Vísir - 21.08.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 21.08.1963, Blaðsíða 9
V í S IR . Miðvikudagur 21. ágúst 1963. Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra: BLIKUR í LOFTI Velmegun Velmegun er nú meiri og al- mennari á íslandi en áður hefur orðið • í sögu landsins. Þjóðar- tekjur og einstaklinga hafa far- ið fram úr fyrri metum. Þessi ágæta afkoma stafar einkum af þrennu. Fyrst skal telja góðæri, góð aflabrögð og hagstætt verð á ýmsum útflutt- um afurðum. í öðru lagi dugnað, framtak og vinnusemi fólksins. í þriðja lagi þá efnahags- og fjármálastefnu, sem fylgt hefur verið sfðan 1960: — jafnvægis- stefnuna, — viðreisnarstefnuna. Hallinn út á við jafnaður Einn helzti ljóður á ráði okk- ar íslendinga frá styrjaldarlok- um og fram til febrúar 1960 — einn alvarlegasti agnúinn á at- vinnulífi okkar og efnahagslífi, — var hinn sífelldi halli á við- skiptum við útlönd, gjaldeyris- hallinn. íslendingar lifðu um efni fram, ráku þjóðarbúskap sinn með sífelldum halla og söfnuðu skuldum til þess að jafna metin. Árin 1961 og ’62 varð sú gjör- breyting á búskaparháttum okk- ar, að þessum halla var útrýmt, jöfnuði náð og nokkrum greiðsluafgangi gagnvart útlönd um. Sá afgangur nam um 225 milljónum kr. 1961 og nokkru hærri upphæð 1962. Álitlegur gjaldeyrisforði myndaðist, og nam hann 1150 milljónum króna um sfðustu áramót. Að gæta fengins fjár En, — það þarf sterk bein til að þola góða daga. Og oft reyn- ist bæði þjóðum og þjóðfélags- borgurum erfiðara að gæta feng- ins fjár en afla þess. Á tfmum velgengni og velmegunar þarf að vera vel á verði um að ekki gangi það úr skorðum, sem skapað hefur hið blómlega ástand. Jafnvægi Sú efnahagspólitík, sem rekin hefur verið hér á landi undan- farin ár, byggist á jafnvægi. Jafnvægi milli útflutnings og innflutnings, jafnvægi milli fram boðs og eftirspumar. Ef jafn- vægið raskast, er háski fram undan. Það sem af er þessu ári hafa framkvæmdir á flestum svið- um verið svo miklar, að langt um meiri eftirspurn hefur verið eftir vinnuafli en framboð. Þessi skortur á vinnuafli hefur fært margri starfandi hönd hærri krónutekjur, en um leið hafa framkvæmdir orðið dýrari en áð- ur og taka lengri tíma. Hér hefur á orðið jafnvægisröskun, sem er öllum f óhag, þegar lengra er litið fram. Þegar menn athuga innflutn- ing og útflutning fyrstu 6 mán- uði ársins kemur einnig ljós, að myndin hefur breytzt. Útflutn- ingur hefur að vfsu aukizt eðli- lega, um 5*4% frá sama tíma í fyrra. En innflutningurinn hef- ur tekið risastökk upp á við, aukizt um 28%. Útkoman er því sú, að vöruskiptajöfnuður- inn gagnvart útlöndum er um 400 milljónum verri í janúar til júní f ár en sömu mánuði f fyrra. Þegar það bætist ofan á, að sumarsíldveiðin mun sýnilega skila minni gjaldeyri f þjóðar- búið nú en á síðastliðnu ári, má það ljóst vera, að engar lík- ur eru til þess að greiðsluaf- gangur verði við útlönd á þessu ári, eins og tvö undanfarin ár, heldur verður að telja það vfst, að halli verði á þeim viðskipt- um. Tryggjum og treystum krónuna Þau verkefni eru nú fram- undan að tryggja framhald viðreisnar og jafmvægis í öll- um búskap þjóðarinnar. í tíma verður að finna og fram- kvæma þau úrræði, sem til þess eru nauðsynleg. Nýtt uppbóta- og haftakerfi má ekkl leiða inn á nýjan lelk, né heldur grfpa til gengisfell- ingar. Allar aðgerðir verða að miða að þvf marki að tryggja og treysta gildi fslenzku krón- unnar. Kaupir S.A.S. þotur sem fíjúga hraðar en hljóiið? Stjórn Skandinaviska flugfé- lagsins SAS situr nú á fundi í Fredensborg á Sjálandi og ligg- ur fyrir honum að taka mjög mikilvæga ákvörðun um það, hvort féiagið á að fá sér farþega þotur, sem fljúga hraðar en hljóðið. Vitað er, að stærstu flugfélög heimslns munu