Vísir - 11.06.1963, Page 8
8
VÍSIR . Þriðjudagur 11. júní 1863.
VtSIR
Otgefandi: Blaðaútgáfan VtSIR.
R'tstjóri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjðri: \xel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og ’tgreiðsla Ingó’.fsstrœti 3.
Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði.
f lausasölu 4 kr. eint. — Simi 11660 (5 Hnur).
Prentsmiðja Vfsis. — Edda h.f.
Sigur viðreisnarinnar
Viðreisnin hefur sigrað. Það sýna kosningaúrslitin
ótvírætt. Þjóðin hefur kveðið upp dóm sinn yfir stefnu
síðustu þriggja ára. Sá dómur er jákvæður. Með kosn-
ingunni hefur þjóðin lýst því yfir að hún óskar eftir
því að viðreisnin haldi áfram. Og þjóðin hefur látið
þá skoðun sína í ljós, að FramsóknarflokU<urinn eigi
ekkert eríndi í Stjómarráðið og hún hefur hafnað
kommúnistum á eftirminnilegan hátt.
Þetta er í fyrsta sinn sem stjóm, sem starfað hefur
heilt kjörtímabil, hlýtur fylgisaukningu og verulegan
meirihluta allra kjósenda. Sú staðreynd sýnir að stefna
stjómarinnar hefur verið heilladrjúg og farsæl.
Að vísu tapaði Alþýðuflokkurinn örlitlu í þessum
kosningum, eða 1%. En þar á móti kemur að Sjálfstæð-
isflokkurinn hefur aukið fylgi sitt um 1.7%. Hafa því
viðreisnarflokkamir aukið fylgi sitt meðal þjóðarinn-
ar. Áður höfðu þeir 54.9% hennar að baki sér, en nú
55.7% fylgi.
Það er alltaf auðveldara að vera í stjómarandstöðu.
Yfirleitt vinnur stjómarandstöðuflokkurinn á í þing-
kosningum. Því átti Framsóknarflokkurinn nú sitt
stóra tækifæri. Það vissi flokksforystan og því var
unnið til hins ýtrasta og áróður flokksins var í há-
marki vikum saman, bæði hér í Reykjavík og einnig
úti á landi. Ekkert var til sparað og einkum reynt
að vinna atkvæði kjósenda á því að vitna til utanríkis-
málanna. En þessi atlaga að viðreisninni og utanríkis-
stefnu stjómarflokkanna hefur herfilega mistekizt.
Þjóðin hefur lýst því yfir að hún tekur ekki mark á
orðum Framsóknarflokksins.
Myndur nýrrar stjómar stendur nú fyrir dyram.
Eðlilegast er að Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokk-
urinn starfi áfram saman. Stefna þeirra hefur hlotið
traust. Henni verður að halda áfram.
Ósigur kommúnista
Það er gremjutónn í Þjóðviljanum í morgun. Blaðið
kvartar sáran undan því að „meirihluti kjósenda hafi
orðið gagnsýrður af borgaralegum viðhorfum“ hér í
Reykjavík síðustu tvo áratugina.
Það er eðlilegt að kommúnistar séu gramir. Fyrir
bá vom kosningarnar stór ósigur. Þeir hafa tapað
mestu af öllum flokkum, eða 4.4% á öllu landinu og
einu þingsæti. Höfðu þeir þó innlimað Þjóðvöm og
reyndu að bjarga lífi sínu á þeirri samvinnu.
Úrslitin sýna að kommúnistar hafa misst traust al-
mennings. Fylgi þeirra hrynur ekki, en við því var ekki
að búast. Það minnkar hins vegar hægt og þétt. Nú
er ekki lengur vafi á þvf, að áhrif kommúnista eru að
fjara út. Þeir eru að verða sami smáflokkurinn hér á
landi og þeir em á hinum Norðurlöndunum.
PROFUMO-HNE YKSUÐ
John Profumo.
