Vísir - 22.07.1963, Side 3

Vísir - 22.07.1963, Side 3
V í S IR . Mánudagur 22. júlf 1963. 3 Ljósm. Oddur Ólafsson. ' 'a- ii í FYRSTU M YNDIRNAR FRÁ KIRKJUVÍGSLUNNI Fréttamenn og ljósmyndarar Vísis voru að sjálfsögðu viðstadd- \ ir hina miklu hátíð, sem fram fór í Skálholti f gærdag. Á forsíðu blaðsins í dag er sagt frá athöfnimii inni í kirkjunni, vígslunni sjáifri, en hér á eftir verður slegið upp lauslegum svipmyndum af þessum viðburði, framvindunni, og aðstæðum öllum á staðnum. Fjöldi mynda fylgir og þessum frásögnum, en ljósmyndir Vísis í dag eru þær fyrstu, sem birtast frá Skálholtshátíðinni. VÍSIR birtir f dag fyrstu mynd- imar frá vígslu Skálholtskirkju. Fékk blaðið m. a. leigða flugvél til að fljúga með Ijósmyndara yfir staðinn og náðist þar hin ágæta yfirlitsmynd af Skálholti, sem hér er að ofan. Er myndin tekin strax eftir að vígslunni sjálfri er loklð, eða þegar vígsluvottar ganga úr kirkju. Má glöggt sjá þá f hvít- um skikkjum (rykkilínum), en inn í kirkjuna gengu þeir f full- um skrúða, forkunnarfögrum biskupakápum. — Afskrýddust vígsluvottarnir biskupakápunum í kirkjunni, en hvítu skikkjumar eru tákn vígslunnar. Efst á þessari mynd sér til norðausturs yfir vatnasvæðið, þar sem Hvítá og Tungufljót koma saman. Til vinstri er sr. Bjami Jóns- son vígslubiskup, en hann þjón- aði fyrir altari við vígsluna. >(- Myndir þær, sem birtast hér f blaðinu frá Skálholtshátfðinni, eru teknar af ljósm. Vísis (Braga Guðmundssyni og Pétri Ó. Þor- steinssyni). Oddur Ólafsson tók Ioftmyndina. Við vfgsluna voru mættir f kirkju rúmlega 100 vígðir menn, þar af 91 hempuklæddur prestur. Settu þess ir þjónar kirkjunnar sinn svip á hátíðina. Hér sjást nokkrir þeirra í kirkjunni. Fremst á myndinni sjást forsetahjónin. Fremst til vinstri er kona kirkjumálaráðherra, frú Sigríður Bjömsdóttir. Á miðri mynd- inni er skírnarfontur, sem gefinn var frá Færeyjum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.