taka slíkar flug- vélar í notkun innan fárra ára og er hætt við, að þau félög verði undir í samkeppninni, sem fresta því að fá sér þessar fram tíðarvélar. TAPREKSTUR. En vélarnar verða mjög dýrar Teikningar af Concorde-þotunni, sem sýna útlit hennar frá öllum hliðum. SAS verður nú að taka ákvörðun um, hvort það kaupir slfkar flugvélar. Þær verða teknar f notkun 1966 og kosta yfir milljarð króna hver. og er hætt við að fyrstu árin sem þær eru í notkun verði tap- rekstur á þeim, alveg með sama hætti og tap hefur verið á hin- um dýru farþegaþotum fyrstu árin. Það er vitað að ráðamenn SAS hafa að undanförnu verið mjög að ræða um möguleikana á að fá flugvél þá sem brezkar og franskar flugvélaverksmiðjur eru nú að komast áleiðis með að smíða og kallast Concordfl. Hún mun geta flogið með tvö- földum hraða hljóðsins eða yfir 2 þúsund km. á klukkustund. Undirbúningur undir framleiðslu þessarar vélar mun kosta um 25 milljarða króna og leiðir af því að kostnaðarverð hverrar vélar verður sennilega yfir milljarð króna. Þessar Concorde-vélar verða teknar f notkun hjá franska flug félaginu Air France og brezka félaginu BOAC 1966—67. Það er að sjálfsögðu mjög erfitt fyrir lítið félag eins og SAS að afla fjármagns til kaupa á slíkum vélum, en margir eru þeirrar skoðunar, að nú sé annaðhvort að duga eða drepast. Gefist fé- lagið upp við þetta, muni það verða undir í samkeppninni við risafélögin. Ef SAS ætlar að fá sér Con- corde-flugvélar, þá verður að Bann við kjarnorkuvopnatiSraunum ísland var meðal þeirra ríkja, sem undirrituðu samninginn um I bann við kjarnorkuvopnatilraunum. Undirrituðu sendiherrarnir í j London, Moskvu og Washington samninginn fyrir íslaiids hönd. i Hér birtist mynd af undirrituninni f Washington, Thor Thors ( sendiherra undirritar samninginn. Með honum á myndrnni er Mr. Jacob Bean aðstoðarframkvstj. afvopnunarnefndar Bandarfkjanna.' 100 ára afmæSis Skútu- staðakirkju minnzt Akureyri í fyrradag. Sunnudaginn þann 18. ágúst var 100 ára afmælis Skútustaða- kirkju við Mývatn minnzt með hátíðlegri minningarguðsþjónustu. Meðal viðstaddra voru sex prest- ar úr sýslunni, sem mættu í fullum skrúða. Annars var fjölmenni mik- ið við þessa athöfn og miklu meira en kirkjan rúmaði. Það vildi til að veður var hið fegursta allan daginn, logn og sólskin svo ekki væsti um þá sem ekki rúmuðust í kirkjunni. Síra Friðrik Friðriksson fyrrver- andi prófastur á Húsavík þjónaði fyrir altari á undan prédikun, en sóknarpresturinn • á Skútustöðum, síra Örn Friðriksson prédikaði. Á eftir prédikun þjónaði síra Sigurð- gefa svar í haust. Hafa forustu- menn félagsins í huga að kaupa tvær slikar vélar, sem myndu kosta um 2,5 milljarða króna. Til þess að taka þátt f slíku kapp- hlaupi, verður SAS að fá ríflega ríkisstyrki. ur Guðmundsson á Grenjaðarstað fyrir altari. Kirkjukór Skútustaða- sóknar söng. Var athöfn þessi öll hin hátíðlegasta. Eftir guðsþjónustuna voru rausnarlegar veitingar bornar fram í félagsheimili Mývetninga, Skjól- brekku, og þar margar ræður flutt- ar. M. a. las formaður sóknar- nefndar, Jónas Sigurgeirsson á Helluvaði ágrip af sögu Skútu- staðakirkju. Var bygging hennar hafin 1861, en lokið 1864. Tekin var kirkjan f notkun áður en hún var fullgerð eða árið 1863. Yfir- smiður við kirkjubygginguna var Þórarinn Benjamínsson á Efrihólum í Núpasveit. Skútustaðakirkju bárust góðar gjafir við þetta tækifæri. Syrúr Steinþórs bónda á Litlu-Strönd gáfu ljósprentaða Guðbrandsbiblíu til minningar um móður þeirra, Sigrúnu Jónsdóttur. Þá gáfu börn síra Árna á Skútustöðum 24 altaris bikara ’til minningar um móður þeirra, Auði Gísladóttur, og af- henti eitt þeirra, frú Ólöf Árna- dóttir, gjöfina með ræðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.