Vísir - 24.07.1963, Síða 1
y
VISIR
153. árg. — Miðvikudagur 24. júlí 1963. — 167. tbl.
Kornræktarhorfur
ískyggilegar
Sé korn ekki farið að skríða um
mánaðamótin júií—ágúst, er korn-
uppskeru vart að vænta, en nú er
aðeins vika eftir af júlí og korn
ekki farið að skriða, hvorki á Norð
ur- eða Austurlandi, samkvæmt
þeim upplýsingum sem hfaðið hef-
ur fengið.
Horfir því uggvænlega um korn-
ræktina á Norður- og Austurlandi,
og gæti svo farið, bregði ekki til
batnaðar og fari að hlýna, að hún
bregðist I ár.
Vísir hafði það eftir Árna Jóns-
syni tilraunastjóra á Akureyri í
gær, að korn væri ekki farið að
skríða nyrðra og horfur ískyggileg-
ar með kornræktina.
í morgun átti blaðið tai við Jón
as Pétursson á Lagarfelli á Héraði.
Hann kvað kornakra sennilega um
100 hektara að flatarmáli á ýmsum
stöðum á Héraði í sumar og horf-
ur alvarlegar, þvf að korn væri .ekki
farið að skríða, en vonlftið, B*eð
Framh. á bls. 5
37 lóðum úthlutað
S. 1. föstudag var úthlutað 27 hlutunina.
raðhúsalóðum, 18 Ióðum undir Fyrir nokkru hafði verið út-
einbýlishús og.tveim tvíbýlislóð- hlutað á þriðja hundrað lóðum
um í Háaleitishverfinu. Er verið f sama hverfi, en frá því hefur
að senda út tilkynningar um út- verið sagt í Vísi.
BRIDGE:
ÍSLENDINGAR
SIGRUÐU DANI
Einkaskeyti til Vfsis
frá Baden-Baden.
I sjöttu umferð Evrópumótsins
í bridge sigruðu íslendingar Dani
4—2 (69—60). Allir íslenzku spila-
mennirnir tóku þátt f þessari um-
; ferð.
Að öðru leyti urðu úrslit á þessa
i leið: England sigraði Spán 6—0,
1 Ítalía sigraði Holland 6—0, Sviss
sigraði Þýzkaland 5—1, írland sigr-
aði Egyptaland 6—0, Austurríki
Pólland 5—1, Noregur og Finnland,
Blaðið i dag
Sfða 3 Sfldarmyndir frá
Seyðisfirði.
— 4 Gullfiskar á þurru
landi.
— 7 Stokkið úr 12 þús.
feta hæð.
— 9 Grein Gunnars
Thoroddsen fjár-
málaráðherra.
Belgía og Líbanon og Frakkland og
Svíþjóð skildu öil jöfn 3—3.
— Stefán.
SIGLUFJARÐARSKARÐ
L0KAST VEGNA SNJÓA
L/.'MV.V.'.V.v. V. ... • ...v, ,....,,,V.S, V. V.,„,V.,.-.-.V.V..., .......'■
Fréttamaður Vfsis, Þorsteinn
Jósefsson, var á Siglufirði f s.l.
viku. Hann ætlaði yfir Siglu-
fjarðarskarð í fyrradag. En þeg-
ar komið var miðja leið upp á
skarðið varð ófært venjulegum
bifreiðum. Fékk hann þá kraft-
mikla bifreið frá Siglufirði til að
draga bifreið sfna yfir skarðið.
Þorsteinn og félagar hans voru
ekki fyrr komnir yfir skarðið en
það lokaðist með öllu. Myndin
er tekin í Siglufjarðarskarði og
gefur góða hugmynd um snjó-
inn, sem þar er.
(Ljósm. Vísis, Þ. J.).
Veríð að setja upp afkasta-
mikla malhikunarstöð
Á næstunni tekur til starfa ný
og afkastamikil malbikunarstöð,
sem Reykjavíkurborg er að reisa
f Ártúnshöfða, nálægt grjótnáminu.
Verið er að reisa undirstöður og á
morgun er Væntanlegur sérfræðing
ur frá verksmiðju þeirri f Dan-
mörku, sem smíðaði stöðina, og
mun hann annast uppsetningu
hennar.
Stöðin kostaði komin til lands-
ins fimm milljónir króna. Hún get-®'
ur framleitt 50—80 tonn á klst.
af malbiki, sem er mun meira en
áætluð þörf gatnagerðarinnar í
Reykjavík.
Stöðin er að öðru leyti mun full-
komnari en gamia malbikunarstöð-
in, getur t. d. framleitt betra mal-
bik en eldri stöðin. Sennilega tek-
ur stöðin til starfa eftir um það
bil hálfan mánuð.
Bv. Sigurður
með 400 tonn
B/v Sigurður kom af veiðum í
gær. Var hann við Austur-Græn-
land og á heimamiðum. Aflinn var
mestmegnis karfi og er áætlaður
um 400 tonn. Byrjað var að skipa
upp úr honum í gær.
Blómlegur hugur ríkissjóðs:
100 MIIUÓNIR CCYMD-
AR m MÖCRU ÁRANNA
Greiðsluafgangur rík-
isins hefir aldrei verið
meiri en á liðnu ári,
1962. Var hann alls 162
millj. króna. Ber það
vott um blómlega af-
komu ríkisins.
Frá þessu skýrir fjármálaráð-
herra Gunnar Thoroddsen í
grein, sem hann ritar á 9. síðu
Vfsis f dag, og rekur ýmis at-
riði hinnar mjög bættu afkomu
ríkissjóðs.
Hefur rfkisstjómin þess vegna
afráðið að leggja 100 millj. kr.
af greiðsluafgangi ríkissjóðs f
Jöfnunarsjóð. Lögin um hann
hafa verið óvirk f 30 ár, og er
það fyrst nú sem hin skynsam-
Iegu fyrirmæli þeirra eru látin
koma til framkvæmda. í tfð Ey-
steins Jónssonar var greiðslu-
afgangi ríkissjóðs ávallt veitt
út í atvinnulífið með óhjákvæmi
legri verðbóigumyndun. Ríkis-
stjórnin telur óverjandi að fara
þá leið, og auka þannig verð-
bólguhættuna, og leggur þess
vegna féð fyrir til mögru ár-
anna.
Þess skal getið að f tið nú-
verandi ríkissjórnar hefur
greiðsluafgangur sífellt farið
vaxandi. Var hann 35 millj. kr.
árið 1960, 72 millj. kr. 1961 og
162 millj. kr. f fyrra.
Enn er það til marks um hina
hagstæðu útkomu ríkissjóðs að
vaxtabyrðin var 6 millj. krónum
lægri en áætlað var á fjárlög-
um. Stafar það af því hve hag-
ur ríkissjóðs gagnvart Seðla-
bankanum hefur mjög batnað.