Vísir - 02.10.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 02.10.1963, Blaðsíða 6
útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun VlSIR . Miðvikudagur 2. október 1963. útlönd l. morgun -:f .4ÍÖ Norðurlönd taka sér hvmkvæði um lausn Suður - Afríumálsins Utanríkisráðherra Dan- merkur, Per Hækkerup, hefir byrjað viðræður á vettvangi Sameinuðu þjóðanna við leið toga Afríku, Asfu og Suður- Ameríku þjóða, til þess að fá stuðning þeirra við frum- kvæði Norðuriandaþjóða varð andi Suður-Afríku vandamál ið. Tilgangur Norðurlanda seg ir NTB-frétt er að koma því til leiðar, að þær þjóðir sem reka viðskipti við Suður-Af- ríku, komi saman til við- ræðna, f þeim tilgangi að vinna að einingu um tillögur til lausnar á kynþáttavanda- málinu í Suður-Afríku. Fall- ist Afríkuþjóðimar á tillögur Norðurlanda, mun Per Hække rup fara fram á það við þær, að þær stígi fyrsta skrefið til þess að kom af stað sam- komulagsumleitunum um lausn málsins. Hér er um til raun að ræða til þess að fá Suður-Afríkustjórn til tilslök unar, breyta stefnu sinni, en þar til hægt er að koma því til leiðar, að hún geri það, muni gagnslaust og jafnvel hættulegt að knýja fram lausn. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er Hækkerup þeirr ar skoðunar, að vinna beri að því að Suður-Afríka fallist á að breyta „apartheid“-stefnu sinni í samvinnu við Samein- uðu þjóðirnar, og fá þær til að lofa því, þótt eigi verði gert þegar. Nigeria og fleiri Afríku- lönd hafa tekið vel tillögum Norðurlanda. Home lávarður segir breytta afstöðu Rássa mikilvæga Home lávarður, utanríkisráð- herra Bretlands, flutti ræðu í gær- kvöldi á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna og lýsti yfir, að brezka stjóm- in vildi ræða tillögu Sovétrfkjanna um „toppfund" átján þjóða um af- vopnunarmál, en hann bætti þvi við, að slíkan fund yrði að undir- búa vel, því að verr væri af stað far ið en heima setið, að halda slikan fund, ef árangur værl ekki tryggð- ur fyrirfram. Hann ræddi mikilvægi þess fyrir alþjóðlegt samstarf á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, að breytt væri afstaða Sovétrfkjanna, sem hann kvað hafa tekið stefnu, sem hann taldi benda til að þeir vildu heldur hætta á algeran klofning á vettvangi heimskommúnismans, heldur en að hverfa frá stefnunni um friðsamleg samskipti þjóða og friðsamlega lausn vandamálanna. I ræðu sinni varaði Home lávarð- ur Afríkuþjóðir við þeirri stefnu, að boða stríð til „frelsunar“ þjóð- um, sem ekki hafa öðlazt fullt sjálf stæði. Styrjaldir leystu engan vanda, sagði hann, og benti á bitra reynslu á þessari öld. Hann svar- aði þeim, sem halda uppi gagnrýni á Breta fyrir nýlendustefnu, og benti á hve mörgum þjóðum Bret- ar hefðu hjálpað til sjálfstæðis, og væri fjarri sanni, að nokkurri nýrri nýlendustefnu (neo-colonialisma) væri fylgt á Bretlandi. Eftir ræðu lávarðsins ræddust þeir við hann og Gromiko utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna. Grom- iko er sagður hafa látið í ljós á- hyggjur út af tillögunum um kjam- orkuflota NATO með blönduðum á- höfnum. Home er sagður hafa get- að dregið nokkuð úr áhyggjum hans. Birt hefir verið brezk tilkynn- ing þess efnis, að Bretar vilji ræða slíkar tillögur, en tekið fram að í því felist engin skuldbindlng um að aðhyllast þær. Tillögurnar hafa ekki fengið góðar undirtektir í Bretlandi. Home lávarður Símavændið í Kaupmannnhöfn: Yfir 20 stálkur flæktar í málið Tuttugu stúlkur að minnsta kosti eru flæktar í sfmavændi það, sem komizt hefir upp um í Kaup- mannahöfn. Sendiráðsstarfsmaður sá, sem grunaður er um að hafa þegið borg un fyrir að útvega stúlkunum við- skiptavini, starfar við