Lundúnablöðin, jafnvel þau,
sem ávallt hafa bezt og dyggi
legast stutt Harold Macmillan
forsætisráðherra og stjórn hans,
hafa ekki farið dult með það,
að undanfömu, að afleiðingar
Profumo-hneyslisins, séu hinar
alvarlegustu fyrir Macmillanog
stjóm hans. Og svo mikinn
álitshnekki hefur Macmillan beð
ið vegna þessa máls, að jafn-
vel búizt við, að hann neyðist
til að biðjast lausnar, en áður en
þetta leiða mál kom til sögunn-
ar, var Macmillan staðráðinn I
að Ieiða flokk sinn fram til sig
urs i næstu kosningum, og var
almennt búizt við að þær
myndu fara fram síðar á þessu
ári. En svo breyttar vora horf-
umar og áreiðanlega vegna
þessa máls, að Ian McLeod,
annar formaður íhaldsflokksins,
þá nýkominn til Bandarikjanna,
sagði þar að kosningar myndu
ekki fara fram fyrr en á næsta
ári.
í raun og vera hefur hvert
áfallið dunið yfir á fætur öðru
í þessu máli í seinni tið. John
Profumo hermálaráðherra neydd
ist sem kunnugt er til þess að
biðjast lausnar vegna kunning-
skaparins við sýningarstúlkuna
Christine Keeler, neitaði hátið-
lega, að nokkuð hefði verið 6-
sæmilegt við kynni þeirra, en í
bréfi þvi er hann ritaði forsætis
ráðherra og baðst lausnar,
kvaðst hann hafa sagt þinginu
ósatt um þetta atriði í hlífðar
skyni við sína nánustu. Jafn
framt sagði hann af sér þing-
mennsku.
í sambandi við þetta er þess
að geta, að mikil gremja er rlkj
andi innan íhaldsflokksins, jafn
vel meðal aðalráðherra, út af
allri málsmeðferðinni, en sum-
um þeirra varð ekki kunnugt
um lausnarbeiðni Profumo fyrr
en þeir heyrðu fréttina I út-
varpinu.
Svo gerist það hinn 8. þ. m.,
að einn af kunnustu læknum
landsins, dr. Stephen Ward, sem
áður hafði verið nefndur -f sam
bandi við Profumo og sýningar
stúlkuna, en hann hefur
m. a. stundað ýmsa helztu menn
landsins, er handtekinn.
Það vora tveir af yfir-
mönnum Scotland Yard, sem
handtóku dr. Ward, án sérstakr
ar handtökuheimildar, en fram
kvæmdu handtökuna I beinu um
boði frá skrifstofu hins opin-
bera saksóknara. Farið var með
Ward læknir til Marylebone-
lögreglustöðvar og var hann
yfirheyrður þar og fimm klukku
stundum slðar var hann þeim
sökum borinn, að hafa lifað að
öllu eða nokkru leyti á tekjum
af vændi.
1 neðri málstofu þingsins fer
brátt fram umræða um málið
með sérstöku tilliti til öryggis-
málanna. Umræðan fer fram að
kröfu stjómarandstöðunnar. —
Macmillan mun þá verða spurð
ur margs varðandi þetta mál
allt. Og sú spurning er nú á
allra vöram: Biðst Macmillan
lausnar?
☆
í gær var sagt i fréttum frá
Lundúnum:
Nokkrar líkur era nú sagðar
til þess að svo kunni að fara, að
Harold Macmillan forsætisráð-
herra Bretlands biðjist lausnar
vegna Prufumo-hneykslisins.
Macmillan kom til Lundúna I
morgun að aflokinni nokkurra
daga dvöl norður á Skotlandi,
þar sem hann var sér til hvíld-
ar og hressingar. Hann ræðir við
Butler varaforsætisráðherra um
ofannefnt mál þegar I dag
og stjórnarfundur verður hald-
inn um það, ef til vill fljótlega
og áreiðanlega áður en málið
verður tekið fyrir í neðri mál-
stofu þingsins, en umræðan fer
fram að kröfu jafnaðarmanna,
og er það með tilliti til örygg-
is landsins, sem málið verður
rætt.
