Vísir - 02.10.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 02.10.1963, Blaðsíða 3
V í SIR . Miðvikudagur 2. október 1963, 3 Þarna er Þingeyingurinn hann Sómi — eða ef til vill er þetta Sonja — að ærslast við litinn hnokka, sem hefur náð góðu haldi á hornunum. Fjöldi drengja er þar hjá og fylgist með viðureigninni. Það var oft glatt á hjalla í Reykjadal í Mosfellssveit f sumar. Þar rekur Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra sumar- dvalarheimili og dvöldust þar í sumar 40 böm, drengir og stúlkur. 1 Reykjadal undu bömin við leiki og íþróttir, og var m. a. komið fyrir lítilli plastlaug, þar sem bömin gátu buslað. Næsta vor verður hafizt handa um að byggja litla sundlaug, sem leyst geti plastlaugina af I REYKJADAL hólmi. Eins og kunnugt er er Reykjadalur á miklu hvera- svæði og nóg er þar af heitu vatni. Norðan úr Þingeyjarsýslu barst heimilinu kærkomin gjöf, sem var litla vistfólkinu til ó- metanlegrar ánægju. Það voru skötuhjúin Sonja og Sómi, tveir Iitlir kiðlingar, sem ærsluðust með bömunum úti á túni. Er enginn vafi á að Sonia og Sómi hafa sómað sér vel í Reykja- dal. Auk Sonju og Sóma var á heimilinu Iítill heimalningur, svört Icollótt gimbur og fara ekki sögur af öðru en gimbr- inni og kiðiingunum hafi kom- ið vel sanian. Það er vel að börnunum bú- ið í Reykjadal, og er húsnæðið stórt og gott timburhús. í sumar var hafizt handa um að byggja nýjan svefnskála, en harni er ekki fullgerður enn. Þótt vel sé að bömunum bú- ið, má á margan hátt gera það betur og til þess að afla fjár til framkvæmda er Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra með síma- happdrætti um þessar mundir. Hver sá, sem kaupir miða, stuðlar að þvi, að ekkert skorti á gleði og velliðan barnanna, sem prýða Myndsjána í dag. Það er gaman að busla í laug- inni þegar veðrið er gott — og það ber ekki á öðm en börn in séu öll hugmikil, þvi að þau hika ekki við að taka fyrir nefið og dýfa höfðinu í kaf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.