Vísir - 16.10.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 16.10.1963, Blaðsíða 4
4 V í SIR . Miðvikudagur 16. október 1963. Þegar kjararannsóknamefnd var komið á fót s.l. vor, var þess vænzt, að bráOabirgðaniður- staða af athugunum nefndarinn- ar iægi fyrir ekki síðar en 15. október, enda voru uppsagnir samnlnga verklýðsfélaganna mið aöar við þann tíma. Nefndin hef ur nú sent frá sér fréttatilkynn- ingu og skýrt frá þeim störfum, er þegar hafa verið unnin. — Kvéðst nefndin munu láta verka lýðssamtökunum í té einstaka þætti úr niðurstöðum sínum jafnóðum og þær verði til. Það var ríkisstjómin, er hafði frumkvæðið að því, að komið væri á fót nefnd til þess að at- huga greiðsluþol atvinnuveg- anna og möguleika þeirra til þess að taka á sig kauphækk- anir, er gætu fært verkalýðs- félögunum raunhæfar kjarabæt- ur. Lagði rikisstjórnin fram til- lögu sína um þetta efni þegar launadeilurnar stóðu yfir s.l. vor. Hefur nú verið ákveðið að nefndin verði kölluð kjararann- sóknarnefnd. í henni eiga sæti þessir menn: Af hálfu ASl: Björn Jónsson, Sigurvin Einars- son og Hjalti Kristgeirsson. Og frá atvinnurekendum: Björgvin Sigurðsson, tilnefndur af Vinnu- veitendasambandi Islands, Helgi Bergs, tilnefndur af Vinnumála- sambandi samvinnufélaganna og Þorvarður Alfonsson fyrir Félag íslenzkra iðnrekenda. Síðan um miðjan september hefur nefndin haft eigið húsnæði og hafa starf- að á hennar vegum hagfræðing- arnir Hjalti Kristgeirsson og Einar Benediktsson, auk einnar skrifstofustúlku. Nefndin hefur haldið 32 fundi, rætt við fulltrúa ýmissa opin- berra stofnana, svo sem Hag- stofu Islands, Efnahagsstofnun- arinnar, Seðlabanka Islands og Fiskifélags íslands. Þá fóru tveir nefndarmanna Þorvarður Alfons son og Hjalti Kristgeirsson í stutta ferð til Noregs til þess að kynna sér hagrannsóknarstarf- semi launþega og atvinnurek- enda þar í landi. 1 fréttatilkynningu nefndarinn ar segir, að hún hafi athugað þróun launa og verðlags og þjóð artekna undanfarinn áratug með það fyrir augum að varpa ljósi á samhengi þessara þátta. Jafn- framt hefur nefndin kannað af- komu atvinnuveganna, en hefur í upphafi lagt aðaláherzlu á höf- uðútflutningsatvinnuvéginn, sjá- varútveginn, með tilliti til þess hve umfangsmikið verkefnið er. I niðurlagi fréttatilkynningar nefndarinnar segir svo: Frá upphafi þótti Ijóst, að at- huganir sem þessar yrðu um- fangsmiklar og tímafrekar í framkvæmd og hefur svo reynzt. Nefndin telur æskilegt, að at- huganir af þessu tagi, sem hún er nú að framkvæma, yrðu gerð- ar að staðaldri f framtíðinni; af stofnun, sem til þess hentaði og með hliðsjón af því hefur hún metið meira að leitast við að leggja traustan grundvöll að slíku starfi en að hraða niður- stöðum úr hófi. Nefndin mun þó láta þeim samtökum, sem að henni standa, f té skýrslu um einstaka þætti úr niðurstöðum sínum jafnóðum og þær verða til, til þess að þær gtti sem fyrst orðið að liði samningagerð- um aðilanna. Fjórír heimavistarskólar reistir fyrir reykvísk börn Tillögur fræðslurúðs til borgurrúðs Jónas B. Jónsson, fræðslu- stjóri Reykjavíkurborgar, ræddi á blaðam.-fundi nýlega þörf fyrir byggingu heimavistarskóla fyrir börn og unglinga í Reykja vfk. Gat hann þess að fræðslu- ráð hefði sent borgarráði tillög- ur um byggingu 4 heimavistar- skóla fyrir reykvfsk börn og unglinga, og er gert ráð fyrir að stærsti skólinn verði reistur utanbæjar, það er á Olfljóts- vatni. Benti fræðslustjóri á það, sem gert hefir verið að umtalsefni hér f blaðinu, að ár- lega væri mörgum reykvískum unglingum synjað um inngöngu i héraðsskólana úti á landi, vegna þess að þeir eru full- setnir af sveitaunglingum, og ræki það ástand á eftir bygg- ingu heimavistarskóla í Reykja- vík. í tillögum þeim, sem komnar eru fyrir borgarráð, er gert ráð fyrir að reistur verði almennur heimavistarskóli fyrir 24 — 28 drengi á aldrinum 7—15 ára, annar skóli fyrir 12 — 16 stúlkur á sama aldri, og einn skóli fyrir 12 — 16 drengi á aldrinum 7 — 15 ára, það er afbrigðilega drengi. Loks er gert ráð fyrir að reisa skóla fyrir 80—100 reykvíska unglinga að Úlfljóts- vatni, fyrsta og annan bekk gagnfræðastigsins. Nýjar A.B.