Vísir - 01.08.1963, Qupperneq 10
10
V I j I R . Flmmiiiázzw 1.
HEIMDALLUR
Bragi Hannesson —
Frh. af bls. 6:
land til samninga um afvopnun
og eyðileggingu kjarnorku-
vopna. Er þar fyrst til að taka,
að samningsaðilarnir munu að
sjálfsögðu ekki eyðileggja sín
kjarnorkuvopn, nema aðrir geri
það sama, auk þess sem nokk-
um tíma þarf til þess að meta
hernaðarlega stöðu eftir samn-
ingana.
Samningarnir um takmarkað
bann við kjamorkutilraunum
hafa bætt sambúð austurs og
vesturs að mun. Rétt er þó að
hafa í huga, að fjölmörg við-
kvæm og erfið vandamál bíða
úrlausnar þessara aðila. Þess
vegna m. a. tel ég ekki von á
ýkjamiklum breytingum á næst-
unni í alþjóðastjómmálum. —
Spurning kann að vera, hverjar
afleiðingar stefna Kínverja og
Frakka kvnni að hafa varðandi
kjamorkuvopnatilraunir. Að
sjálfsögðu hljóta Kínverjar að
valda Rússum meiri erfiðleik-
um en Frakkar Vesturveldunum.
Aftur á móti er þess að minn-
ast, að Rússa og Kínverja grein-
ir á um Ierðir til þess að koma
þjóðskipulagi sínu á annars stað
ar í heiminum, en era sammála
um markmiðið. Þótt þeir deili
þessa stundina, getur margt orð
ið þess valdandi, að þeir jafni
ágreining sinn, fyrr en margur
hyggur
Með tilvísun til framanritaðs
tel ég óvissu ríkja um þróun al-
þjóðastjórnmála, þrátt fyrir
samninginn um kjamorkuvopna
tilraunabannið, og að ekki sé
að vænta stórvægilegra breyt-
inga á næstunni.
Olafur Egilsson —
Frh. af bls. 6:
kallandi í bráð. Tilraunir era
ekki nema einn liðurinn f því
margþætta starfi, sem unnið er
til að auka eyðileggingarmátt
kjarnorkuvopnanna. Samkomu-
lagið felur ekki í sér, að slegið
verði slöku við þá mikilsverðu
þætti, sem starfað er að í rann-
sóknarstofunum. Þar verður því
eflaust haldið áfram að vinna
daga og nætur. — Og neðan-
jarðartilraunir eru stórveldin
enn óbundin að framkvæma,
vegna stöðugrar tregðu Sovét-
veldisins við að fallast á nokk-
urt fullnægjandi eftirlit með
banni á því sviði.
Þessi atriði rýra að mun gildi
þess samkomulags, sem nú hef-
ur náðst, þar sem sýnt er, að
bannið mun a.m.k. ekki fyrst
um sinn hafa nein veruleg áhrif
til að draga úr framförum í
smíði kjarnorkuvopna. Aðeins
að svo miklu leyti sem sam-
komulagið í revnd verður til
þess að halda aftur af Stórveld-
unum, þegar börf beirra fyrir
tilraunir í andrúmsloftinu eða
neðansjávar gerir vart við sig
að nýiu. hefur bannið eitt út af
fyrir sig raunverulegt gildi. Og
bá getur að siálfpö'»ðu falizt í
því miög mikilsverður ávinning
ur. Sú hætta, sem öllu mann-
kyni stendur af slikum tilraun-
um, á sér óbekkt takmörk —
en ekki sfður fvrir bá sök eru
tilraunirnar geigvænlegri en orð
fá lýst og hljóta jafnan að valda
vfðtækum ugg og óróa.
Það er bví miður ekki ofv-pp.
að tilraunabannið sé takmarkað.
Þegar þar við bætist svo sú
takmarkaða virðing, sem Rúss-
ar hafa á liðnum árum reynzt
bera fyrir gerðum samningum
— en um bað er samkomulag
fjórveldanna um Berlín minnis-
stætt dæmi — verða horfurnar
ekki sérlega biartar við bað eitt
að þeir hafí loksins látið til leið
ast að undirrita nvian samning.
