst Anna hæfa
beint í mark með hverju svari.
Þau fóru f Principekvikmynda-
húsið við Via Cola di Rienza. Það
var verið að sýna skemmtiþátt,
er þau komu inn. Nærri hvert sæti
var skipað og reykjarmökkur
mikill f salnum. Söngvaranum var
fagnað með dynjandi lófataki og
hélt hann svo áfram að syngja.
Marcello tókst að finna sæti handa
sér og Önnu. Þröngt var milli
sætaraða og Anna iyfti upp fót-
unum og studdi knjám að stól-
bakinu fyrir framan sig og svo
hallaði hún sér dálítið að honum
og yljaði það honum enn frekara
að finna þennan vott innilegs
kuningsskapar.
Gamanvísna- og dægurlaga-
söngvarinn glotti af sjálfsánægju,
er unglingalýðurinn, sem þarna
var fjölmennur, hyllti hann með
fagaðarlátum.
— Kunnið þér vél við yður hér,
spurði Anna og bætti svo við:
— Viljið þér ekki þúa mig? Mér
er ómögulegt að halda áfram að
þéra yður. Hvað segið þér um
þetta?
z
A
N
Tarzan: Það ættu að vera ein-
hvérjir fiskar í þessu lóni. Við
tökum réyktan fisk með okkur
í fjallgönguna. Á fjallsbrúnum er
Ég vildi gjarnan fá borð nálægt
milljónamæringunum þama.
— Fyrirtaks hugmynd, svaraði
Marcelio, himinlifandi yfir, að
þessi yndislega stúlka skyldi stinga
upp á þessu eftir svona skömm
kynni. — Og — hvernig kannst
þú við þig á svona skemmtistað?
— Mér finnst það afskaplega
gaman. Þegar ég var í Treviso fór
ég alltaf á svona skemmtanir —
oft án þess að láta vini mfna vita.
Þeir kusu heldur að fara á dans-
staði.
— Þykir þér ekki gaman að
dansa?
— Mér leiðist það, — en þér?
— Mér leiðist að dansa, ég verð
leiður f skapi fari ég á danssam-
komu.
— En hvað það er gaman að
hitta einu sinni fyrir mann, sem
hefur ekki gaman af að dansa.
Mér þykir svo vænt um, að það
skuli vera eins með þig og mig
hvað þetta snertir, því að nú get
ég verið örugg um, að þú bjóðir
mér ekki út að dansa.
Dægurlagasöngvarinn hafði lok-
ið þætti sínnm og ungmennin
klöppuðu, kölluðu og blfstruðu,
og vildu meira, en það fékkst ekki,
og fóru þá sumir að senda honum
tóninn.
Feit og förðuð kona kom fram
á sviðið. Áhorféndur fussuðu og
sumir göluðu sem hanar ,er hún
kynnti sönginn, sem hún ætlaði að
syngja: Morgunn í Flórenz.
Anna rétti úr sér í sætinu.
— Ég veit ekki hvernig á því
stendur, sagði Marcello, en þetta
hljómar svo kunnuglega. Mér
finnst næstum að ég hafi alltaf
kunnað þetta.
— Mér líka, sagði Anna, um
leið og söngkonan söng Ijóðið um
Flórenz og vorið og ástina, og
allt í einu fann Marcello að Anna
hafði smeygt litlu, fíngerðu hend-
inni sinni f hans, svo sakleysis-
lega, að það vakti hinar ljúfustu
kenndir í huga hans.
— Hvernig skyldi standa á því
að allt kemur eins og af sjálfu sér
hjá okkur — þegar við erum
saman? spurði Marcello. Þú hefur
eitthvað það til að bera, sem veld-
ur, að þú ert öðru vfsi en aðrar.
Allt þetta er umhugsunarvert. ...
— Það er leyndarmál, en við
munum grafa það upp, sagði Anna
og brosti dálítið.
Vinnubuxur
Aðeins kr. 198.oo
SSt!
yfirleitt ekki annað að finna en
gamalt grjót. Við notum votar
tágar, til þess að gera reykinn.
Hvers vegna ætli töframennirnir Ito: Mombai, sagði'að fjallið
hafi varað okkur við einmitt drépi menn. En ég ér ekkért
þessu fjalli? hræddur méðan ég er með þér.