Vísir - 30.09.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 30.09.1963, Blaðsíða 15
Ý'fSI § ■ M£nu<?.2gur'30."sépfember 1963 15- mmmmmmmss srJ IéSsSí . '. í .'.^'-.n'..........'. ... . Sf^^P'í Þegar Lindley kom á skrif- stofu sína hringdi hann á einka- ritara sinn: — Ungfrú Jones, fénguð þér upplýsingar um ferða áætlun frú Purvis? — Já, herra Treadgold Fyrst átti að fara til Parísar, þaðan til Nice, Rómar og Brindisi og þaðan á ferju tli Korfu í Grikk- landi og svo til Aþenu, . — Gaf frú Purvis upp nöfn á hótelunum, sem hún ætlaði að gista á? — Nei, hr. Treadgold. Hún vissi heldur ekki alveg hve lengi þau yrðu á hverjum stað. En í Áþenu ætluöu þau að búa á Hótel King George. . , — Þá þýðir víst elcki að reyna að násj hana fyrr en hún kemur til Aþenu, tautaði Lindley. Hann hikaði nokkra stund en sagði síðan: — Ungfrú Jones, fáið yður símskeýtaeyðubiað. Til frú Purvis Hótel King George, Áþenu .... Auðvitað var hægt að finna einfaldar skýringar á ..því, að Phiiip skyldi hafa hætt störfum hjá Pearsón Wellers — en hVáð hafði orðið af þrjátíu þúsund pundunum? Barbara og Philip voru á leið suður Frakkland Þau voru orðin dálítið á eftir áætlun, því að þau höfðu dvalizt lengur í París en þau höfðu ætlað sér. Barbara hafði stungið upp á því og Philip fallizt á það. — Okkur liggur ekki lífið á — finnst þér það, elskan spurði Barbara . Þau voru á hótelinu. Barbara lá í rúminu og horfði á Philip, meðan hann var að klæða sig. Klukkan var 9 að morgni, brúð- kaupsnóttin var að baki, og þeg- ar Barböru varð hugsað til henn- ar hljóp roði fram í kinnarnar. Iiún horfði í laumi á Philip, vel byggðan, sterklegan og sól- brenndan. Snöggvast furðaði hún sig á, hvernig hann hefði getað orðið svona sólbrenndur, því að hún vissi að hann hafði unnið allt sumarið og aldrei tek- ið sér frí. Hún. settist upp í rúminu: — Philip komdu og kysstu mig. — Eins og ég er? Hann var að byrja að raka sig og sneri sér við og leit á hana, eins og honum væri það á móti skapi. — Komdu, sagði ég. — Eins og þú vilt. Hann gekk til hennar og kyssti hana laust Lolffe C® f ‘ !á r-;* £ $38*s m II m ráæÍMm aspp IEPP ^!MI 1374 3 IfsiDARGÖTU 25 —• Þú ættir að geta gert það betur, sagði Barbara stríðnis- lega. -— Ekki á þessum tíma dags. — En hún greip í hann og dró hann aftur niður og augu hennar glömpuðu: Svona, nú skal ég sýna þér . . . — Barbara, sagði Philip í að- finnslutón. — Þá seinna? Þú ætlar þó ekki að segja mér, að þú sért reiður? Hvort sem hann var reiður eða ekki, þá fór hann fram á bað herbergi og tók sér stöðu þannig, að hún gat ekki séð andlit hans í speglinum. En baksvipur hans var stífur og fráhrindandi og Barböru fannst hún hafa hegðað sér hneykslanlega. En þau voru gift og voru í brúðkaupsferðinni. Hún hafði bara verið að gera að gamni sínu . . . Hún stóð upp, leið í skapi og fór að klæða sig Leiðinn hvarf þó úr huga hennar þegar hún leit á dragtina, sem hún hafði keypt hjá Balmain daginn áður. Hún passaði nákvæmlega, bæði sniðið og liturinn, og Barbara fór að raula fyrir munni sér. Þau snæddu dýran hádegis- verð á dásamlegu veitingahúsi og kvöldverð á öðru og keyptu dýrindis gjafir til að gefa hvort öðru. Philip fékk sígrettuöskju og Barbara fékk hálsfesti úr hvítagulli — ekki þá dýrustu, sem þau gátu fengið, heldur þá, sem Philip fannst fara henni bezt. Dagarnir þrír, sem þau voru í París, liðu eins og örskot. Bar- bara naut hverrar senúnau og fékk aldrei tíma til að hugsa sig