Vísir - 28.09.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 28.09.1963, Blaðsíða 16
FORSETI ÍSLANDS Á BÓKASÝNINGU Nú i vikunni heimsótti forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson þýzku bókasýninguna, sem er haldin í Góðtemplarahúsinu og var þessi mynd tekin, er hann var að skoða bækur á henni. Með honum á myndinn; sést m. a. Hans R. Hirschfeld sendiherra Þýzkalands. Bókasýningunni lýkur á sunnu- dagskvöld. Hefur hún verið vel sótt, enda er hún stór og fjöl- breytt. Hún er opin kl. 2—10 og á sunnudaginn verður hún einnig 'opin fyrir hádegi kl. 10 — 12. Áðgangur að henni er ó- keypis. * Sýning Haye- Hansen Þýzki listmálarinn dr. Walter Haye-Hansen sýnir um þessar mundir nokkrar myndir sínar i glugga Morgunblaðsins. Lista- maðurinn varð nýlega sextugur og hefir ferðast,víða á íslandi og málað. Laugardagur 28. sept. 1963. Sfálfstæðis- húsið brótt opnað Sigmar Pétursson veitinga maður mun á næstunni ann- ast veitingarekstur í Sjálf- stæðishúsinu og verður hús- ið opnað laugardaginn 5. okt. næstkomandi. Húsið mun verða opið á laugardögum fyrir almenn- ing, en önnur kvöld vikunnar mun það Ieigt fyrir sam- kvæmi og dansleiki. Hljóm- sveit Þorsteins Eiríkssonar mun leika í húsinu og íslenzk ir listamenn skemmta. Sigmar Pétursson er einn af veitingamönnum borgarinn ar og hefur annazt rekstur Breiðfirðingabúðar s. 1. fimm ár. FÆREYJA FLUGI LOKIÐ Flugfélag Islands hefur lokið flugferðum sínum til Færeyja í bili. Reglulegar flugferðir við Færeyjar verða sennilega teknar upp í maí n. k. Flugfélagið hafði haldið uppi Færeyjaflugi frá 23. júlí þar til nú í vikunni. Voru fluttir 700 farþegar á leiðinnj Færeyjar, Kaupmannahöfn Bergen. Mynd þessi er tekin af hinni nýju umferðarmiðstöð í byggingu. Langferðabílamir Ljósm. Vísis: B. G Ný umferðarmiðstöð tekur til sturfu nœstu vor AHar líkur benda til þess að Bifreiðastöð ís- lands, B. S. í., sem nú starfar við Kalkofnsveg, verði lögð niður næsta vor. Við hennar störfum tekur ný umferðarmið- stöð, sem staðsett er í Aldamótagörðunum fyr- ir neðan Hringbraut. — Nýja umferðarmiðstöðin er byggð af ríkinu, en einnig hefur Reykjavík- urborg veitt fé til fram- kvæmdanna. 1 nýju umferðarmiðstöðinni hafa allir þeir sérleyfisbilar af- greiðslu, sem frá borginni fara og til borgarinnar koma. Einnig er ráðgert að afgreiða í sem bandi við vöruflutninga út um landsbyggðina verði þarna stað- sett, en úr þvi getur ekki orðið fyrst um sinn, vegna þess að húsnæði það, sem nú hefur ver- ið byggt fullnægir aðeins þörf- um sérleyfisbifreiða. En umferð- armiðstöðinni hefur verið úthlut að mun stærra landrými held- ur en nýja byggingin stendur á, svo stækkunarmöguleikarnir eru miklir. Ef allt gengur að óskum ætti nýja umferðarmiðstöðin að geta hafið starfsemi sína snemma næsta vor. Nýja umferðarmið- stöðin verður mjög fullkomin og veldur hún miklum breytingum Framh á bls. 6 Eimskipafélagið semur um smíði tveggiu 2650 tonna skipa Eimskipafélag íslands hefur undirritað samning við Alborg Værft um smíði tveggja vöru- flutningaskipa. — Munu skipin verða jafnstór 2650 D.W. tonn og verður hið fyrra afhent f janúar 1965 og hitt i febrúar 1966. Frá þessu skýrði Óttar Möll- er forstjóri Eimskipafélagsins á fundi með fréttamönnum í gær. Sagði hann að Eimskipafélagið hefði leitað tilboða víða um lönd m. a. I Þýzkalandi, Noregi, Svf- þjóð og Danmörku, til að kanna hvar hagstæðast væri að láta smiða skip og hefði verið á- kveðið á fundi félagsins hinn 18. júli að láta smiða skipin hjá Álborg Værft. Skipin verða eins og fyrr er sagt 2650 D.W. tonn að stærð, eða lítið eitt stærri en m.s. „Fjallfoss". Verða skipin smíð- uð sem opin hlifðarþilfarsskip, en með styrkleika til þess að sigla lokuð. Aðalvél verður 3000 hestöfl og ganghraði 13.9 sjó- mílur. Við smíði þessara skipa verð- ur I engu vikið frá þeirri venju, sem Eimskipafélagið hefur fylgt við smíði skipa sinna, að hafa þau sem vönduðust að útbúnaði sem smíðaði tvö af nýjustu skip um félagsins, m.s. „Selfoss“ o^ m.s. „Brúarfoss" og hafa þau viðskipti reynzt hin ánægjuleg- ustu, smfði skipanna vönduð og frágangur allur hinn bezti. Þegar hin nýju skip koma til landsins verður tekin ákvörðun um hvort tvö af elztu skipum Útlitsteikning skipanna, sem Eimskipafélagið lætur smíða í Álaborg. og frágangi og að styrkleika samkvæmt ströngustu smíðaregl um Lloyds og auk þess styrk til siglinga í ís. Viggó E. Maack skipaverk- fræðingur hefur samið smíða- lýsingar, sem lagðar voru til grundvallar útboðslýsingu. Eimskipafélagið hefur áður átt viðskipti við Álborg Værft, félagsins verða seld eða hvort skipastóll félagsins verður auk- inn um þessi tvö skip. Eimskipa félagið á nú 12 skip og eru tvö þeirra, „Bakkafoss" og „Mána- foss“ frá síðasta, ári. Hafa þau reynzt mjög vel og annað þjón- ustu, sem áður var ekki hægt að anna, t. d. hefur „Mánafoss" annazt vöruflutninga á strönd landsins. VÍSIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.