Vísir - 02.10.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 02.10.1963, Blaðsíða 7
V í S IR . Miðvikudagur 2. október 1963. »i 7 Eftir Hannes Jóns- son, félagsfræðing Hér birtist önnur grein um fjölskylduna og hjónabandið, og ritar hana Hannes Jónsson fé- lagsfræðingur, en hann er rit- stjóri samnefndrar bókar, sem nú er komin út um þetta efni. Stofn þessarar greinar var er- indi, sem flutt var á vegum Fé- Iagsmálastofnunarinnar um þetta efni. Ef við vörpuðum fram spurn- ingunni: Hvers vegna giftumst við? mundu fiestir fljótlega svara, án þess að þurfa að hugsa sig um: Við giftum okk- ur tii ásta. Og vissulega er ástin grund- völlur hjónabandsins nú á dög- um. En fólk giftir sig líka af ýms- um öðrum ástæðum. Ein er t. d. óskin um að stofna eigið heim- ili og eignast börn. Önnur er þungun konunnar vegna ótíma- bærra kynferðismaka, samfara virðingu hiutaðeigandi fyrir þeirri mannfélagslegu siðareglu, að börn eigi að fæðast skilgetin. Þriðja ástæðan er óskin um efnahagslegt öryggi, þ. e. sumt fólk giftir sig til fjár. Fjórða er, að sumt fólk giftir sig eins og títt var til forna, tii virðingar, áhrifa og jafnvel valda. Ýmsar aðrar orsakir liggja til hjóna- bandsins eða sambland af þeim og framangreindum orsökum. Má þar m. a. nefna kyngirnd, hamingjuleit, vináttu, skilning, iík áhugamál, flótta frá leiðin- legu foreldraheimili, ævintýra- þrá og margt fleira. En megingrundvöllur hjóna- bandsins er sá, að innan þess sé þar af leiðandi grundvöllur hjónabands þeirra, er ómaksins vert að athuga nokkuð, hvað felst í hugtakinu ,,ást“. Algengustu skilgreiningar á hugtakinu ást leggja áherzlu á, að ást sé það viðhorf einstak- lingsins að bera góðvild til annars einstaklings og vilja gera ailt það fyrir hann, sem frekast er möguiegt. Sá sem elskar hugsar ekki fyrst um sig eða sína velferð, heldur um þann, sem hann eiskar, velferð hans, óskir og þarfir. f þessum breiða skilningi er ástin óeigingjörn, þótt viss tegund af eigingirni sé samfara hjónaástum. Þursar geta ekki elskað, ef lýsing Ibsens í Pétri Gaut á við- horfi þeirra er rétt, því hann einkennir þursinn með setn- ingunni: „Þursi, ver sjálfum þér nægur.“ Þursinn fórnar öðrum fyrir sín markmið. Þarfir ann- arra, þrár þeirra og velferð eru honum einskis virði og á þeim er traðkað í þágu markmiða þursins, óska hans og þarfa. Ástfanginn maður ber aftur á móti umhyggju fyrir þeirri, sem hann elskar, og vill allt fyrir hana gera. Og sama gildir um konuna. En ástin sem kærleiksviðhorf og vilji til þess að gera öðrum gott og vinna að annarra vel- ferð og I þéirra þágu ér á- kaflega vítt hugtak. Hún felur í sér hugtök eins og „móður- ást“, „föðurlandsást“, „róm- antísk ást“, „hjónaástir" o. fl. o. fl. Hugsunin að baki rómantískr- út af rómantískum skáldum síð- ari alda og framleiðendum Hollywoodkvikmynda. Hún er draumsjón en ekki raunsæi, og er álíka viturleg og sú trú manna í bernsku menningarinn- ar, að jörðin væri flatur mið- depill alheimsins. í fyrsta lagi er „ást við fyrstu sýn“ ekki til. Það, sem fólk heldur að sé ást undir siíkum kringumstæðum, er nær undan- tekningarlaust það, sem á ís- lenzku mætti kalla kyngirnd, þ.e.a.s. vísvitandj eða meira eða minna flækt eða hulin þrá til kynsvölunar, sem brýzt út Hannes Jónsson. gagnvart ákveðinni persónu vegna ljómandi aðstæðna. í öðru lagi er engin persóna ætluð annarri til hjónabands, heldur höfum við frjálst val til hjúskapar nú á dögum. Vegna margra álda reynslu af feðra- veldj í hjúskaparmálum og studd af niðurstöðum mannfé- lagsfræðilegra rannsókna, get- um við verið viss um, að við og trúi þar af leiðandi á ást við fyrstu sýn. Rómantísk ást hefur samt sem áður sinn sætleika. Hún er eins og draumar og vonir, á- vöxtur hugarheima og ímynd- unarafls. Meðan hún brotnar ekki í spón á skerjum raun- veruleikans, getur hún verið einstaklingnum hamingjubrunn- ur. Gallinn við rómantíska