Vísir - 02.10.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 02.10.1963, Blaðsíða 5
V í S1R . Miðvikudagur 2. október 1963. Grænland — Framh. af bls. 16. ið 1911 og hafi menn þá komið fram með þær hugmyndir, að Ameríka hafi legið upp að Ev- rópu og Afríku, en síðan flutzt til. Hefur þá verið gert ráð fyrir því, að Grænland hafi flutzt með Ameríku, en engin sérstök rök færð fyrir því. En nú á síðustu áratugum hefur verið unnið mikið starf í jarðfræði Grænlands og við þær upplýs- ingar sem fengizt hafa í þeim rannsóknum kveðst dr. Trausti ekki fá betur séð, en að nú megi renna stoðum undir kenn- inguna um vesturflutning Græn lands. Athygli prófessors Trausta hefur beinzt að þessu viðfangs- eTni í sambandi við athuganir hans á hinu lagskipta íslenzka biágrýti, en sama er að segja um það og blágrýtismyndanir í Skotlandi og Grænlandi, að það bendir til þess að það hafi verið hluti af víðáttumiklu blá- grýtissvæði. Hvetur það til sam anburðarkönnunar á þessu svæði. í brezkri jarðfræði er gert ráð fyrir því, að þegar plötubasaltið í Skotlandi mynd aðist hafi verið víðáttumikið land norður og norðvestur af Skotlandi, sem nú sé horfið og orðið að hafsbotni. En prófessor Trausti telur, að það hafi verið Grænland, sem hafi legið þarna upp að Skot- landi. Annars væri erfitt að út- skýra samræmið í blágrýtislög- unum á þessum tveim stöðum. Niðurstaða hans er í stuttu máli sú, að frá frumöld jarðar og allt til loka Júratfmans hafi Grænland legið upp að Norð- vestur Evrópu. Seint á Krítar- tfma rifnar svæðið um brot- línu sem1 nær allt frá Bretlandi og norður til Svalbarða og plötu basalt tekur áð myndast í stór- um stíl. Grænland færist nú til vestnorðvesturs með sffelld um sprungumyndunum milli þess og Evrópu samfara miklum eldsumbrotum. Þannig skapast nýtt land í farinu jafnharðan og það myndast. Þessi færsla nemur nú orðið 1200 km. Prófessor Trausti gerir ráð fyrir, að hún hafi tekið 30 milljónir ára, en það verður til jafnaðar 4 cm á ári. Spuming getur verið um það, hvort til- færslan stendur yfir enn. Erfitt er að ganga úr skugga um það. Ef hún væri til dæmis 2 cm á ári er það of lítið til þess að mælingar geti leitt það í ljós. Þannig er í stuttu máli hug- mynd prófessors Trausta, en tekið skal fram að f stuttri frétt sem hér er aðeins hægt að rekja stærstu drættina. Nýlyf — Framh. af bls. 1. hefðu réttar lækningaaðferðir og sjúkiingarnir legðu sig alla fram til samstarfs við læknana, að hægt yrði að ná, er fram liðu stundir 100% árangri af lækningum. Hið erfiðasta væri að sann- færa sjúklinga um, að halda áfram að sætta sig við lækninga tilraunir ,sem játa ber að þreyt andi eru, ekki sfzt þegar sjúkl- ingum finnst ef til vill mikinn hluta lækningatfmans, að hann sé orðinn fær f flestan sjó. Berklaveiki er nú orðin mik- ið vandamál á Bretlandi og í Bandaríkjunum meðal fólks, sem farið er að reskjast, einkanlega karla. — É g legg eindregið til“, sagði Crofton prófessor „að karl menn sem komnir eru yfir fimmtugt láti röntgen-mynda sig á hverju ári“. Hssfði áður — Framh. af bls. 1. skorpunni, virtist vera eins og lítil spýta, en þó datt mér f hug að beygja að því og aðgæta hvað það væri. Þegar við komum að þessu settum við stjaka í það, en þá var það einkennilega fast fyrir. Þegar við fórum að athuga það nánar kom f Ijós, að það var mikið flykki. — Og ég kannað- ist við, að þetta væri skjald- baka, sagði Einar Hansen. Ég hef áður séð skjaldbökur, þegar ég var formaður á yngri árum. Þá sá ég skjaldbökur við Kap Verdeeyjar vestur af Afríku. Síðan drógu þeir feðgar skjald bökuna í land og safnaðist marg menni saman við höfnina til að skoða gripinn og hjálpa þeim við að flytja hana í land. Dr. Finnur Guðmundsson for- stöðumaður Náttúrugripasafns- ins skýrir Vísi frá því, að eftir þeim gögnum, sem hann hafi fengið virðist hér vera um að ræða svokallaða leðurskjald- böku, sem lifir sunnar í Atlants hafinu. Hún er algert sjávardýr, kemur ekki að landi nema til að verpa. Það hefur komið fyrir nokkrum sinnum að undanförnu að leðurskjaldbökur hafi rekið á land f Skotlandi og einnig senni lega f Noregi. Náttúrugripasafnið hefur