Vísir - 10.06.1963, Síða 16
ISIR
Mánudagur 10. júnf 1963.
Mikill reykjarmökkur af eldsvoða við Borgartún
UMMÆLI
GYLFA
Vísir átti f morgun tal við
Gyifa Þ. Gislason menntamála-
ráðherra og spurði um álit hans
á úrslitum kosninganna hér i
borg. Hann sagði:
— Ég tel úrslitin x Reykja-
vík mjög ánægjuleg fyrir Al-
þýðuflokkinn. Hann hefur bætt
við sig 1769 atkvæðum frá bæj-
arstjórnarkosningunum og fær
nú næsthæstu atkvæðatölu,
sem hann hefur nokkurn tima
fengið í Reykjavik. Það var
mjög ánægjulegt að hann skyldi
halda báðum þingsætum sin-
um hér i höfuðstaðnum. Kosn-
inganiðurstaðan er og mjög
ákveðin traustsyfirlýsing til
stjómarflokkanna þar sem
sámeiginlegur meirihluti þeirra
hjá reykvískum kjósendum er
stór, eða um 65.9% og hefur
vaxið frá þvf i síðustu Alþingis
kosningum. Það má þvi segja
að í þessum kosningum hafi
Reykvíkingar vottað ríkisstjórn
inni og stefnu hennar traust.
Þá hringdi Vísir £ Einar Ol-
geirsson, en hann vildi ekkert
láta eftir sér hafa að svo
stöddu. Kvaðst hann biða heild-
araiðurstöðu úr kosningunum,
áður en hann léti álit sitt uppi.
Ljósmyndari Vísis I. M. tók þessa mynd af brunanum i morgun út um glugga á ritstjómarskrifstofu Vfsis að Laugavegi 178.
Mikil heppni réði því að ekki
hlauzt af stórtjón, þegar eldur
gaus upp í geymsluporti Eim-
skip við Borgartún í morgun, en
sem kunnugt er eru geymdar i
portinu vörur og vélar og nemur
veðmæti þeirra fleiri milijónum
króna.
Það var laust fyrir kl. 10 i
morgun sem eldurinn gaus upp
og nokkrum augnablikum síöar
sást biksvartur reykjarmökkur
stíga upp og sást úr mikilli fjar-
lægð. Var auðsjáanlegt að eld-
fimt efni var að brenna.. Kvikn-
að hafði í tjörulagi, sem mynd-
azt hafði vegna leka frá tjöru-
tunnum sem höfðu verið í
geyrnslu í portinu en höfðu ver-
ið fluttar þaðan s.l. laugardag.
Voru nokkrir verkamenn að
vinna við að hreinsa tjöruna
upp. Þar stóð stór kransi og er
talið að neistar frá útblásturs-
röri hans hafi kveikt f tjöru-
laginu.
Gaus samstundis upp mikill
eldur. Þó vildi svo heppilega
til að engin slys urðu á mönn-
um og einnig tókst að bjarga
krananum í burtu.
Slökkviliðið kom fljótlega á
vettvang og má þakka því, á-
samt hagstæðri veðráttu að
ekki hlauzt af gríðarlegt tjón,
þvl á næstu grösum eru verð-
mæti, sem skipta fleiri milljón-
um króna.
Við tjöruslagið sem kviknaði
I var tunnustafli, sem málninga-
verksmiðjan Harpa átti og var
i tunnunum eldfimt efni til
málningargerðar, einnig komst
eldurinn í olíu sem Hampiðjan
átti f geymslu, og brann hvort
tveggja mikið. Talsvert magn af
rotvarnarefni og vítisóta var
. geyma þarna nálægt, en hvorugt
brann neitt a ðráði.
Tvö sjúkrafíug í
uótt vegna slysa
í gær hrapaði 15 ára piltur i
klettum austur i Bcrufirði og meidd
ist alvarlega, en er ekki lengur í
hættu. Einnig meiddist bam héðan
úr bænum á höfði alvarlega og var
einnig send sjúkraflugvél eftir þvf.
Það er úr mestu hættu.
Fyrra slysið varð á bænum Gauta
vík í Berufirði. Þar voru tveir pilt-
ar að klifra í klettum og hrapaði
annar þeirra, sonur Guðm. I. Sig-
urðssonar lögfræðings. Meiddist
pilturinn á höfði og eitthvað meira.
Var það kl. 9—10 í gærkvöldi, sem
Björn Pálsson var beðinn að senda
Framhald á bls. 5.
Alvarlegt umferðarslys í gær
Alvarlegt umferðarslys varð í
Fossvogi í gær er bifreið og bif-
hjóli lenti saman á Reykjanesbraut
móts við Nesti.
