Vísir - 21.08.1963, Page 3

Vísir - 21.08.1963, Page 3
VlSIR . Miðvikudagur 21. ágúst 1963, ssm • •■ ’ % >_ ■• j BöSvar Högnason við vélarsamstæðuna, sem sker tóbakið. Tóbaksdrjólarnir óskornir 1 birgðageymslunni eru að jafnaði um 300 ámur, en tóbakið er geymt f 7—8 mánuði sjást fremst á myndinni. áður en það er afgreitt. 34 tonn Nicotínsins er neytt á marga vegu, menn reykja cigarettur, vindla og troða því f pípur. Aðrir taka tóbakið í vörina og enn aðrir fylla á sér nasimar og nefið. Það virðist vera sama hvaða aðferð er beitt, á hvaða stað og á hvaða hátt tóbaksins er neytt, allir sýnast tóbaks- mennirnir njóta þess, hafa ætíð gert það og munu eflaust gera það. Nú er ekki ætlunin að halda á Iofti þeirri nautn sem relst í tóbaksnotkun, enda skiptar skoðanir um þrifnað þann og gagnsemi sem henni fylgir. Við höfum hins vegar oft velt fyrir okkur því undarlega uppátæki mannkindarinnar að troða tó- / nefíð baki upp í nefið á sér. En hverj- um sem skyldi hafa dottið sú vitleysa f hug í upphafi, er vel hægt að skilja karlagreyin hér forðum daga á gamla Fróni, þótt þeir hafi Iátið út í það leið- ast að taka upp þennan sið. Freistingar og Iffsnautnir voru ekki á hverju strái. Og ekki leið á Iöngu þar til það þótti mann- legt f mesta máta, að „snússa sig“ og þótti sá mestur sem stærstu tóbakshrúguna inn- byrti hvert sinnið. Þykir það reyndar enn þann dag f dag. Tóbakspungurinn og tóbaks- klúturinn mun sennilega fylgja íslenzka karhnanninum um ó- fyrirsjáanlega framtíð. Við brugðum okkur einn dag- inn í síðustu viku inn í Áfeng- is -og tóbaksverzlun og Iögðum leið okkar í neftóbaksgerðina. Þar fengum við að líta með eigin augum hvernig tóbakið er skorið, blandað og pakkað. — Myndirnar, sem hér birtast með á síðunni, skýra vel ganginn í þeirri „aðgerð“. Böðvar Högnason tók á móti okkur, og lýsti tóbaksgerðinni, en Böðvar hefur starfað í „nef- tóbakinu“ allt frá 1941. Hann sýndi okkur „ballana“ með ó- skornu tóbakinu, sem keypt er frá Ameríku, sýndi okkur vél- arsamstæðuna, sem sker tóbak- ið, þannig að það kemur út úr henni sem smátt og þétt duft, mun fíngerðara en þegar það er komið í dósirnar. „Við tökum þetta duft og blöndum j)að eftir kúnstarinnar reglum, að mestu eftir heima- tilbúnum formúlum, og í blönd- uninni bólgna tóbakskornin út, í þá stærð sem þeirra er neytt. í - v Við setjum tóbakið síðan á kúta og geymum það f 7—8 mánuði. Til skamms tima var geymslutíminn 5—6 mðnuðir, en hann hefur nú verið lengd- ur því í ljós kom, að tóbakið er mun betra þá“. Og þarna sitja síðan tvær— þrjár konur og fylla á dósirnar og líma á þær. „Daglega framleiðum við ca. 150 kg., sem er nálægt 2000 dósir. Framleiðslan síðastliðið ár var um 34 tonn, svo þið sjá- ið að neftóbaksnotkun er ekki aldeilis útdauð á íslandi ennþá. Neyzlan er jöfn á hvaða lands hluta sem er, og það virðist sem ungu mennirnir venji sig á að „taka í nefið“, þótt nef- tóbakið sé venjulegast kennt við „kalla“.“ „Og tekur þú í nefið, Böðv- ar?“ „Nei, það geri ég svo sannar- lega ekki, og hef aldrei gert.“ Starfskonur við pökkun og fyllingu dósa. Það er mikil kún'st að taka f nefið. Þeir sem lengst eru komnir, sturta heilu fjalli af tóbaki á handarbakið og soga það síðan myndarlega upp í nasirnar.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.