Vísir - 17.09.1963, Page 9
V I SIK . PrtOjudagur 17. september i»e3.
9
-x
4
Búizt er við að sala á
sementi frá Sements-
verksmiðju r í k i s i n s
verði meiri í ár en
nokkru sinni áður. Þá
má og geta þess að af-
k ö s t verksmiðjunnar
hafa verið aukin, þannig
að úr 75 þúsund lesta
árlegri framleiðslu, sem
upphaflega var gert ráð
fyrir að hún afkastaði,
mun hún nú framleiða
110—120 þúsund lestir
sements á ári.
Frá þessu skýrði fram-
kvæmdastjóri verksmiðjunnar,
dr. Jón E. Vestdal, í viðtali við
Vfsi fyrir skemmstu.
Dr. Jón sagði að útlit væri
fyrir að innanlandsnotkun á
sementi myndi á árinu 1963
komast upp í 105.000 lestir,
sem er algert hámark á sem-
entsnotkun fram til þessa. Áð-
ingin á innanlandssölunni hefur
í heild aukizt um nær 40%.
— Eitthvað hefur líka verið
flutt út af sementi.
— t>að sem af er þessu ári
hafa samtals verið fluttar út
11704 lestir af sementi, en síð-
asti skipsfarmurinn til útlanda
var afgreiddur í júlímánuði. t>á
var innanlandssalan orðin svo
mikil að hætta varð útflutningi
á sementi, a. m. k. um sinn.
—- En hvemig getur verk-
smiðjan, sem gerð er fyrir 75
þúsund lesta framleiðslu, selt
á 2. hundrað þúsund lestir
sements, eins og aliar líkur
benda til að verði á þessu ári?
Gaf hetri raun
en búizt var við
— Þegar Sementsverksmiðj-
an var byggð var áætlað og á-
byrgzt að hún framleiddi 250
lestir á sólarhring eða um 75
þúsund lestir á ári. Að vísu
var þar varlega farið í sakirnar
vegna þess að sum hráefnin,
sem hér hafa verið notuð, hafa
hvergi annars staðar verið not-
uð í sement, en þar á ég við
móbergið og líparftið. Þessi hrá-
efni hafa gefið betri raun við
framleiðslu sementsins en búizt
var við að óreyndu máli. Er
það fyrst og fremst því að
þakka að hægt er að framleiða
í verksmiðjunni miklu meira
magn en gert var ráð fyrir í
Stemming frá Sementsverksmiðjunni á Akranesi. Myndin er tekin
af baðströnd Akumesinga Langasandi.
nemur á ári um 75.000 kr. 1
öðru lagi sparast stálkúlur sem
til mölunarinnar eru notaðar,
þannig að það eitt nemur veru-
legri fjárhæð ár hvert. f þriðja
lagi, og það sem skiptir í raun-
inni mestu máíi, má lækka
vatnsinnihald framleiðslunnar
úr 36% í 29%, en með þvf
sparast olía stórlega.
Stórfelldur
olíuspamaður.
— Nemur olíuspamaðurinn
verulegum fjárhæðum?
— Já, það gerir hann. Fyrstu
árinu var olíunotkunin'um 136—
137 kg. á hverja lest af gjalli.
Má telja það fremur lága olíu-
notkun miðað við sambærilegar
verksmiðjur erlendis. Nú er
olíunotkunin hins vegar komin
niður f 115 kg. á hverja gjall-
lest og sparast því um 21—22
kg. af olfu á hverja lest. Gjall-
framleiðslan f Sementsverk-
smiðjunni er um 105 þúsund
lestir á ári og nemur olíu-
sparnaðurinn einn því um 2
millj. kr. á ári. Þetta var m. a.
ein ástæðan fyrir þvf að hægt
var að lækka verð á sementi
snemma á þessu ári.
Með spamaðinum, sem af
þessum tilraunum leiddi er þó
ekki allt sagt. Afkastageta
verksmiðjunnar takmarkast
fyrst og fremst af því hversu
Meiri sementsala en nokkru sinni áður
ur komst hún hæst í 94 þúsund
lestir. Það var árið 1958.
Á 8 fyrstu mánuðum ársins
nam innanlandssala á sementi
69.674 lestum, og til saman-
burðar má geta þess að á sama
tíma í fyrra nam salan 47.813
lestum, eða 21861 lest minna
heldur en nú.
Aukin sementsnotkun
I Keflavíkurvegi.
1 þessu sambandi skal tekið
fram að miklu meira sement fer
í ár til Keflavíkurvegar heldur
en í fyrra. Til ágústloka í fyrra
höfðu verið afgreiddar 2777
lestir sements, en til sama
tíma f ár 7045 lestir. Til ann-
arra framkvæmda heidur en til
vegagerðar hafa verið afgreidd-
ar 62.629 lestir sements til s.I.
