Vísir - 01.06.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 01.06.1963, Blaðsíða 2
T V í SIR . Laugardagur 1. júní 1963. * Verð- iauna kross- gáta VÍSIS 500 kr. verðlaun B> M 8 e 3 8 «© b •§ o ÍIh tn j t—4 s w -o c 4) on 50 .9 c *o S | Bridgeþáttur VÍSIS | t _ # Ritsti Stefán Guðjohnsen """"" Enska blaðið Sunday Times hefur ákveðið að halda árlega tví- menningskeppni, sem er eingöngu skipuð úrvalsspilurum. Ráðgert er að bjóða hverju sinni einu eða tveimur erlendum pörum. Fyrstu keppninni er nýlokið, en tveimur frœgum erlendum pörum var boðið. Voru það heimsmeist- ararnir í tvímenning, Frakkarnir Jais og Trezel, og Bandaríkja- mennirnir Stayman og Mitchell. Sigurvegararnir voru Jais og Trezel, og sýndu þeir þar með að það er engin tilvljun, að þeir skipa æðsta sessinn í tvímenning. I öðru sæti voru jafnir Swinnerton- Dyer og Barbour, og snillingarnir Reese og Shapiro. Það er í frásög- ur færandi að þeir síðarnefndu spiluðu hið nýja sagnkerfi Reese, The little Major. Kerfi þetta er byggt upp á eintómum gervisögn- um, og að sögn Reese sjálfs, bein- línis sett til höfuðs hinum flóknu sagnkerfum Frakka og Itala. Ef tii vill verður nánar skýrt frá þessu sagnkerfi slðar. Hér er spil frá keppninni, þar sem Reese—Shapiro og Jais— Trezel áttust við. Austur gefur og n-s eru á hættu. Shapiro spilaði þrjú grönd í austur og útspil Jais, spaðaásinn, var það bezta sem vörnin átti völ á. Norður kallaði og sagnhafi drap í þriðju umferð, meðan suður gaf af sér tígul. Tveir hæstu í hjarta hjálpuðu við talningu og suður gaf af sér annan tígul. Nú kom tígulkóngur og tígulgosi, sem var svínað. Siðan var tígulásinn tek- inn og laufaníunni spilað út. Norð- ur var á verði og lét gosann, til þess að láta sagnhafa halda að hann ætti G-10, en Shapiro lét ekki blekkjast. Kóngur suðurs Trezel 4 D-G-8-4-2 V G-9-6-4-2 ♦ 3 J. G-5 Reese 4 K-10-5 V K-D-5-3 4 Á-10-5 * Á-9-8 Shapiro 4 9-7-3 V Á-10-8 <> K-G-7 * D-6-4-3 4 Á-6 V7 ❖ D-9-8-6-4-2 4» K-10-7-2 Jais drap drottningu Shapiros og hann tók tíguldrottninguna. Síðan spil- aði hann laufi, en Shapiro var trúr sinni köllun og svínaði áttunni. Enginn annar vann þrjú grönd á spilið. Mér hefur borizt tilkynning frá pólska Bridgesambandinu um al- þjóðabridgemót, sem haldið verður dagana 4. ágúst—11. ágúst 1963 í borginni Sopot. Er öllum bridge- mönnum heimil þátttaka og skal þátttaka tilkynnt fyrir 15. júlí. Há peningaverðlaun eru veitt, en keppt er í einmennings-, tvímenn- ings- og sveitakeppnum. Þátttöku- tilkynningar skulu stílaðar til The Polish Bridge Union, Warszawa, ul. Senatorska 29/31. HJÁLPARBEIÐNI Maður heitir Torfi Guðbjörnsson. Hann hefur verið sjúkur í tiu ár. Er veiki hans næsta sjaldgæf og stafar af rangri kirtlastarfsemi. Veldur það miklu magnleysi, en með meðaiagjöf er unnt að halda við nokkurri starfsorku, og þó að- eins skamman tíma í senn. Fullkomnastar rannsóknir á sýki þessari hafa verið gerðar í Amer- íku og á stundum hefur tekizt að lækna hana með uppskurði. Eitt dæmi er þess að íslenzk kona hef- ur fengið bata á þann hátt. Nú er afráðið að Torfi leiti sér lækninga vestan hafs. Hefur læknir hans búið í haginn fyrir hann á sjúkrahúsi í New York og fengið kunnan sérfræðing þar til að taka Torfa til rannsóknar og uppskurð- ar, ef það telst fært. Þótt Torfi hljóti nokkurn farar- styrk og lögákveðna aðstoð sjúkra- samlags síns, hrekkur það aðeins fyrir broti af kostnaðinum, sem áætlaður er um 100 þúsund krónur. Nú á sjúklingurinn fyrir 5 börnum að sjá og var það elzta fermt á þessu vori. Þótt konan vinni utan heimilis, munu allir sjá að hér er um þungan róður að ræða. Ég er þess fullviss — og hef þegar orðið þess var — að margir munu vilja létta hann með ein- hverju fjárframlagi. Blaðið mun veita gjöfum manna móttöku og einnig undirritaður. Með fyrirfram þökk til allra, sem greiða hér eitthvað götuna. Gunnar Árnason, sóknarprestur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.