Vísir - 02.10.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 02.10.1963, Blaðsíða 2
2 V í S IR . Miðvikudagur 2. október 1963. „Allir fram — allir affur## Pe'e og Garrinca vilja helzt fá frí Handknattleikskerfíð — Nýgasta kerfið i knattspyrnu Það var næstum þjóðar- sorg í Brazilíu, háværar raddir voru uppi um að kalla heim lið heimsmeist- aranna úr Evrópuferð- inni, sem talið var að myndi verða hin mesta sigurferð, en varð ekki, eins og menn muna. Það var þess vegna sem menn voru áhyggjufullir í Brazilíu, I Fortúgal 0:1, 1:5 í Belgíu, 0:1 í Hollandi og smáplástur á sárin voru naumir sigrar yfir Frökkum og Þjóðverjum 3:2 og 2:1. Eftir þá sigra sögðu Brazilíu- menn: „Nú höfum við loks vanizt loftslaginu“. En því miður, það dugði ekki gegn Englendingum og Brazilíumenn urðu að láta sér nægja jafntefli 1:1, og að lokum voru Br.azilíumenn útleiknir í Míl- anó af ítalska landsliðinu með 3:0, sem var alltof lág tala fyrir þá yf- irburði, sem ítalska liðið hafði. Það voru algjörlega niðurbrotnir heimsmeistarar, sem.flugu frá Ev- rópu til heimalands síns. Að vísu var það nokkur afsökun að í síðustu leikjunum hafði liðið ekki haft Garrinca með vegna meiðsla, en samt var árangurinn langt fyrir neðan það sem búast mátti við. Það sem algjörlega setti Brazilíu menn út af laginu var nýtt kerfi, sem öll sigurliðin Iéku og England að auki. Frakkar og Þjóðverjar léku sama kerfi og áður, nema hvað Þjóðverjar „dekkuðu" Pele gróflega. Evrópuliðin höfðu fundið mótleik gegn 4 — 2—4 Brazilíu- manna, — „handboltakerfið“, sem kallað hefur verið. „Handboltakerfið“ er eins og önnur kerfi, það getur gert góðan knattspyrnumann betri og gott lið betra. Kerfið felst í því að verjast með eins mörgum mönnum og mögulegt er og sækja með eins mörgum og hægt er. Einu sinni var sagt og er raunar enn gert: „Sókn- in er bezta vömin“, en þetta gildir ekki lengur í nútíma knattspymu. Nú er aðalatriðið að hindra and- stæðinginn í að skora, — sfðan er að athuga hvort ekki sé hægt að skora hjá mótherjanum. Með marga menn, e. t. v. 8 eða 9, er framlínan ekki vcigamikil, og einmitt þetta Glímuæfíngar Ár- mmns að hefjast Æfingar eru nú að hefjast hjá glfmudeild Giímufélagsins Ármanns og eru ýmis nýmæli á döfinni hjá deildinni. Nýr þjálfari hefur verið ráðinn til deildarinnar. Er það hinn góð- kunni judomaður Sigurður Jóhanns son, sem verið hefur judoþjálfari Ármenninga undanfarin ár. Sigurð- ur æfði fslenzka glímu um árabil hjá Ármanni og var áður í skóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal. Hann er manna bezt menntaður um glímuíþróttir og hefur stundað nám við judoskólann Budokwai í Lon- don. Vænta glímumenn sér góðs af hinni ágætu þekkingu Sigurðar á glímum og reynslu hans sem kennara. Glfmudeild Ármanns tekur nú upp æfingar í tveim flokkum. Flokk ur fullorðinna æfir á fimmtudögum kl. 9— 10.30 s.d. og á laugardögum kl. 7—9 s.d. Sigurður Jóhannsson verður þjálfari þessa flokks. Flokkur byrjenda og drengja und ir 15 ára aldri æfir á þriðjudögum kl. 8 — 9 s.d. Kennari þess flokks verður Hörður Gunnarsson, sem verið hefur helzti aðstoðarþjálfari deildarinnar undanfarið. Æfingar hefjast fimmtudaginn 3. október, en æfingar yngri flokks þriðjudaginn 8. okt. Æft er í íþrótta húsi Jóns Þorsteinssonar við Lind- argötu. Glímumenn, yngri sem eldri eru velkómnir á æfingar hjá Ár- manni og hvattir til að fjölmenna. Glímudeild Ármanns hafði í sum- ar nærri 40 sýningar á glímu og Haustmeistarar i í 3. flokki A | Þriðji flokkur Vals varð Haust-1 meistari í knattspyrnu í ár. — / Meistarar Vals eru þessir, talið J frá vinstri. f aftari röð: Haukur \ Gíslason þjálfari, Hjalti Guð- t mundsson, Sigurður Jónsson, / Halldór Einarsson, Samúel Er- ; lingsson, Alexander Jóhannes- \ son, Gunnsteinn Skúlason, fyrir- í liði, Elías Hergeirsson, þjálfari. t j Fremri röð: Sigurgeir Jónsson, / Hannes Guðmundsson, Stefán I Guðmundsson, Stefán Bergsson, I Bjarni Bjarnason. t fornum leikjum bæði í Reykjavík | og utanbæjar. Glímumennirnir 'iafa i vakið upp ýmsa forna og þjóírtega leiki, svo sem hráskinnsleik, belta- drátt o. fl., og sýnt þá jafnframt glfmunni. Hafa þessar sýningar þótt takast vel og hafa vakið verð- skuldaða athygli. Leikurinn England—„Heimurinn“ mun setja nýtt heimsmet í tekjum af sölu aðgöngumiða. ÖIl