Vísir - 01.08.1963, Qupperneq 15
V 1 S I R . Fimmtudagur 1. ágúst 1963.
15
Konan, sem ekki brást
FRAMHALDSSAGA EFTIR
RICHMOND
— Ég votta þér aðdáun mína
og þakkir, sagði hann.
— Nicholas, sagði hún, hvernig
hugsarðu þér að bjarga blessuðu
barninu henni Blanche. Hún var í
sama fangelsi og ég. Ég sá hana
r Pangelsisgarðinum. Ég gætti þess
að hún sæi ekki, að ég hefði veitt
henni athygli. Mér fannst það ó-
hyggilegt. En eftir á mútaði ég
vörðunum — spurðu mig ekki um
á hvern hátt, til þess að segja mér
frá henni. Til þesa hefir hún ekki
verið pynduð. Og ég skil ekki hvers
vegna Mwa Chou hefir hlíft henni.
— Ég veit hvers vegna. Hann ótt
ast mig. Þrælmennið lét mig hafa
skjal upp á það, að hún gæti verið
örugg í mánuð í minni umsjá, en
hann otaði sér það, að ég varð að
yfirgefa haa um stundarsakir.
— Og John Marsden er dauður.
Að því komst ég líka.
— Mwa Chou heldur,. að allir
undirmenn hans séu honum hollir,
en í rauninni hata þeir hann
og mundu svíkja hann ef
þeir fegju tækifæri til. Ég vona
að þeir fái einhverntíma það tæki
færi... Hugsaðu ekki um þetta
núna, vina mín, og hann lagði hönd
sína sem snöggvast hendi henn-
ar... Og að því er John Marsden
varðar, — veslingurinn — hann
fékk sannarlega sín málagjöld. Ég
vildi, að ég hefði getað trúað hon-
um fyrir hver.ég raunverulega er,
en það hefði verið brjálæði, þar
sem hanri varð æ taugaveiklaðrr.
Hið eina sem ég gat gert mér vonir
um var, að hann tryði því hver ég
sagðist vera, og að ég mundi gera
fyrir hann það, sem ég gæti — og
þess vegna myndi hann ekki reyna
að fara á bák við mig. En hann
gerði það að lokum. Hann var
veikur fyrir og lét konur eyðileggja
lífshamingju sína, en slæmur maður
var hann ekki. Og nú, er hú kemst
að því að hann er dauður, mun
hún — væntanlega — iðrast fram
komu sinnar allt sitt líf.
— Hvar er frú Marsden nú?
spurð Blásóley.
— í Hong Kong ásamt börnum
sfnum. Hún bíður þar eftir manni
sínum. Ég hafði gert mér vonir um
að að koma John og Blanche þang
að á sama hátt og ég kom henni
og börnunum þangað, en ég mátti
ekki til þess hugsa að þú værir
í þessu víti, á þess að ég reyndi
að bjarga þér ...
— Og þess vegna voru þau ein
eftir í gistihúsinu, John og Blanche.
Þau reyndu að komast til Kowloon,
en lögreglan stöðvaði þau. John
skaut Iögreglumann og var svo
sjálfur skotinn til bana — en vesl-
ings Blanche.
— Vertu nú ekki svona áhyggju
full, Blásóley. Undir eins og þú ert
komin örugglega úr landi geri ég
allt sem i mínu valdi stendur til
þess að bjarga henni.
— Ég vona að þér heppnist það,
en Nicholas — ?
— Já?
— Þú getur ekki Ieikið hlutverk
„Rauðu akurliljunnar“ öllu lengur,
— fyrr eða síðar mun komast upp
um hlutverk þitt — og ég er hrædd
um að nú sé mesta hættan fram
undan...
— Ég veit, að hvenær sem ct
getur eitthvað orðið til þess a }
komast upp um mig, en ég fæ
skínandi tækifæri til þess að bjarga
Blanche. Veiztu hvers vegna? Það
er vegna þess, að pestin geisar í
fangelsinu. Ég mundi þakka guði
fyrir hana, ef ekki væri vegna
allra þeirra, sem þjást og deyja úr
henni...
En sannleikurinn er sá, að það
er það bezta, sem fyrir þetta fólk
getur komið — að fá að deyja.
— Ef til vill, en það er hræðilegt
um að hugsa hvað það verður að
líða áður — en snúum okkur að
öðru. Það er ekki fyrr en þú ert
komin til Hong Kong, sem ég get
snúið mér að því að bjarga Blanche
Þú munt hitta þernuna þína og
gamla fiskimanninn í Hong Kong
— mér þótti öruggast að koma
þeim þangað. Líttu um oxl. Við
nemum staðar hér. Sérðu nokkuð
grunsamlegt?
— Nei, svaraði Blásóley.
•m—>Gjött þá slökl^/um vítí'lIjós-
in.
Það var koldimmt í kringum þau.
Petrov ók bílnum út af veginum
yfir ójafnt bersvæði nokkur hundr-
uð metra. Svo nam hann staðar.
