Vísir - 02.10.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 02.10.1963, Blaðsíða 15
V1SIR . Miðvikudagur 2. október 1963. 15 Þau snæddu hádegisverð í matsal hótelsins, og þegar þau fóru fram hjá afgreiðslumann- inum á leiðinni upp, kom hann þjótandi til þeirra: — Afsakið frú Purvis, ég hafði alveg gleymt því, að það kom símskeyti til yðar frá London. Það er búið að liggja hér lengi----þið komuð líka dálítið síðar en áætlað hafði verið . .. ég hefði átt að láta yður fá það strax — mér þykir þetta afskaplega leitt og bið yð- ur innilega afsökunar. Áður en Barböru gæfist ráð- rúm til að taka við skeytinu, hafði Philip gripið það úr hendi afgreiðslumannsins. Það var margt fólk í forstofunni, og Bar bara vildi ekki stofna til rifrild- is, en hún var mjög reið og æst. Hún beið þangað til þau voru komin inn í lyftuna og sagði þá: — Viltu gera svo vel og afhenda mér skeytið? : — Hvers vegna? spurði Phil- ip og virti hana fyrir sér. — Það er stílað á mig. — Þú ert gift núna, elskan mín, gleymdu því ekki. Lyftudrengurinn, sem gaf ekki til kynna með svip sínum að hann hefði skilið eitt orþ, opnaði dyrnar. — Nú, jæja, fæ ég þá skeytið eða ekki? — Það er að koma fólk, elsk- an mín, og þú ferð ekki að stofna til rifrildis hér. Barbara þagði. En þegar þau voru komin inn í herbergið og Barbara búin að læsa dyrunum, sagði hún reið: — Viltu gera svo vel og láta mig hafa skeytið. En hann leit aðeins á hana og reyndi að vera umburðarlynd ur á svip:, — Það er leiðinlegt, að þú skulir vera að óskapast út af þessu. Svo reif hann sím- skeytið upp og las það. Nú varð Barbara fokreið. — Philip, þú dirfist ekki að ... Hún reyndi að hrifsa af hon- um símskeytið, en hann hrinti henni svo harkalega frá sér, að hún hafði næstum misst jafn- vægið. Tárin komu fram í augun á henni. Þegar Philip hafði lokið við að lesa skeytið, leit hann upp, og bros lék um varir hans: — Jæja, vinkona, farðu nú ekki að verða móðursjúk. Finnst þér ósköp venjulegt viðskiptaskeyti vera þess virði, að óskapast svona út af því? — En hvers vegna fékk ég þá ekki að sjá það, sagði Barbara hálf snöktandi. Ástin mín, það er aðeins af umhyggju fyrir þér. Ég vil ekki, að áhyggjur viðskiptalegs eðlis, eyðileggi brúðkaupsferðina fyrir þér. Barbara horfði á hann. Úr svip hans lýsti hálfgerð örvænting og hræðsla og hann flýtti sér að rífa skeytið setja það í ösku- bakka og kveikja í því með sígarettukveikjaranum. — Hér eftir verð ég milligöngumaður þín , og hr, Treadgold, sagði Philip, og hann neitaði alveg að segja henni, hvað hafði staðið í skeytinu. tAt Daginn eftir fann Barbara blaðaúrklippu í ferðatösku hans, er hún var að leita að ávísana heftinu. Allt frá því, er þau lögðu upp í ferðina, hafði Philip haft fjármálin með höndum og varðveitt gjaldeyrinn. Nú lang aði Barböru til að fá dálitla pen inga fyrir sjálfa sig. Ávísanaheftið lá í seðlaveski úr krókódílaskinni, og þegar hún tók það fram fylgdi blaðaúr- klippan með. Hún var samanbrot in og Barbara opnaði hana, án þess að það hvarflaði að henni að hún væri að gera eitthvað rangt. Það var engin dagsetning á úrklippunni, en Philip hlaut að hafa varðveitt hana í mörg ár, því að hún var orðin mjög guln- uð. Barbara tók að lesa það sem á henni stóð, án þess í raun og veru að hafa sérlegan áhuga á því. „Sorgarleikur á brúðkaups- ferð, var fyrirsögnin. Frú Nora Price, sem aðeins hafði verið gift í hálfan mánuð, fórst í gær er liún var í fjallgöngu í Zermatt fjöllunum með eiginmanni sín- um. Hr. Price slapp með snúinn ökla og alvarlegt taugaáfall. Ungu hjónin, sem voru ekki vön fjallgöngu fóru út snemma um morguninn og fengu nesti á hótelinu, sem þau bjuggu á. Þeg ar þau voru ekki komin heim um kvöldmatarleyti, var sendur út flokkur, til að leita að þeim. Flokkurinn fann þau við Marien- berg, í um það bil 1200 metra hæð. Hr. Price var með fulla meðvitund en sagði síðar svo frá, að kona hans hefði misst fótfestuna og hrapað um það bil 15 metra og lent á klettasnös Hann reyndi að klifra niður til að hjálpa henni, en missti sjálf- ur fótfestuna og hrapaði um það bil 5 metra og sneri á sér ökl- ann. Frú Price hafði slegið höfð- inu utan í klettana og hefur