Vísir - 31.07.1963, Page 5
5
VjSIR. Miðvikudagur 31. júlí 1963.
Sjálfsfæðisbarátfa Færeyinga:
Vilja ekki setu leng-
ur í danska binginu
Við setningu Lögþings-
ins í Færeyjum í fyrradag
boðaði Hakon Djuurhus
lögmaður í stefnuskráryf-
irlýsingu, að landsstjórn
Færeyja setti sér sem
mark á því þingi, sem nú
væri að byrja, að leggja
niður, að hafðir yrðu Fær-
e; jafulltrúar á þingi Dana.
I'ulltrúar Færeyja í fólksþinginu
eru nú Johan Poulsen yfirkennari
frá Sambandsflokknum (og Vinstri-
fl.) og séra Johan Nielsen frá Jafn-
a§arma,nnaflokknum.
Politiken skýrir frá því, að fær-
eyska landstjórnin hafi annars boð-
að endurskoðun „heimastjórnarlag-
anna frá 1948“ með aukna sjálf-
stjórn að marki.
Politiken segir einnig, að ákveðið
sé í stjórnarskránni, að Færeyjar
eigi fulltrúa á þjóðþingi Danmerk-
ur, og verði því ekki breytt f einni
svipan, þótt það kunni að vera
þyrnir í augum Stjálfstjórnarflokks
ins, að þeir flokkarnir, sem hóf-
samari eru í kröfum (de modarate
partier) skipi bæði sætin.
En hvað sem líður skoðunum
danskra blaða er litið á þetta sem
nýtt skref í sjálfstæðisbaráttunni.
í heimsfréttunum er nú
farið að gæta þeirrar skoð-
unar, að liðssafnaður kín-
verskra kommúnista og á-
rásir norður-kóreskra her-
manna á bandaríska her-
^menn sunnan afvopnaða
beltisins, séu liðir í áætl-
un Mao tse-Tung og þeirra
sem honum fylgja, til þess
að sýna þeim, er aðhyllast
stefnu Krúsévs um friðsam
Ieg samskipti þjóða, í tvo
heimana.
DÓMUR ÍMÁLl WARD'S
LÆKNIS FELLUR ÍDAG
Úrskurðu. í máli Wards læknis
fellur í dag.
Réttarhöldunum í máli Stephens
Wards læknis lauk í gær með því
að Marshall dómari rakti helztu
málsatriði og leiðbeindi kviðdóm-
inum, en í honum sitja 12 manns,
þar af ein kona.
Dómarinn Ieiddi athygli að þvf,
að verjendur Wards hefðu ekki
leitt vitni, sem hefðu getað upp-
Iýst málið. og styddi þetta ekki
mál hans, en það væri ekki kvið-
dómsins að sjá um að náð yrði til
þessara manna. Hann taldi aug-
ljóst að áhrifa gætti frá öðrum
í vitnisburði hinna ungu stúlkna.
Þá benti hann á, að kviðdómurinn
yrði að taka afstöðu til þess hvort
Iagalega skoðað væru þær vændis-
konur Christine Keeler og Mandy
Rice-Davies, hvort Ward hafi þá
vitað um það, og hvort hann hafi
tekið við fé kvenna á hans snær-
um sem stunduðu vændi.
SÍÐUSTU FRÉTTIR:
Ward Iæknir fannst meðvit-
undarlaus í íbúð sinni f London
í morgun. Var hann þegar flutt-
ur I sjúkrahús. Réttarhöldunum
yfir Ward hefur verið frestað.
Það má næstum segja, að Mao
hafi kastað hanzkanum framan í
Krúsév með harkalegri yfirlýsingu,
sem birt hefur verið í Peking, þar
sem hann er sakaður um að vera
handbendi Bandaríkjamanna, fyrir
að hafa snúizt gegn Kína, og gert
svika- og prettasamkomulag „gagn-
vart hundrað þjóðum heims“ með
Bretum og Bandaríkjamönnum.
Samtímis berast fréttir um að Kína
hafi 2000 herflugvélar reiðubúnar
í Tíbet og flytji stöðugt lið og vist
ir til norðurlandamæra Indlands.
| Nehru hafði fund með landvarna-
ráðunautum sínum í gær og stóð
sá fundur í lJ/2 klst., en þar næst
boðaði hann stjórnarfund og gerði
grein fyrir ákvörðunum fundarins.
Nehru ávarpaði einnig í gær ind-
versku þjóðina og bað hana gæta
árvekni vegna hættunnar. Hann
sagði að kínverskir kommúnistar
væru búnir að taka sér yfirráð aft-
ur á 20 km. breiðri spildu, sem sam
komulag var um að hvorugur að-
ila færi inn á.