ást er þó fyrst og fremst sá, að hún brotnar yfirleitt á skerjum raunveruleikans. Ástæðan fyrir þessu er sú, að einstaklingar, haldnir rómantískri ást, sjá ástmaka sinn í hillingum draum anna sem hinn fullkomna mann eða hina fullkomnu konu, sem enginn karl eða kona getur ver- ið. Rómantíska ástin er því sterkust, þegar elskendurnir þekkja hvorn annan sem minnst, svo að raunveruleg kynni trufli ekki hugarsmíðina um fullkomleika elskhugans eða ástmeyjarinnar. Staðreyndir og raunsæi eru verstu óvinir rómantískrar ást- ar. Enda þótt okkur þætti e.t.v. notalegt að vera eiskuð og dáð sem við værum fullkomleikinn sjálfur, erum við aðeins mennskir menn. Og enginn er alla tíð eingöngu ástin, gæzkan og fullkomleikinn. Ef við göng- um í hjónabandið á grundvelli rómantískrar ástar, án þess að þekkja hvort annað nema lítið eitt, en höfum að öðru leyti draumsjón fullkomleikans um hvort annað I hugarheimum okkar, er hætt við, að við vökn- um við vondan draum laust eftir hveitibrauðsdagana, eða þegar við mætum fyrstu erfið- leikunum eða veikindunum í hjónabandinu, eða þegar konan fer að afmyndast í vexti, er hún gengur með fyrsta barnið, 'éðá þegar barnið fer að halda fyrir okkur vöku fyrstu mánuð- ina, eða ef fjárhagserfiðleikar þrengja að eða fleira þ. h. Róm- antísk ást þolir ekki siíkan ast við frekari kynni yfir í sanna ást, er grundvöllur henn- ar fyrst og fremst kærleikur, byggður á alhliða samlífi, traustri vináttu, félagsskap, virðingu og gagnkvæmri, félags- legri og kynferðilegri fullnæg- ingu. Slíka ást, varanlega og sanna ást, er ekki hægt að grípa í skýjunum eða draumsjónum hugans. Hana þarf að rækta af alúð og skilningi, og fólk höndl- ar ekki hámark hennar fyrr en eftir Ianga vináttu, sambúð og samlögun. Hjónaástir og ham- ingjusamt hjónaband er þvl í flestum tilfellum árangur gagn- kvæmrar viðleitni karls og konu til þess að rækta með sér og viðhalda varanlegum kærleik og vilja til þess að gera allt í sínu valdi til þess að auka hamingju hvors annars. Ein- stefnuakstur í þessu efni er al- giörlega vonlaus. Kærleikur og alhliða fullnæging verður að vera gagnkvæm. Takist þetta, gleðjast hjónin saman, þau styðja hvort annað í þrenging- um, hugga hvort annað í raun- um, hjúkra hvoru öðru I sjúk- dómum. Þau finna til öryggis í návist hvors annars og þurfa því ekki að sýnast, heidur þora að vera þau sjálf. Tilgerð og undirferli er ekki til i um- gengni þeirra hvort við annað. Hreinskilni og jákvæðar ábend- ingar hjálpa þeim til þess að bæta sig í sambúðinni og þroska persónuleika sinn sam- hliða aukinni samhyggð. Þetta þýðir ekki, að þau geti ekki haft mismunandi skoðanir á málum, heldur hitt, að þau virða sjón- armið hvors annars og gera sér far um að skilja hvort annað. Ef erfiðleikar verða á vegi þeirra, hafa þau bæði jafnan áhuga á að yfirstíga þá. Þau elska og virða alian karakter eða sálgerð og persónuleika hvors annars, ekki bara kyn- þokkann. En umfram allt ríkir það viðhorf hjá þeim báðum Er rómantísk ást sönn ást? i geta karl og kona tekið upp al- Ihiiða samlíf og fullnægt ýms- um meðfæddum þörfum sínum í samræmi við viðurkenndar siðareglur mannfélagsins, þar sem hjónabandið er hið löglega eða mannfélagslega viður- kennda form sambúðar karls og konu og stofnunar fjölskyldu- einingar þeirra. Með tilliti til hjónavígslna á Vesturiöndum og þvi viðhorfi til hjónabandsins, sem kristin kirkja hefur átt meginþátt í að móta, má aftur á móti líta á giftingarathöfnina sem full- gildingu á samningi karls og konu um löglega eða mannfé- lagslega viðurkennda sambúð þeirra. Samkvæmt þessum gift- ingarsamningi eiga þau kyn- ferðilegan einkarétt hvort á öðru, eru skuldbundin til þess | að styðja hvort annað í blíðu Íog stríðu til æviloka, og Iofa að sjá sameiginlega um uppeldi | þeirra barna, sem af sambúð- 3 inni leiða. ,4 IÁSTIN SEM DRAUMSJÓN OG VERULEIKI. En þar sem flestir trúa því nú á