Vísir - 01.08.1963, Blaðsíða 3
V I S I R . Fimmtudagur 1. ágúst 1963.
3
Fréttaritari Vísis á Akureyri
er um þessar mundir staddur á
handfæraveiðum norður við
Grímsey. Hefir hann tekið
myndir þær sem við birtum hér
I Myndsjánni í dag og sendir
LANDLEGA I GRIMSEY
hann okkur stutta frásögn um
myndirnar í fréttabréfi.
Efsta myndin er tekin fyrir
nokkrum dögum í lúkar mótor-
bátsins Björg frá Hrísey, sem
stundar veiðar við Grímsey, en
þar er fréttaritarinn skipsmað-
ur. Báturinn er 9 tonn að stærð
og eru eigendur hans Tryggvi
Ingimarsson skipstj. og • • Guð-
laugur Jóhannesscm.
Miðmyndin sýnir þrjá skip-
verj.a Bjargar að snæðingi í lúk-
arnum, áður en næsta lota
hefst.
Neðsta myndin sýnir landlegu
færabáta við hafnargarðinn f
Grímsey í 7—8 vindstigum.
Innan við garðinn er ákjósan-
legt skjól fyrir minni báta. Rétt
sunnan við eyna lá mikili floti
sfldarskipa og togara, bæði inn-
lendra og erlendra. Myndin er
tekin á iaugardegi og var að
sjálfsögðu slegið upp balli í
samkomuhúsi eyjarskeggja og
var það hinn bezti gleðskapur.
Á minni myndinni hér fyrir
neðan gerir Guðlaugur að fyrsta
dags aflanum en það voru 11
þorskar og einn ufsi. Norð-
austan bræla var og fljótlega
leitað lands I Grímsey.