Vísir - 31.07.1963, Blaðsíða 9
V1SIR . Miðvikudagur 31. júlf 1963.
9
Þeir kölluðu hann „mesta
betlikarl í NOREGÍ
ísland á sér marga góða vini
í öðrum löndum, en fáir hafa
verið jafnötulir að sýn.a velvild
Isfna í verki og norski presturinn
sr. Harald Hope frá Ytre Arna
skammt frá Bergen. Fyrir nokkr-
um árum komst hann að þeirri
niðurstöðu, að íslenzk skógrækt
væri mál málanna og brýn nauð-
syn að girða af skóglendi hér,
sv.o .að kindur og aðrar skepnur
gætu ekki eyðilagt jafnóðum
það, sem verið væri að reyna að
græða upp.
Nú, hann lét ekki þar við
sitja. Hann vissi, að á íslandi
voru nytjaskógar ekki á hverju
!strái og girðingarstaurar þar af
í leiðandi bæði dýrir og vand-
Ífengnir. Aftur á móti var feiki-
nóg af slíkum gripum víða um
Norðurlönd. Hvað var þá sjálf-
sagðara en að frændþjóðirnar
gæfu íslandi af ofgnótt sinni?
Sr. Harald hikaði hvorki né
tvísteig, heldur hófst handa
tafarlaust. Hann byrjaði að
safna girðingarstaurum handa
íslendingum. Undirtektirnar
voru góðar, og hann fékk hundr-
uð og smám saman þúsundir
staura frá velviljuðum ná-
grannaþjóðum okkar.
En þetta var aðeins byrjunin.
Girðingarstaurar voru ágætir,
svo langt sem þeir náðu, en ís-
land vantaði ýmisiegt fleira. Sr.
Harald kom hingað, kynntist
landi og þjóð og frétti af hinni
fyrirhuguðu byggingu Skálholts-
kirkju. Þarna var næsta við-
fangsefnið komið: að safna fé
til byggingarinnar. Og að því
vann hann sleitulaust mánuð
eftir mánuð.
Þó var allt þetta ekki nema
eins konar forleikur að hinni
eldlegu hugsjón sr. Harald
Hope: að Norðurlandaþjóðirnar
gæfu íslandi lýðháskóla. Hann
kynntist Sigurbimi biskupi og
fékk að vita að í ráði væri að
reisa fyrsta lýðháskóla íslands
í Skálholti.
17 þúsund
bónarbréf
Að ísland eignaðist sinn lýð-
háskóla, var dýrlegur draumur,
sem sr. Harald vildi gera sitt
til að uppfylla. Hann sat ekki
auðum höndum fremur en fyrri
daginn. Til að byrja með settist
hann niður og skrifaði hvorki
meira né minna en 17 þúsund
bréf til að biðja um fjárframlög
til þessa göfuga fyrirtækis.
Þau hjónin unnu baki brotnu við
að skrifa bréf, skrifa utan á
umslög, frímerkja umslög, setja
bréf í póst, taka við svarbréf-
um ... ekkert var of mikil fyr-
irhöfn, þegar ísland var annars
vegar.
Sr. Harald Hope var við-
staddur vígsluhátlðina í Skál-
holtskirkju. Og hann kom held-
ur færandi hendi — hann fékk
biskupi íslands eina milljón,
tvö hundruð og þrettán þúsund
krónur að gjöf sem fyrsta fram-
lagið til byggingar lýðháskól-
ans.
Hann var kallaður „mesti
betlikarl í Noregi“. en sr. Har-
ald lét sér fátt um finnast.
Undirtektirnar voru með af-
brigðum góðar — hver stenzt
þann, sem höfðar til alls hins
bezta í manneðlinu og hugsar
ekki augnabiik um eigin hag?
Og nú situr hann hér við borð
á Hótel Sögu og talar af eld-
móði um göfgi og gagnsemi lýð-
háskólanna. Nýnorskan streym-
ir af vörum hans blönduð Is-
lenzkum orðum og orðatiltækj-
um, og hann skilur Islenzku
prýðilega, jafnt mælt mál sem
bókmál.
„í Noregi eru 75 lýðháskólar,
I Svíþjóð 90, Finnlandi 90, Dan-
mörku milli 85 og 90“, segir
hann. „Við getum alls ekki
hugsað okkur að vera án þeirra.