á- reiðanlega látizt strax“. Barbara hnyklaði brýrnar. Hvers vegna hafði Philip geymt þessa úrklippu í mörg ár? Það gat aðeins verið ein skýring — að slysið hefði á einn eða annan hátt komið honum við. Ung ný- gift kona, ferst í brúðkaupsferð inni . . . Barböru varð ósjálfrátt hugsað til bílslyssins í Frakk- landi. Það var sams konar slys, án vitna og í báðum tilfellum bjargaðist maðurinn .... Bar- böru ranri kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar hún hugsaði til þess. Svo heyrði hún hljóð og sneri sér snöggt við. Philip stóð í dyr unum og horfði á hana. ★ Þetta var alveg ótrúlegt. Hvernig gat hún þolað slíkt? Það var þó til lögregla, það var brezkt sendiráð og á hótelinu var fullt af fólki. Hún gat bara farið, ef hún vildi, hann myndi aldrei geta hindrað hana í því. En hver myndi trúa henni? Hún hafði engin sönnunargögn. Hún vissi ekki einu sinni hvaða þýð- ingu þessi úrklippa hafði. Hafði hún kannski gefið honum hug- myndina að slysinu í Frakk- landi? Eða gat það átt sér stað, að Philip væri George Price — að hann hefði verið kvæntur áð- ur og hefði drepið eiginkonu sína? En hún hafði engin sönnun argögn. Hver myndi trúa þvf að skýring hennar á því, sem gerð- ist, væri sönn, þegar skýring Philips hljómaði miklu sannsögu legar? Dimm nóttin var full af hljóð- um, sem þrengdu sér inn um gluggana á svefnherbergi þeirra á Hótel King George í Aþenu, ókunnri borg í ókunnu landi . . . og í gegnum þessi daufu ókunnu hljóð heyrði Barbara rólegan andardrátt Philips. Hann svaf. Þau höfðu rifizt kvöldið áður og þá hafði Barbara hrópað: — Ég fer til lögreglunnar. En Philip hafði bara brosað rólega og svarað: — Já, gerðu það bara. En hvað ætlarðu að segja þegar þú kemur þangað? Hvaða ásakanir geturðu borið á mig? Þessi saga með George Price og konuna hans er á engan hátt tengd mér. Líttu bara hin um megin á úrklippuna og sjáðu hvað þar stendur. Það er ritdóm ur um bók, sem ég var eitt sinn að hugsa um að kaupa. Þess vegna hef ég geymt úrklippuna. Nei, Barbara mín. Hugmynda- flug þitt er að hlaupa með þig í gönur. Hugsaðu þig nú um . . . Hann hafði rétt fyrir sér. Eng inn myndi trúa henni. Philip gat verið alveg öruggur. Og jafnvel þótt hún hætti við að kæra hann til lögreglunnar og styngi af í þess stað, myndi hann fá lögregl una í lið með sér, til að stöðva hana. Hann myndi fá lögregluna til aðstoðar. Þetta var blóðugur skopleikur. Þannig hafði hann reiknað allt saman út fyrirfram, Þetta ókunna land var fangelsi hennar — og hann hafði einn lyk il að fangelsinu — vegabréfið, sem hann vildi aldrei afhenda henni. Og nú var ætlunin að láta hana aldrei sleppa úr þessu fang elsi . . . hún var viss um, að hann hefði í hyggju að svipta hana lífi. 16 mm filmuleiga Ivvikmyndavélaviðgerðir Skuggamyndavélar Flestar gerðir sýningarlamna Odýr sýningartjö!'’ Filmulím og fl. Lj ósmyndavöru • Filmur Framköllun og kópering Ferðatæki (Transistor) FILMUR OG VÉLAR Frej'jugötu 15 Sími 20235 T A R 2 A i you AKE AUKEA7Y PARALYZEgð Nll«0... yOUK EVIL I7AyS AKE “ú OVEK...SEFOR.E I COUUT THESE ^FIUSEgS YOU PIE 1 Þú hefur alltaf verið heimskur, Nikko, og núna munt þú borga fyrir það, sem þú hefur gert illt af þér. Þú deyrð núna en ég lifi. Nikko reynir að rísa á fætur og ráðast á Medu. Ég drep þig Medu, öskrar hann og stekkur fram. En hann nær ekki alla leið. Ógur- legur sársauki fær hann til að nema staðar og öskra af kvölum. Hann grípur um hálsinn, og and- litið afmyndast. Ég tel það á fingr um mér, hvað þú átt eftir að lifa mörg augnablik, segir Medu ró- Iega. Þjónninn er að horfa á okkur, Jón. Þú verður að panta eitthvað. BSŒSRBBES'X;' TVfntun p prentsmlðja i, gúmmlstlmplagerft Elnholti Z - Simi 20960 PQssningarsandur Heimkeyrður pússningarsandur og vikursandur, sigtaður eða ósigtaður við húsdymar eða kominn upp á hvaða hæð sem er, eftir óskum kaúpenda. SANDSALAN við Elliðavog s.f. Símj 32500. Heilsuverad Námskeið mín í tauga- og vöðvaslökun og önd- unaræfingum fyrir kon- ur og karla hef jast mánu daginn 7. október. Uppl. í síma 12240. VIGNIR ANDRÉSSON, íþróttakennari. Ódýrar þykkar drengjapeysur HAGKAUP Miklatorgi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.