Vísir - 01.08.1963, Blaðsíða 9
V 1 S I R . Fimmtudagur í. ágúst 1963.
9
Stefán Stefánsson
Skólameistari — Aldarminning
CTEFÁN SKÓLAMEISTARI er
einn í hinni fríðu fylkingu
aldamótamannanna. Hann hefir
verið 11 ára, þegar Kristján
níundi færir íslendingum hina
miklu frelsisskrá á þúsund ára
afmæli þjóðarinnar, en þá fór
fagnaðarbylgja um landið, og
nýjar vonir um bjartari fram-
tíð vöknuðu 1 mörgu brjósti. En
framundan voru erfið hafísár,
og hungurvofan, sem löngum
hafði fylgt ísiendingum, gerðist
enn nærgöngul. Andstæð öfl
toguðust á, en rót var komið
á hugina. Menn undu ekki teng-
ur kyrrstöðunni. Sumir leituðu
f aðra heimsálfu, en aðrir lögðu
til atlögu heima fyrir. Or þess-
um þjóðlífsjarðvegi, þar sem
saman fóru miklir erfiðleikar
og nýjar vonir, uxu margir
gitdir og glæstir hlynir. Einn
þeirra var Stefán skólameistari.
Stefán var skagfirzkur bónda-
sonur, fæddur og alinn upp á
menningarheimili, Heiði í GÖngu
skörðum, sonur hjónanna Stef-
áns Stefánssonar og Guðrúnar
Sigurðardóttur, en frá þeim er
komið margt hæfileikafólk, at-
orkusamt og listrænt í senn.
Synir þeirra tveir gengu
menntaveginn og urðu báðir
þjóðkunnir, séra Sigurður í
Vigur og Stefán. Eftir stúdents-
próf (1884) fer Stefán til Kaiip-
mannahafnar og veiur náttúru-
fræði að háskólanámi. Sú leið
var þá ekki fjölfarin, en hugur
hans hafði snemma beinzt að
gróðri jarðar, og kunni hann
ungur skil á jurtum og blómum.
Er líkiegt, að afi hans f móður-
ætt, greindur og skáldmæltur
og blómfróður, hafi vaklð á-
huga hans. í miðju námi býðst
Stefáni kennarastaða við hinn
unga Möðruvallaskóla, og tekur
hann boðinu, þó að varla hafi
honum verið sársaukaiaust að
hverfa frá hálfnuðu námi. Skól-
anum norðlenzka þjónaði hann
upp frá því til dauðadags (1887
—1921), fyrstá Möðtuvöllum og
sfðan á Akureyri, og var for-
stöðumaður hans frá 1908.
Framan af var hann oft kallaður
Stefán kennari, en sfðar Stefán
skólameistari, og mun hvor-
tveggja nafngiftin vera táknræn
fyrir það, hversu mönnum
fannst hann fylla vel sess sinn,
verða eins konar persónugerv-
ingur stöðunnar.
Jjtó Stefán var ekki einhamur.
Jafnframt kennslunni vann
hann að vfsindarannsóknum í
grasafræði. Hann ferðaðist um
landið á sumrum flest Möðru-
valiaárin og kannaði gróðurríki
þess. Á vetrum vann hann úr
athugunum sínum, og 1901
gefur hann út Flóru íslands. Þó
að ég kunni hér ekki um að
dæma, skilst mér, að hér hafi
verið unnið eitt með glæsilegri
vísindaafrekum fslenzkum. Var
hér mest um frumrannsóknir
að ræða, og þar við bættist, að
skapa varð sæg nýrra fræðiorða
í svo lftt núminni grein sem
grasafræð.in var þá. Kom sér
betur en ekki, að Stefán var
frábærtega smekkvís og hagur
á fslenzkt mál. Er hrein unun
að mörgum orðum hans. Svo
skýr eru þau og fögur. Raun-
Vfsindamaðurinn og listamaður-
inn taka hér höndum saman.