Og enn syrtir í álinn, begar
hugsað er til bess. að ekkert
virðist geta haldið aftur af hin
um vígreifu og herskáu Kín-
verjum ,sem sagðir eru í bann
mund að fullgera fyrstu kjarn-
orkusprenaiu sína. Hvað burfa
þeir — að óglevmdum Frökk-
um —að ná langt til hess að t.
d. Rússar telii sér óanað og
hefii tilraunir að nýju?
En þó að þannig verði að telj-
ast varlegra að vænta sér ekki
of mikils af því samkomulagi.
sem nú hefur náðst ,er sízt á-
stæða til annars en að faana
því, að vinsamlegar viðræður
sovézkra og vestrænna framá-
manna hafa getað átt sér stað
um svo örlagaríkt ágreinings-
mál. Slikt lofar óneitanleaa
betra — en stevttur hnefj eða
skóbarsmíðar. Og bó að langt
sé í land til allsheriarafvopnun-
ar, hvernig svo sem menn vilja
meta hið nýgerða samkomulag,
bá er ekki úr vegi að minnast í
þessu sambandi kínverska orðs-
kviðarins, sem segir, að unphaf
langferðar sé lítið spor. í því
hafa Kínverjar — forfeður
þeirra, sem nú ráða ríkjum —
lög að mæla. Hvort tilrauna-
bannið nú reynist í afvopnunar
málunum verða þetta litla skref
á eftir að sannast. Því getur
framtíðin ein svarað til hlítar.
En um allan heim mun fólk
fylgjast með því, hvort áfram
þokar á réttri braut — eða aft-
ur verður snúið.
Meðan frekari sanninda-
merkja er beðið, hlýtur fólk að
vona, að tili-aunabannið reynist
tákn þess, að loksins sé í al-
vöru farið að örla á þeirri hug-
arfarsbreytingu yfirgangsafl-
anna, sem er óhjákvæmileg for
senda varanlegs friðar. í þá von
viljum við halda í lengstu lög
og að henni hlúa, þótt við um
leið hljótum að reyna að líta
raunræjum augum á atburðarás
ina og halda vöku okkar þar
til full vissa um frið og öryggi
er fengin.
Hörður Einarsson —
Frh. af bls. 6:
kjarnorkutilraunir Kínverja, er
bæði Sovétríkin og Vesturveldin
virðast nú sammála um, að
heimsfriðnum og framtíðarör-
yggi mannkynsins stafi mest
hætta af.
— breytt þeirri staðreynd, að
ágreiningsefni austurs og vest-
urs eru svo mörg og alvarleg,
að ólíklegt verður að telja, að
þau verði til lykta leidd í ná-
inni framtíð.
Enginn vafi leikur á því, að
lýðræðisþjóðirnar óska einskis
fremur en varanlegs friðar
þjóða í milli og alisherjaraf-
vopnunar, sem létt geti af
mannkyninu ógnum styrjaldar
og lagt grundvöll að bættum
lífskjörum allra þjóða. Leið-
togar Sovétríkjanna segjast nú
bera sömu óskir í brjósti. Spurn
ingin er því sú, hve mikil al-
vara búi að baki yfirlýsingum
þeirra. Vissulega er fortíð þeirra
hvatning til varfærni í samskipt
um við þá. En það er einkum
tvennt, sem bendir til þess, að
leiðtogar Sovétríkjanna óski nú
eftir bættri sambúð við lýðræð-
isríkin: deila þeirra við Kínverja
innan hinnar kommúnisku heims
hreyfingar — og efnahagserfið-
leikar heima fyrir,
Þegar alls er gætt virðist ó-
hætt að gera sér vonir um bætt
samkomulag austurs og vesturs
á næstunni. Þó er of mikil bjart
sýni á skjótan árangur varasöm,
og enn sem fyrr er lýðræðis-
þjóðunum nauðsynlegt að vera
vel á verði um frelsi sitt.
Frá Reykjanesferð Heimdallar
Næturvarzla vikunnar 27. júlí
til 3. ágúst er í Vesturbæjar
Apóteki.
Næturlæknir í Hafnarfirði vik-
una 20.—27. júli er Jón Jóhann-
esson.
Neyðarlæknir — sími 11510 —
frá kl. 1-5 e.h. alla virka daga
nema laugardaga.
Kópavogsapótek er opið alla
virka daga kl. 9,15-8, laugardaga
frá kl. 9,15-4., helgidaga frá kl.
