Vísir - 22.07.1963, Side 11
V I S I R . Mánudagur 22. júlí 1963.
Ymislegt
Bindindismannamótið
að Húsafelli uni
verzlunarmannahelgina.
Ákveðið hefur veríð að hið ár-
lega bindindismannamót verði u n
verziunarmannahelgina að Húsa-
felli 3., 4. og 5. ágúst. Þétta ér
rjoröa bindindismannamótið i röð.
tvö hafa áður verið haldin að
Húsafelli og eitt að Reykjum i
Hrútafirði. Fengið hefur verið
leyfi landeigenda fyrir að halda
mótið. Til þess að standast óhjá-
kvæmilegan kostnað við fram-
kvæmd mótsins, verður nokkúrt
mótsgjald, en í því eru innifalin
skemmtiatriði og dans bæði
kvöldin.
Lagt verður á stað frá Reykja-
vík og Hafnarfirði eftir hádegi á
CðPENIUStN
laugardag og mótið sett um kvöld
ið, verða þá ýmis dagskráratriði,
varðeldur og dans. Á sunnudag
verður skoðað umhverfj Húsafells
og síðdegis er hugsað að hafa úti-
leiki, varðeld og dans. Upplýsing-
ar varðandi mótið verða gefnar
í Bókabúð Æskunnar í Reykja-
vík og Góðtemplarahúsinu I Hafn
arfirði, nánari upplýsingar til-
greindar I augÍýsihgUm síðar.
Undanfarin mót hafa verið vih-
sæl og vel sótt, sérstaklega af
ungu fólki. Öllum er heimil þátt-
taka, sem fylgja settum reglum.
Höfuð markmið með þessum
mótum er áð gefa ungu fólki tæki
færi að skemmta sér án áfengis.
Ferðir frá B.S.Í.
Kvenfélag Hallgrímskirkju fer
f sína árlegu skemmtiferð þriðju-
daginn 23. júlí. Farið verður í
Þórsmörk. Upplýsingar í símum
14442 og 13593.
Blöð og tímarit
Heima er bezt, júlí-hefti þ.á. er
komið út. Efni m.a.: Heimsóknir
eftir St. Stef., Jóhann Gunnar
Hall eftir Laugu Geir, Svipleift-
ur af söguspjöidum, kvæði eftir
Hallgrfm frá Ljárskógum, Jóhann
Jónsson frá Hofi eftir Björn R.
Árnasön, Frá Norðurhjara eftir
Jón Sigurðsson, Draumar eftir
Böðvar Magnússon, aðskiljanlegir
partar úr einni romsu, kvæði eft-
ir Úlf Ragnarsson, Tfmarit um fs-
Ienzka grasafræði eftir St. Std.,
Athugasemd eftir Jón Þ. Bush,
Jóps-
:r*'tr n. -' ■ **
Tilkynning
Jóhann getur liklega borgað
yður skuldina eftir allt saman.
Hann var að hringja og spyrja
hvort sköllótta múrmeldýrið hefði
skreiðzt úr híðinu.
Frá Náttúrulækningafélagi
Reykjavíkur. Grasaferð NLFR er
ákveðin laugardaginn 27. júlí n.k.
kl. 8 árdegis frá NLF-búðinni
Týsgotú 8. Farið verður á Arnar-
vatnsheiði. Menn hafi með sér
tjöld, svefnpoka og nesti til 2ja
daga. Áskriftarlistar eru í skrif-
stofunni Laufásveg 2 og NLF-búð
inni Týsgötu 8. Fólk er vinsam-
íegast beðið að tilkynna þátttöku
sína sem allra fyrst eða helzt
eigi síðar en þriðjudaginn 23.
júlí.
Hrúturiun, 21. marz til 23.
apríl: Hugleiddu það sem nú er
að gerast í umhverfi þínu, og
gerðu þér ljóst hvað slíkt kann
að tákna fyrir þig. Tefldu ekki
á tvísýnu.
Nautið, 21. april til 21. maí:
Þú átt ávallt athvarf í skjóli
hugheima þinna, þegar þú mætir
andstreymi á hinu jarðneska
sviði. Félagar þfnir eiga einnig
sín vandamál.
Tvíburarnir, 22. maí til 21.
júní: Heimili þitt gæti verið
vettvangur óvenjulegra og
snjallra aðgerða. Komdu þér hjá
því verkefni, sljffiuh'-
verulega ofvaxið.
Krabbinn, 22. júní til 23. júní:
Þú ert opinn fyrir öllu núna og
næmur og átt auðvelt með að
afla þér mikillar þekkingar um
þá menn og þau málefni, sem
þú kannt að umgangast.
Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst:
Vertu snar í snúningum, þegar
þú færð tækifæri til að auka
tékjurnar. Láttu þér ekki sjást
yfir þörfina fyrir verkfærni.
Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.:
Það mun reynast örðugt að
halda aftur af framkvæmdavilja
þínum í dag, þar eð þú ert riú
fullur lífsorku. Hugleiddu verk-
efnj dagsins vel.
Vogin, 24. sept. til 23. okt.:
Þú ættir að gera þér ljósa grein
fyrir hinu eiginlega eðli vanda-
mála þinna. Það er mikilvægt .
ti lað komast að réttum niður-
stöðum. Notaðu innsýn þína.
Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.:
Það er margt, sem á sér stað
í dag til að halda þér upptekn-
um. Vinir þínir gætu reynzt
þér hjálplegir, ef í harðbakkann
s'œr.
Bogamaðurinn, 23. nóv. til
21. des.: Það rr;un reynast þér
með erfiðara móti að fá fyrir-
fólkið á þitt band, þrátt fyrir
að það Ijái orðum þínum eyra.
Steingeitin, 22. des. til 20.
ijan.: Fhéttir, sem þér berast frá
fjarlægum stað, gætu valdið þér
nokkrum óþægindum. Málefni
vinar þíns gætu verið á þann
veg að valda þér áhyggjum.
Vatnsberinn, 21. jan. til 19.
febr.: Þér er nauðsynlegt að
halda uppi sambandi þínu við
félaga þína, þar eð sameiginleg-
um hagsmunum kynni að vera
ógnað að öðrum kosti. Teflduá
fjármunum þínum ekki í hættu.
Fiskarnir, 20. febr. til 20.
marz: Það, sem þú kannt að
heyra frá keppinaut þlnum, gæti
sett þig í nokkurn vanda, þar
eð erfitt er að sjá fyrir um
framhaldið. Vertu viðbúinn hinu
óvænta.
Það var sagt, að ungfrú Nora Johnson frá Surrey á Englandi, væri
vitlaus, þegar hún hélt því fram, að kýr mjólkuðu betur ef þær hlust-
uðu á tónlist á meðan. Hún hefur nú samt fengið marga á sitt mál,
sem eru á sömu skoðun, meðal annars í Danmörku. Hvað skyldu fs-
lenzku bændurnir segja um þetta?
Frank Sinatra lenti fyrir
skömmu í deilum við niann
nokkurn, og reyndu þeir hvor
um sig að gera isem minnst
úr hinum. Andstæðingur Frank
ies sagði um hann: Hann er
maður af því tagi, sem myndi
drepa mömmu sína fyrir einn
Frank Sinatra
dollar. Frankie var spurðir á-
lits á þessum ummælum, og
hann svaraði: Ég get ekki sagt
það sama um hann, hann
myndi aldrci drepa móður sína
fyrir einn skitinn dollar. — Þá
hefði hann engan til þess að
pína lengur.
Fyrir skömmu síðan héldu
Piccoloar á Broadwep sitt ár-
lega þing. Ungu herramir með
gylltu hnappana ræddu all-
mörg vandamál, og meðal
þelrra, hvemig ætti að leið-
beina þeim, sem nýir væru í
starfinu, svo að þeir gætu lært
að þekkja þá menn, sem
myndu gefa mesta drykkjupen
mga. Allir voru þeir sammála
um að Texasbúar væru allra
manna örlátastir. Þeir tækju
aldrei tll baka af seðlum. Eng-
Iendingar eru einnig ágætir
með peninga og sérstaklega
þægilegt að þjó,na þeim. Þegar
stöður manna I þjóðfélaginu
voru teknar inn í þessar sam-
ræður, var samþykkt að lækn-
ar, lögfræðingar og banka-
menn væru örlátastir. Ekld
voru formenn piccoloana á-
nægðir með þessa fræðslu, og
var þvf ákveðið að koma á
námskeiðum fyrir hina göfugu
starfsemi þeirra.
!: *
Það er dásamlegt, segir Fan.
Temple, komdu með flösku af
kampavíni. Já, ungfrú Fan, seg-
ir þjónustustúlkan, undir eins.
Ég er hræddur um að við séum
farin að taka upp hina vestrænu
siði yðar, herra Kirby, og halda
fyrirfram upp á sigurinn. Það er
nóg, að Rip er með okkur, segir
Fan. Ég skála fyrir þvl segir
Ming ,og Kirby: Ekki skilja mig
útundan.
Ung stúlka skrönglaðist á
tveggja vikna gömlum bíl sín-
um inn f þvoítastæði, og kall-
aði til eins starfsmannstns:
Hæ, þú, geturðu „fixað“ hann
fyrir mig snöggvast. Hann leit
fyrst á hana ,svo á bílinn og
sagði: Tja, við getum þvegið
hann, ungfrú, en við strauum
ekki bíla.