Vísir - 02.10.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 02.10.1963, Blaðsíða 9
V1SIR . Miðvikudagur 2. oktðber 1963. 1 " 1 9 MINNING Haukur Eiríksson blaðamaður I dag er til moldar borinn Haukur Eiríksson blaðamað- ur, einn úr hópi okkar norðan stúdenta sem brautskráðust vorið 1950. Um tveggja ára skeið hafði hann átt við þung bæran sjúkdóm að etja sem vonir stóðu til að bati fengist á. En úrslitastundin kom fyrr en nokkurn varði. Mikill harmur er kveðinn að fjöl- skyldu hans og öllum vinum norðan fjalla og sunnan. Á þessum haustdegi er góður drengur genginn, löngu fyrir aldur fram. Haukur Eiríksson fæddist aðÁsi á Þelamörk í Hörgárdal 30. ágúst 1930 og var því aðeins 33 ára þegar hann lézt. Hann var sonur hjónanna Laufeyjar Haraldsdóttur og Eiríks Stefánssonar kennara, Stefáns H. Eiríkssonar frá Refsstöðum í Laxárdal í Húnavatnssýslu. Ungur flutt- ist Haukur með foreldrum sín um frá Ási að Skógum á Þela mörk. Af Þelamörk var móð- ir hans ættuð og þar bjó fað ir hans um fimm ára skeið. Fluttist fjölskyldan síðan til Reykjavíkur þar sem þau voru búsett um hríð og hér í Reykjavík hóf Haukur fyrstu skólagöngu sína. Héðan lá leiðin norður á Húsavfk og síðan til Akureyrar, þar sem f jölskyldan var búsett um ára bil. Á Akureyri hóf Haukur nám í Menntaskólanum og lauk þar stúdentsprófi vorið 1950. Settist hann í norrænu- deild Háskólans um skeið, en hvarf frá námi og hélt aftur norður á æskustöðvarnar. Þar starfaði hann hjá Útgerðar- félagi Akureyrar og Gefjun um nokkurra ára bil. 1956 fluttist hann hingað til Reykjavíkur og gerðist starfs maður Morgunblaðsins, fyrst sem prófarkalesari, en síðar sem blaðamaður. Var hann starfsmaður Lesbókarinnar þegar hann lézt. Með okkur Hauki Eiríks- syni tókst vinátta strax á fyrstu árunum í skóla. Á þ4 vináttu bar aldrei skugga alla tíð síðan. En þau ár reyndust færri en nokkurn hefði grunað og sízt hefði mig órað fyrir því að sú stund kæmi svo skjótt, er hann væri allur. Þaðkom strax í ljós í skólaað Haukur var ekki einungis frá- bær námsmaður, heldur var hann einnig þeim eiginleikum gæddur að nám og starf reyndist honum undra auð- velt; hann hafði jafnan næg- an tíma til þess að sinna öðr- um hlutum, sem stóðu hjarta hans nærri. Og þar kom margt til því hann hafði hlot- ið listagáfu í veganesti, meiri en almennt gerist. 1 ætt sína sótti hann tón- listargáfuna og lærði ungur að leika á hljóðfæri. Þar naut hann forsjár foreldra sinna og móðurbróður, Jóhanns Har- aldssonar tónskálds á Akur- eyri. Eftir að hingað til Reykjavíkur kom lagði hann stund á söngnám, söng á hljómleikum með Fílharmo- níukómum og hafði af þeirri list hið mesta yndi. Penninn lék í höijdum hans, ekki síður en málarapensill- inn, og fyrstu kvæði sín birti hann í blaði, sem við nokkrir skólafélagar gáfum út á Akur eyri. En ljóðagerð hans var ekki einungis ungs manns gaman, heldur lá skáldskapar æð hans miklu dýpra. Fögr- um bókmenntum unni hann af alhug og kvæði orti hann til hins síðasta, þótt þau færu ekki út fyrir hóp vina hans. að. Þó var hann ekki dæmi- gerður blaðamaður, eins og al menningur gerir sér oft þá stétt manna í hugarlund. Hann var hægur í fasi, frem- ur fáskiptinn og vildi sízt láta á sér bera í hópi manna. En það dró ekki úr kostum hans Réði þar hlédrægni hans og strangt sjálfsmat, því kapps- full metnaðargimi var honum fjarlæg og hann setti gjarnan Ijós sitt undir mæliker, öðr- um okkar fremur. Á Morgunblaðinu vorum við Haukur samtíða um tveggja ára skeið eftir að hann hóf þar störf. Þar reynd ist hann hinn ötulasti starfs- maður, öruggur og smekkvís og vildi engu verki ljúka án þess að vel væri til þess vand sem blaðamanns, þvf h?nn átti auðvelt með að laða menn að sér sökum hógværð ar sinnar og gjörhygli. 1 hópi starfsfélaga sinna og vina var hann hins vegar hrókur alls fagnaðar, glaður með glöðum og engan mann hefi ég þekkt óáreitnari og fúsari hvers manns vanda að leysa. 