1-4 e.h. Sími 23100.
Holtsapótek, Garðsapótek og
Apótek Keflavíkur eru opin alla
virka daga kl. 9-7 laugardaga frá
kl. 9-4 og helgidaga frá kl. 1-4.
Slysavarðstofan í Heilsuvernd-
arstöðinni er opin allan sólar-
hringinn, næturlæknir á sama
stað klukkan 18—8. Sími 15030.
Slökkviliðið og sjúkrabifreiðin,
sími 11100.
Lögreglan, sími 11166.
Sjúkrabifreiðin Hafnarfirði, —
sími 51336. f.
Sjónvarpið
Fimmtudagur 1. ágúst.
17.00 Mid-day Matinee
„Deadly Game“
18.00 Afrts News
18.15 The Telenews Weekly
18.30 The Ted Mack Show
19.00 The Bell Telephone Hout
19.55 Afrts News Extra
20.00 Zane Gray Theater
20.30 The Dinah Shore Show
21.30 Bat Masterson
22.00 The Untouchables
22.55 Afrts Final Edition News
23.00 The Tonight Show
(Jtvarpið
Fimmtudagur 1. ágúst.
Fastir liðir eins og venjulega
20.00 Einsöngur
20.15 María Curie, IV. eiindi: Sið-
ari starfsárin (Sigurlaug
Árnadóttir).
20.30 Létt-klassísk músík frá v-
þýzka útvarpinu.
20.55 Aldarminning Stefáns Stef-
ánssonar skólameistara:
Erindi flytur Ingimar Ósk-
arsson náttúrufræðingur, en
Óskar Ingimarsson og
Andrés Björnsson les úr
ritum Stefáns.
21.50 Organleikur: Árni Arin-
bjarnarson leikur forleik,
sálm og fúgu eftir Jón Þór-
arinsson.
22.10 Kvöldsagan: „Keisarinn í
Alaska“ eftir Peter Groma,
XX. (Hersteinn Pálsson).
22.30 „Oklohoma“: Rafn Thorar-
ensen kynnir lög úr söng-
leik eftir Rodgers og
Hammerstein.
23.15 Dagskrárlok.
Ég skil ekkert í því að veslings
blaðamönnunum skuli ekki vera
borgað hærra kaup.
Tóbaks-
korn
— nei, sem betur fer, þá er
hann Lalli minn ekkert að hugsa
um að fá sér kvenmann, hafi
það verið eitthvað að brjótast
með honum, þá steinhætti hann
við það, þegar hann sá hvað
málningin kostaði á hlöðuþakið ..
berja þau með svipu, en höfuð-
atriðið í uppeldi æskuiýðsins
voru högg og hýðingar“.
Kaffitár
... og veiztu bara hvað, hún
fer með það eins og mannsmorð,
að hún ar alltaf að kaupa megr-
unarduft — þau hjónin eru nefni
lega á móti ríkisstjóminni...
Gengið var f Bðsenda og rústir hins gamla verzlun arstaðar skoðaðar. Þar flutti Ieiðsögumaður ferðar-
itmar, Helgi S. Jónsson, ítarlega tölu um sögu staðarins.
BTóðum
flett
í gagnmerkri ritgerð sinni,
„Þjóðhættir um miðbik nítjándu
aldar“, kemst Þorkell Bjarnason
svo að orði um aga á 17. og 18.
öld: „Gapastokkar voru á heimil-
um allra heldri manna, sjálfsagt
á hverjum kirkjustað, til þess að
setja þá í, einkum um messu-
tímann, þeim sjálfum til smánar,
sem vanræktu kirkjugöngur eða
óhlýðnuðust húsbændum. Hús-
bændur máttu hýða hjú sín og
... satt bezt að segja ... þó ég
sé gamall KR-ingur og meira að
segja fæddur í Vesturbænum ..
þá finnst mér kappið í þeim nálg-
ast ofurkapp, þegar þeir senda út
af örkinni það fjölmennasta
keppnislið, sem enn hefur farið
héðan til þess að spreyta sig á
erlendum vettvangi., einungis
til þess að geta stært sig að því
meti á eftir, að aldrei hafi jafn-
margir komið heim aftur með jafn
lítið . . .
sa
BSgg'i