Vísir - 30.08.1963, Side 9
V1 SIR . Föstudagur 30. ágúst 1963.
9
Húsinu lokað kl. 11. -
Svefnherbergi lokuð kl.
9-18.30. — Bannað að
fara með mat inn í
svefnherbergin.
Þetta er meðal þess
sem stendur á spjöldum
þeim, sem hanga á veggj
um forstofu eins hótels-
ins í Reykjavík. Þótt hó-
ann, því næst. 1 Austurbæjar-
skólanum þangað til í ár að
það flutti hingað. Það er mikill
munur að vera hér, þótt þetta
sé engan veginn fullnægjandi.
Við urðum að flytja fólk hing-
að inn sama daginn og við
fengum húsið, svo að þótt við
hefðum viljað gera eitthvað var
enginn tími til þess“.
„Eiga farfuglar þetta hús?“
„Nei, borgin hefur lánað okk-
ur það og sömuleiðis skrifstofu-
húsnæði i húsi Æskulýðsráðs
við Lindargötu. Þetta hús er
gamalt fbúðarhús og því er
margt öðruvísi en æskilegt væri.
T. d. eru aðeins tvö snyrtiher-
bergi í húsinu og eru þau alger-
lega ófullnægjandi. En farfugl-
ar kunna að nota sér Laugarn-
ar, sem eru hér hinum megin
við götuna og segja má að þær
bjargi alveg hreinlætinu hérna“.
Farfuglaheimilið er allstórt
timburhús, kjallari, hæð og ris.
Á öllum hæðum er gistiher-
bergi með kojum og á aðalhæð-
inni eru auk þess stórt eldhús
í setustofunni er oft glatt á hjalla þegar farfuglar frá ýmsum löndum eru þar saman komnir. Eru
þá mörg mál á dagskrá og verða fjörugustu umræðumar yfirleitt um stjórnmál. Tveir piltarma á
myndinni eru Engiendigar sá þriðji er Þjóðverji. ________________________
Þar gista ferðalangar
frá öllum heimsálfum
tel þetta sé oftast nær
fullsetið er það ekki
mjög þekkt meðal borg-
arbúa, og sumir vita alls
ekki að það er til.
Hótelið, sem ef til vill er
ekki rétt að kalla hótel, er Far-
fuglaheimilið, sem nú er í fyrsta
skipti til húsa að Víðivöllum
við Sundlaugaveg.
Hvað er farfuglaheimili og
hvað er farfugl, spyr nú vafa-
laust einhver, og til þess að fá
svör við þvf höldum við inn
að Víðivöllum og hittum þar að
máli Ragnar Guðmundsson for-
mann Bandalags íslenzkra far-
fugla og Jón Alfonsson, sem er
eftirlitsmaður Farfuglaheimilis-
ins.
„Farfuglahreyfingin er upp-
runnin f Þýzkalandi og er fé-
lagsskapur karla og kvenna sem
nefna sig farfugla og vilja á
ódýran hátt ferðast um, bæði
um Iand sitt og önnur lönd.
Félagsskapurinn stendur fyrir
ferðalögum og rekur vfða hin
svo nefndu farfuglaheimili þar
sem farfuglar hvaðanæva að
geta gist á ferðum sínum. Far
fuglahreyfingin nær nú til
margra landa í öllum heimsálf-
um og hafa farfuglar um allan
heim myndað bandalag, sem
nefnist Alþjóðabandalag far-
fugla. Ársþing þess var nú ný-
lega haldið á írlandi.
— Þjóðverjar voru fyrstir til
að koma upp farfuglaheimilum
og eiga þeir nú langflest, enda
kunna þeir þjóða bezt að nota
sér þau“.
„Hvenær var Bandalag ís-
lenzkra farfugla stofnað?"
Það var stofnað árið 1939, en
f stríðinu var lítið hægt að að-
hafast og fyrst árið 1952 gerð-
umst við meðlimir i Alþjóða-
bandalagi farfugla. Árið 1951
var fyrsti vísirinn að farfugla-
heimili í Melaskólanum, síðan í
litlu húsi við Lindargötuskól-
og setustofa. Farfuglar verða
annaðhvort að koma með svefn-
poka með sér eða léreftspoka,
sem vefja má inn í teppi, sem
hægt er að fá lánuð".
„Hvað geta margir gist hér í
einu?“
„Það eru rúm fyrir 50, en
þegar á þarf að halda er hægt
að bæta við. Það er verst þegar
Drottningin eða Gullfoss eru f
höfn, því að þá koma hingað
bæði þeir, sem eru á leið út
og hinir, sem eru að koma til
landsins. Nú liggur t. d. Gull-
foss inni og því erum við báð-
ir hér því að mikið er að snú-
ast“.
„Eru eftirlitsmenn hér allan
sólarhringinn?"
„Já, við erum tveir, sem höf-
um eftirlitið aðallega með hönd
um“, segir Jón, „ég og Svan
Haraldsson Trampe og skipt-
umst við á að vera hér. Ef við
getum ekki verið fáum við fyr-
ir okkur einhvem farfugl til að
líta eftir. Svefnherbergjum er
Iokað yfir daginn og hafa þá
gestirnir aðeins aðgang að eld-
húsinu og setustofunni. Þannig
er það yfirleitt á farfuglaheim-
ilum, þau eru ætluð sem gisti-
hús en ekki sem dvalarheimili.
