Vísir - 17.09.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 17.09.1963, Blaðsíða 4
8HÉ sagði Lady Bird Johnson á Biikosföðunt Ekið af stað í ausandi rigningu, sólin er aftur hætt að skína, en hún lét þó svo lítið að gægjast niður úr skýjunum um morguninn til að sýna varaforsetahjónum Bandaríkjanna, hvað ís- land getur orðið fallegt, þegar tæru litirnir fá að njóta sín. Nú er allt heldur grátt, eins og ís- lenzk náttúra verður í rigningu. En Lady Bird Johnson lætur það ekki á sig fá. Hún brosir jafn- glaðlega og áður. Hún er full af áhuga, síspyrj- andi og fádæma fróðleiksfús. Engin þreytumerki ú henni að sjá, þó að hún sé búin að ferð- ast 15 þúsund mílur á hálfum mánuði. Þetta gæti verið fyrsti dagurinn en ekki sá seinasti, svo lífleg er hún og fjörug. Hún skoðar Árbæjarsafn og lætur spurningunum rigna yfir Lárus Sigurbjörnsson, sem kann þetta allt upp á sína tíu fingur. Blaða- ljósmyndararnir sveima í kring- um hana, rekast á og hér um bil detta hver um annan í óðagot- inu. Lady Bird brosir til þeirra. Hún er ýmsu vön. XJjónin á Blikastöðum, frú Helga Magnúsdóttir og Sig- steinn Pálsson, taka höfðinglega á móti varaforsetafrúnni, og hún skoðar fjós og hlöðu og önnur útihús af miklum áhuga „Ég vildi, að ég hefði tíma til að koma á bak!“ Lady Bird spjallar við kaupakonuna á Blikastöðum, Sigríði Jónsdóttur. VlSIR . Þriðjudagur 17. september 1963 Lady Bird lítur inn í mjólkurhúsið. Leiðsögumaður hennar er dr. Bjöm Sigurbjömsson. og lætur hrifningu sína óspart í ljós, þegar hún sér fjóra gæð- inga á hlaðinu. En hún hefur ekki tíma til að koma sjálf á bak, þó að hún líti til þeirra löngunaraugum. Frú Helga býð- ur öllum til kaffidrykkju og Lady Bird grípur andann á lofti, þegar hún sér fagurlega skreytt borðið og kökur og brauð 1 öll- um litum. „Þetta er alltof freistandi", segir hún og leggur saman lóf- ana. ,,En ef ég held svona áfram, hætti ég bráðum að kom- ast í kjólana mína!“ Hún er samt grönn og spengi- leg í rauðu dragtinni sinni, ung- leg og aðlaðandi. Hún sezt nið- ur og fær sér kaffibolla og rjómapönnuköku ,og auðvitað þarf að taka margar myndir af þeirri athöfn. Dr. Björn Sigur- björnsson skýrir henni rækilega frá öllum búrekstrinum, blaða- menn spyrja hana spurninga, og í miðjum kllðum er meira að segja haft við hana útvarpsvið- tal. Lady Bird tekur því öllu með stakri'ró. Hún kann lfka á þetta, lærði sjálf blaðamennsku á yngri árum og hefur átt og stjórnað útvarpsstöð í Banda- ríkjunum frá 1943. „Ég vil nú heldur spyrja en svara“, segir hún og lítur kank- vísum augum I kringum sig. „Það er svo voðalega erfitt að vera sindrandi af andríki, þegar mest á ríður. Ég vildi, að ég gæti sagt. eitthvað ógleyman- legt, en því miður dettur mér ekkert nógu snjallt í hug“. Hún dáist mjög að íslenzka þjóðbúningnum, sem ýmsar frúr úr sveitinni bera. Og hún spjall- ar glaðlega við þær og hefur enn margs að spyrja. 'JT'n áður en við er litið, þarf að leggja aftur af stað til Reykjavíkur. LÍdy Bird þakkar frú Helgu mörgum fögrum orð- um og hælir sérstaklega hinum rausnarlegu og glæsilega fram- bornu veitingum. Hún dregur upp lítinn böggul. „Mig langar að biðja yður að eiga þetta til minningar um okkur", segir Framhald á bls. 13. Enginn stenzt íslenzku rjómapönnukökumar. Mrs. Penfield, sendiherrafrú Bandaríkjanna, aðstoðar Lady Bird, en frú Helga Magnúsdóttir, húsfreyja á Blikastöðum, horfir á með velþóknun. » Hún kemur aftur með fangið fullt af blómum og gjöfum. „Hvað þið eruð öll góð við mig!“ segir hún. „Ég vildi, að ég hefði tíma til að skoða landið betur. Það er miklu dramatfsk- ara en ég gat gert mér í hugar- lund, þegar ég var að lesa um það og skoða myndir héðan". Aftur stígur hún Upp í' bílinh, og nú er brunað til Blikástáða. Lady Bird er mikil landbúnaðar- kona og notar öll tækifæri til að skoða bóndabæi og búgarða, hvar sem hún kemur. Eiginmað- urinn stríðir henni með því, að hún tapi sjálf á búrekstrinum heima í Texas og sé annt um að læra af öðrum, hvernig nægt sé að bjarga þvf við.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.