Vísir - 01.08.1963, Blaðsíða 6
V í S I R
'eimdúUiu*
Ritstjórar Ásgeir Thoroddsen og Ragnar Kjartansson
Gjör rétt —
Þol ei órétt
Hvaða áhrif telur þú að samkomulag
þríveldanna um takmarkað bann við
kjarnorkusprengitilraunum hafi á
framtíðarþróun alþjóðastjórnmála?
BRAGI HANNESSON:
Það leikur ekki á tveim tung-
um, að samkomulag kjarnorku-
veldanna þriggja: Bandaríkj-
anna, Bretlands og Sovétríkj-
anna um takmarkað bann við
kjarnorkotilraunum, er stærsfa"
sporið, 'sem 'stigið hefur verið
til friðsamlegrar sambúðar aust
urs og vesturs frá því kalda
stríðið hófst.
Þegar meta skal horfur í al-
þjóðamálum skðmmu eftir að
þetta samkomulag hefur verið
gert, hlýtur að gæta bjartsýni.
Þess ber þó að gæta, að hér er
aðeins um takmarkað bann við
kjarnorkutilraunum að ræða,
því að Frakkar og Kínverjar
hafa lýst sig andvíga samningn
um og munu því ekki hlíta
honum.
Ástæðan fyrir samkomulagi
kjarnorkuveldanna þriggja hlýt
ur að vera su skoðun forustu_
manna þéirra, að í kjarnorku-
styrjöld vinni enginn og styrj-
aldaraðilunum sé tortíming bú-
in. Rússnesk blöð geta einmitt
um þetta atriði, þegar þau ásaka
Kfnverja fyrir að hafa verið ó-
sárt um, þótt komið hefði til
kjarnorkustyrjaldar milli Banda
Velheppnuð
ríkjanna og Rússlands á síðast-
liðnu hausti vegná KUbudeilunn.
ar, því að þá hefði Kína orðið
mesta stórveldi heims.
Samkomulag kjarnorkuveld-
anna hlýtur enn fremur að byggj
ast á þvf, að á millí þeirra rfki
jafnræði f kjarnorkuvopnabún-
aði. Horfur í alþjóðamálum
munu óefað velta á þvf mati,
hvort annar aðilinn styrkist
hernaðarlega á samkomulaginu
á kostnað hins. Það mat mun
reynast erfitt að framkvæma nú.
Þrátt fyrir þetta samkomulag,
hygg ég, að ennþá sé langt í
Franih. á bls. 10
JÓHANN ÁGÚSTSSON:
í flestum tilfellum mun sam-
komulagið um tilraunabannið
talið þýðingarmikið spor f rétta
átt, og þeim ótta er ríkt hefur
með þjóðum heims um afleið-
ingar ofanjarðarsprengingar, svo
sem hættu á sjúkdómum og van-
skapnaði, bægt frá.
Telja má iíklegt, að þetta
dragi úr spennu milli þeirra stór
þjócja, er standa að sarnningn-
um, en viðbúið er, að alþjóða
athygli eigi eftir að beinast mjög
að Kína á næstu árum á sviði
kjarnorkumála, og þá sér f lagi
hernaðarlega.
kvöldferð
HÖRÐUR EINARSSON:
Spumingin um áhrif sam-
komulags Bandaríkjamanna,
Breta og Rússa um takmarkað
bann við kjarnorkuvopnatilraun
um 6 framtfðarþróun aiþjóða-
mála, virðist öðru fremur bein-
ast að áhrifum þess á sambúð
austurs og vesturs. Eða með
öðrum orðum: Eru lfkur til, að^
samkomulagið muni leiða til ^
bættrar sambúöar austurs og
vesturs *— og þá fyrst Og
fremst stórveldanna f vestri
annars vegar og Sovétríkjanna
hins vegar?
Augljóst er, að samningurinn
hefur þegar dregið nokkuð úr
spennunni f samskiptum austurs
og vesturs, hvort sem sú breyt-
ing verður varanleg og þróunin
heldur áfram f sömu átt.
Bendir ýmislegt til þess, að
með samkomulaginu hafi skap-
azt skilyrði tll bættrar sambúð-
ar stórveldanna og grundvöllur
verið lagður að samkómúlagi
um fleiri efni. En margt bendir
einnig tii þess, að þýðihg samn-
ingsins sé mjög takmörkuð.
