Vísir - 30.09.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 30.09.1963, Blaðsíða 5
V1SIR . Mánudagur 30. september 1963 5 Kennsla hefst mánudaginn 7. október. ★ í Ballet fyrir byrjendur og framhalds- nemendur. Dömuflokkar í plastik. ★ Innritun í sím a3-21-53 kl. 2—6 daglega. ESALI 11 rsKi n|l SIGRÍÐAR ULI Armann SKÚLAGÖlfl 34 4*. HÆÐ námsdeild hefur heldur minnk- að. Ferðafélagið — Framh. af bls. 16. þvf fór hann vaxandi og voru skaflar í öllum giljadrögum svo víða varð að aka utan vegar. Nokkuð tafði það og ferðina að jeppi, sem slóst í samfylgd með Ferðafélagsbílnum, sat sums staðar fastur eða átti í öðrum erfiðleikum, þannig að hann þurfti á aðstoð að halda. Á 4. tímanum um nóttina var þó kom izt inn í sæluhús Ferðafélags- ins í Hvítámesi og gist þar það sem eftir var nætur. Daginn ^eftir var lagt af stað norður á Hveravelli kl. 2 e. h. Snjór var þá yfir allt nema hvað einstöku steinar stóðu hér og h"ar upp úr. Þegar komið var að mótunum, þar sem leiðimar í Kerlingarfjöll og Hveravelli skilj ast, óku leiðangursfarar fram á bifreið, sem eftirleitarmenn úr Biskupstungum höfðu orðið að yfirgefa sökum ófærðar. Gísli Eiríksson hélt þó ótrauður ferð sinni áfram enn um stund, en færðin versnaði stöðugt og þeg- ar í Svartárdrög kom var komið sólsetur og myrkur fór í hönd. Var þá sýnt að ekki þýddi að halda lengra áfram, þvf enda þótt líklegt megi telja, að bíll- inn hefði komizt um síðir á leiðarenda hefði það tekið þann óratíma, að frágangssök var. — Bílnum var því snúið við og komið um kl. 10 um kvöldið niður í Hvftárnes aftur. Þar var gist, en í gær var komið við í sæluhúsi Ferðafélagsins við Hagavatn. Þar var snjólaust með öllu. Leiðangursfarar höfðu sam- band í gegnum talstöð við Guð- mund Jónasson bifreiðarstjóra, sem var að koma innan frá Tungnárbotnum, og varð hann að moka sig áfram yfir Frosta- staðaháls sökum ófærðar. Hundar — Framh. af bls. 16. menn komu með hund hingað til landsins, sem sýkti út frá sér þannig að fjöldi hunda drapst úr hundafári. Það olli miklu tjóni, en það er iíka í sfðasta skiptið sem við höfum átt við hundafár að stríða hér á landi. Páll sagði að lokum, að það væri þýðingarlaust fyrir fólk að reyna að flytja hunda til lands- ins, þeim yrði ekki veitt land- vist og yrðu tafarlaust drepnir. Þær ráðstafanir stöfuðu ekki af neinni meinlægni af hálfu dýra- lækna eða heilbrigðisyfirvalda, heldur væri hér um landslög að ræða, sem væru í þessum efnum mjög ákveðin og ströng. Væri og fyllsta ástæða til, því að ís- lenzki hundastofninn væri ó- venju viðkvæmur fyrir sjúkdóm um. Þá skal enn fremur á það bent, að hundahald í Reykja- vík er með öllu óheimilt. Fjárdróttur — Framh. af bls. 1. Vísir hefur fregnað eftir öðrum heimildum, að upphæðin nálg- ist eina milljón króna. Fjárdrátturinn hefur einungis skeð hjá gjaldkeranum. Sem kunnugt er selur Fríhöfnin flug farþegum áfengi, ilmvötn o.fl. fyrir erlendan gjaldeyri. Er þar einungis um að ræða stað- greiðslu. En greiðslan fer fram í erlendum gjaideyri, sem gjald- keranum er afhentur og var það hans starf að koma honum f banka og fá honum skipt f ís- lenzka mynt. Á því tímabili virð ist féð hafa verið dregið undan I leitum — Framh. af bls. 16. alla leið niður í Stafnsrétt f Svartárdal, en þar á að rétta. Hægara verður að reka stóðið til byggða. 