Vísir - 01.06.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 01.06.1963, Blaðsíða 6
6 V í S I R . Laugardagur 1. júní 1963. SARDÍNUFLOTINN Á AKUREYRi Þessi fallegi floti hefir það verkefni að veiða smásíld á Ak- ureyrarpolli og innanverðum Eyjafirði. Síldina borða lands- menn og aðrir sem sardínur á brauði sínu. Eigandi þessarar litlu stórútgerðar er Kristján Jónsson forstjóri fyrir Niður- suðurverksmiðju Kr. Jónsson & Báturinn Bfbí á miðri mynd er búinn fullkomnum mælum og fiskleitartækjum, enda er hans verkefni eingöngu að finna torf- umar og benda Skugga, á þær. Skuggi sem er lengst t. v. er aðeins 11 tonna bátur en búinn kraftblökk eins og stóm skipin (talinn minnsti bátur í heimi með kraftblökk). Skuggi lásar torfuna, eins og það er kallað, eða lokar hana inn 1 hringnót. í nótinni er hún geymd í nokkra daga til að láta hana losa sig (tæma magann). Þá kemur Laxinn til sögunn- ar, báturinn lengst til hægri á myndinni ásamt snurpubátnum, sem sést milli Bíbl og Skugga. Laxinn háfar síldina í bátana, sem flytja hana að bryggju verk smiðjunnar, eða í frystingu til beitu. Drengirnir á myndinni em skólapiltar í upplestrarfríi og hafa sýnilega mikla ágirnd á jull unni sem er léttabátur flotans. ÆSÍ skorar á iólk að kaapa ekki S-Afríku vörur Til sýnis í Ausfurstræti 1 Hinir glæsilegu vinningar i happdrætti Sjálfstæðisflokksins, bílamir fimm, em til sýnis á ' lóðinni Austurstræti 1. Þar em happdrættismiðar seldir allan daginn. Miðinn kostar aðeins hundrað krónur. Látið ekki happ (■ úr hendi sleppa. Volkswugen — Framhald af bls. 9: hafslandanna til að fylgjast með varahlutaþjónustu um- boðanna, gefa ráðleggingar til að mæta á sem hagkvæmastan hátt þeirri útþenslu sem alls staðar er hjá umboðum Volks- wagen og var mér það kær- komið tækifæri að geta aðstoð- að umboðið hér síðastliðið sumar við að skipuleggja vara- hlutaafgreiðsluna í hinu stór- glæsilega húsnæði sem umboð- ið hér hefur nú tekið til afnota. Ég get ekki látið hjá líða að geta þess hér, að mér var nær því ofviða að skilja hvemig Hekla gat innt af hendi svo mikil viðskipti sem framkvæmd voru við svo þröngan húsakost sem þeir áttu við að búa. Við fómm til Akureyrar til að kynna okkur starfsemi und- irumboðanna þar, en þau em tvö, Þórshamar h.f. og Baugur h.f., og vonum við að vara- hlutaþjónusta þar verði sem fyrst komin í það horf sem með þarf. Að endingu segir hr. Raabe, að hann hlakki til að koma til íslands næsta sumar og hafa þá lengri viðdvöl til að geta séð meira af landinu og kynnzt öllum staðháttum nánar. Æskulýðssamband íslands mun beita sér fyrir því að íslending- ar hætti viðskiptum við Suður- Afrfku meðan ógnarstjóm og kynþáttakúgun viðgengst 1 því landi. Kallaði formaður sam- bandsins Ólafur Egilsson, blaða- menn á sinn fund í gær og skýrði þeim frá þessari ákvörð- un. Það skorar á íslenzkan al- menning að kaupa ekki vörur frá Suður-Afrlku og skorar á ís- lenzka innflytjendur að flytja ekki inn vömr þaðan, Viðskipti íslands við Suður- Afríku hafa verið nokkur und- anfarin ár og heldur vaxið. — Munu hafa verið fluttar inn þaðan vömr fyrir 5 millj. kr. á síðasta ári. Það er að vísu ekki mikið miðað við útflutn- ingsviðskiptj Suður-Afríku, en Æskulýðssambandið telur að komið fylli mælinn. Innflutningurinn frá Suður- Afriku hefur einkum verið á ávöxtum og upplýsir Æsku- lýðssambandið að það séu m.a. appelsínur með vömmerkinu Outspan og einnig blárauð vín- ber o. fl. Forráðamenn Æskulýðssam- bandsins upplýstu m.a. að í Suður-Afríku sé meðalaldur hvítra manna 70 ár, en svert- ingjanna aðeins 35 ár. Helming- ur blökkumanna deyr áður en þeir ná 16 ára aldri, Þó að hvítu menninnir séu aðeins um 21% af íbúafjöldanum hirða þeir meira en 70% af þjóðar- tekjunum og em lifskjör hvítu mannanna talin betri en þekk- ist annars staðar í heiminum. Æskulýðssamtök Noregs, Dan merkur og Sviþjóðar hafa hafið baráttu fyrir viðskiptabanni á vörur frá Suður-Afriku og út- býtt dreifiritum þar sem skorað er á fólk að kaupa ekki vömr þaðan. A^SAA^VWVWWWW'JVVA/VWWVWWVWVV/W? HÚSEIGENDUM SENDUR TÓNN Svona spjöld gefur að lfta f mörgurr búðargluggum í Svíþjóð. Á spjald inu stendur „Við seljum engar vörur frá Suður-Afríku“. JJ eykvísklr húseigendur fá kveðju af ósvffnustu tegund frá kommúnistum í Þjóðvíljan- um á þriðjudaginn. Sagt er þar frá hjónum, sem hafa verið að leita sér að húsnæði, en ekki fengið við sltt hæfi. Segir blaðið sfðan: „En svikamyllan er jafnan hin sama, okurleiga og lítið sem ekkert að fá. Þar við bætist að þau hjón hafa framið þann glæp, sem verstur er talinn af reykvfskum húseigendum, því sæmdarfólki. Þau hafa eignazt tvö böm“. Áframhald greinarinnar er rógur um reykvíska húseigend- ur f sama stfl. Sýnir þetta hvern mann kommúnistar hafa að geyma og hvemig breytni þeirra gegn húseigendum í borginni og öðmm þeim sem eitthvað eiga yrði ef þeir kæmust á ný til valda. Allir muna eftir „gulu bók“ Hannibals og hans manna, þegar setja átti íbúðareigendum stólinn fyrir dymar, þröngva inn á þá fólki og þjóðnýta húsnæði. Hugur kommúnista er enn hinn sami. Það sýna fyrrgreind um- mæii. Fólki sem sækir eftir leigu húsnæði er sfzt greiði gerður með slíkum skrifum. Þau dæma sig sjálf. Reykvfskir húseigendur munu svara slíkum ásökunum og ó- svffni á verðugan hátt 9. júnf. Glæsilegasta happdrætti SjáHstæíisHokksins Fimm bílar - Dregið eftir 4 daga - Seljum alla miðana

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.