Vísir - 01.08.1963, Blaðsíða 8
8
V 1 S I R . Fimmtudagur 1. ágúst 1963.
VISIR
Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR.
Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði.
I lausasölu 4 kr. eint. — Sfmi 11660 (5 línur).
Prentsmlðja Vfsis. •— Edda h.f.
Kostir landsins
t aldarminningu sinni um Stefán skólameistara,
sem Þórarinn Björnsson skólameistari ritar hér í blað-
ið í dag, getur hann um það hve ræktun landsins var
Stefáni hugleikin. Hann sá hina miklu möguleika ís-
lands — að skógræktin jafnt sem annar jarðarinnar
gróður — gat gert þetta norðlæga land að kostalandi
og nytja. Þar sá Stefán skólameistari skyggnum aug-
um inn í framtíðina. Þeir áratugir, sem liðnir eru
síðan hann ritaði bækur sínar og greinar um rækt-
unarmálin hafa sýnt, að með nútíma tækni má breyta
gróðurfari landsins, rækta hér víðlenda skóga og auka
landkostina svo miklu munar.
Skógræktin hefir lengi átt ríkan hljómgrunn í hug
þjóðarinnar, eftir að brautryðjendumir ruddu veginn.
Það er fyrir löngu sannað, að ísland getur orðið gott
skógland aftur, ekki síður en önnur norðlæg lönd,
Með skógræktinni breytist svipur landsins og hún býr
í haginn fyrir bæði landbúnað og uppgræðslu lánds-
ins. En það er ekki allt og sumt og er það þó ærið.
Það er enginn gyllidraumur, að skógræktin geti
orðið snar þáttur í þjóðarbúskap íslendinga. Við er-
um enn að vísu á frumstigi í þeim efnum. En grund-
völlurinn hefir verið lagður. Trén eru farin að spretta
í milljónatali. Eftir nokkra hríð skila þau auði í garð
eigenda sinna, ekki minni en annar búskapur.
Samhliða skógræktinni þarf að gefa meiri gaum
að uppgræðslu landsins á annan hátt. Byggðin hefir
víða stórlega spillt landinu. Úr þeim vanza þarf að
bæta og það má ekki dragast úr hömlu.
Varúö á vegunum
Nú fer í hönd mesta umferðarhelgi ársins, Verzl-
unarmannahelgin. Á þeirri helgi mættu margir bifreiða-
síjórar minnast orða hins brezka umferðarsérfræðings,
sem hingað kom í vikunni. Hann sagði, að íslenzkir
bifreiðastjórar ækju allt of hratt á hinum mjóu og
slæmu vegum landsins. Hraður akstur er algengasta
orsök slysanna. Auk þess er ölvun við akstur sífellt
alvarlegra vandamál, einkum þegar mikið er um
skemmtanir úti á landi sem um þessa helgi.
Vegaþjónusta F.Í.B. hefir mörgum veitt lið í
ógöngum og nú mun hún hafa 15 bíla á vegunum.
Er það framtak lofsvert og sú fyrirhyggja, sem að
baki því liggur. En engin vegaþjónusta né löggæzla
er þess megnug að koma í veg fyrir slysin.
Það er bifreiðastjórinn einn, sem hefir líf sitt —
og annarra - í hendi sér.
Uppdrátturinn s^filr lönd Araba við Miðjarðarhafsbotn og gefur til
kynna íbúatölu þeirra.
☆
Það virðist nú orðið nokkurn
veginn augljóst, að áformin um
voldugt og viðtækt arabiskt sam
bandsríki, þ.e. rikjabandalag
margra ríkja við forystu Egypta
lands, með Nasser forseta sem
sjálfsögðum leiðtoga, sé aiveg
úr sögunni, ef ekki að fullu þá
um ófyrirsjáanlega langan tima.
Gert var ráð fyrir þátttöku
Egyptalands, Sýrlands og traks,
og jafnvei Yemen og Alsír og
e.t.V. fleiri. Áformin hafa strand
að á andspyrnu Baathista í frak
og Sýriandi, sem segjast
vilja arabiska einingu og jafnvel
Nasser sem forseta, en krefjast
jafnréttis, til þess að geta hindr
að að Nasser yrði öllu ráðandi.
Má nú vist heita, að Sýrland
verði ekki stökkbretti Nassers.
Nasser forseti sagði nýlega í
ræðu, að nú væri fyrir það girt,
að stofnað yrðí arabiskt sam-
bandsríki meðan Baathistar
færu með völd í Sýrlandi, og í
Sýrlandi Sjálfu hafa orðið for-
ustumannaskiptí sem einnig
sýna, að sambandsríkisstofnun
er óframkvæmanleg eins og er.
Það er þess vegna engin
furða, að spurt sé, eins og gert
er í grein í erlendu blaði, sem
hér verður stuðzt við:
Verður afleiðing hinnar nýju
deilu, Nassers og Sýrlands að
stofnað verði arabiskt sambands
ríki með aðeins tveimur þátt-
tökulöndum, þ.e. Sýrlandi og
trak.
