Vísir - 02.10.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 02.10.1963, Blaðsíða 16
VISIR Miðvikudagur 2. október 1963 MIKIÐ UM ÖLVUN Samkvæmt upplýsingum frá götu- lögreglunni var talsvert um ölvun í gærkvöldi og í nótt. Þurfti lögregl- an aö taka talsvert marga drukkna menn Ur umferð og geyma þá i nótt. Engiren bílslys né önnur um- ferðaróhöpp voru bókuð í nótt. í morgun var lögreglunni til- kynnt um að brotizt hefði verið inn f söluturn við Birkimel, en ekki var hægt að sjá í fljótu bragði að neinu hefði verið stolið það- an. Indverskur predikar í Athyglisverðar kenningar próf. Trausta Einarssonar í morgun kom hingað ind- verskur munkur, Hans heilag- leiki Maharishi Mahesh Yogi, forstöðumaður hreyfingar sem nefnist Andleg endurfæðing. Munkurinn kom með fyrstu þotu áætlunarfluginu hingað til lands og hittu blaðamenn Vísis hann stutta stund í morgun. Maharishi býr að Hótel Sögu og þegar blaðam. komu að her- bergi númer 619 var þeim bent á að fara úr skónum. Þegar inn í herbergið kom sat munkurinn á kálfsskinni á rúminu, umvaf- inn hvítum kufli og kringum hann lágu blóm. Munkurinn er lágur vexti, með mikið hár og skegg, og mjög dökkur á hör- und. Eins og fyrr segir er Mahar- ishi foringi hreyfingar sem nefn ir sig Andleg endurfæðing. Mun hann halda hér á landi einn fyrirlestur um Veda-heimspek- ina og verður hann í Stjörnu- bíó í dag kl. 5, 30. Með munkinum er mikið fylgd- arlið m. a. formaður Evrópu- deildarinnar og formaður norsku deildarinnar. Trausti Einarsson prófessor ritar grein í síðasta hefti Tíma- rits Verkfræðingafélags íslends, þar sem hann færir rök fyrir því, að á fyrrí öldum jarðsög- unnar hafi Grænland, Bretland og Noregur legið hvert upp að öðru og myndað samfellt land. Birtir hann í þvi sambandi upp drætti er sýna, hvemig hugsan legt sé að löndin hafi legið á ýmsum tímum jarðsögunnar. Birtist hér einn af þeim upp- dráttum er á að sýna hugsan- lega upphafsafstöðu þeirra, áður en Grænland færðist vestur á bóginn og fjarlægðist þannig Evrópu. 1 greininni segir dr. Trausti, að hugmyndir um færslu megin landa hafi fyrst komið íram ár- Framh. á bls. 5. munkur Stjörnubíó STÖRÞJÓFNA ÐUR / GERBÁ FR YS TIHÚSINU Uppdrátturinn sýnir hvemig hugsanlegt er að lega landanna hafi verið á Kritartíma. Hefur Grænland færzt 1200 km frá Indverski heimspekingurinn er kom 1 morgun til Iandsins. Yfirlögregluþjónninn í Hafn arfirði skýrði Vísi svo frá, að stolið hafi verið lömpum og leiðslum úr geymslu Gerða- frystihússins og nemur verð- mæti þessara hluta tugþús- TRY6CVI HUCASON AB KAUPA 4 FLU6VÉLAR Hinn kunni flugmaður Akur- eyringa, Tryggvi Helgason. sem lengi hefur annazt sjúkraflug, hefir að undanförnu dvalizt f Bandarikjunum þeirra erinda að festa kaup á 4 lillum flugvélum. Hann mun hafa irenflutningsleyfi fyrir þeim, og er hér um að ræða fiugvélar, sem bandaríski herinn er hættur að nota. í rauninni mun Tyggvi hafa keypt flugvélarnar áður en hann fór vestur, þó með því skilyrði eins og venja er undir slfkum kringumstæðum, að kaupin mættu ganga til baka, ef honum líkaði ekki nein af þeim flug vélum, er hann skoðar. Er nú eftir að vita hvort hann er á- nægður með .flúgyélarpar-, Ef svo reynist kemur hann heim með 4 tveggja hreyfla flugvél- ar, sem geta flutt nokkra far- þega hver. Vísir hefir einnig heyrt að Tryggva haf; verið boð ið að líta á notaðar flugvélar hjá flugfélagi í Arizona, en ekki veit blaðið það fyrir vlst. Flugvélarnar mun Tryggvi Helgason ætla sér að nota til mannflutninga aðallega milli héraða norðanlands, eða á styttri flugleiðum. Hann á 3 litl ar flugvélar á Akureyri, sjúkra- flugvél og tvær kennsluflugvélar og fjórða flugvélin er lítið eitt stærri en kennsluvélarnar. Tryggva mun vera von heim undir miðjan mánuðinn. undum. Ekki hefur veriö uppvíst hver valdur er að þjófnaðinum, en málið er í rannsókn. Það var í gærmorgun sem lög- reglunni í Hafnarfirði barst til- kynning um þjófnað, sem orð- ið hafði í Garðinum á laugar- daginn. Kom þá í Ijós, að stolið hafi verið „flórisen“-lömpum og leiðslum úr geymslu Gerða- frystihússins. Lamparnir höfðu verið teknir niður og settir i geymslu frysti- hússins, sem var ólæst, en á laugardaginn tók vélamaður eft- ir því að Iamparnir voru horfn- ir, ásamt leiðslunum. Strax og eigendum lampanna barst vitn- eskja um þjófnaðinn leituðu þeir til lögreglunnar í Hafnarfirði og er málið nú í rannsókn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.