sendiráð einnar hinni smærri heimsþjóða. — Utanríkisráðuneytið hefir tilkynnt stjóm hans hvaða sakir eru á hann bornar. í gær var handtekinn starfs maður í einu kunnasta gistihúsi Kaupmannahafnar, vegna gruns um þátttöku í starfseminni. Hann verð ur yfirheyrður í dag. Stúlkurnar 20 höfðu allar fæði og húsnæði á sama stað. Kaupmannahafnarblöðin segja, að hér sé um allvíðtækt mál að ræða. Yfirheyrslur hafa farið fram fyrir luktum dyrum. — Eitt kvenvitn- anna á að hafa lýst yfir, að „við- skiptavinimir“ hafi flestir verið í góðum efnum, að því er virtist. Siðgæðislögreglan í Kaupmanna- höfn hefir einnig látið til sín taka um þessar mundir og handtekið nokkra unga menn, sem grunaðir eru um að hafa haft tekjur af vændi kornungra stúlkna, sumra á unglingsaldri. SENDISVEINN Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn, stúlka kemur til greina. Upplýsingar á skrifstofunni. Sími 22123. H.F. HAMAI il MÚLAKAFFI Viljum ráða konu til starfa frá klukk- an 8-4 á daginn. Ennfremur vantar okkur eina stúlku til afgreiðslustarfa. Sími 37737. MÚLAKAFFI, Hallarmúla. Ég hitti í gær hinn ötula verzlunarfulltrúa þýzka sendi- ráðsins dr. Hans Cassens að máli. Hann var í sjöunda himni yfir því hve vel bókasýningin þýzka hefði gengið og hve marg ir hefðu komið til þess að líta á bækurnar. — Undirtektirnar hér hafa verið mun betri en annars stað- ar þar sem við höfum haft bóka- sýningar, sagði hann. Nýlega var haldin t.d. ein slík sýning í New York og tiltölulega komu miklu fleirj á þessa sýningu en sýninguna þar. Það er líka að verðleikum. Á bókasýningunni, sem lauk á sunnudaginn var fjöl margt góðra bóka um hin marg víslegustu efni. Okkur er kær- komið að fá slikar bókasýningar og kunnum vel að meta það tækifæri sem þar gefst til þess að kvnnast bókaútgáfu annarra landa. CriV ' 'chb-r.kurnar Og þá líður að okkar eigin .■.■.v.v.v.v.v»w.v.v.v.v jólabókakauptíð. Já, það er sann kölluð kauptíð. Bókaútgáfurnar eru að byrja að tilkynna titlana sína og innan skamms fellur skriðan inn á markaðinn. Enn búum við íslendingar við jóla- bókakerfið. Útgefendur segja að ekki borgi sig að gefa út bækur á öðrum árstímum. Er það vafa laust rétt hjá þeim en engu síð ur mikið óhagræði fyrir lesend- ur að fá þetta allt í einni gusu. Vibtöl um ekki neitt Vafalaust ber mest nú eins og áður á viðtalsbókunum. Ef ein hver karl hefir verið kunnur af því að drekka brennivín, halda við kvenfólk og sigla báti í særoki er hann strax gerður ó- dauðlegur á síðum viðtalsbók- anna. Það er eins og engin tak mörk séu fyrir því hvaða efni er unnt að gera að „merkri bjóðlífsmynd“ eða „frásögn af litríku Iífi“ aðeins ef það er sett í fallegt band og söluvon er fyrir hendi. Auðvitað eru þetta engar bókmenntir, heldur ein- ungis annars flokks blaða- mennska alla jafnan, þótt ein og ein bók skari fram úr um hver jól. Samfara þessum ó- sköpum virðist fslenzka skáld- sagan vera að veslast upp úr hor. Gömlu höfundarnir eru flestir hættir að skrifa (nema Kristmann í Vikuna) og sára- fáir nýir koma fram á sjónar- sviðið. Hvar er sk'ópunarglebin Ástæðan til þessarar deyfðar er ærið verkefni fyrir bók- menntafræðinga vora, en það er nú svo að flestir þeirra virðast hafa meiri áhuga á því sem einu sinni var í bókmenntum en því sem nú er að gerast. Þó vantar ekki verðlaunin. Strax og sæmileg skáldsaga kemur út, þannig gerð að maður sofni ekki yfir lestrinum er hún strax prísuð og höfundurinn orðinn verðlaunahafi. Ekki ber að lasta svo fágætar viðtökur, en við borð liggur að spyrja megi: Er of mikið gert fyrir ungu rithöfundana? Er góð æri að díepa sköpunarþrána og sköpunargleðina?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.