Þeir hafa haft óendanlega þýð-
ingu fyrir æskulýðinn, innrætt
honum fagrar hugsjónir og gefið
honum verðugt markmið að
keppa að. ísland þarf að fá
sinn lýðháskóla og helzt fleiri
en einn. Ég er sannfærður um,
að það myndi verða til mikils
góðs fyrir alla“.
„Þér hafið aldeilis lagt fram
yðar skerf til þess að svo geti
orðið“
Hann hristir höfuðið með á-
kefð. „Nei, nei, ég hef ekki
gert mikið ennþá. Þetta er rétt
byrjunin. En ég ætla að halda
áfrarn".
Las Heimskringlu
í bernsku
„Og fólkið tekur þessu vel?“
„Já, sannarlega. Að vísu
kallar það mig .betlimunkinn',
en allir eru fúsir að láta eitt-
hvað af hendi rakna til íslands.
í Noregi ríkir svo mikill vel-
vilji til íslands, að það getur
enginn ímyndað sér að óreyndu
— ég veit um marga Norð-
menn, sem aldrei hafa komið
hingað til lands, en lesa þó og
tala íslenzku með ágætum. Vel-
viljinn er þarna, en það þarf að
skipuleggja hann og gera hann
virkan. Einn maður sagði við
mig, þegar ég bað hann um
fjárframlag til íslenzka lýð-
háskólans: „Ég er þakklátur að
fá tækifæri til að gera eitthvað
fyrir ísland. Þú hefur tekið að
þér það, sem aðrir hefðu átt
að gera fyrir löngu, en hafa
aldrei hugsað út I — þú mátt
ekki halda, að það sé betl, því
að það er greiði við okkur
öll,. Norðurlandaþjóðirnar þurfa
að bæta fyrir fyrri hegðun sína
gagnvart íslandi, og við skuld-
um ykkur svo mikið, að það
verður aldrei fullborgað. Þið
hafið gefið okkur söguna, og
þið varðveitið þá fornu tungu,
sem eitt sinn var töluð um öll
Norðurtönd og víðar. 1 stríðinu
hjálpuðuð þið Norðmönnum, þó
að það kostaði ykkur miklar
fórnir — nei, við stöndum I
eilifri þakklætisskuld við ykkur,
og hún verður aldrei að fullu
goldin“.
„Hvenær fenguð þér þennan
mikla áhuga á íslandi, sr. Har-
ald?“
„Strax I bernsku. Þegar ég
var lítill drengur og kunni ekki
að lesa, sat mamma með mig
I kjöltu sinni og sagði mér
fornu, íslenzku hetjusagnirnar
og ævintýri hraustra og dreng-
lyndra kappa. Allt, sem mamma
sagði, var gott, og ég lét mig
dreyma um að ferðast seinna til
íslands og kynnast þessu
merkilega landi, sem hafði alið
menn eins og Snorra Sturluson.
Engin bók eftir íslenzkan rit-
höfund er jafnþekkt I Noregi
og Heimskringla — hún er til
á hér um bil hverju einasta
heimili um allt landið. Ég varð
hugfanginn af henni við fyrstu
kynni og var búinn að lesa hana
níu sinnum frá upphafi til enda,
áður en ég fermdist. Þá las ég
hana I norskri þýðingu, en núna
les ég hana á Islenzku — og
hamingjan má vita, hvað ég er
búinn að lesa hana oft um æv-
ina“.
„Urðuð þér þá ekki fyrir von-
brigðum, þegar þér sáuð
draumalandið?"
„Nei, nei, nei“. Sr. Harald
lítur út um gluggann með sælu-
bros á vörum. Raunar er grenj-
andi rigning og rok úti, en það
hefur engin áhrif á hann.. „Ég
varð undir eins hrifinn af landi
og þjóð. Ó, þessar dásamlegu
víðáttur! Náttúrufegurðin er
dæmalaus. Ég hef komið hingað
fjórum sinnum áður og alltaf
verið veðurheppinn; mér finnst
gaman að sjá landið líka I rign-
ingu og roki. Og íslendingar
eru eins og — ja, það er eins
og að hitta systkini sín að
koma hingað. Mér finnst ég
eiga heima innan um þá. Og
ég nýt þess að heyra Islenzk-
una talaða“.
Fór á sjóinn
til að geta orðið
prestur.