Annar af tveimur formönn-
um íhaldsflokksins brezka, Ian
McLeod, skýrði frá því I ræðu
í fyrri viku, að þingkosningar
myndu að líkindum ekki fara
fram á Bretlandi fyrr en næsta
ár. Til skamms tíma voru líkur
taldar meiri, að efnt yrði til
haustkosninga. Þegar yfirlýsing
McLeods kom fram var hún
skilin svo, að Ihaldsflokkurinn
hefði beðið mikinn álitshnekki
vegna Profumo-hneykslisins, og
væri heppilegast fyrir hann, að
kosningum yrði frestað þar til
færi að fyrnast yfir hneykslið.
Enn fremur gerðist það í vik-
unni sem leið, að handtekinn
var hinn kunni læknir, dr. Ward,
sem títt var nefndur í fréttum,
er á allra vitorði vora orðin
kynni Johns Profumo landvarna-
ráðherra og sýnvngarstúlkunnar
Christine Keeler, en það var á
heimili hans, sem þau kynntust
ráðherrann og sýningarstúlkan.
Dr. Wárd hefur verið sakaður
uni að hafa að nokkru eða veru
legu leyti haft tekjur af vændi.
Þá er þess að minnast, að
John Frofumo, sem áður hafði
N
lýst yfir á þingi ,að ekkert ó-
sæmilegt hefði verið við kynni
hahs og Christine Keeler, varð
að játa, að hann hafði sagt ó-
satt um þetta, — og baðst hann
þvl lausnar frá embætti og sagði
af sér þingmennsku. Kvaðst
hann hafa sagt ósatt til þess að
hlífa konu sinni og barni, sem
ekkert hefðu um þetta vitað.
LEYNILEG- SKÝRSLA
Það varð kunnugt I gær, að
Macmillan hafði fálfð Dilhorne
lávarði að rannsaka Profumo-
málið, áður en Promumo baðst
lausnar. Mun hann skila skýrslu
I vikunni. Kunnugt er, að hann
hefur rætt við Profumo. Ekki er
enn vitað hvort þessi skýrsla
verður birt opinberlega, en hún
verður send Harold Wilson, leið
toga stjórnarandstöðunnar sem
trúnaðarskjal.
DR. WARD I
GÆZLUVARÐHALDI
Dr. Ward var I gær úrskurð-
aður í viku gæzluvarðhald.
HLUTABRÉF FALLA
Hlutabréf I iðnaði hafa nú
fallið nokkuð og er orsökin beyg
ur um, að Macmillan kunni að
biðjast lausnar, og muni álits-
hnekkir sá, er hann og flokkur
hans hefur beðið, ef til vill leiða
til þess að jafnaðarmenn myndi
næstu stjórn landsins, og fram-
kvæmi þá áform um þjóðnýt-
ingu.
Enn er þess að geta, að mjög
var rætt I fréttum um skeið
um einn af starfsmönnum sov-
ézka sendiráðsins, þar sem hann
var meðal kunningja Christine
Keeler og kom á heimili dr.
Wards, en sendirácjsstarfsmaður
þessi er nú I Sovétríkjunum.
Afleiðingar málsins hafa þann
ig orðið æ víðtækari og búizt
við frekari.
Að margra ætlan getur þetta
mál orðið til þess að auka sig-
urmöguleika jafnaðarmanna í
næstu kosningum, jafnvel þótt
þær dragist fram á næsta vor.
Harold Wilson, höfuðleiðtogi
jafnaðarmanna, er nú I viku
heimsókn I Moskvu og ræðir
helztu vandamál við Krúsév,
svo sem afvopnun, samkomulag
um bann við tilraunum með
kjarnorkuvopn o. fl.
0Qn3Ki3323HXZXX333Qaa33
fflJ