Volkswagenbifreið var á leið
suður en beygði yfir að Nesti þegar
hún kom þar á móts við og lokaði
þar með veginum fyrir pilti sem
kom fast á eftir á hjálparbifhjóli.
Skipti það engum togum að pilt-
urinn á bifhjólinu lenti á hægra
framhjóli bifreiðarinnar og varð
áreksturinn svo harður að piltur-
inn slöngvaðist upp á þak bifreið-
arinnar og að því búnu niður I
götuna. Hann hlaut þungt höfuð-
högg og heilahristing og enn
fremur var óttazt að hann hafi
tvíbrotnað á vinstri handlegg. Pilt-
ur þessi, Guðmundur Einarsson,
Hofsvallagötu 17 er fæddur 1946.
Hann var fyrst fluttur 1 slysavarð-
stofuna, en að athugun þar lok-
inni var hann fluttur í Landakots-
spltala.
Fyrir hádegi I gær varð annað
umferðarslys við Skíðaskálann I
Hveradölum. Maður var þar á ferð
I Volkswagenbifreið ásamt konu
sinni og 9 ára gamalli dóttur og
voru þau á austurleið. í brekkunni
rétt vestan við Sklðaskálann
missti maðurinn af einhverjum
ástæðum stjórn á bifreiðinni og
Framhald á bls. 5.
Kosningasigur Sjálfstæðis-
manna á Reykjanesi
Auk Reykjavíkur eru
úrslit nú kunn í Reykja-
neskjördæmi. Þingsæti
flokkanna haldast þar ó-
breytt, en túlka má
kosningaúrslitin sem
glæsilegan .sigur Sjálf-
stæðisflokksins. Eftir að
hafa unnið einhvern
stærsta kosningasigur
síðari ára á Reykjanes-
inu 1959, heldur flokk-
urinn ekki einasta öllu
því fylgi nú, heldur bæt-
ir við sig 702 atkvæðum,
eða 16%. Vantar aðeins
rúm 200 atkvæði til að
fá þriðja manninn kjör-
inn og fella kommúnista b
frambjóðandann
Guðmundsson.
sigur fyrir Ólaf Thors, forsæt-
isráðherra. Sýna kjósendur
Reykjaneskjördæmis hug sinn
og afstöðu til hans sem for-
sætisráðherra viðreisnarstjórn-
arinnar, og stefnu þeirrar, sem
hann hefur markað.
Auk Sjálfstæðisflokksins vinn
ur Framsóknarflokkurinn tals-
vert á I Reykjaneskjördæmi
eða um 5%, ef miðað er við
greidd atkv. nú og 1959. Al-
þýðuflokkurinn tapar verulega
og kosningabandalag kommún-
ista og Þjóðvamarmanna blður
mikið afhroð, líkt og I Reykja-
vík. Tapar bandalagið 2.1% at-
kvæða (einnig miðað við greidd
atkv. nú og 1959).
REYKJANES
1963
Alþýðuflokkur 2804 atkv. 1 mann (22.8%)
Framsóknarflokkur 2465 atkv. 1 mann (20.1%)
5040 atkv. 2 menn (41.1%)
1969 atkv. 1 mann (16.0%)
Gils D — Sjálfstæðisflokkur
G — Alþýðubandalag
F — Þjóðvamarflokkur
Telja verður úrslitin mikinn Á kjörskrá 14079. Atkvæði greiddu 12544, eða 89,1%.
1959
2911 (26.5%)
1760 (16.0%)
4338 (39.4%)
1703 (15.5%)
295 ( 2.6%)
Týndi 13
þús. kr.
Á iaugardagskvöldið týndi mað
ur peningaveski sinu á samkomu-
stað hér í Reykjavik, en f vesk-
inu voru 13 þús. kr. i penlngum
með öðru fleiru.
Maður þessi fór I Glaumbæ rétt
fyrir kl. 11 I fyrrakvöld. Við dyrn
ar tók hann upp veski sitt og
greiddi aðgang að húsinu. Þaðan
fór hann beint I fatageymsluna
og afhenti frakka sinn, en þá veitti
hann því athygli að veskið var
horfið úr brjóstvasa slnum á þess
ari stuttu leið. Leit bar engan ár-
angur.
Auk þeirra 13 þús. kr. 1 pen-
ingum sem I veskinu voru, voru
I því ávísanir á sparimerki, heim-
ilisföng á fólk erlendis, ökuskír-
teini o.fl. Þessi gögn telur eigand-
inn sér enn meira virði heldur en
nokkurn tima peningana og
kvaðst mundu verða þakklátur
fyrir að fá þau, þótt hann missi
af sjálfri fjárhæðinni. Að öðru
leyti tekur rannsóknarlögreglan
við upplýsingum um þetta mál.
i