„Hvernig stóð á því, að þér
urðuð prestur, sr. FIarald?“
„Ja, ég veit það ekki vel, en
ég man, að mig langaði snemma
að gerast kristniboði og helzt
fara til Klna. En faðir minn
dó, þegar ég var þriggja ára,
og mamma stóð ein uppi með
sjö börn. Vi^ vorum ekki rík,
en við lærðum að vera nægju-
söm og njóta þess að geta ver-
ið hvert með öðru. Pabbi var
bóndi og byggingameistari, og
við ólumst upp I sveitinni. Mig
langaði að fara I skóla, en við ,
vorum of fátæk, svo að ég
gerðist sjómaður I staðinn og
gat þannig kostað mig til náms.
Ég komst aldrei til Kína, því
að stríðið umturnaði öllu, en
ég varð prestur og hef aldrei
séð eftir því“.
„Hvað álítið þér aðalatriðið
I því starfi?"
„Mér hefur alltaf verið kennt,
að aðalatriðið í lífinu sé að
gefa öðrum gleði, eftir því sem
maður er fær um það. Prestar
þurfa að gera ýmislegt fleira
en messa og semja ræður; þeir
eru fyrst og fremst sálusorg-
arar. Fólk á erfitt, það þarfnast
samúðar og hjálpar, stundum
ráðlegginga, og það þarf að geta
farið til einhvers, sem það getur
treyst fullkomlega. Það er heil-
ög skylda okkar prestanna að
varðveita leyndarmál þeirra,
sem til okkar leita. Fólkið kem-
ur til mín á öllum tímum sól-
arhringsins til að Iétta af hjarta
sínu — ég get ekki sagt, að ég
eigi neitt einkalíf, en það er
miklu þýðingarmeira að vera
til taks, þegar einhver þarf á
manni að halda. Ég get a. m. k.
sagt með sanni, að ég hef
aldrei Iátið neinn frá mér fara
án þess að reyna að hjálpa
honum eitthvað“.
„Það hlýtur að vera erfitt að
eiga að leysa úr öllum þeim
vandamálum, sem að kunna að
steðja“.
„Já, auðvitað er það mikill
vandi. Og við prestarnir erum
ekkert vitrari eða heilagri en
aðrir menn. En oft þarf fólkið
aðeins að fá að tala í trúnaði
við einhvern, og málin leysast
iðulega af sjálfu sér, um leið
og það getur rætt þau í ein-
lægni. Allir þarfnast hlýju og
samúðar, og ég ráðlegg sóknar-
börnunum mfnum að hugsa
fyr.st og fremst um, hvað hægt
sé að gefa öðrum, ekki hvað
hægt sé að fá sjálfur".
„Guðrækni,
starfsgleði,
nægjusemi“.
„Þér hljótið að vera mjög
önnum kafinn maður með öll
þessi störf og íslandssöfnunina
að auki“.
„Ég skal viðurkenna, að ég
á sjaldan frí, en það gerir ekk-
ert til. Meðan ég hef kraftana,
vil ég nota þá — annars myndi
ég líta hryggur til baka í ellinni
og hugsa sem svo: ,Hvers vegna
notaði ég ekki tækifærið, með-
an ég var yngri og sterkari?'
Og konan mín er mér ómetan-
leg stoð í starfinu".
„Nú eruð þér á förum —
hvenær haldið þér, að þér kom-
ið aftur til Islands?"
„Ég veit ekki, hvenær ég get
komið, en í hugsunum mfnum
verð ég alltaf hér. Ég þarf að
halda áfram að safna til lýðhá-
skólans; ég er viss um, að hann
á eftir að verða til mikillar
blessunar. Og ég vildi óska
þess, að einkunnarorð hans
mættu verða Iík þeim, sem ég sá
eitt sinn á gömlu skjaldar-
merki: .Guðrækni, starfsgleði,
nægjusemi'. Sá, sem tileinkar
sér þau orð, verður gæfumað-
ur“.
Hann litast um í salnum með
hlýju brosi. „Mér þykir vænt
um alla íslendinga, sem ég hef
hitt ... og hina Iíka“. — SSB.
Samtal við sr. Harald
Hope, einn af mestu
velunnurum Islands í
öðrum löndum
Við bröttförina frá Reykjavík. Sr. Harald Hope með eiginkonu
sinni, frú Hönnu, og Jórunni, dóttur þeirra.