í greininni segir á þessa leið:
að henni stóðu, og tilgangurinn
var að knýja fram breytta
stefnu I sambandsrikismálinu,
Nasser í vil. Aðalmennimir voru
þrir: Jasm Alwan ofursta-lautin
ant, sém i fyrra gerði misheppn
aða tilraun til byltingar (í
Aleppo), annar var fyrrverandi
ráðherra Yussuf Muzzahem og
fyrrvérandi yfirmaður öryggis-
málanna (meðan Sýrland og
Egyptaland voru sambandsríki)
Mohammed Jarrah. Tveir hinna
síðastnefndu hafa verið nánir
samstarfsmenn Abdel Hamid
Serraj sem hafði mikil áhrif er
hann var upplýsingamálaráð-
herra, en eftir að kastast fór í
kekki milli Sýrlands og Egypta-
lands þótti tryggast að setjast
að í Kairo.
sterka mann Sýrtands" eða
raunverulega valdamesta mann
landsins, og þann sem réð því,
að nú skyldi beitt hörðu. Hann
er Amin al-Hafez hershöfðingi
og varaforsætisráðherra þegar
aftökurnar fóru fram, en hefir
nú tekið við af Salah Bitar, for-
sætisráðherra. Bitar var líka
innanrlkisráðherra og hernað-
arlegur landstjóri á Damaskus-
svæðinu, og Baathista-leiðtogi.
Bakhjarl byltingartilraunarinn-
ar og hversu harkalega var nú
hegnt fyrir hana leiðir skýrt í
ljós hið mikla djúp sem stað-
fest er milli Nassers og Baath-
ista.
1 tilkynningu Hafez um hina
misheppnuðu byltingartilraun
sakaði hann beint Egyptaland
stökkbretti Nassers
Stjórnmálaólga hefir verið i
landinu allt frá því, er landið
varð sjálfstætt í tengslum við
atburði síðari heimstyrjaldar,
þegar Frakkar hörfuðu úr land-
inu. Hver byltingartilraunin hef-
ur verið gerð af annarri, og ekki
batnaði er Nasser fékk áhuga
fyrir því sem stökkbretti í sókn
til sameiningar allra arabiskra
þjóða. Sýrland gerðist sambands
ríki Egyptalands, og hætti svo
þeirri þátttöku, og í hvert skipti
sem byltingartilraun var gerð
var það tengt sambandinu við
Egyptaland að meira eða minna
leyti. Alltaf áttust þeir við, sem
voru með og móti Nasser. En
þess er að geta, að vanalega var
litlu blóði úthellt 1 þessum bylt-
ingartilraunum. Það var næstum
eins og það væri þegjandi sam
komulag um, að eyða ekki púðri
að óþörfu, og var þetta gerólíkt
því sem var í írak, þar sem
miklu blóði var úthellt, er til
átaka kom. Forsprakkar í mis
heppnuðum byltingartilraunum
voru vanalega sendir til fjar-
lægra landa og gerðir að sendi
herrum Sýrlands þar, þ.e. hafðir
í hæfilegri fjarlægð.
ENN EIN
BYLTINGARTILRAUN
Enn ein byltingartilraun var
gerð fyrir skömmu. Sún var
kæfð í fæðingunni. Það voru liðs
foringjar vinveittir Nasser, sem
Sýrlenzku stjórninni tókst
ekki að ná aðalforsprökkunum,
þótt miklu fé væri heitið, fjölda
margir liðsforingjar voru hand-
teknir.
Og nú var ekki verið að senda
menn til fjarlægra landa heldur
var beitt sömu aðferðum og 1
Nasser.
irak og sérstakir herdómstólar
settir á Iaggimar og dæmt í
málum manna tafarlaust. Flest-
ir fengu líflátsdóm og ef um
liðsforingja var að ræða voru
þeir Ieiddir fyrir flokk vopnaðra
hermanna og skotnir, en borg-
aralegra stétta menn voru hengd
ir.
HINN „STERKI MAÐUR
SÝRLANDS".
Er nú mikið taiað um „hinn
um áform um að ieggja Sýrland
undir Egyptaland — og for-
sprakkana fyrir að vera leiguþý
Nassers.
Það var því engin furða þótt
Nasser tæki upp I sig á 11.
sjálfstæðisafmæli egypzka lýð-
veldisins. Nú er það engan veg-
inn óvanalegt að hnútur fljúgi
um borð miili arabiskra leið-
toga, en vakti þó sérstaka at-
hygli, að Nasser sakar beint
Baathista um að koma fyrir
kattarnef áformunum um ara-
biskt sambandsríki. Og hann
kvað stofnun sambandsrlkis
daumadæmt fyrirtæki meðan
Baathistar væru við völd I Sýr-
landi og Irak.
Það er greinilegt, að hinar
stjórnmálalegu andstæður í
Arabalöndum eru engu minni en
þær áður voru þrátt fyrir allt
talið um arabiska einingu. Ef
til vii: meiri. Hinar bióðugu
gagnaðgerðir í Sýrtandi sýna
það. Og á öilu svæðinu frá hér-
uðum Kúrda i Norður-írak til
Yemen í suðri eru allar líkur
þær, að óiga verði áfram og ó-
kyrrð, en um það verður ekki
sagt hverju Nasser kunni að
vilja fórna fyrir þá konungs-
hugsjón, að safna Aröbum í
eina fyikingu, þar sem hann
hefir forustuna — eða hver
skilyrði Baathistar hafa til þess
að stofna sýrienzkt—iraskt
sambandsriki.