Vísir - 30.09.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 30.09.1963, Blaðsíða 7
V í SIR . Mánudagur 30. september 1963 7 Balletskólinn Laugaveg 31 10 vikna námskeið hefst mánudaginn 7. okt. — Barnáflokkar fyrir og eftir hádegi. Dag- og kvöldtímar fyr- ir konur. (Byrjendur og framh.) Uppl. og innritun dag- lega í símum 37359 og 16103 kl. 2-5 e. h. Leikkonsi — Framhald af bls. 9. „Gleymirðu sjálfri þér alger- lega á meðan?“ „Það er eins með innlifun og margt annað, að hún má aldrei ganga of langt; maður má ekki sleppa sér lausum, heldur er nauðsynlegt að hafa alltaf visst taumhald á tilfinningunum. í leiklistinni er þýðingarmikið að ná réttum áhrifum og umfram allt að ná til áhorfendanna. Það er ekki nóg að finna sjálfur til geðshræringa, heldur verða á- horfendurnir að skilja, hvað fyrir manni vakir, og skynja þær tilfinningar, sem maður er að reyna að túlka ... þeir eru hluti af leiksýningunni engu síður en leikararnir". LEIKKONA AF INNRI ÞÖRF „Hvers vegna lagðirðu fyrir þig leiklist?" .V.V •l Tillaga Einstök undanfarin ár hafa af alþjóðlegum samtökum verið helguð rannsóknum á tilgreind um sviðum, eitt ár eða fleiri, hverju sviði. Þannig hefur verið talað um eðlikfræðiárið, veður- fræðiárið o.s.frv. Árin hafa sér- staklega verið tileinkuð rann- sóknum, sem fram að þessu hafði skort. Hér á íslandi skortir á hvers kyns rannsóknarstarfsemi. Það er vart til það svið sem ekki þarfnast rannsóknar og endur- skipulagningar á. Hér er mikið verk að vinna. Mér var að detta f hug hvort við gætum ekki helgað hverju ári sérstakt rannsóknarsvið, lagt okkur alla fram í því efni þetta tiltekna ár, kostað meiru til og haft fleiri að störfum, en venjul. Yfirleitt yrðj það hið op inbera sem stæði straum af framkvæmdum, slíkt væri óhjá- kvæmilegt. En hugsanlegt er einnig að einstaklingar eða fyr- irtæki gætu lagt þar að mörk- um og fengið að njóta þess á einhvern hátt. Með því að leggja þannig megináherzlu á tiltekið svið, er hugsanlegt að fjármagnið, sem til rannsóknarstarfsemi rennur, nýtist betur og við fáum betri og skjótari yfirsýn yfir málin. Skortur á upplýsingum Óneitanlega skortir ekki að- eins á ýmsar vísindalegar rann- sóknir. Það vantar upplýsingar um allskyns málefni, ekki sfzt statistiska yfir margt sem varð ar þjóðarhag. Ástæðan er sú að litlu hefur verið kostað til slíkrar upplýs- ingasöfnunar. Okkur er enn ekki ljóst gildj slíkrar upplýs- ingasöfnunar. Á meðan höfum við engar eða litlar upplýsingar f allmörgum tilfellum, og f öðr- um tilfellum koma þær mjög seint. Margt hlýtur að lúta handa- hófskenndu mati, meðan söfn- un á statistik er ekki lengra komin en raun ber vitni. Ögmundur. '.V •W „Æ, hvernig á ég að lýsa því? Kannske hef ég aldrei vit- að það sjálf. Það hlýtur að vera af einhverri innri þörf, sem fó!k fer út í leiklist, því að starfið er þannig lagað, að eng- inn gæti unnið það, nema hann hefði mikla gleði af þvf og væri fullur af áhuga. Það er ríkt og fullt af tilbreytingu, maður Iærir alltaf nýtt og nýtt, en það er ekki auðvelt. Mig hefur alltaf langað til að leika, mér finnst ég ekki geta án þess verið, og ég yrði ábyggilega ekki hamingjusöm, ef ég neydd- ist til að hætta. Sumir segja, að listamenn hafi þörf fyrir sjálfstjáningu, en ég held, að þörfip sé fyrst og fremst sú að fá aðra til að njóta með sér þess, sem manni er sjálfum kært. Án áhorfendanna er leik- arinn aðeins hálfur maður — það eru tengslin við þá, sem gefa lífi hans fyllingu". — SSB. i A F P 0> SKÓLATÖSKUR, SKJALATÖSKUR, - hvergi á landinu annað eins úrval! Þér getið valið úr 50 tegundum! Vegna mjög hagkvæmra innkaupa beint frá verk- smiðjum erlendis, er verðið sérstaklega lágt. PENNAVESKI úr leðri og úr plasti, sérstaklega falleg og ódýr, margar tegundir og margir litir. PLAST utan um bækur. Margir litir, í litlum rúllum. Plastið er sérstaklega gott til að verja bækurnar hnjaski og skemmdum. BÓKAMIÐAR, margar stærðir. LAUSBLAÐABÆKUR, margar stærðir. Margar gerðir af PLASTMÖPPUM. TEIKNIBLOKKIR, 3 stærðir. Teiknipappír í rúllum. STÍLABÆKUR og GLÓSUBÆKUR fyrir nemendur í öllum skólum. SKÓLALITIR „CRAYOLA“, VATNSLITASKRÍN margar gerðir, SKÓLAKRÍT ryklaus. TEIKNIÁHÖLD í miklu úrvali. TEIKNIBLÝANTR og TEIKNIBLÝ, allar hörkur. SJÁLFBLEKUNGAR og KÚLUPENNAR í feikna úrvali, verð við allra hæfi. BLÝANTSYDDARAR í mjög miklu úrvali. BRÉFAKÖRFUR, úr 40 tegundum er að velja. VERZLm ÞM SEM ÚRVALEÐ ER MEST M BEZT Pappírs- og ritfangaverzlun, Hafnarstræti 18 — Laugavegi 84.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.