Og sfzt munu þessi vfsindastörf
hafa orðið iil þess áð spilla
kennslu Stefáns. Miklu fremur
munu þau hafa fært henni nýja
næringu ár hveft, á meðan
rannsóknarferðir hans stóðu. Sá
það og á, að kénnsla hans vakti
áhuga, því að filáfgir némenda
söfnuðu jurtum í sumariéyfum.
— Víslndaáhuga sinn sýndi
Stefán enn með þvf að beita sér
fyrir stofnun NáttúfUfræðifélags
Islands og Náttúrugripasafns.
En Stefán var ekki fræðimað-
ur af þeirri gerð, að honum
væri hætt við að lokast inni f
fræðum sfnum. Hann var lífs-
ins maður, með vakandi áhuga
á félags- og framfaramálum
þjóðar sinnar, ekki sfzt þeim,
er vörðuðu ræktun og gróandi.
Sjálfur rak hann fyrirmyndarbú
á Möðruvöllum Og gerðist brátt
forvígismaður sveitar og héraðs
um bætta búnaðarháttu. Var
formaður f Framfarafélagi Arn-
amesshrepps, og önnur trúnað-
arstörf hlóðust á hann. Var f
hreppsneínd, sparisjóðsstjórn,
amtsráðsmaður o. fl. Þegar til
Akureyrar kom, varð hann
bæjarfulltrúi, og ásamt þeim
Páli amtmanni Briem og Sigurði
Sigurðssyni (sfðar búnaðarmáll—,
stjóra) gengst hann fyrlr stoffi-
un Ræktunarfélags Norðurlands
og var formaður þess frá 1905
til æviloka. Þá var hann
alþingismaður frá 1900—1916,
fyrst þingmaður Skagfirðinga
og síðar konungskjörinn, og for-
seti efri deildar um hríð, enda
málsnjatl og skörulegur, hvar
sem hann kom.
Hér hefir aðeins verið stikl-
að á stóru um opinber störf
Stefáns og margt ótalið, en
furðu gegnir, hve miklu hann
fær annað, og varð hann þó
ekki mjög langlífur, tæplega
sextugur, og ekki fulihraustur
sfðari árin. En hann átti hina
frjóu lífsorku og björtu lífstrú.
Auk þess naut hann stuðnings
ágætrar konu, Steinunnar Frf-
mannsdóttur frá Helgavatni f
Vatnsdal, en hana hafði hann
gengið að eiga skömmu eftir að
hann hóf kennslu á Möðruvöll-
um. Voru bömin þeirra tvö,
og bæði kunn, Vaítýr ritstjóri
og Hulda skólastýra á Blöndu-
ósi.
þó að mörg þeirra verkefna,
er Stefán sinnti, lægju ut-
an við svið þeirrar stofnunar,
er hann þjónaði, ætla ég, að
skólinn hafi fremur notið þess
en goldið. Þessi störf, bæði
ferðalög á sumrin og félags-
störf, víkkuðu sjónhringinn og
juku skólamanninum skilning á
þörfum þjóðarinnar, en á þeim
skilningi græddu nemendur
hans, sem margir áttu eftir að
gegna ábyrgðafstöðum og
verða áhrifamenn f landinu.
Fræðsla Stefáns hafði ekki að-
eins á sér blæ llsttæns þokka,
héidur óg nytsemdar. Er vel,
þegar slfkt getur farið saman.
Það var því sannkölluð
happasending, er Möðruvalla-
skólanum barst svo glæstur
liðsmaður sem Stefán Stefáns-
son, einmitt þegar skólanum
reið allra mest á. Skölinn var
þá að því kominh að veslast
upp. Kom þar bæði til misklfð
og hárðæri. Haustið 188? komu
aðéins sjö nemendur f skólann
og enginn í neðri deild. Það
sýnir þvf vel kjark og lifstrú
Stefáns, að hann getur slitið sig
úr glöðum „gððra vlna“ hópi á
Hafnarslóð og setzt að uppi í
sveit á Islandi, f deyjandi skóla.