— Kemur hann stundvíslega?,
spurði Blásóley hálfkæfðri röddu.
— Vitanlega það hefur aldrei
komið fyrir, að Carmichael kæmi
of seinnt.. . Uss, ég heyri eitthvað.
Hann leit í loft upp, gat ekkert séð
en heyrði flugvélardyn.
— Ef nú einhverjir úr leynilög-
reglunnj væru viðstaddir, sagði Blá
sóley titrandi röddu.
— Þá yrðum við að sjá um að.
enginn þeirra fengi tækifæri til að
senda skýrslu til Mwa Chou, sagði
Petrov og tók upp skammbyssu.
Hann stóð kyrr og leit í kringum
sig, en varð einskis var.
— Þarna er hann að koma, sjáðu
nú fer hann að lenda.
— Getur hann virkilega lent hér
— í þessu myrkri?
Að sjálfsögðu. Ég vaídi þennan
lendingarstað eftir miklar athugan-
ir og Carmichael er búinn að lenda
hér nokkrum sinnum Hann tók
upp vasalukt og fór að gefa merki
með henni. Flugvélin sveif yfir þau
flaug í hring að því er virtist og
lenti svo skammt frá.
— Laglega gert, sagði Petrov, —
hann lenti þarna hinu megin við
runnana. Það hefur gegið vel, við
hefðum heyrt annarlegt hljóð, ef
svo væri ekki. Geturðu gengið?
Svo tók hann undir handlegg henn-
ar og leiddi hana í áttina til Carm-
ichael.
Þau komu ekki auga á flugvél-
ina fyrr en þau voru komin alveg
að henni. Petrov kallaði varlega:
— Sæll gamli!
— Sœll sjálfur!
— Kondu og heilsaðu upp á
okkur, Carmichael.
Ungur maður í einkennisbúningi
flugmanns kom í ljós milli runn-
anna.
— Það gleður mig sannarlega
að sjá þig Carmichael.
— Og ég ekki síður að sjá þig.
Nokkrir erfiðleikar á leiðinni hing-
að?
— Nei, og ég býst líka við að
allt gangi eins og í sögu til baka.
— Ágætt. Hérna er farþeginn
þinn.
Hann sneri sér að Blásóley.
— Blásóley, — þetta er Terry
Carmichael flugmaður — frá þess-
ari stundu ertu í hans umsjá ...
Þú veizt hver þú átt.að fara með
hana, Carmichael.
— Að sjálfsögðu.
— Og hér er annað. Þennan bögg
ul verðurðu að gæta eins og sjáald-
ur auga þíns, en böggul þennan
hafði Petrov tekið úr bílnum, er
■þau'dögðiúaf stað til flugvéiafinnL
ar ... Þú mátt: ekki hafa augun "af
honum fyrr en hann er kominn
í réttar hendur. Þú veizt við hvern
ég á.
— Svo skal gert, herra minn.
Og hvenær á ég að koma aftur og
sækja þig?
— Mig og farþega. Ekki næstu
nótt — heldur þar næstu. og verið
þið nú sæl — ég bíð þangað til
þið eruð komin upp í loftið.
— Vertu sæll, vinur minn, sagði
Blásóley — hugur minn verður
hverja stund hjá þér — og Blanche.
— Þökk, litla vina. — Hittumst
heil — í Hong Kong.
Sögulok
I.
— Svona, sagði kínverski lækn-
irinn, og lagði sprautuna aftur í
tösku sína. Þetta mun hafa sín á-
hrif, jafnvel þótt þér hafið smit-
ast, hindrar útbreiðslu hans. En yð-
ur mun líða illa fyrst í stað, og
þér skuluð ekki vera hræddar,
þótt þér fáið útbrot á brjósti og
handleggium. Það sýnir bara að
bóluefnið hefur virkað.
— En ef ég hefi smitast? spurði
Blanche. Hún Var ákaflega þreytt
og lagðist fyrir á gólfinu. Það var
búið að sótthreinsa klefann og fat-
an hafði verið fjarlægð. Sterk lykt
af sótthreinsunarefni var í klefan-
i um.
— Bóluefnið hefur mótverkandi
i áhrif á sjúkdóminn, ef þér hafið
I smitast. Þér veikist, en veikin verð-
ur væg. Og þér fáið fullan bata.
j Þér skulið ekki vera hrædd. Þér
hafið ekki verið hér nema viku,
en hinir, sem verið hafa mánuðum
saman eru svo illa farnir andlega
og líkamlega, að þeir munu enga
von geta gert sér.
— Þér talið vel ensku, Ég hlaut
háskólamenntun mína í Edinborg,
svaraði litli læknirinn ... Ég stund
aðj læknisstörf á eigin spýtur í
Kanton fyrr og vegnaði vel. Það
var fyrir daga alþýðulýðveldisins.