1 venjulegu ári skipt ir það sauðfé þúsundum, sem gengur á Eyvindarstaðaheiði, en búizt er við að það sé nú í færra lagi eftir kalt sumar. Þeg- ar gangnamenn urðu að forða sér undan illviðrunum til byggða höfðu þeir aðeins smal- að innsta hluta heiðarinnar, nið- ur að Ströngukvísl, en á því svæði gengur fæst fé. Féð, sem þeir urðu að skilja við, skipti þó hundruðum. Eftir var að smala aðalheiðina, sem er mjög stórt svæði. Hefst sú smölun á morgun sem fyrr segir, og verða hagnýtt haldbeztu tæki nú- tfmans til fjallaferða. Búizt er við að þessi sögulega smölun á Eyvindarstaðaheiði taki 3—4 daga. ÓFÆRÐ OG ERFIÐLEIKAR í BYGGÐ Hvergi mun hafa snjóað eins mikið á landinu og í Austur- Húnavatnssýslu og Skagafirði undanfarna viku. Þar er víða haglaust, sem fyrr segir, mjólk- urflutningar og sláturfjárflutn- ingar hafa gengið seint og illa vegna samgönguerfiðleika, en vfða varð að moka snjó af leið- um innansveitar, og er því verki alls ekki lokið ennþá. T. d. hef- ir ekki verið mokað snjó af veg- inum í innri hluta Svartárdals f Húnavatnssýslu. Húnavatn er orðið allagt, en töluverð frost hafa verið fyrir norðan að und- anfömu. Skólarnir — Framh. af bls. 16. til að í skólum þessum verði starfræktur 2. bekkur næsta vetur. AÐSÓKN MINNI AÐ LANDSPRÓFSDEILD. Heldur hefur dregið úr að- sókn að landsprófsdeildum í gagnfræðaskólunum, sennilega vegna tilkomu verzlunardeild- anna, sem komnar eru við nokkra gagnfræðaskóla. Deildir þessar undirbúa nemendur und- ir hagnýt verzlunarstörf og hafa átt miklum vinsældum að fagna, einkum meðal stúlkna. Einnig má gera ráð fyrir að þær séu orsök þess að aðsókn að hinum deildum gagnfræðastigs- ins, verknámi og almennri bók- Verzlunardeild var fyrst starf rækt f Hagaskóla fyrir nokkrum árum og var þá áðeins ein bekkjardeild en nú eru þær orðnar 6 f Reykjavík. Til sam- anburðar má geta þess að í 3. bekk í Reykjavík eru í allt 41 bekkjardeild og skiptast þær þannig að 10 eru almennar bók námsdeildir, 14 landsprófsdeild- ir, 11 verknámsdeildir og 6 verzlunardeildir. Vfsir hafði fregnað að erfið- Iega hefði gengið að fá skóla vist fyrir börn f gagnfræðaskól um borgarinnar og er hann hafði samband við Ragnar Georgsson á Fræðslumálaskrif- stofunni til að fá upplýsingar um framangreind atriði, spurðist hánn fyrir hjá honum hvað'til væri f þessu máli. Sagði Ragnar að stefnt væri að því að hafa skólana sem bezt setna og væri því á sumrin raðað niður í bekki og reynt að fylla þá. Þegar á haustið liði kæmi alltaf í ljós að nemendur hefðu haft bústaða skipti og flutt milli hverfa og vildu þá að sjálfsögðu komast í þann skóla er næstur væri. Oft vær} þá bekkur sá er viðkom- andi nemandi ætti að fara í, orð inn fullsetinn og yrði þvf að vísa honum á skóla í næsta hverfi, þar sem enn -væri ef til vill laust pláss. Stundum