Vísir - 22.06.1963, Qupperneq 3
VÍSIR . Laugardagur 22. jnní 1963.
3
■ynð íslendingar höfum hingað
til sioppið við þau ósköp að
gegna herþjónustu og þær skyld-
ur sem þeirri þjónustu fylgir. Af
þeirri ástæðu má sennilega rekja
það agaleysi. sem hér er ríkjandi
og einkennandi er fyrir íslend-
inga, og af þeirri ástæðu má
einnig telja skort okkar og kunn-
áttuleysi f meðhöndiun skotvopna
stafa.
Því er að Sjálfsögðu svo farið
að þrátt fyrir „herþjónustuleysi",
eru menn hér á landi ekki algjör-
lega gersneyddir áhuganum á
skotvopnum, og þvl er það svo,
að byssur, riflar og önnur skot-
vopn eru í eigu ailmargra íslend-
inga, f það minnsta Reykvíkinga.
Eru þau þá jafnan notuð tii
þeirra ágætu þarfa, sem kaliast
á „skytterf" á fagmáli, og felst f
því að skjóta fugla á öræfum og
f óbyggðum. Er þetta vinsælt
sport og skemmtilegt.
A hugasamir skotmenn hafa
stofanð með sér félag, Skot-
féiag Reykjavfkur, og eru sem slfk
ir aðilar að Iþróttab. Reykjavík-
ur. Iðkan þessi telst því sem
fþrótt, þótt vissulega fari ekki mik
ið fyrir fréttum af keppnum í þess
ari íþróttagrein á íþróttasíðum
dagblaðanna. Skotfélagið hefur þó
með sér æfingar á vetuma og er
æft reglulega að Hálogalandi, þótt
aðbúnaður þar sé ekki sem fuii-
komnastur til slíkra æfinga, Efnt
er þá til skotkeppna og móta.
Það bar til tíðinda í vetur, að
kona, Edda Thorlacius, vann til
verðlauna í einni af keppnum þess
um og mun þaö vera f fyrsta
skipti, sem fslenzk kona
hlýtur skotverðlaun. Hún er einn-
ig fyrsta kpnan sem hefur náð
100 stigum á æfingu.
gkotfélagið hefur nýlega Iokið
Vetrarstarfsemi sinni, eða um
mánaðarmótin maf/júnf. Var þá
haidið hið áriega vormót.
í vorkeppninni er keppt með
cal. 22 markrifflum á 75 feta færi.
Keppt var f þremur flokkum:
meistaraflokki, fyrsta flokki og
öðmm flokki, í ferns konar stell
ingum, liggjandi, sitjandi, á hné
og standandi.
í þetta skipti kepptu aðeins
tveir f meistaraflokki, enda þarf
til þess að komast f þann flokk að
skjóta á 10 skffur f röð og ná
a.m.k. 98 stigum af 100 möguleg-
um f liggjandi steliingu.
Sigraði Valdimar Magnússon í
meistaraflokki og hiaut að verð-
launum umferðarstyttuna Skot-
manninn sem Niels Jörgensen,
kaupmaður hefur gefið félaginu.
Úrslit vorkeppninnar f einstökum
flokkum.
Meistaraflokkur.
1. Valdimar Magnússon
2. Sverrir Magnússon.
1. Flokkur.
1. Leo Schmidt
2. Egill J. Stardal
3. Edda Thoriacius
2. Flokkur.
1. Gfsli Magnússon
2. Jóh. Christensen
3. Karl Oisen
JXinn 31. mai fór fram Viktors-
keppnin en f henni hefur ver-
ið keppt um mjög fallegan grip,
rennda líkingu af riffilskothylki
úr harðvið sem Viktor Hansen hef
ur smíðað og gefið félaginu.
Keppt í sömu stellingum sem á
vormótinu og sigraði þar cinnig
Vaidimar Magnússon. Hafði hann
Skotmennimir taka sigti standandl.
Verðlaun veitt Eddu Thoriacius, en hún er fyrsta konan, sem hlýtur verðlaun f skotkeppni hér á Iandi.
SKOTIÐ A SKIFUNA
Þetta er hópurinn, sem tók þátt f Viktorskeppninni.
hlotið sigur tvisvar í röð f undan-
farandi keppnum og vann nú grip
inn í þriðja sinn og þar með til
eignar. Valdimar var greinilega í
mjög góöri þjálfun að þessu sinni
Annað athyglisvert í þessari
keppni var frammistaða Eddu
Thorlacius, sem stóð sig í báðum
keppnunum mjög vel og er hún
án efa fyrsta fsienzka konan sem
hlýtur skotverðlaun og fyrsta kon
an f félaginu sem hefur náð 100
stigum á æfingu. Mótstjórar voru
Njörður Snæholm, Ingólfur B.
Guðmundsson og Bjarni R. Jóns-
son en dómendur Eriing Edvald
og Magnús Jósepsson. Að ioknu
vormóti var haldinn skemmtiflud
ur f Glaumbæ og þar afhenti
Bjarni R. Jónsson sigurvegurun
um verðlaunin.
1‘jtiæfingar á æfingasvæðinu
upp í Leirárdal eru nú fyrir
nokkm byrjaðar og er þæði æft
með haglabyssum og rifflum. Nú
eru nærri 220 skráðir meðlimir f
félaginu og mikill áhugi ríkjandi
fyrir vaxandi starfsemi þess.
Húsnæðisvandræði em eitt
helzta vandamál félagsins í dag.
Félagið hefur undanfarin ár feng-
ið afnot af íþróttahúsinu að Há-
logalandi eitt kvöld f viku, en þar
eru mjög takmörkuð skilyrði til
æfinga vegna stærðar hússins.
Féiagið hefur fyrir alllöngu feng
ið loforð um aðsetur til æfinga í
skálanum sem er undir stúkunni á
íþróttasvæðinu í Laugardalnum,
en það húsnæði hefur til þessa
verið notað sem Iagergeymsla fyr
ir Hitaveitu Reykjavíkur. Þar væri
hægt að skjóta á 50 metra braut
sem myndi gerbreyta öllum æf-
ingaskilyrðum. Vonar félagið fast
lega að úr þessu rætist í bráð.
Ctjórn Skotfélags Reykjavfkur
^ er nú skipuð þessum mönn-
um: .
Egill Jónsson Stardal, form.
Jóhannes Christensen, varaf.
Edda Thorlacius, gjaldkeri
Tryggvi Árnason, ritari
Meðstjórnendur:
Robert Schmidt
Leo Schmidt
Kari Olsen.