dögum, að þeir gifti sig vegna ástarinnar og að ástin ð ar ástar, sem rithöfundar, ijóð- skáld og dægurlagahöfundar hafa komið almenningi á Vest- urlöndum til að trúa, að sé hinn eini grundvöliur hjóna- bandsins, er eitthvað á þessa leið: Það er aðeins ein kona og að- eins einn maður í allri veröld- inni, sem forlögin ætia hvort öðru. Þegar þau hittast, verða þau ástfangin þegar f stað. Þau verða ómótstæðilega ástfangin við fyrstu sýn og geta ekki ráð- ið við heitar tilfinningar sínar. Ástin ræður þaðan f frá ríkjum í lífi þeirra, ekkert skiptir máli nema ást þeirra hvort á öðru. Þau geta ekki án hvors annars verið Öllu er fórnandi fyrir ástina og hamingjuna, sem ó- hjákvæmilega leiðir af henni, ef þau ná saman. Karlmaðurinn tilbiður konuna, sem hann verð- ur ástfanginn af, konan sér karlmanninn, sem hún er ást- fangin af, í dýrðarlióma göfug- mennskunnar, glæsileikans og fullkomnunar. Ef þau ná saman og giftast, geta þau ekki orðið annað en hamingjusöm. Þessi rómantíska hugmynd um ástina og hjónabandið er arfleifð frá riddaratímabili Evrópu og hefur verið blásin gætum byggt upp jafn ham- ingjusamt og ástrfkt hjónaband með sérhverri af miklum fjölda persóna, sem hugsanlegt væri, að við hefðum gengið f hjóna- band með. í þriðja lagi er ástin ekki eitt- hvað, sem maður „dettur í“ eða eitthvað, sem „fangar" mann, heldur er það tilfinning, sem maður ræktar með sér og gengur þvf betur að rækta, því betri sem aðstæðurnar eru til þess. Þegar fólk heldur, að það hafi orðið ástfangið við fyrstu sýn, stafar það af því, að því hefur litizt vel hvort á annað við fyrstu kynni, kyngirnd hef- ur gripið það, og þessi sterka girnd, samfara heppilegum að- stæðum að öðru leyti, hefur við nánari kynni leitt til þess, að viðkomandi einstaklingar hafa ræktað með sér ást hvort á öðru, án þess að samband þeirra rofnaði, frá fyrstu kynn- um þar til þau giftu sig og hófu hamingjusama sambúð. Að sambandið milli einstaklinga rofnaði ekki frá tímabili kyn- girndar að tímabili ástar, sann- ar ekki, að tímabil kyngirndar hafi verið tímabil ástar, enda þótt viðkomandi einstaklingur haidi e.t.v., að svo hafi verið raunveruleika. Hún þolir ekki erfiðleika hins daglega lífs, hún þolir ekki einu sinni að sjá konuna í sínu margvíslega hlut- verki sem ástmey, bústýru, móður og hugsandi veru með sjálfstæðar skoðanir, sem fara e.t.v. ekki alltaf saman við skoðanir makans og geta því valdið ágreiningi. Og hún þolir heldur ekki að sjá manninn eins og hann er, með göilum sinum ekki síður en kostum. En hvað verður þá um hjóna- bandið, sem grundvaliast á róm- antískri ást, þegar það rekst á sker raunveruleikans? Annað tveggja: hjónabandið endar í hjónaskilnaði eða hjón- in bera gæfu til þess að laga sig eftir raunverulegum aðstæð- um hjónabandsins og hvoru öðru og rækta með sér trausta og varanlega hjónaást. SÖNN ÁST: HJÓNAÁST. Sönn ást, eða það, sem ég kalla hjónaást, er bæði traustari og dýpri en rómantísk ást. Hún er ekta og vex með árum, sam- lífi og auknum kynnum við raunverulegar aðstæður lífsins. Enda þótt hún geti átt rætur sfnar í rómantískri ást, sem þró- gagnvart hvoru öðru að vilja gera velferð og sóma hins sem mestan og líf hvors annars sem hamingjusamast og bjartast. — Þetta jákvæða viðhorf þeirra hvors til annars beinist síða.n jafnframt frá þeim báðum til barns eða barna þeirra, sem af sambúðinni leiða. í Ijósi þess, sem við höfum nú sagt um rómantíska ást og hjónaást, verður mótsagnavísa Steingríms Thorsteinssonar um ástina ekki mótsagnavísa, held- ur vísa um þessar tvær tegund- ir ástar: „Ást er föstum áþekk tind, ást er veik sem bóla, ást er fædd og alin blind, ást sér gegnum hóla.“ Hin trausta ást, áþekk föstum tindi, er hjónaástin, en ástin, sem er fædd og alin blind og er veik sem bóla, er róman- tiska ástin, sem brotnar á skerjum raunveruleikans. ☆

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.