Vísir - 30.09.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 30.09.1963, Blaðsíða 2
2 VÍSIR . Mánudagur 30. september 1968 iM«MniwHwa»g«iwaaEgMWtB™ ^ Keflcivík tók forystuna af KR á 2 míniítum... en sigurmarkið kom þegar aðeins 5 mínútur voru eftir „Hvar er rauða ljón- ið?“ spurðu æstir aðdá- endur Keflyíkinga í leik Keflavíkur og KR á Mela vellinum í gær, en sá leik ur var einhver ruddaleg asti og ljótasti leikur, sem sézt hefur í sumar, og einkum af hálfu Kefl- víkinga. I þrem af hverj- um f jórum skiptum flaut aði dómarinn, Magnús V. Pétursson, á brot, sem Keflvíkingur hafði framið. Af rauða ljóninu er það að segja, að það sat á sínum stað í búningsherbergi KR- inga og enda þótt það sæi ekki leikinn gegnum steint glerið á búningsherberginu, brosti það laumulega, því það vissi sem var, að sitt lið myndi koma með sigur úr þessum grimmilegu átökum. Leikurinn var nokkuð jafn framan af, en KR skoraði fyrsta mark leiksins og reyndar tvö þau fyrstu, en hið seinna var dæmt af vegna rangstöðu. Á 3. mín. komst Gunnar Felixson upp að endamörkum hægra megin við markið og gaf fyrir til Ellerts, en áður rann boltinn framhjá tveim varnarmönn- um Keflavíkur og Ellert af- greiddi boltann örugglega í netið af örstuttu færi. Æðislegur kafli leiksins fylgir þessu marki. Leikmenn og áhorf endur umturnuðust og allt það f manninum, sem minnir á villi- dýr, kom nú berlega í ljós. Sök- in liggur aðallega hjá Keflvík- ingum, og e. t. v. dómara, sem hefði átt að gera meira af að áminna menn og jafnvel að reka út af leikvangi. Mark KR á 8. mínútu var dæmt af vegna rangstöðu en á rúmri mfnútu voru Keflvíkingar búnir að ná undirtökunum með tveim mörk- um. •k Fyrra markið eftir auka- spyrnu v. megin. Einar Magnús- ^on gaf boltann að markinu og hinn frái Jón Jóhannsson varð Heimi yfirsterkari í baráttunni um boltann og potaði inn. ★ Seinna markið var sömu- leiðis úr aukaspyrnu á svipuð- um slóðum, þó innar á veliinum og við vítateigslínuna. Sigurð- ur Albertsson v. framvörður framkvæmdi spyrnuna, sem sigldi rólega beinustu leið f netið. Heimir hefði átt að verja en stóð sem frosinn í markinu. Látunum, sem fylgdu þessu marki, verður ekki með orðum lýst. Þetta var sannkölluð Bik- arstemning á vellinum, baráttan og orðbragð áhorfenda þó mun svæsnara en venjulegt og hollt þykir. Keflvikingar sóttu tals- vert meira það sem eftir var af hálfleik. Snemma í seinni hálfieik áttu Keflvíkingar góða hríð að marki KR, en þá tókst Jóni Ólafi út- herja að skjóta fallegum og föst um bolta, sem stefndi upp í markhorn KR, En , allt í einu sást Heimir markvörður °fljúg- • andi upp í markhorní.ð/og-Jað ó- trúlega gerðist, hann hafði varið snilldarlega þetta hörkuskot, sem virtist þó svo sannarlega ætla að færa Keflavík 3 — 1, sem eflaust hefði orðið til þess að tryggja þeim sigur, en þarna bjargaði Heimir að mínu áliti KR-liðinu um sigur. Eftir þetta og það sem eftir var af leiknum, var KR-liðið meira í sókn og átti allt sem heitir knattspyma. — Harkan magnaðist oft og var oft eins og leikmenn hefðu einhvern sadistasvip, þegar þeir renndu blint á hvorn annan með haus- inn undir sér. + Á 11. mín. jafnar Sigurþór en enn er mark dæmt af KR, nú vegna þess að Sigurþór kom við boltann með hendi. Hins vegar var ekki nokkur vafi með mark Ellerts á 17. mínútu. - Heppnin var þarna með KR, því boltinn hrökk óvænt til Ellerts í ágætu færi innan vítateigs og táarskot hans var örugglega í netinu, 2 — 2. Framh. á bls. 3. s?>--------------------------------- Ellert Schram, KR, á hér í höggi við markvörð Keflavíkur og Sigurvin bakvörð Þórður Þ. og Akrancs upp í Akranes vann 6:1 á beitfri framlinn Eitthvert aumasta knatt spyrnulið, sem menn muna var liðið sem Valur sendi gegn Akurnesingum í gær í bikarkeppninni. Vals- menn voru undantekning- arlítið mjög slappir og það var ekki að sjá mikla æf- ingu á a. m. k. hehningi Iiðsins. Sex sinnum skor- uðu Skagamenn hjá tíals- mönnum, en fengu aðeins eitt í staðinn. Akranesliðið var frá upphafi á- kveðið sem einn maður. Framan af virtist leikurinn verða jöfn logn- molla, en eftir 15 mín. leik fóru Skagamenn að hugsa til hreyfings. Stangarskot Ingvars var það fyrsta, Æðisharka og stemning í leik KR og KEFLA VÍKUR Ógeðfelld öskur settu leiðin- legan blæ á annars góða stemn- ingu á áhorfendabekkjunum á Melavelli í gær, þegar KR og Keflavík léku. Gengu sunrir menn það Iangt að telja verður það kröfu að slíkir menn séu reknir út af vellinum. Maður einn var afar heitur á móti KR-liðinu og hrópaði: „Haltu kjafti, Egill“. „Ef þú vilt lifa, Magni, þá skaltu dæma eins og maður“ o. s. frv. Maður þessi saup drjúgum á smygl- uðum King Lear whisky-pela, sem hann bar innan klæða. Eft- ir því sem grynnra varð á botn- inum urðu öskrin persónulegri og svívirðiiegri og verða ekki höfð eftir, en undir iokin söng maðurinn við raust „Suðurnésja menn“, en þá var ekki nema smáleki eftir í pytlunni og snemningin í kringum mannlnn eis og í réttuum. Það er skemmtilegt, þegar stemning er í knattspyrnunni og svo var í þetta skipti, en fram- koma eins og þarna var við- höfð, getur ekki gengið. Starfs- menn vallarins heyrðu öskur mannsins eins og aðrir og það er krafa vallargesta að slíkt endurtaki sig ekki aftur, menn með persónuíegan skæting á ieikmenn eiga ekki að stunda völlinn. Eitt af sex mörkum Skagamanna siglir hér laglega framhjá Björgvin markverði. í netið. Það var Þórður Þórðarson sem skallaði þama

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.