Vísir


Vísir - 31.07.1963, Qupperneq 1

Vísir - 31.07.1963, Qupperneq 1
VÍSIR 53. árg. — Miðvikudagur 31. júlí 1963. — 173. tbl. Verzlunarmannahelgin: Mikill viðbúnaður vegaþjónustunnar Mesta umferðarhelgi ársins fer nú í hönd og hefur Vegaþjónusta Fé- lags íslenzkra bifreiða- eigenda mikinn viðbún- að á vegum úti yfir verzl unarmannahelgina. Ekki færri en 15 viðgerða- og þjónustubílar, flestir búnir talstöð, verða áf vegum úti. í bílunum verða skátar frá Hjálp- arsveit skáta í Reykja- vík. Vísir hafði í morgun samband við Félag íslenzkra bifreiða- eigenda og spurðist fyrir um undirbúning vegaþjónustunnar fyrir verzlunarmannahelgina. Sú nýbreytni verður nú tekin upp, að vegaþjónusta verður starfrækt við nágrenni Akur- eyrar. í vegaþjónustunni þar verður bifreið búin öllum helztu áhöldum og einnig talstöð sem er í sambandi við Slökkvistöð- ina á Akureyri. F.Í.B. hefur einnig gert samninga við fjöl- mörg bifreiðaverkstæði víðsveg- Framh. á bls. 5 Verður hún þögul á morgun? • •• • ' Myndin var tekin f morgun af prentvélinni sem prentar Vísi í prentsmiðjunni Eddu. Vélin prentar eingöngu blöð og þagnar því á morgun eftir útkomu Vísis, ef biaðamannaverkfallið skellur á um miðnættið. Blaðmnmnaverkfall ú miðmetti? LEITINNIHÆTT Leitinni að Jörgen Viggóssyni og Kristjáni Ólasyni er hætt og hefur hún engan árangur borið. Talið er fulivíst að þeir fél- agar hafi farið á trillu út á fló- ann. Það síðasta sem sást til þeirra er að trilian rakst á amerískt skip, sem er á ytri höfninni. Stýrimaður skipsins telur að trUlan hafi ekki lask- azt. Flugvélar hafa verið beðnar að skyggnast eftir trillunni utan við þann hring sem leitað hef- ur verið í, enda þótt vonlítið sé talið að hún finnist. En skipu lagðri Ieit hefur verið hætt. Á miðnætti í nótt hafa blaða- menn við dagbiöðin í Reykjavík boðað verkfall, ef samningar iak ast ekki fyrir þann tíma. Und- anfarna daga hafa staðið yfir samningafundir milli blaðaútgef enda og Iaunamálanefndar Blaða mannafélags íslands. Hafa þær samningaviðræður verið árang- urslausar til þessa. 1 gær hélt Blaðamannafélagið almennan fél agsfund og ræddi viðhorfin í deilunni. I dag munu deUuaðUar ræð- ast enn við og verður á þeim fundi væntanlega afráðið hvort til verkfalls kemur eða ekki. Enn ber þó allmikið á milli deUu aðila. Þótt tfl verkfalls komi á miðnætti koma morgunblöðin þó út í fyrramálið, og Vísir kem ur út síðari hluta dags á morg un að venju. Evrópumeistaramótið i bridge: Irland sigraði ísland Milljónkr. verðmæti reyndist skemmt Baden-Baden i morgun 1 fimmtándu umferð á Evrópu- meistaramótinu í bridge sigraði Ir- land ísland með 99 stigum gegn 12. (6-0) Þýzkaland gerði jafntefii við Holland 3-3, England vann Belg íu 6-0, Pólland vann Egyptaland r Bl odid í dug Síða 3 Strákavegur byggð- ur. Myndir og frá- sögn. £ - 4 Bridge: ísland gegn heimsmeisturunum. 7 Vakningarmaðurinn Baldvin Einarsson. L 9 „Mesti betlikarl í Noregi“ — séra Harald Hope. 5-1, Noregur vann Danmörku 5-1, Frakkland vann Spán 6-0, ftalía vann Libanon 6-0, Sviss vann Aust- urríki 6-0, Finnland vann Svíþjóð 4-2. Af hálfu íslands léku í leiknum gegn írlandi þeir Símon, Þorgeir, Stefán og Lárus. Stefán. Fyrir skömmu fluttu frystihús in í Vestmannaeyjum út 100 tonn af kassafiski að verðmæti um eina milljón krónur, sem reyndist allur skemmdur þegar á markaðinn í Bretlandi kom. Frystihúsin í Vestmanftaeyj- um hafa lengi flutt út kassafisk, vegna þess að þau hafa ekki haft möguleika til að vinna hann. Hafa verið leigð skip til flutninganna. í þetta sinn hafði norskt skip verið tekið á leigu, til flutninganna. Eyðilagðist all- ur farmurinn, 100 tonn. Ekki er fullsannað hvernig á skemmdunum stóð. Sérfræðing ar viðkomandi tryggingarfélags fóru þegar í stað til rannsóknar á málinu. Skýrslur þeirra hafa ennk borizt hingað, að sögn Guðlaugs Stefánssonar, fram- kvæmdastjóra, í Vestmannaeyj- um. Hins vegar telur hann full- víst að kælitæki Ieiguskipsins hafi bilað. Fyrirtæki, sem er sameigin- leg eign frystihúsanna í Vest- mannaeyjum Fiskútflutningur h.f., sér um útflutninginn. Þetta er f fyrsta sinn, sem eitthvað kemur fyrir af þessu tagi í út- flutningi Fiskútflutnings h.f. Brezka blaðið Manchester Guardian sagði frá þessu I frétt. Ungbarnadauði hér lægstur í beimi Miðað við meðaltal nokkurra síðustu ára mun ungbarnadauði hvergi í heiminum vera minni en á islandi, 13 börn af hverj- um þúsund fæddum. Eru slíkar tölur álitnar áreiðanlegri en út- reikningar fyrir einstök ár, þar eð miklar sveiflur eiga sér stað i smáríkjum eins og Gíbraltar, Andorra, S. Marino og Liechten stein ,en þegar tekið er tillit til meðaltals fimm ára í senn, mun réttari útkoma fást. Önnur lægstu lönd í Evrópu, hvað snertir ungbarnadauða, eru Hol- land og Svíþjóð. Endanlegar niðurstöður mann talsins, er fram fór hér á landi sl. ár ,sýna, að íbúar á öilu landinu voru 183.478 þann 1. des. árið 1962. íbúar Reykjavík ur voru 74.978. Hagstofan skýrði svo frá, að fæðingar- hlutfall islendinga — tala fæddra umfram dána — væri langhæst í Evrópu og mun hærra en í nágrannalöndunum. Hér fjölgar fólkinu um meira en 2% árlega, en á Norður- löndum og í Bretlandi mun tal- an vera innan við 1%. Heild- arfjölgun á islandi síðasta ára- tug var um 23%. Haldi þjóð- inni áfram að fjölga jafnört næsta áratug, verður íbúatalan orðin um 225.000 árið 1972.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.