En hann kom ekki til að veita
þekkingar, fegurðar og gleði.
egar skólahúsið brann á
MöðruvöUum, kom það
enn í Stefáns hlut að duga
skólanum f raun. Hann var þá
alþingismaður og hafði aðstöðu
til að beita áhrifum sinum.
Mun það að miklu leyti Stefáns
verk, að skólahúsið Varð sVo
stórt og reisUlegt, sem raun ber
vitni um. Það er bjartsýni
Stefáns, stórhugur og gtæsi-
Stefán Stefánsson, skólameistari.
skólanum nábjargirnar. Hann
kom til þess að blása f hann
nýjum lffsanda. „Skólinn skal
upp‘, ritaði hann, og skólinn fór
upp, eins og Sigurður skóla-
meistari hefir vel og fagurfega
rakið í ræðu, er hann flutti i
Menntaskólanum á Akureyri á
fimmtfu ára kennaraafmæli
Stefáns. Er ekki að efa, að lífs-
fjör Stefáns og glæsilegir hæfi-
leikar áttu sinn drjúgan þátt 1
endurvakningu skótans. Væri
hollt ungum mönnum, sem nú
sækja í bæjarglauminn, að at-
huga það fordæmi, er Stefán
gefur hér. Hann flytur úr borg-
ardýrðinni við Eyrarsund í ís-
lenzkt fásinni. Þó hefir hann á-
reiðanlega mörgum fremur
kunnað að meta þau menningar
verðmæti, er stórborgin bauð.
En hann hefir fundið máttinn f
sjálfum sér, fundið, að hann
þurfti ekki að sækja sát sina í
umhverfið, af þvf að hann átti
sjálfur sál. Af því að hann á á-
hugann, eygir hann hvarvetna
viðfangsefnin. Það er hans að
skapa umhverfið í sinni mynd,
glæst og fagurt, eins og hann
gerði á Möðruvöllum og Akur-
eyri. Hann hefir sjálfur ætlað
sér að vera veitandinn, áð
skagfirzkum höfðingjasið, og
hann varð veitandinn, veitandi
bragur, sem lesa má úr hnar-
reistum burstum þessa gamla
húss, sem enn, eftir meira en
hálfa öld, sómir sér með prýði
f höfuðstað Norðurlands. Jafn-
framt því sem nýtt hús var
reist yfir skólann fékk Stefán
þvf framgengt að skólinn var
gerður að þriggja ára skóla og
gagnfræðapróf þaðan viður-
kennt jafngilt sams konar prófi
f Reykjavlkurskóla. Veitti slfkt
próf réttindi til að setjast f
fjórða bekk ef vissti lágmarks-
einkunn var náð. Var með þessu
stigið stórt spor í áttina til þess
að skólinn á Akureyri yrði með
tímanum fullgildur menntaskóli.
Þegar skölinn var endurreist-
ur, var um það deilt, hvort
hann ætti að vera heimavistar-
skóli eða ekki. Stefán beitti sér
fyrir, að heimavistir yrðu f hús-
inu, og sýndi hann þar framsýni
og félagslegan skilning. Án
heimavistar hefði skótinn orðið
allur annar og fátæklegri. Það
er heimavistin, sem tengt hefir
nemendur föstustum böndum
við skóiann og gert hann að þvi
heimillslega samfélagi, sem
hann löngum hefir verið. Er
ekki aðeins, að heimavistin hafi
iétt mörgum fátækum nemanda
erfiða göngu, heldur hefir hún
og auðgað líf margra að
skemmtilegum minningum og
félagslegum þroska. Og Stefán
skólameistari lagði rækt við
heimavistina. Hann vildi gera
hana aðlaðandi og sem líkasta
heimili. Sjálfur kynntist ég
ekki stjóm hans, en gamall
nemandi hans, sem fengizt hefir
við skólastjórn, sagði mér, að
sér fyndist, að stjórn Stefáns
hefði verið einkennilegt sam-
bland af röggsamri stjórnsemi
og afskiptaleysi. Sannleikurinn
er eflaust sá, að Stefán hefir
viljað ala upp frjálsa menn, sem
þó yrðu að vita, að öllu frelsi
verða að vera takmörk sett, ef
ekki á að leiða til upplausnar.
