Vísir - 24.07.1963, Blaðsíða 5
VlSIR . Miðvikudagur 24. júlí 1963.
5
Verkfræðingar —
Framhald af bls. 16
stefna aðilum fyrir félagsdóm og
höfum þegar gert ráðstafanir til
þess.“
Tvennt er þá orðið ljósara en
áður í þessari undarlegu verk-
fræðingadeilu. í fyrsta lagi, að
ríkið getur aðeins ráðið til sín
vekfræðing, eins og aðra starfs-
menn, á grundvelli Kjaradóms.
Annað væri óframkvæmanlegt,
óiöglegt og óréttlátt. Og það er
hér ekki aðeins um 4 verkfræð-
inga að ræða, heldur er og vit-
að að ýmsir verkfræðingar muni
sækja um þær stöður, sem aug-
lýstar hafa verið hjá Raforku-
málaskrifstofunni, Landsíman-
um og fleiri ríkisstofnunum með
umsóknarfresti til 5. ágúst. —
Þetta var fyrra atriðið.
Hitt atriðið, sem nú hefur
skýrzt og vekur stórfurðu, er
það, að stéttarfélag verkfræð-
inga ætlar að berja höfðinu við
steininn og kæra það, sem al-
menningi virðist þó ekkj nema
eðlilegt og löglegt. Það er að
ríkið ráði til sín starfsmenn,
verkfræðinga auðvitað sem aðra
eftir því sem þeir fást, á grund-
vellj hinna einu laga, sem nú
gilda um kaup og kjör opin-
berra starfsmanna og embættis-
manna.
Kornrækt —
Framhald -J bls. I.
kom, sem ekki er farið að skríða
í byrjun ágúst.
Hann kvað tíðina hafa verið
góða £ lok júní og fram undir 10.
júlí og þá hafi öllu fleygt fram,
enda góðir heitir dagar, en vorið
var kalt, frost fór seint úr jörðu
og hún Iengi blaut og því seint sáð,
og nú hafa verið kuldar í hálfan
mánúð og gróðri farið lítið fram.
Þeir, sem byrjuðu snemma, náðu
inn talsverðu heyi, en þeir voru
miklu fleiri, sem ekki gátu byrjað
snemma ýmissa orsaka vegna og
eiga nú hey úti, sem farin eru að
hrekjast. í góðviðriskaflanum hefðu
sumir getað siegið og hirt meira,
ef þeim hefði þótt nógu vel sprott
ið. Jónas kvað ekki hafa komið
næturfrost á Héraði í sumar, en
oft snjóað í fjöll undangenginn
hálfan mánuð.
Dregið hefur úr ferðamanna-
straumi síðan kólnaði í veðri.
Yfir 50 menn voru handtekn-
ir, er blökkumenn efndu til
kröfugöngu í New York nú í
vikunni.
ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN
FERÐIZT í VOLKSWA3EN
Vinnuvdtendur ú fundi
Myndin sýnir fomienn og tryggingar, og afskipti ríkisins
fu'ltrúa vinnuveitendasamtaka af kjarasamningum. Fundir hafa
Norðurlanda á fundi í Hótel staðið síðan á mánudag og lýk-
Sögu í morgun. — í morgun ur í dag. í gær fóm fulltrúarnir
ræddu þeir m.a. um almanna- í stutt ferðalag út úr bænum.
(Ljósm. Vísis B. G.)
Eftirspil sumardans-
vestanlands
Mandy
Tveir lögregluþjónar staðar-
ins skámst fljótt f Ieikinn og
hugðust stiOla til friðar. En ekki
létu dansmenn sér segjast við
orð varða friðarins. Klómðu
þeir annan, eftir frásögn sjón-
arvotts, en spörkuðu i hinn, svo
: þeir urðu brátt óvígir.
Hreppstjóri hugðist þá sker-
ast í leikinn, er hann sá hvemig
hinir minna tignu valdsmenn
þorpsins voru Ieiknir. En hann
hafði ekki erindi sem erfiði.
Honum var hótað áverkum sver
um, ef hann hreyfði sig og fuku
köpuryrðin f hans garð. Mátti
hreppstjórinn við það una, þar
sem við ofurefli liðs var að etja.
Er frá Ieið færðist nokkur ró
yfir omstuvöllinn. Ekki vildi þó
móðurinn auðveldlega renna af
aðalbardagamönnunum og var
síðar um nóttina sóttur læknir
plássins til þess að sprauta þá
til róunar. En það kom fyrir
ekki. Læknavísindin megnuðu
lítt að sefa omstumóðinn og
vom nokkrar róstur fram eftir
nóttu.
Suðureyri á laugardag.
Fyrir nokkrum dögum var
haldin dansskemmtun á Suður-
eyri við Súgandafjörð. Eftir
dansinn gengu menn undir bert
loft. Var þá ölvíma á mörgum
mönnum og segir ekki frekar af
því, en upp hófust hin mestu
slagsmál — og það við hús
hreppstjórans á staðnuni.
sgelifiðfi .rrtimtibii
-iliim Óiftl^rúíiJB
-múlinu
Mandy Rice-Davies kom tvisvar
á sýningu á teikningum Ward
læknis, en á henni eru 145 myndir,
sem seljast eiga upp í kostnað
við vörn hans ,og eru í skránni
taldar 18.000 stp. virði. Á sýning-
unrri var mynd af Mandy, verð 400
gfneur. Mandy var í góðu skapi,
„drakk af stút í fyrra skiptið, en
úr glasi hið síðara." — Daily Ex-
press segir, að hún hafi veifað
flöskunni og sagt:
„Nú veit ég hvernig Liz Taylor
er innanbrjósts". Blaðið birtir sem
viðbót frá lista-gagnrýnanda
sínum, að teikningar Wards séu
ágætar.
Nýtt vitni er komið til sögunn-
ar í málinu gegn Ward lækni.
Vitnið, 21 árs gömul stúlka að
nafni Vickie Barrett, ber vitni nú
í vikunni að beiðni saksóknara. .
Á þessa stúlku var minnzt í upp-
hafi réttarhaldanna. Var Ward tal-
inn hafa boðið henni f íbúð sína
til þess að hitta karlmenn og hafi
hún farið þangað 2—3 sinnum í
viku.
Christine Keeler þótti standa sig
vel, er verjandi Wards spurði hana
margs og reyndi að hrekja fram-
burð hennar, en hún lýsti allan
framburð sinn fyrr og síðar sann-
an, en ásakanir verjanda ósannar
með öllu og sumar „tóma vitleysu".