sæti og stæði á Wembley þ. 23. október eru uppseld og hægt hefði verið að selja helmingi fleiri en þá 100.000 miða, sem hætg var að selja. Leikurinn fer frarn í tilefni af 100 ára afmæli enska knattspyrnu- sambandsins eins og kunnugt er, en reiknað er með að innkoman verði um 11 milljónir ísl. króna. Lið „Heimsins" verður kunngert í dag, en athygli hefur vakið að Brazilíumennirnir Péle og Garr- incha hafa beðizt undan að vera með. FIFA — alþjóðasamband knattspyrnumanna — hefur ekki tekið þá beiðni til greina þar sem ekki er getið um orsakirnar til hennar. Er því búizt við að braz- ilsku stjömurnar verði með 23. okt. enda mundi verða mikill skaði af missi þeirra. var ráðið með því að „vömin“ eða hluti hennar færist fram og tekur einnig verulegan þátt í sókn. Kem- ur þetta út verulega líkt og í hand- knattleik. Ekki em menn á eitt sáttir hver fann upp þetta nýja kerfi, ef hægt er að tala um kerfi, en sennilega hafa það verið Tékkarnir, sem urðu aðrir í HM í Chile í vor. Þessir sömu leikmenn, eða mikill hluti þeirra var í unglingalandsliði Tékkó slóvaklu, sem lék hér á íslandi fyrir nokkmm ámm. Tékkar gerðu sér engar vonir um góðan árangur í Chile, — þeir höfðu allt að vinna, engu að tapa. Þess vegna útfærðu þeir „handboltakerfið“, sem gafst þeim mjög vel. Það reyndist erfitt að komast gegnum þéttriðna vörn- ina, og fljótir og velþjálfaðir leik- menn þeirra gátu auðveldlega tekið þátt í bæði vöm og sókn. Stjörnur liðsins voru þeir Masopust og Plus- kal og markvörðurinn Schoiff, sem var valmn bezti markvörður heims eftir keppnina. Allir leikmenn tóku þátt f vöminni og sóknimar komu sem þruma úr heiðskíru lofti, og þá kom aðallega til kasta þeirra Novak og Masopust, sem eru mjög fljótir og sterkir líkamlega. Hefði Schroiff ekki verið óhepp- inn í úrslitaleiknum, hefðu Tékkar sannarlega sett strik í reikninginn og sennilega unnið keppnina. Þetta kerfi hefur síðan verið lagfært í einstökum atriðum eftir HM og f dag eru flest stórlið Evrópu að taka kerfið í sína þjónustu. Eins og menn munu þegar sjá er þetta erfið Ieikaðferð og ekki fyrir neina venjulega skussa að útfæra, enda hefur það reynzt mörgum góð um liðum ofraun. Tottenham er eitt þeirra liða, sem hefur gengið vel með þetta kerfi og er Ieikur Tottenham í sumar gegn hinu „týp- iska“ 4 —2—4-liði Atletico Madrid oft tekinn sem dæmi um það, en Tottenham átti þann Ieik að mestu og vann öruggan sigur. (Lauslega þýtt úr SPORT — Orientering). FÉLAGSLÍF VALUR handknattleiksdeild. Æfingar hefjast 1. október og verða sem hér segir: Þriðjudaga: Kl. 18-1850. Stúlkur 12-14 ára. Kl. 18.50-1940 IV. fl. karla. Kl. 19.40-20.30 III. karla. Kl. 20.30-21.30 Mfl., I. og II. fl. kvenna. Kl. 21.30-23.00 Mfl., I. og II. fl. karla. Föstudaga: Kl. 18.00-18.50 IV. fl. karla. 18.50-19.40 III. fl. karla. KI. 19.40-20.30 II. fl. kvenna. Kl. 20.30-21.20 Mfl. og I. fl. kvénna Kl. 21.20123.00 Mfl, I. og II. fl. karla Sunnudaga: Kl. 10.10-11.00 Stúlkur 10-12 ára. Kl. 11.00-11.50 Stúlkur 12-14-ára. Verið með frá byrjun. Nýir með- I limir velkomnir, innritun þeirra fer ! fram á æfingadögum deildarinnar frá kl. 18-22. Æfingar fara fram í íþróttahúsi Vals að Hlíðarenda-við Laufásveg. Mætið stundvíslega til æfinga. Stjórnin VALUR handknattleiksdeild. Aðalfundur deildarinnar verður haldinn miðvikudaginn 9. 10. 1963 kl. 20.15. Dagskrá: Venjuleg aðal- fundarstörf. Stjórnin. ÁRMANN. - Körfuknattleiksdeild Fyrsta æfing voiraiins verður mið vikudaginn 2. okc. í endurnýjuðu húsi Jóns Þorsteinssonar. Kl. 7 —7’50 4. fl. drengja. Kl. 7.50-8.40 3. fl. drengja. KI. 8.40 — 9,30 2. fl. drengja,- Kl. 9,30 — 10,30 1. og mfl. karla. Sýnum áhuga og mætum allir á fyrstu æfinguna. — Stjórnin. Skólavörðustíg 3A, 3. hæð Símar 22911 og 14624 Höfum kaupenda af 2—3ja her- bergja íbúð í austurbænum, má vera kjallari eða gott ris. Mikil útborgun. Höfum kaupanda af 3ja her- bergja íbúð á hæð. Útborgun 350 — 400 þúsund. Höfum kaupanda af 4-5 her- bergja íbúðarhæð. Útborgun 4—500 þúsund. Höfum kaupanda af einbýlishúsi eða raðhúsi, má vera i Kópa- vogi eða Seltjarnarnesi. Til sölu 2 — 6 herbergja íbúðir og íbúðarhús, fullgerð og í smíðum í Reykjavík og ná- grenni. Önnumst hverskonar fasteigna- viðskipti fyrir yður. ra

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.