1 hinni fámennu íslenzku blaða- mannastétt er skarð fyrir skildi við fráfall hans, sem ekki verður skjótt fyllt og starfsfélagar hans í blaða- mannastétt sakna vinar í stað. Árið eftir stúdentspróf kvæntist Haukur skólasystur sinni, Þórnýju Þórarinsdóttur, og taldi hann sjálfur brúð- kaupsdag sinn mesta gæfudag lífs síns. Bjuggu þau fyrstu hjúskaparárin á Akureyri, en síðan hér sunnanlands, ásamt bömum sínum fjórum. Nokk- ur síðustu árin hefir Eiríkur faðir Hauks dvalið á heimili sonar síns en móðir hans lézt árið 1957. í erfiðleikum síð- ustu missera reyndist Þómý manni sínum sú kona sem hann vissi hana vera, og var þó raun hennar meiri en á flesta er lögð. Sjálfur æðr- aðist hann hvergi og gekk að störfum þar til kraftamir þrutu, þótt viljinn væri enn óskertur. Yfir moldum Hauks Eiríks- sonar sýnist mér sem í dauð- anum sé ekkert réttlæti. En dómurinn verður ekki vé- fengdur, né lögmálið gagn- rýnt. Jörðu ofar lifir minning um þann mann, sem mér þykir hin gamla einkunn vel hæfa; hann var maður vammlaus og vftalaus, heilsteypt karlmenni í þess orðs fyllstu merkingu. Sjálfum er mér horfinn kær æskuvinur. En missir ástvina hans, eiginkonu, barna og aldraðs föður er þó miklum mun stærri. Megi minningin um góðan dreng verða þeim huggun á skilnðarstundu. Gunnar G. Schram. Verzlunarnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings: BANDAKlKIN HEL6ISÍR ALLT LAND6RUNNID Komin er fram í Bandaríkja- þingi tillaga um útvíkkun banda rískrar fiskveiðilögsögu upp í 180 sjómílur. TiIIagan hefur far- ið til verzlunamefndar þldunga- deildar Bandaríkjaþings og var samþykkt þar 12. sept. s.I. — Þingið sjálft á þó enn eftir að fjalla um tillöguna. Tillagan er um að Bandaríkin geti bannað fiskiskipum að fiska á hafinu yfir landgrunninu 180 sjómílur frá ströndum Nýja Englands og 125 sjómílur í Mexi co-flóa. Undantekning er gerð um það, þegar Bandaríkin em bundin alþjóðlegu samkomulagi er brýtur í bága við' meginat- riði tillögunnar. Tillagan kom óvænt fram, þar sem Bandaríkin hafa hingað til látið fiskiskip afskiptalaus und- an ströndum Bandaríkjanna, nema ef þau hafa verið innan 3-mílna landhelginnar, en þá hef ur verið íátið nægja að vísa þeim út fyrir. Ástæðan er að sögn formanns Verzlunarnefnd- ar öldungadeildarinnar, Warren Magnússonar að rússnesk fiski- skip með fullkomin rannsóknar- tæki ,sem hægt er að nota við njósnir, hafa að undanförnu at- hafnað sig skammt undan ströndum Bandaríkjanna. Landgrunnið nær ekki alls staðar jafnlangt út og á fyrr- greindum svæðum, t. d. er það ekki nema 10 sjómílur út frá strönd Florida. Refsingar við brotum eiga að vera talsvert harðar, allt að 10 þúsund dollara sektum eða eins árs fangelsi. Einnig er heimilt að gera skipið upptækt. Frá máli þessu er skýrt 1 New York Times 13. sept. s.l. Ný vöggustofa Ný vöggustofa mun taka til starfa á vegum Barnavinafélagsins Sumargjafar upp úr miðjum októ- ber. Er það vöggustofan á Hlíðar- enda, sem Reykjavíkurborg er að láta setja upp, og mun hún að þvf loknu verða afhent Sumargjöf. Þarna verða rúm fyrir 25 börn á aldrinum þriggja mánaða til tveggja ára. Þetta er dagvöggu- stofa. Áður var i Hlíðarenda vöggu stofa er börnin dvöldust í allan sólarhringinn. Var hún flutt yfir í byggingu er Thorvaldsensfélagið lét reisa. Forstöðukona hinnar nýju vöggu stofu verður væntanlega ráðin í dag, að sögn Boga Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Sumargjafar. Er það hennar að segja til um hve- nær auglýst verður eftir umsóknum um vist á heimilinu, en ekki er ósennilegt að það verði kringum 10. þessa mánaðar. Mánaðargjald verður 825 krónur, en ekki er ó- sennilegt að gjaldið hækki bráð- Iega, kannskj kringum áramótin. Þetta er 12. barnaheimilið, sem Sumargjöf rekur, og nýtur félagið um 200 þúsund króna styrks til þess úr Borgarsjóði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.