-bækur Komnar eru út fyrstu bækur Almenna bókafélagsins á þessu hausti, en það eru bækurnar fyrir ágúst og september. önnur bókin er hin heims- fræga skáldsaga, HLÉBARÐ- INN, eftir ítalska furstann Giuseppe di Lampedusa í þýð- ingu Tómasar Guðmundssonar skálds. Þegar höfundur bókarinnar lézt 1957 lét hann eftir sig handritið að þessarii' fyrstu og einu bók, sem hann skrifaði. Otgáfufyrirtæki eitt f Mílanó hafði þá hafnað handritinu sem öhæfu til útgáfu. Handritið komst síðar í hendur Feltrin- eUis, sem gaf það út. Sagan hlaut æðstu bókmenntaverðlaun Italtu og seldist strax í stærri upplögum en dæmi voru til um skáldsögur þar i landi. Síðan hefur HLÉBARÐINN farið sig- urför um hinn menntaða heim og er nú almennt talinn til af- reksverka í evrópskum bók- menntum. HLÉBARÐINN er saga sikil- eyskrar furstaættar, eða nánar tiltekið ættarsaga höfundarins sjálfs, og hefst árið 1860, þegar Garibaldi gerir innrás sína í Sikiley, en endar árið 1910. Með ógleymanlegum hætti speglar frásögnin hinar miklu samfélagsbyltingar, sem urðu í Evrópu á jjessu tfmabili, þó að segja megi, að öll bókin sé glitrandi af kfmni, nær snilld höfundarins hæst í túlkun hans á ást, hnignun, hverfulleik, dauða. Kvikmynd hefur verið gerð eftir sögunni og hlaut hún fyrstu verðlaun á kvikmynda- hátíðinni í Cannes í maí s.l. HLÉBARÐINN er 310 bls. að stærð, prentuð f Víkingsprenti, en bundin hjá Bókfelli h/f. Hin bókin, sem nú er komin út hjá AB er lsrael eftir Robert St. John. Þýðandi er Sigurður A. Magnússon. Þetta er sjöunda bókin f hin- um vinsæla bókaflokki AB, Lönd og þjóðir. Höfundurinn er reyndur fréttamaður og nákunnugur Israel og hefur áður ritað fjór- ar bækur um þetta efni. Fimmtán ár eru liðin síðan ísraelsriki var stofnað, og hef- ur þróun þess síðan verið köll- uð kraftaverk. Lýsir höfundur baráttu þjóðarinnar, ísrael nú- tímans, gegn margföldu ofur- efli Araba og síðan stöðugri baráttu nýrrar þjóðar fyrir til- veru sinni. Jafnframt er rakin saga ísraelsmanna hinna fornu og tvö þúsund ára útlegðarsaga Gyðinga, sem endaði i ofsókn- um Nazista. Eins og fyrri bækur í þessum bókaflokki er ÍSRAEL með á annað hundrað myndir og um 160 bls. að stærð. Myndirnar eru prentaðar á Italíu en texti prentaður í Prentsmiðjunni Odda. Bókin er bundin f Sveinabókbandinu. ■ I ■ ■ B B I Ingvar Ásmundsson — Þórir Ólafsson Vetrarstarfsemi Taflfélags Reykjavíkur er nú hafin og fyrsta verkefnið er hið árlega haustmót félagsins. Þátttaka er allgóð, 22 keppendur í meistara flokki, 12 í I. og 17 í II. fl. Teflt er f MI’R-salnum við Þingholts- stræti sunnudaga, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Meðal þátttakenda eru flestir hinna efnilegustu yngri skák- manna, svo sem Jón Kristins- son, Björn Þorsteinsson, Jónas Þorvaldsson, Sigurður Jónsson og Bragi Kristjánsson og einnig nokkrir hinna eldri meistara, eins og Benóný Benediktsson og Bjarni Magnússon. Meistara- flokkur er tvískiptur og munu að undanrásum loknum þrír efstu menn úr hvorum riðli tefla til úrslita um titilinn „Skákmeist- ari Taflfélags Reykjavíkur 1963“ Til þeirrar úrslitaorustu hefur þeim skákmeisturum Guðmundi Ágústssyni og Gunnari Gunnars syni (núverandi meistara félags- ins) verið