Vísir - 19.06.1963, Side 3

Vísir - 19.06.1963, Side 3
V í S IR . Miðvikudagur 19. júní 1963. FYRSTI KVEN- GEIMFARINN Valentina Tereshkova er fræg asta kona veraidar þessa dag- ana. Engin furða. Hún er fyrsta konan, sem gerist farþegi í gervdhnetti á braut umhverfis jörðu. Valentina er kona Ijós- hærð, með blá augu, breitt and- lit, eilítið þrekvaxin, en kven- leg. Fyrir þremur árum vann hún í vefnaðarverksmiðju 150 mílur frá Moskvu. Hún var tek- in f hóp verðandi geimfara vegna áhuga sins á fallhlífar- stökki, dugnaði 1 skóla og sfð- ast en ekki sfzt vegna þess að hún er góður kommúnisti (sem væntanlega hefur ekki beðið bænir sínar áður en hún lagði upp í geimreisuna). Valentina hefur verið f þjálf- unarbúðum geimfaranna sfðan í marz eða apríl sl. ár. Karl- geimfararnir eru allir með tölu hrifnir af fyrsta kvengeimfar- anum, ekki að ástæðulausu ef taka má mark á orðum þeirra, sem eru ekkert nema Iofsyrði um Valentínu. En Valentína er hins vegar aðeins skotin í ein- um þeirra, að sögn, geimfaran um Nikolayev. Munu þau vera ieynilega trúlofuð. Valentínu gekk upphaflega erfiðlega að tileinka sér geim- ferðartækni og læra utanað um hin ýmsu tæki geimskipanna. En vegna þess að hún var dug- leg og eyddi mestum hluta frí- stunda sinna við námið, tókst henni að yfirstfga þennan hjalla, og stendur hún nú öðrum geim- förum ekkert að baki f þessum efnum. Valentína hefur mikið dálæti á Beethoven og Tsjækovski og rússneskum þjóðlögum. Eftirlæt isrithöfundar hennar eru Tol- stoy og Shokolov. Efri mynd: Valentina í geim- farinu á æfingu. Neðri mynd: Valentina með litlum frænda sínum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.