Vapdinn var að hjálpa mönnum
til sjálfstjómar eða sjálfgæzlu,
eins og Stefán kallar það í einni
ræðu sinni.
Annars skilst mér, að stjórn
hafi verið Stefáni leikur. Hefir
hann notið þar glæsileika sins
og ekki síður gleði sinnar. Mér
skilst, að hann hafi átt náðar-
gáfu gleðinnar, þó ekki htónar
svallsömu gleði, sem sólundar
lífi og ævi í ófrjóum nautnum,
heldur þeirrar gleði, sem þjónar
lífinu og vefur það þokka og
yndi. Starf hans allt, skóla-
stjórn og kennsla, hefir notið
þessarar gleði.
/■\llum ber saman um, hve lif-
andi og skemmtileg kennsla
hans hafi verið. Hann var
„kennari af guðs náð“, eins og
ýmsir nemendur hans hafa sagt
um hann Sjálfur kynntist ég
ekki kennslu hans, en af lýs-
ingum annarra þykist ég vita,
að hann hafi haft yndi af að
fræða, ef til vill af því að
næmt og listrænt skyn hans
nam svo skarpt undur fyrir-
bæranna, að hann varð innblás-
inn af aðdáun og hrifningu.
Eitt sinn heyrði ég séra Friðrik
Friðriksson segja frá þvl, er
Stefán Stefánsson, þá ungur
skólapiltur I heimahúsum, opn-
aði fyrir honum heim málfræð-
innar. Mun hvort tveggja hafa
verið, að nemandinn var nám-
fús, enda kennarinn starfi sínu
vaxinn. Stefán brá fyrir sig
samllkingum, fann skyldleika I
byggingu blóms og máls. Hann
hefir átt hið skáldlega innsæí,
þá æðri sýn, sem greinir eining-
una að baki margbreytileikans.
Hann hefir skynjað samræmda
fegurð þess anda, sem öllu ræð-
ur, enda var hann trúmaður.
Stefán skólameistari unni feg-
urð, fegurð I hinu margvlsleg-
asta gervi, fegurð jurta og
blóma, fegurð máls og orða,
fegurð híbýla og klæðnaðar. En
fegurðarást hans birtist ekki 1
blámóðukenndum draumórum,
heldur I dáðrfkri þjónustu við
lífið sjálft. Fyrir honum hefir
fegurðin ekki verið æðri lífinu,
heldur aðeins einn eiginleiki
þess. Og lifinu bar að þjóna.
Þess vegna unni hann ræktun
og gróandi, bæði lýðs og lands.
Hann kunni að sameina fegurð
og nytsemi. í þvl liggur lífslist
hans. Hann var hinn framfara-
sinnaði hugsjónamaður, sem
unni skóla sinum og ættjörð
sinni og vann að fegrun hvors
tveggja, af þvl að hann trúði
þvf, að aukin menntun fólksins,
eins og aukin ræktun landsins,
mundi leiða til aukinnar far-
sældar í nútíð og framtlð.
Þau eru enn að vaxa, trén,
sem Stefán skólameistari gróð-
ursetti í garðinum við Mennta-
skólann á Akureyri. Hitt mun
ekki siður Sátt, að enn spretti
af þeim fræjum, er hann sáði
f fslenzkan menningarakur. Þess
vegna minnumst vér hans I dag,
á hundrað ára afmæli hans,
með þakklæti og virðingu.
Þórarinn Björnsson.