— KI. 11 á kvöldin er svo öllu
lokað og á þá kyrrð að vera
komin á. Hafi fólk gert boð
á undan sér og seinki síðan af
óviðráðanlegum ástæðum hleyp-
um við því inn þótt seint sé“.
„Eru þá engin ólætj eftir
þann tíma?“
„Nei, farfuglar vita að ef þeir
gerast á einhvern hátt brotlegir
við lög hússins eiga þeir á
hættu að við höldum eftir far-
fuglaskírteini þeirra og sendum
heim til viðkomandi Iands“.
„Eru farfuglaheimili víðar en
í Reykjavík?"
„Nei, það er ekki hægt að
segja að það séu farfuglaheim-
ili úti á landi núna, en við höf-
um leyfi til að vísa á pokapláss
t. d. á Hreðavatni og á Hall-
ormsstað og einnig á gistihús
þau er Ferðaskrifstofan rekur
á Akureyri ,og Laugarvatni. Þar
er hægt að fá rúmstæði fyrir
svipað eða litlu hærra verð en
hér, en hér er það 25 krónur“.
„Það þyrfti nauðsynlega að
koma upp farfuglaheimilum með
stuttu millibili úti um landið. Ef
það gæti orðið yrði vonandi
komizt hjá kvabbi þvl á sveita-
bæjum, sem oft er kvartað und-
an, en það er einungis vegna
þess að fólk þetta fær hvergi
unarferðir. Flest lönd reyna nú
;að, jú.trýpt^ þess.u fyrirbæri, t. d.
’ K \£,.31%§ ' 'kt l
'eru T Bfetrandi"sámtölr' ifarfugla
ifcgbffösgís 1 blfreiðaeigéhda;
að taka ekki upp puttaferða-
langa og í USA varðar það
hreint og beint við lög.
Margir útlendingar sem koma
hingað hafa undarlegar hug-
myndir um landið og reynum
við því oft að spyrja þá hvað
þeir ætli sér hér. T. d. kom einn
Þjóðverji, sem stóð í þeirri trú
að hann gæti gengið umhverfis
Farfugiaheimilið við Sundlaugaveg.
„Er þarna ekki um að ræða
puttaferðalangana, sem mörgum
finnst vera að leggja undir sig
Iandið?“
„Það er ekki svo gott fyrir
okkur að fylgjast með því. Við
höfum eftir megni reynt að
hamla á móti puttaferðalögum
og ef við erum spurðir hvort
ekki sé hægt að ferðast þannig
hérlendis gefum við yfirleitt neit
andi svör en reynum þess í stað
að benda fólki á hentugar áætl-
landið á einum degi. Einnig er
mjög algengt að menn ætli sér
að ganga úr Þjórsárdal yfir að
Heklu og reikna ekki með þvi
að litla strikið á kortinu —
Þjórsá — geti orðið "nokkur far-
artálmi“.
„Hvers konar fólk er það að-
allega seni gistir hérna?“
„Það er rnikið skólafólk,
svona um og yfir tvítugt, sem
reynir að ferðast um á ódýran
hátt í . sumarleyfunum. Það
koma bæði einstaklingar og hóp
pr, aðallega hópar Þjóðverja, í
sumar hefúr verið mikið um
-stúlkur hérna og það sem hef-
ur furðað okkur mest er að þó
nokkrar hafa verið einar sfns
liðs. Herbergin hér sem ætluð
eru stúlkum hafa stundum ver-
ið full, þótt laus rúm hafi ver-
ið I herbergjum piltanna, sem
að sjálfsögðu eru fleiri".
„Hvaða þjóðir hafa verið fjöl-
mennastar hér?“
„í fyrra voru Bretar fjölmenn
astir, gistu um 900 nætur. Mik
ið er einnig um Þjóðverja og
talsvert frá Norðurlöndunum,
þó með minna móti f sumar.
Annars kemur fólk alls staðar
að, frá öllum heimsálfum. 1
fyrra voru útlendingar sem gistu
hér í fyrsta skipti fleiri en ís-
lendingar sem gistu á farfugla-
heimilum erlendis".
„En hvernig er með Islend-
inga utan af landi. Gista þeir
aldrei hérna?"
„Jú, það hefur komið fyrir,
en þó ekki í sumar. Þelr átta
sig Ifklega ekki á þvf að það er
hægt — en annars eiga flestir
einhverja að f Reykjavík, sem
þeir búa hjá“.
„Hvað eru margir félagar í
Bandalagi íslenzkra farfugla og
hvernig er starfsemin hér innan
lands?“
„Félagar eru nú tæplega 800.
Á sumrin stöndum við fyrir
ferðalögum bæði helgarferðum
og sumarleyfisferðum. Á vet-
urna eru haldnar kvöldvökur
við og við en því miður er
vetrarstarfsemin ekki sem skyldi
því að við eigum ekkert hús-
næði og verðum að vera hér
og þar. Okkar draumur er að
eignast húsnæði hér í Reykja-
vík, þar sem hægt er að hafa
allt undir sama þaki, farfugla-
heimili, skrifstofu og aðra fé-
lagsstarfsemi. Nú er verið að
vinna að því að kaupa, þótt
fjárhagurinn sé ekki sterkur, og
við vonum að það takist innan
skamms“.