um. Henni fan íund- þegar þau voru.ein, ,en hún hugg aði sig með þvf að það væri vegna þess að hann hefði enn ekki vanizt því að vera kvæntur. Hún var aftur á móti kona og átti því auðveldara með að laga sig að þeirri hamingju, sem hann þorði enn ekki að trúa að væri til. 2. KAFLI. Þegar þau yfirgáfu París óku þau suður eftir Frakklandi í átt til Rivierunnar. Þau óku ekki eft ir aðalveginum, heldur völdu þau litla hliðarvegi. Philip hafði lagt til að þau höguðu ferðinni þannig og Bar- bara hafði ekkert á móti því — þvert á móti. Flún naút þess að aka eitthvað út í ’bláinn, eftir dölum, sléttum, yfir hæðir og gegnum fjallaskörð. Frakkland var fallegt land, auðugt og til- breytingarríkt — hvers vegna áttu þau að vera að flýta sér? Þau höfðu veginn yfirleitt alveg fyrir sig og það gátu liðið marg- ar klukkustundir milli þess, sem þau mættu bílum Barbara sat í framsætinu við hlið Philips og slappaði fullkom- lega af. Hún hlustaði á tónlist í útvarpinu, dáðist að landslaginu og dottaði við og við. Hún sá enga ástæðu til að fylgjast með því, sem annars var að gerast. Þau voru á litlum vegi, ekki langt frá ánni Drome, sem er þverá Rhonar, þegar það gerðist. Vegurinn lá í bugðum meðfram djúpum giljum. Þau óku um ó- byggt og eyðilegt svæði með há um skuggalegum fjöllum og djúp um dölum. Philip hafði skyndi- lega stöðvað bifreiðina og stigið út, til að líta á afturdekkið — eða hvort það var eitthvað ann- að fékk Barbara aldrei að vita. En skyndilega fór bíllinn að renna. Barbara sneri sér við en gat ekki komið auga á Philip. Hraði bifreiðarinnar jókst. Fyrst áttaði Barbara sig ekki á neinu — það leið góð stund þangað til hún gerði sér grein fyrir, hvað var að gerast: Hún sat í bíl án ökumanns, og hann rann með sívaxandi hraða niður bratta brekku og framundan var beygja og hyldjúpt gil. ræsSBHaannawíBf 16250 VINNINGAR! Fjórði hyer miði vinnur að meðaltali! Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur. I.Eegstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers niánaðar. —j'-:...*i\ iöiJiiuvíbfittif.•; • 4-■.i j^ I Já en ef þessi bók oprtar Ieiðina til frama í þjóðfélaginu, af hverju í ósköpunum lesið þér hana þá ekki sjálfur? mmmmmmimizsiœMmsssæcrr Pússningarsandur Heimkeyrður pússningarsandur og vikursandur, sigtaður eða ósigtaður. við húsdyrnar eða kominn upp á hvaða hæð sem er, eftir óskum kaupenda. SANDSALAN við Eliiðavog s.f. > Sím; 32500. Endurnýjum gömlu sængurnar. Eigum dún- og fiðurheld ver. Dún- og gæsadún- sængur og kodda fyrir liggjandi. Dún- og fiðurhreinsunin Vatnsstíg 3 — Sími 14968 prentsmiöja & gúmmistimplagerö Einholli Z - Slr.ii 20?60 Taunus stadion ’59, ’60. Ford Zodiack ‘57. Volvo stadion ‘55. Skoda stadion ’58. Skoda 440 ‘58. Willys jeep ’55 og ‘52 með. Egilshúsi. Austin Gipsy ‘63 benzinvél nýklæddur. Rússajeppi ‘59 ekinn 60 þ. SendiferSabílar með og án stöðvarleyfa. 6 manna fólksbílar í úrvali. Bifreiðar við hvers manns liæfi. — Ég kýs. þesa-skál: Medu, og 'við skulum sjá til, hvor bkkar deyr. Nei, nei Nikko, segir Medu, þú verður ,að tfika ofap erímuna svo að — ég geti séð þig drekka. Þú hefur lengi valdið mér vand- ræðum Medu, nú drekkum við eitrið, og ég mun lifa. Vertu róieg ur Wildcat', segir Tarzan. Mfedu eitur drepur ekki þó að þa.ð sé drukkið nema þá ef . . : Nema hvað Tarzan? spyr Joe óþolinmóð ur, en Tarzan bendir houm að tala ekki meðan fjandmennirnir eigast við. Miklatorgi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.