í fréttum frá Bandaríkjunum seg
ir, að þegar verði tekið fyrir hvað
gera skuli ef til nýrrar innrásar
Brauð hækkar
Frá og með deginum í dag hækk-
ar verð á ýmsum brauðvörum. Heil-
hveitibrauð munu nú kosta kr. 6.30
(áður kr. 5.80), franskbrauð kr. 6.30
(áður kr. 5.80), stykkið af vínar-
brauði kr. 1.75 (áður kr. 1.55),
kringlur kr. 20.30 ktlóið (áður kr.
18.00) og tvíbökur kr. 28.50 kílóið
(áður kr. 26.00).
Stofublóm ekki til mannedis
Stofublómið Dieffenbachia er
fjarska vinsælt hér á Iandi.
1 bandarfska vikuritinu TIME
(19. júlí) er fólk emdregið varað
við því að leggja sér til munns
stofublóm sín, og er plantan
Dieffenbachia nefnd sem dæmi
um eitraðar jurtir, en hún er
mjög vinsælt stofublóm hér á
landi. Kona nokkur, sem nagaði
í hugsunarleysi stilk af þeirri
plöntu, varð að fara á spítala
samdægurs með stokkbólgna
tungu og önnur einkcnni eitr-
unar, og var hún meira en viku
að jafna sig eftir brunasár í
munni og hálsi. Bandaríska blað
ið varar lesendur sína við að
naga stilka eða blöð þessarar
jurtar og brýnir þó einkum fyr-
ir fólki að láta börn ekki gera
það, því að afleiðingarnar gætu
orðið afdrifaríkar.
í tilefni af þessari frétt sneri
Vísir sér til Aage Foged, eig-
anda blómabúðarinnar Hraun,
og sagði hann, að Dieffenbachia
væri meðal vinsælustu stofu-
blóma hérlendis. En hann tók
skýrt fram, að hann teldi hana
alls ekkert hættulegri en fjöl-
margar aðrar jurtategundir,:
enda væru stofublóm ekki ætl-
uð til manneldis. Sagði hann,
að margar plöntur væru miklu
eitraðri en Dieffenbachia og
nefndi sem dæmi blöðin af
Monsteru og Kallablóm. Auð-
vitað mætti ekki naga af þeim
stilka, blöð eða blóm fremur en
öðrum plöntum, því að þær
hefðu flestar inni að halda ein-
hver eiturefni.
kemur í Indland.
Flogið hefur fyrir, að Sovétríkin
muni nú láta Indlandi mikinn
vopnabúnaði £ té, m. a. eldflaugar,
en áður hefir verið sagt frá sam-
komulagi um sameiginlegar æfing-
ar indverskra, bandarískra og
brezkra flughersveita á Indlandi.
MEÐAN KÍNVERJAR
HAMAST
En meðan Kínverjar hamast geng
ur allt sinn gang varðandi sam-
komulagið, sem gert var í Moskvu,
— það verður formlega undirritað f
Moskvu á mánudag næstkomandi
af utanríkisráðherrum Þríveldanna,
að viðstöddum framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna U Thant.
Og í Genf er 17 þjóða afvopnun-
arráðstefnan hafin á ný og töluðu
allir fulltrúar Þrlveldanna í mikl-
um samstarfsanda. Fulltrúi Sovét-
ríkjanna ítrekaði, að sovétstjórnin
teldi að næsta skrefið ætti að vera
að griðasáttmáli, lækkun útgjalda
til vígbúnaðar og eftirlit.
Viðbánaður —
Framtiald -.1 bls l.
ar á landinu um að veita bílum
þjónustu yfir helgina. Meðal
þessara verkstæða sem opin
verða eru stór og fullkomin
verkstæði við fjölförnustu veg-
ina. Verkstæði verða opin á
Selfossi, Hellu og Hvolsvelli,
einnig verður viðgerðarbíll stað
settur við Vík í Mýrdal. Þá
verður maður á vegum F.l.B.
við Botnsskála í Hvalfirði, sem
gera mun við hjólbarða og er
það algjör nýjung í starfsemi fé
lagsins. Fullkomin bifreiða-
verkstæði verða opin í Borgar-
nesi, Laugarbakka, Blönduósi
og á Akureyri, auk fjölmargra
smærri verkstæða.
Bifreiðir Vegaþjónustunnar
verða á öllum helztu umferðar-
vegum á Suð-Vestunlandi og
verður hægt að koma skilaboð-
um til bílanna í gegnum Gufu-
nesradíó, sími 22384, og einnig
er hægt að biðja Selfossradíó
um að koma skilaboðum áleiðis
til viðgerðabílanna.
Meðlimir hjálparsveitar skáta
í Reykjavík verða í bílunum
með hjúkrunargögn frá Slysa-
varnarfélaginu og munu skát-
arnir veita svokallaða fyrstu
hjálp á slysstað og einnig geta
vegfarendur leitað til þeirra þó
þeir hafi ekki lent í umferðar-
slysi.
ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN
FERÐIZT í VOLKSWAGEN
/