Vísir - 28.09.1963, Page 3

Vísir - 28.09.1963, Page 3
V í SIR . LaugaHagur 28. sept. 1963, -K Þegar prentun á Vísir lýkur, flesta virka daga milii klukkan þrjú og fjögur, tekur við hlut- verk afgreiðslu- og dreifingar- kerfis blaðsms að sjá um að koma því út til þúsunda Ies- enda í Reykjavík og út um allt land. Vísir hefur sérstöðu meðal blaðanna, þar sem hann er síð- degisblað og er allt unnið sam- dægurs. Þess vegna er ásókn lesenda, hvort sem þeir kaupa hann í lausasölu eða eru áskrif- endur meiri eftir því að fá blað- ið sent sem fyrst. Til þess að svo geti orðið þarf mikið skipu- lag til að dreifa blaðinu cg við það nýtur það góðra starfa fjöl- margra, sem bera blaðið út til kaupendanna. Nú er Reykjavík skipt niður í 70 útburðarhverfi og um það leyti sem prentun er að Ijúka aka þrjár sendiferðabifreiðir af stað til þess að skipta blaða- pökkunum niður á blaðberana út um allt svæðið. Flestir blaðberarnir eru ung- lingar á aldrinum 10—13 ára. Þeir eru nú orðnir margir, sem hafa gengið í lið með Vísi og sýnir Myndsjáin í dag einn þeirra. Var þar valinn af handa- hófi blaðberinn sem hefur Þórs- götuhverfið. Hann heitir Ágúst Einarsson og ber blaðið út á Þórsgötu, Lokastíg, Freyjugötu og Sjafnargötu. Hann þekkir vel hverfið sitt, enda á hann sjálf- ur heima í því. Bróðir hans, sem heitir Gunnar, ber blaðið einnig út. Þeir eru í hópi hinna mörgu hjálparmanna Vísis. Um mánaðamótin september og október eru að jafnaði mikl- ar breytingar á blaðberaliðinu. Börnin eru þá að fara í skóla og oft er skólatímanum þá hag- ........................................................................■■ ■■■ ■■ - ■............................ '■■ ■:.■ ■: -.:.■: ......................................................... að svo, að þó þau hafi unnið þetta starf yfir sumarmánuðina, þá verða sum að Iáta af því, vegna þess að kennslustundum er þannig hagað. Nú vantar t. d. blaðbera í þessi hverfi: Lauga- veg efri og neðri, Vesturgötu, Sóleyjargötu, Tjamargötu, Leifs götu, Hverfisgötu, Grímstaðar- holt, Austurstræti og Seltjam- ames. Um mánaðamótin em nokkrir erfiðleikar á að koma blaðinu út vegna þéssara breyt- inga, en afgreiðslan mun gera allt sem unnt er til að koma blaðinu á réttum tíma til kaup- endanna. Ágúst litli á Lokastígnum, sem er fyrsta gatan f ferðinni. UNGU HJÁLPAR- MENNIRNIR Afgreiðslumaðurinn afhendir Ágústi litla blöðin til útburðar. Ein frúin við Lokastíginn tekur á móti sínu blaði. Árnbjörn í Setbergi fær Vísi um kaffileytið. . -'.iaiavjMaaafflas

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.