Samningurinn hefur:
— vakið vonir um bætta sam
búð austurs og vesturs f fraih-
-------------------------«
Reykjaaes
Meðfylgjandi myndir eru
teknar í kvöldferð Heimdallar
um Reykjanes í s.l. viku. Heim-
dailur hefur breytt nokkuð
fcrðastarfsemi sinni undanfarin
tvö ár. Lögð hefur verið meiri
áherzla á stuttar ferðir eins og
kvöldferðina um Reykjanes.
Einnig hafa verið farnar
nokkrar laugardagsferðir og má
þar nefna kynnisferð í Sements-
verksmiðju rfkisins og ferð um
Árnessýslu og Þingvelli þar sem
Mjólkurbú Flóamanna og Stein-
grímsstöð voru skoðuð. Þá
hefur Heimdallur einnig efnt tll
ágætra veiðiferða m. a. I Langa-
vatn og á Amarvatnshelði.
Einnig hefur verið efnt tll sjó-
stangaveiðiferða. I sumar verða
farnar veiðiferðir í Reyðarvatn.
Þá verður einnig efnt til göngu-
ferðar á Esju en hún fórst fyrir
fyrr í sumar vegna tíðarfarsins.
Laugardagsferð verður farinn að
Tröllafossi og um Kjós þar sem
laxastöðin verður m. a. skoðuð.
Þá verða og famar fleiri kvöld-
ferðir. Æskulýðssíðan hvetur
Heimdellinga til að taka þátt í
ferðum þessum og stuðla þannig
að ágætu sumarstarfi Hetmdáll-
ar.
Hér sést hluti þátttakenda, en þelr vom rúmlega 40 talsins, Myndin
er tekin af Gunnarl Borg ofan úr Garðskagavita.
rí93Sa
tfðinnl, enda hefur þvl vérið
lýst yfir af leiðtógum Banda-
rikjamanna, Bretá og Rússa, að
öðm fremur beri að líta á hann
sem fyrsta skrefið í þá átt.
— vakið bjartsýni á, að stór-
veldin vilji í einlægni draga úr
vfgbúnaðarkapphlaupi undanfar
inna ára.
— skapað gott andrúmsloft
fyrir viðræður og samkomulag
um önnur deiluefni austurs og
vesturs,
Hins vegar hefur samningur-
inn ekki:
— teljandi hernaðarlega þýð-
ingu, að því er fjölmargir sér-
fræðingar um hernaðarmálefni
telja, Kjarnorkuveldin ráða nú
þegar yfir nægilegum birgðum
kjarnorkuvopna til þess að ör-
uggt sé, að ekkert þeirra geti
raunverulega boríð sigur af
hólmi f kjarnorkustyrjöld. Einn
ig er talið, að hernaðarlegur á-
vinningur samningsaðilanna af
frekari kjarnorkuvopnatilraun-
um ofanjarðar yrði svo sáralítili
að þeir hafi í raun og veru ekki
séð sér neinn hag í að halda
þeim áfram, hvort eð var.
— endanlega útilokað, að þrí-
veidin taki að nýju upp kjarn-
orkutilraunir ofahjarðar, ef þau
telja sér henta, því að hvert
samningsríkjanna getur ein-
hliða losað sig undan samning-
um með fáeina mánaða fyrir-
vara, ef þaö telur brýna hags-
muni sína krefjást þess,
— lagt nokkrar hömlur á
Framh. á 10, síðu.
ÓLAFUR EGILSSON:
Öll höfum við löngun til að
vera bjartsýn — og vissUlega
væri freistandi að lfta á hið
nýumsamda tilraunabann sem
fyrsta skref á hinni ótroðnu
slóð til allsherjarsamkomulags
um algera afvopnun. Eh er slfkt
bjartsýni raunsæ?
Nú þegar samkomulagið næst,
er fyrir skömmu lokið mjög u.m
fangsmiklum tilraunum þeirra
af stórveldunum, sem lengst
hafa náð f smíði kjarnorku-
vopna. Ekkj sfzt risasprenging-
ar Sovétveldisins — og neðan-
sjávarsprengingar þeirra norð-
austan íslands standa okkur
enn skýrt fyrir hugskotssjónum.
Ef að lfkum lætur mun taka
nokkurn tíma að vinna til fulln
ustu úr vlðtækum niðurstöðum
þessara tilrauna, þörfin á nýj-
um tilraunum þvf naumast að-
Framh. á 10. SfðU.