Vísir - 30.09.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 30.09.1963, Blaðsíða 8
8 VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði. 1 lausasólu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 tínur). Prentsmiðja Visis. — Edda h.f. Heimboöi hafnaö Pað var skynsamleg og sjálfsögð ákvörðun af hálfu utanríkisráðherra Norðurlanda að hafna boði stjómar Suður-Afríku um heimsókn þangað. Stjórn Suður-Afríku á við mikil kynþáttavandamál að etja, erfiðari en menn, sem búa í norðlægum lönd- um, gera sér í fljótu bragði ljóst. En stjóm landsins hefir beitt þeim aðferðum við lausn vandans, sem vald- ið hafa fordæmingu allra þeirra þjóða, sem byggja stefnu sína á lýðræði og mannréttindum. Komið hefir verið upp miskunnarlausu lögregluríki í landinu, stjóm arskránni breytt, svo unnt sé að handtaka menn án þess að leiða þá strax fyrir dómara og þúsundir manna, hvítir sem svartir, hafa setið lengi í fangelsum án þess að vera dæmdir. Norðurlöndin eiga ekki erindi við slíka ríkisstjórn annað en það að gagnrýna harðlega slíkan fasisma. Suður-Afríka hangir nú á horriminni í Sameinuðu þjóð- unum. Ástæðan er sú, að mikill meirihluti samtakanna íeggst gegn lögreglustjórn dr. Verwoerds. Vera má að álit heimsins dugi til þess að stjóm landsins breyti um stefnu, en til þess þarf það að koma ótvírætt í ljós. Neyðarsenditækin komin Loks hefir íslenzka skipaskoðunin treyst sér til þess að mæla með ákveðnum gerðum neyðarsendistöðva í gúmmíbáta. Skoðunin hefir mörg slík tæki prófað undanfarin þrjú ár, sem liðin eru frá Lundúnaráðstefnunni, en fyrr ekki fundið nein sem fullnægðu ýtmstu kröfum. Það er því mikill áfangi, að handhæg tæki tvö skuli nú komin á markaðinn. Enn er ekki lagaskylda að hafa tækin í gúmmíbát- unum. Útgerðarmenn eiga því val um það, hvort þeir kaupa tækin eða ekki. En á miklu ríður að ekki sé horft í þann litla kostnað. Reynslan sýnir að slík tæki geta bjargað mannslífum, því æði erfitt er að finna lítinn gúmmíbát í ölduróti og ofviðri, ef hann getur ekki haft samband við leitarskip og flugvélar. Skipaskoðunarstjóm, Hjálmar Bárðarson, átti drýgst an þáttinn í því að sett voru ákveðin fyrirmæli um gerð slíkra sendistöðva á siglingamálaráðstefnunni í Lundúnum 1960 og mælt með því að þau væru höfð í öllum gúmmíbátum. Þá voru slík tæki ekki til, en á- lyktunin hefir mjög ýtt undir það að framleiðendur smíðuðu slík tæki og settu þau á markinn. Hefir starf skipaskoðunarstjóra því borið góðan ávöxt. V í SIR . Mánudagur 30. september 19S3 Irskt undrabarn „Mamma, mig vantar Iampa við rúmið mitt, svo að ég geti lesið dálitla stund á kvöldin, áður en ég fer að sofa“, sagði Mary litla Gilchrist, fjögurra ára gömul írsk telpa í Chapel- town á Norður-írlandi. „En þú kannt ekki að lesa, bam“, svaraði móðir hennar og brosti við litlu stúlkunni með ljósa hrokkinkollinn. „Hvað heldurðu, að þú hafir við lampa að gera?“ „Víst kann ég að lesa“, sagði Mary litla með ákefð. „Ég byrj- aði á frönsku bókunum, svo las ég allar ensku bækurnar, sem ég fann, og seinast þær írsku“. Allt komst í uppnám á heim- ilinu, spumingunum rigndi yfir Mary, sem skildi ekki, af hverju fólkið lét svona, og loks var hún prófuð rækilega. Það kom í ljós, að hún hafði sagt sannleikann: hún las upphátt ör enskum, frönskum og írsk- um bókum og þýddi meira að segja reiprennandi úr einu tungumálinu á annað, eins og ekkert væri. Fjölskyldan var þrumulostin af furðu, sem nálgaðist ótta. Mary hafði aldrei lært að lesa, þetta var allt að því óhugnan- legt. Mary varð sjálf skelkuð, þegar hún sá, hvernig hinum varð við, og fór að skæla. Eitthvað hlaut að vera athuga- vert við að lesa fyrir fullorðna fólkið, úr því að það lét svona. En móðir hennar, frú Bridget Gilchrist, sem áður hafði verið barnakennari, tók litlu telpuna í fangið, bar hana upp í svefn- herbergið og talaði róandi við hana. „Segðu mér nú, Mary, hvern- ig lærðirðu að Iesa?