Vísir


Vísir - 28.09.1963, Qupperneq 1

Vísir - 28.09.1963, Qupperneq 1
VISIR 53. árg. — Laugardagur 28. september 1963. — 214. tbl. í GÆZLU- VARÐHALDI Sigurbjörn Eiríksson, veitinga maður, sem játaði í gærmorgun að hafa framið mikla ávísana- fölsun, var eftir hádegi í gær dæmdur í gæzluvarðhald Fleira gerðist ekki í máli hans. é-----------------— Mikill fjöldi síldar- báta í smíðum 30 - 40 sfálbátar í sntíðum í Noregi fyrlr íslenzka aflaskipstjóra í gær kom hingað til lands ins nýr 200 tonna bátur til Grindavíkur, Hrafn Svéin- bjarnarson III. Hrafn er einn þeirra fjölmörgu ný- smíðuðu báta sem nú streyma til landsins. Hefur aldrei fyrr verið jafn mikið um bátasmíðar og nú, og fyrr á þessu ári voru allt upp í 60 bátar (200 tonn og þar um kring) í smíðum fyr ir íslendinga. í dag eru um 30—40 bátar í smíðum. Erfitt er að nefna ákveðna tölu, þar eð mikil hreyfing er hér á, bæði eru bátarnir að koma heim og nýir samningar um báta smíði gerðir. Auk Hrafns Svein bjarnarsonar eru 2 bátar aðrir væntanlegir í þessari viku. Langflestir þessara báta eru smíðaðir í Noregi, stálbátar, sem Framh. á bls. 6 Nýjung hjá Eimskip: Umhleðsluhafnir úti á landi Óttar Möller, forstjóri Eim- skipafélags íslands, ferðaðist ný lega milli ýmissa hafna úti á landi í sambandi við þá hug- mynd, sem er að komast í fram- kvæmd hjá Eimskip, að láta f sum flutningaskipin sigla beint frá útiöndum með vörur til hafna úti á Iandi, svo að ekki þurfi að umhlaða þeim f Reykja- vfk. Mun vera hugmyndin að hafa að minnsta kosti eina um- hleðsluhöfn í hverjum Iands- hluta, t. d. á Reyðarfirðl, Akur- eyrl og ísafirði og Reykjavfk og dreifa vörunum þaðan til nær- Iiggjandi hafna. Er hér um merkilegt nýmæli að ræða í starfsemi Eimskipafélags Is- lands og lið f sívaxandi viðleitni félagsins til að veita Iandsmönn um öllum sem bezta þjónustu. Nýjung þessi, ef upp yrði tekin, myndi stuðla að ódýrari. og reglulegri vöruflutningum tií strjálbýlisins en verið hafa. 200—300 TONNA VÖRU- SKEMMA A AKUREYRI Akureyrarblöðin taka mjög vel í þessa hugmynd, sem Óttar Möller ræddi á blaðamanna- fundi þar er hann var á fyrr- nefndri ferð um landið, og hafa Biaðið i dag BIs. 2 Krossgáta — 3 Yngstu liðsmenn Vísis. — 4 Kvennasíða — 8 Bjartsýni Kennedy’s — 9 Stóra M-ið (Helandermálið). eftir honum að Eimskip þyrfti að fá til umráða 200—300 lesta vöruskemmu þar í bæ til þess að inna umhleðsluþjónustu fyr- ir Norðurland þar af hendi svo fullnægjandi væri. Forstjórinn ræddi við hafnarnefnd Akureyr- ar um fyrirgreiðslu í þessu efni og hefir nefndin mikinn hug á Framh. á bls. 6 -<S> Skipaskoðunarstjóri Hjálmar R. Bárðarson með skozku neyð- artalstöðina. Eins og sjá má á myndinni, er tækið mjög einfalt og auðvelt í meðförum. Er það tilbúið til notkunar þegar loft- netsstöngin (2,20 m.) er alveg dregin út. Síðan er því stjómað með einum hnappi. (Ljósm. Vísis: I. M.). Skipaskoðunin mælir msð neyðarsenditækjum Skipaskoðun ríkisins, hefur nú viðurkennt, og mælir með, tveimur gerðum neyðarsenditækja til notk- unar f gúmmfbátum. Tæki þessi eru gerólfk, og notuð á mismunandi hátt. Annað tækið er norskt, nefnist NPS-3, og er fram leitt af Möller Radio Service, Tromsö, Noregi. NPS-3 mætti kalla radíovita. Það sendir frá sér sér- stakan són á neyðarbylgjunni, sem miða má með miðunarstöð. Lang- drægni þess eru um 40 — 50 sjó- mílur. Skozka tækið, sem nefnist Linkline, er hinsvegar talstöð, sem bæði sendir og tekur á móti og sem miða má með miðunarstöð. Skozka tækið er auk þess töluvert fyrirferðarminna og auðveldara í meðförum. Langdrægni þess hefur mest verið reynd á um 60 sjómíl- Herferð gegn óskoðuðum bílum Hver einasti bíll á land inu á nú að hafa hvítan skoðunarmiða með ártal inu 1963, efst í hægra horni framrúðunnar. Al- mennri bílaskoðun er nú lokið í Reykjavík og á öllu landinu og þessa dagana er lögreglan í Reykjavík að hefja al- menna herferð gegn öll- um þeim bílum í borg- inni, sem ekki hafa verið færðir til lögmætrar skoðunar. Samkvæmt þeim upplýsingum Framh. á bls. 5. um, og var árangurinn ágætur. Skipaskoðun ríkisins telur bæðj þessi tæki fullnægja kröfum sem gerðar voru til slíkra senditækja, f ályktun sem gerð var í London 1960 á alþjóðaráðstefnu sem haldin var á vegum Alþjóðasiglingamála- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, I. M. C. O. Ályktunin er í lauslegri þýðingu svo: Ráðstefnan, sem er þeirrar skoð- unar að sjálfvirkt neyðarsenditæki, sem sendi út í allar áttir, svo að miða megi slysstað, mun; auka öryggi mannslífa á hafinu, með því að auðvelda veruiega leit, og björgun, mælir með þvf við ríkis- stjórnir, að þær hvetji til að skip verði búin slíku tæki, þar sem henta þykir. Tæki þetta skal vera lítið og iétt. t>að skal geta flotið og vera vatnsþétt. Það skal þola högg, og hafa innbyggðan orku- gjafa sem geti haldið því í gangi stanzlaust í minnsta kosti 48 klst. Þessi ályktun hafði þau áhrif, að á næstu árum kepptust framleið- endur við að gera tæki, sem upp- fyllt gæti þær kröfur sem gerðar eru í ályktuninni. Undanfarin ár hefur Skipaskoðun ríkisins, f sam- vinnu við Radíoverkstæð; Lands- símans, og með aðstoð Landhelgis gæzlunnar, prófað ýmis tæki, en ekki fundið neitt sem nógu gott gæti talizt fyrr en nú. Þess skal getið, að þó að ennþá sé ekki um kröfu að ræða, vill skipaskoðunin eindregið hvetja til þess að öll skip verði sem fyrst búin þessum Frh. a' bls. 6:

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.