gæti staðið svo á að 1 og 3 bekkur væru fullsetnir en pláss væru í 2. og 4. Yrði fólk að gera sér grein fyrir að ekki væri hægt að bfða með opið pláss í skólun- um fram á haust og eiga svo ef til vill á hættu að það nýttist ekki, nú á þessum tfmum hús- næðisvandræða í skólum. Sýningu iýkur Málverkasýningu Þorláks R. Hald orsen í Ásmundarsal lýkur f kvöld. Verður sýningin opin til kl. 11. Alls hafa 10 myndir selzt á sýn- ingunni en þar eru eingöngu olíu- málverk til sýnis. Teiknaðl Um- ferðarstöðina I frásögn um Umferðarmiðstöð- ina við Hringbraut í Iaugardags- blaðinu misritaðist nafn húsameist- arans, sem teiknaði bygginguna. Er það Gunnar Hansson arkitekt, sem teiknaði hana. Lítill toguruufli Átta togarar seldu fsfiskafla f sl. viku, 6 í V-Þýzkalandi og 2 á Bret- landi og nam aflinn sem seldur var aðeins 856 tonnum samtals, og sýnir það hve aflinn hefir yfirleitt verið lélegur. Togaramir eru nú allir á heimamiðum. Þýzkir togar- ar ,sem eru mikið á Grænlands- miðum á þessum tfma, hafa aflao lftið. Þessir togarar seldu í V- Þýzkalandi: Hallveig Fróðadóttir 94 tonn fyr ir 85.912 mörk. Geir, 102 tonn fyr ir 97.077 mörk. Fylkir 150 tonn fyrir 130.322 mörk. Víkingur 125 tonn á 120.772 mörk. Surprise 63 tonn fyrir 62.990 mörk. Egill Skallagrímsson 122 tonn fyrir 95. 393 mörk. í Bretlandi seldu: Ííranús 92 tonn frir 5704 stp. Marz 108 tónn fyrir 10.083 stp. -- Að minnsta kosti 5 togarar selja í þessari viku — allir í V-Þýzkalandi. Bruni — Framh. af bls. 1. alla fjölskylduna. Er frétta- menn Vísis komu að brunarúst unum í morgun var Helga að fara í bæinn til að útvega föt á sig og börnin, ásamt tveimur starfsmönnum frá Reykjavíkur borg. Yngsta barnið sem þau hjón- in eiga er 4 ára gömul stúlka, en það næst yngst 6 ára. Það elzta er 19 ára. Fréttamenn blaðsins gengu um brunarústirnar í morgun, á- samt þeim Pétri og Birki, sem er 16 ára. Allt var brunnið er brunnið gat og óhætt er að segja að vart hafi fundizt ósviðin spýta. Húsbóndinn átti töluvert bókasafn sem allt brann. Innbú var lágt vátryggt. „Það sem okkur þótti einna verst að misst var hann Skrám ur, hundurinn okkar, sem brann inni. Það var sama hvað við reyndum mikið að hafa upp á honum, allt kom fyrir ekki“, sögðu drengirnir . MÚRARAR óskast til að pússa einbýlishús að innan og utan í Garðahreppi. Tilb. sendist Vísi merkt: Garða- hreppur. MEÐEIGANDI Óska eftir meðeiganda í iðnfyrirtæki. Hlutað- eigandi þyrfti að geta lagt fram einhverja pen- inga og tekið að sér framkvæmdastjórn fyrir- tækisins. Tilboð sendist Vísi fyrir 4. okt. 1963 merkt „Meðeigandi“. Stúdentar M.A. 1950 Áríðandi fundur verður haldinn að Café Höll á morgun, þriðjudag, kl. 6 e. h. Nefndin. Borgfirðingafélagið — Bridge-deild Spilakvöld félagsins verða í Breiðfirðingabúð á mánudögum og hefjast mánudaginn 30. september kl. 8. Stjómin. VERKAMENN Vantar nokkra verkamenn í byggingarvinnu. Löng vinna á sama stað. Hátt kaup. Uppl. í síma 34102 eftir kl. 8 í kvöld. BJÖRN SIGURÐSSON. Sólheimum 23, 7. hæð. ! i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.