“ spurði hún blíðlega. „Það var enginn vandi, mamma mín“, útskýrði Mary þolinmóð. „Einn daginn fór ég bara að fletta myndabók, og eftir svolitla stund sá ég, að þessi skrítnu tákn fyrir neðan myndirnar hlutu að vera til einhvers, og smám saman vissi ég, hvað orðin þýddu — þau lýstu því, sem var á myndun- um: hundum. köttum og húsum o.s.frv. Þetta var ekki enska eða írska, en seinna sá ég, að það var franska". Frú Gilchrist leit á bókina, sem Mary var að tala um, og það reyndist vera kennslubók I frönsku, sem notuð var við enska skóla. Á fáeinum mánuð- um hafði litlu dóttur hennar tekizt að læra hjálparlaust að Iesa — ekki eitt, heldur þrjú tungumál. Barnið hlaut að vera gætt snilligáfu. Fréttin var ekki lengi að berast út um Chapeltown, og áður en varði, fylltist allt af forvitnu fólki, sem spurði í þaula um undrabamið og heimtaði að fá að heyra Mary litlu lesa upphátt. Gerry Gil- christ, faðir telpunnar, varð að fá lögregluvemd um húsið, til þess að hægt væri að fá frið. „Auðvitað erum við stolt af því að hafa undrabam í fjöl- skyldunni", sagði hann, „en ég vil ekki, að fólk líti á Marj' ei'ns og einhvers konar við- undur“. Sjálf gerir Mary litla sér ekki grein fyrir, að hún sé á nokkurn hátt óvenjuleg eða jafnöldrum sfnum fremri. Hún fékk ósk sína uppfyllta: falleg- an lampa við rúmið sitt, svo að hún getur sökkt sér niður í frskar, enskar og franskar bækur á hverju kvöldi, áður en hún fer að sofa. Það er henni nóg; hún er hæstánægð. Eini skugginn á gleði hennar eru ströng fyrirmæli foreldranna, að hún slökkvi ljósið ekki seinna en kl. 10, hvað spenn- andi sem bókin er. Þráir nýjan, andlegan gust á vegum FRÚ ANTHONY QUINN, kona hins kunna kvikmyndaleikara Anthony Quinn, og dóttir Cecil B. de Mille, vék að því nýlega, hversu hún þráði nýjan andleg- an gust innblásturs á vegum leiklistarinnar. Húr var að ávarpa mikinn mannfjölda í Westminster leikhúsinu, er hún var að hverfa heim aftur til Ameríku, og mælti þá á þessa leið: „Bókmenntir, list og stjórnar- hættir þessa lands, voru vekj- andi og ..-agnandi kraftur í lífi þjóðar minnar, og frá þessu fengu innblástur allar hugsjónir minar varðandi framtiðina. En það, sem ég nú sé boðið f leik- húsum og kvikmyndum hér, leiklistar hefur gert mig hugsjúka. Við framleiðslu efnis handa þjóð- leikhúsinu hafið þið ráðgjafa, sem upphátt hefur lýst því yfir, „að hann muni andmœla og reyna að eyðileggja hverja þá leiksýningu, sem leitast við að lyfta manninum upp yfir þetta almenna: komu hans í heiminn, húsnæðisþörf hans, fæði, ásta- líf og dauða.“ Þetta finnst mér vera það, að stranda á botnskeri alls þess sem leiklíf og list varðar. Mér er kunnugt um aðeins einn stað, þar sem snúizt er gegn þessu — það er West- minsterleikhúsið og þau leikrit, sem þaðan fara út um heim. Þau mannbæta stjórnarráð, betra og göfga einstaklinginn, breyta til hins betra lífi manna og breyta viðburðarás sögunnar. Þau iækja nú upp nýja forustu í við- skiptum, iðnaði og verkalýðs- málum í hverju landi á fætur öðru.“ Frúin sagði, að hinir „reiðu ungu menn“ væru nú vissulega orðnir minna reiðir. Þeir hefðu týnt sér f óþverra og afturför, en leikrit siðferðisviðreisnarinn- ar — MRA — væru að leiða menn áfram að hinni réttu lausn vandans: „hinu hæsta marki sem mannkyni verður sett. Ég hverf nú heim til Ameríku, til þess að eiga þátt i því að greiða veg yfir þvera og endi- langa álfuna þeim leikritum, sem ég veit að munu auðvelda lausn vandamála þjóðarinnar." P. S. þýddi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.