Aðalatriðið er, að ég geti verið til
hjálpar meðbræðrum mínum og
systrum. Það er það eina sem mér
finnst máli skipta fyrir mig nú.
— Þér verðið að lofa mér að
deyja sagði Blanche. Þér vitið hvað
bíður mín. Mwa Chou hershöfðingi.
— Uss, hvíslaði læknirinn og
lyfti upp hönd sinni í aðvörunar-
skyni. Þér megið ekki örvænta.
Maður veit aldrei hvað fyrir kann
að koma. Þegar neyðin er stærst
er hjálpin næst. Það legst einhvern
veginn í mig, að allt muni fara vel
fyrir yður að Iokum. Þér hafið
kannski áhuga fyrir að frétta, að
Mwa Chou hefur smitast...
— En hvað kom fyrir klefafélaga
mína?, spurði Blanche
— Langar yður til að vita það?
Ein er dáin, önnur er mikið veik
og óvíst um þá þriðju hvort hún
hefur smitazt.
— Veslings konurnar — það er
kannski bezt fyrir þær að fá að
deyja.
— Ef til viil. Það verður komið
.með undirsæng og teppi og svo
skúííð þér reyna að sofa-. Ég verð
'Wft^fjarri og ef yður vantar eitt-
hvað skuluð þér hringja þessari
klukku.
Hann lagði Iitla messingklukku
á gólfið hjá henni.
— Ég kem, ef þér hringið klukk-
unni, og engir aðrir koma hingað
en sagði hann með einkennilegum
áherzluhreim.
— Þökk tautaði Blanche.
í þessum svifum var komið með
undirsængina og teppin og hún
lagðist fyrir. Það var dásamlegt
að vera hrein, að hafa verið færð
úr skítugum fatargörmunum, sem
hún vard í, og að hafa fengið hreint
kalt vatn að drekka. — og hún
reyndi að hugsa ekki um, að þetta
var vegna þess, að Mwa Chou
vildi að hún lifði, til þess að kreista
úr henni Ieyndarmál, sem hún vissi
ekkert um. Hún hugsaði um leynd-
armál Johns — og nú flögraði að !
henni, að ef til vill hefði það verið j
rugl eitt, sem kom fyrir varir Johns !
— og þó virtist Mwa Chou hafa
verið sannfærður um, að hann hefði
vitað leyndarmálið. En hvað hafði 1
John gert við hylkið og gögnin?
Hafði hann eyðilagt hvortveggja.
Hún vonaði að svo væri, því að
ella myndu Kínverjar finna það —
eða Petrov.
□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□
^HárgreiðsIustofan
qHATÚNI 6, sími 15493.
P
n
Q------------------------
B
^Hárgreiðslustofan
qS Ó L E Y
53
^Sólvallagötu 72.
□ Símj 14853.
□
□_____i____________
E
□
Q
a
- □
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
_Q
□
□
□
□
□
□
-Q
□
□
□
Q
Q
Q
"Q
Q
Ú3
□
Q
Í2
Q
£3
Q
.□
C
,
□ Hárgreiðslu- og snyrtistofa □
gSTEINU og DÓDÓ
□ Laugaveg 18 3. hæð (lyfta). □
|Sími 24616. |
QHárgreiðsIustofan
QP I R O L A
□ Grettisgötu 31, sími 14787.
Sllárgreiðslustofa
□ VESTURBÆJAR
gGrenimel 9, sími 19218,
Q-
□
□ Hárgreiðslustof a
§A USTURBÆJAR
Q(María Guðmundsdóttir)
§Laugaveg 13, sími 14656.
^Nuddstofa á sama stað.
s____________________
□
Q
□Hárgreiðslustofan
□Hverfisgötu 37, (horni Klappar-^
□stígs og Hverfisgötu). Gjöriðn
§svo vel og gangið inn. Engar§
Qsérstakar pantanir, úrgreiðslur.Q
a ’ □
°P E R M A, Garðsenda 21, simÍQ
Ö33968 — Hárgreiðslu og snyrti-Q
a^tofa. §
n---------------------------□
u □
DDömu, hárgreiðsla við allra hæfid
□ TJARNARSTOFAN, q
gTjarnargötu 10, Vonarstrætis- n
□megin. Sími 14662
a ■ a
□ Q
□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□
T
A
R
Z
A
N
Tarzan vill fara einn til þorps-
ins og reyna að fást við Moto-
SOON TARZAN
ARRIVES SACK.
AT THE
MOTO-MOTO ,
SETTLEMENT-
WITH A PLAK!
HE HOPES SVILL
PREVESIT
FURTHEK.
SLOOFSHEE.
Moto villimennina, á friðsamleg-
an hátt. Hann er fljótur til þorps-
ins, og þar heyrir hann að umræð
ur standa sem hæst.
Bílakjör
Nýir bílar,
Commer Cope St.
8IFREIÐALEIGAN,
Bergþórugötu 12 Símar 13660
14475 og 36598
Terrylene-
buxur ú
drengi
Hngkuup