ágústmánaðarloka í stað 45.036
lesta á sama tfma f fyrra. Aukn
upphafi. Enn hefur ekki verið
á það reynt til hlitar hversu
mikið magn unnt er að fram-
leiða f verksmiðjunni á ári, en
örugglega þó um eða yfir 110
þúsund lestir og mér er nær að
halda 120 þúsund, í stað 75
þús. lestir sem verksmiðjan var
upphaflega talin geta frámleitt.
— Hinar fslenzku bergteg-
undir sem til sementsgerðar eru
notaðar hafa eftir þessu reynzt
vel.
— Já, bæði basaltið og lípar-
ítið hafa reynzt hagkvæmari til
framleiðslu sements en reiknað
var með f upphafi. Fyrst er það
magn en gert var ráð fyrir í
að nefna að hráefnaleðjan, sem
búin er til úr hráefnunum í
byrjun framleiðslunnar, er lftið
eitt plastisk og skiptir það
verulegu máli fyrir brennslu f
ofninum. En fyrst í stað var
reiknað með að þessi efni
myndu reynast gersamlega ó-
plastisk.
Þá ber í öðru lagi að geta
þess að annað aðalefnið f sem-
enti er kísilsýra, og er sementið
reyndar að meginstofni sam-
band kalks og kísilsýru. Er-
lendis fæst kísilsýran f sem-
entið nær ævinlega sem leir og
er kísilsýran í honum óbundin
öðrum efnum. Til að fá nauð-
synleg tengsl milli kalksins og
kísilsýrunnar við brennsluna
þarf hvort tveggja að vera
mjög smágert, svo mala verður
hráefnin í upphafi í mjög fínt
duft eða leðju. Gert var ráð
fyrir að hið sama yrði upp á
teningnum með framleiðsluna
hér á landi, enda var þessi að-
ferð viðhöfð fyrstu árin sem
Sementsverksmiðjan starfaði.
Þá var leðjan sem til framleiðsl-
unnar var notuð svo ffngerð að
afgangur á 0.09 mm sáld var
Hvort sem komið er úr lofti eða á sjó inn yfir Akraneshöfn eru það fyrst og fremst byggingar Sem-
entsverksmiðju rfkisins sem setja svip á þennan mikla athafnabæ Borgfirðinga.
aðeins 5% og vatnsinnihald
leðjunnar um 36%.
Heklugosið gaf
auga leið.
— Þið hafið breytt um að-
ferð.
— Já, við fikruðum okkur á-
fram með tilraunir. Og það má
f rauninni rekja upphaf þeirra
aftur til Heklugossins sfðasta.
Hitinn í hraunstraumnum var
mældur og reyndist 800—900
stiga heitur. En það einmitt
gaf auga leið að prófa hvort
ekki mætti hafa hráefnaagnirn-
ar miklu grófari en annars
staðar hefur verið gert, úr því
að þær bráðnuðu í ofninum
hvort eð væri.
Með öðrum orðum, það er
vitað mál að kísilsýran í basalt-
inu og líparftinu er f fyrsta
lagi bundin öðrum efnum og í
öðru lagi að þessi efni bráðna
eða eru hálfbráðnuð innanvið
1000 stiga hita á Celsius. Nú
er hitinn f brennsluofninum,
þar sem brennslan fer aðallega
fram, hins vegar 1200—1300
stif C. Af þessum ástæðum
þótti athugunárvert hvort þörf
væri á jafnfínni mölun hrá-
efnanna hér á landi sem er-
lendis.
Fara eigin leiðir.
— Hvenær hófuzt þið handa
um rannsóknir í þessu efni?
— Fyrstu tilraunir hófust
fyrir um það bil 2 árum. Og
þær hafa borið þann árangur
að ástæðulaust þykir með öllu
að fara að í þessu efni eins og
annars staðar.
Nú eru hráefnin möluð miklu
grófar en áður var, svo að af-
gangurinn af 0.09 mm sáld er
venjulega um 35% f stað 5%
áður. í fyrsta lagi sparast við
þetta verulega rafmagn, er
Dr. Jón E. Vestdal.
mikið magn er unnt að brenna
f ofni hennar. En það er að
sjálfsögðu takmörkunum háð
hversu miklu magni af olfu
hægt er að brenna f honum
með fullkominni brennslu olí-
unnar. 1 ofninum er hægt að
brenna um 38 lestum af olfu á
dag, en því minni olía, sem
notuð er til gjallbrennslunnar,
þeim mun meira magni má
brenna f ofninum.
Með framangreindri spar-
neytni í olíunotkun hafa afköst
ofnsins aukizt verulega. Og
bæði af þessari ástæðu og eins
með fjölgun rekstursdaga vegna
betri endingar á fóðursteini
ofnsins, hefur framleiðslugeta
Sementsverksmiðjunnar aukizt
stórlega, þannig að f henni má
árlega framleiða 110—120 þús.
lestir sements í stað 75 þús.,
svo sem gert var ráð fyrir í
upphafi.
Að lokum má geta þess, að
Sementsverksmiðjan á Akranesi
á aðeins eina hliðstæðu f heim-
inum — að því er ég bezt veit
— hvaS spameytni f olfunotkun
snertir. Sú verksmiðja er finnsk.