á- huga á að eignast skjaldbökuna, þar sem þetta er f eina skiptið, sem vitað er til að slfkt dýr hafi komið upp að íslandsströnd um. Ætlaði dr. Finnur að setja sig í samband við Einar Hansen Rafn Ragnarsson er hér að fóðra skjaldbökuhjónin Jónu og Jón á grænkáli, en á milli þeirra er gaukurinn Kastró. Eins og sjá má hefur frú Jóna verið spennt fyrir litla kerru. ,Þær eru hSjóðlát- ar og þrifalegar' morgun heimsóttu Vfsis- menn uijgan dreng, Rafn Ragn- arssón, Rauðalsek 20, og röbb- uðum við hann um húsdýrin hans, skjaldbökuhjón, sem hann kallar Jónu og Jón, og eru ef- laust skyldar risaskjaldbökunn- ar, sem fannst í gær í Stein- grímsfirði. Faðir Rafns litla, Ragnar Ág- ústsson, stýrimaður á Trölla- fossi, sendl drengnum skjaldbök umar að gjöf í fyrra, en þá var hann á Kirkjubóli í Dýrafirði. Við horfðum á Rafn gefa þeim grænkál að borða, en skjaldbök- ur eru einkum fæddar á græn- meti og ávöxtum. Móðir Rafns litla, Guðný Pét- ursdóttir, sagði okkur að henni seinnihluta dags í dag og ræða við hann um kaup á dýrinu. Leðurskjaldbökur eru einskis nýtar til fæðu og skelin af þeim er einnig ónothæf. væri vel .við skjaldbökurnar og sama sem ekkert færi fyrir þeim.sþær væru bæði hljóðlát- ar og að auki mjög þriflegar. Skjaldbökur eru orðnar nokk- uð algengar á heimilum hér í Reykjavík og víðar og eru þær jafnvel seldar hjá dýrasölum hér í borg. Meðferð þeirra er ekki vandasöm, þær leggja sér til munns mat, sem er auðvelt að afla og að auki em þær mjög harðgerar. „Ég veit um mann, sem átti skjaldböku, sem var nærri hundrað ára“, segir Rafn, „hún var alltaf Iátin út á haustin og Iátin grafa sig og í dvala lá hún þar til í marzmánuði að hún kom upp. Þetta erum við að hugsa um að gera seinna með Jónu og Jón“. Rafn kann vel að leika við skjaldbökurnar og þegar við komum var Jóna spennt fyrir litla og létta kerru, sem hún dró fram og aftur um gólfið. Þegar smella átti af mynd af skjaldbökunum og Rafni saman kom litskrúðugur páfagaukur flögrandi og tranaði sér inn á myndina. „Hann heitir Kastró“, sagði húsfreyjan til útskýring- ar. Kastró fekk síðan að taka þátt í grænkálsveizlunni með Jónu og Jóni Þegar myndatakan var búin ætlaði Kastró að hefja ræðu, en sökum þess hve Kastró er fræg- ur fyrir málalengingar sínar, flýttum við okkur að kasta kveðju á frú Guðnýju, Rafn litla og bræður hans, sem sögðu okk ur að skilnaði að þau óttuðust ekki að hjónin þeirra yrðu neitt lík i vextinum og skjaldbakan f Steingrímsfirði, þau yrðu iítið eitt stærri en þau væru nú. • • SMURSTCÐ okkar á Laugaveg 170—172. Sími 13351 opin alla daga nema laugardaga og sunnudaga. Aðeins fyrir Wolkswagen og Landrover. Fljót og góð afgreiðsla. Heildverzlunln HEKLA h/f. LAND-. -ROÝEg Pefuflaifi Framh. af bls. 1. hópur íslendinga, sem Pan Am- erican hafði boðið að fara skyndiferð með þotunni til Lon- don. Fyrir hópnum var Einar Farestveit umboðsmaður Pan American, síðan þeir Brynjólf- ur Ingólfsson frá samgöngumála ráðuneytinu, Haukur Claessen frá flugmálastjóra, Hörður Helgason frá varnarmálaráðu- neytinu, Gunnar Sigurðsson flug vallarstjóri, Ólafur Briem full- trúi Loftleiða, Sigurður Matthí- asson frá Flugfélaginu og frá ferðaskrifstofum þeir Njáll Sím- onarson, Guðni Þórðarson og Ingólfur Blöndal. Auk þess bandaríski sendiherrann Mr. Penfield. Þá var þarna hópur blaða- manna. Frá Vísi Þórdís Árnadótt ir, frá Alþýðublaðinu Karl Grön vold, frá Morgunblaðinu Elín Páimadóttir, frá Tímanum Krist- ín Halldórsdóttir, frá Þjóðviljan- um ívar Jónsson, frá útvarpinu Margrét Jónsdóttir, frá Fálkan- um Runólfur Valentínusson, frá Vikunni Guðmundur Karlsson og frá Mánudagsblaðinu Júlíus Maggi Magnússon. Auk þess var með I ferðinni Ingimundur Magn ússon ljósmyndari Vísis. Farþegarnir voru komnir um borð í þotuna um stundarfjórð- ungi fyrir níu og var flogið út í sortann og rokið. Til dæmis um hvað hraðinn í fluginu er mikill var ætlunin að fljúga til London, dveljast þar um sinn og vera kominn heim aftur um kvöldmatarleytið. VÍSIR óskar eftir blaðberum í eftirtalin hverfi: Aðalstræíi Sólvelli Haga Laugarnesver VÍSIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.