boðið. Eins og glöggt má sjá af fram anskráðu, er áreiðanlegt, að úr- slitakeppnin verður hörð og skal hér engu spáð um lok þeirrar hildar, a. m. k. ekki á þessu stigi málsins. Þar að auki tefla á mót inu margir nýliðar og aldrei að vita nema meðal þeirra leynist einhver óþekkt stærð, KAFFISAMSÆTI. Stjórn Skáksambands íslands gekkst fyrir kaffihófi nýlega f Glaumbæ til heiðurs Inga R. Jóhannssyni, nýbökuðum „al- þjóðameistara" og Friðriki Ólafs syni fyrir ágæta frammistöðu beggja á erlendum vettvangi f sumar. Þeir meistarar sýndu skákir fyrir viðstadda og skýrðu, Friðrik frá Piatigorsky mótinu og Ingi frá svæðismót- inu í Halle. Forseti Skáksam- bandsins hélt ræðu og kvað það nú orðið tfmabært að halda al- þjóðlegt skákmót hér á landi á vetri komanda og væri það mál nú f undirbúningi. ERLENDAR FRÉTTIR. Skáklíf erlendis hefur verið talsvert fjörugt í sumar og í dálki þessum hefur nokkuð ver ið greint frá þeim, sem íslending ar hafa verið við riðnir, svo sem Piatigorsky mótið, Halle mótið og Skákþing Norðurlanda í Dan- mörku. Skal nú sagt frá öðrum þeim mótum sem mest hefur bor ið á.‘ HEIMSMEISTARAMÓT STÚDENTA var haldið í Jógóslavíu í júlí. Sigurvegarar urðu Tékkar, hlutu 24 v. af 36 í úrslitakeppninni. Á eftir þeim komu Júgóslavar, Búlgarar, Rússar (!), Bandaríkja menn, HoIIendingar, Pólverjar, Mongólar, Ongverjar og Italir. I B-riðli tefldu 9 þjóðir og urðu Englendingar efstir. HEIMSMEISTARAMÓT UNGLINGA var einnig haldið í Júgóslavíu, en í ágúst. I úrslitakeppninni urðu tveir jafnir og efstir, Gherg hiu (Rúmeníu) og Janata (Tékkó slavíu); 3. Kurajica (Júgóslavfu). Verða efstu menn að tefla ein- vígi um heimsmeistaratignina og fer sú viðureign fram'í nóvem- ber n. k. Bragi Kristjánsson var full- trúi íslands á móti þessu og lenti í C-riðli. Hlaut hann 5*4 vinning og varð fjórði. CHICAGO. Hið svonefnda „opna meistara mót Bandaríkjanna“ var teflt í ágúst og urðu úrslit þessi: 1.—2. W. Lombardy og R. Byrne 11 v. 3.-4. S. Gligoric (Júgósl.) og P. Benkö 10*4 v. Tefldar voru 13 umferðir eftir svissneska kerfinu og samkvæmt stigaútreikningi hlaut Lombardy meistaratign- ina. Þátttakendur voru alls 266 og þar af margir útlendingar. Peningaverðlaun eru allhá á mót um þessum og öllum heimill að- gangur. Hafa þau oft freistað er lendra stórmeistara til kepprii, en þó hefur jafnan farið svo, að einhver heimamanna hefur hreppt meistaratitilinn og þar með þúsund dollara. KAUPMANNAHÖFN. Berlfnarbúar sigruðu Kaup- mannahafnarbúa í borgarkeppni, sem nýlega var háð milli þessara aðila með 12*4 v. gegn 7*4 v. Teflt var á tíu borðum, tvöföld umferð. Úrslit á efstu borðum urðu sem hér segir: Larsen 0,1 — Teschner 1,0. J .Enevoldssen 0,0 — Bialas 1,1, Haman *4,*4 — Hecht *4,*4. BATH, ENGLAND. Brezka meistaramótið fór þar fram í sumar og varð sigurveg- ari J. Penrose með 8*4 v. af 11. 2. N. Littlewood 8 v. 3. M. J. Franklin 7*4 v. CADIZ, SPÁNI. A. Medina sigraði á meistara- móti Spánar í ár, hlaut 13 y2 v. af 15. 2. R. Saborido 11 v. 3. -4. F. Prada og J. Anguerra 10*/2 v. Að lokum birtum við hér eina stutta skák frá Haustmótinu. Teflendur eru ungir, en hafa þó þegar náð talsverðum þroska f talfinu og ber ekki taflmennskan neinn viðvaningsbrag með sér. Sá, sem stýrir svörtu mönnun- um, er einn sigurstranglegasti keppandi mótsins. Lokasókn hans f skák þessari einkennist af ferskum krafti. Að öðru leyti skýrir skákin sig sjálf. Hvítt: Sævar Einarsson Svart: Bragi Björnsscm. Hollenzk vöm. 1. c4, f5 2. d4, Rf6 3. Rc3, g6 4. Rf3, Bg7 5. g3, 0-0 6. Bg2, d6 7. 0-0, Re6 8. e3, e5 9. d5, Re7 10. Re2, h6 11. Rd2, g5 Framh. á bls. 10. ED

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.