Vísir - 16.10.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 16.10.1963, Blaðsíða 6
VlSIR . Miðvikudagur 16. oktöber 1963. utlönd í morsun útlönd í morgun utlönd 1 morguh útlönd . í§ morgun Hcfútboð í Alsír NYSTJORN Ludwlg Erhard. Ben Bella forsætisráðherra Tunis boðaði almennt herútboð á torgfundi í Algeirsborg í gær. Kvað hann alla þá, sem barizt hefðu gegn Frökkum, verða kvadda til vopna vegna innrás- ar Marokkomanna. Hér mun vera um 40.000 menn að ræða, og segir brezkur fréttaritari, að nú sé eftir að vita hvort þeir hlýði almennt kvaðningunni. Enn mun barizt í Sahara — og samtímis reynt að ná samkomu- Iagi. ........—— i — Munsð Skyndihappdrættið HiS glæsilega skyndihappdrætti Sjálfstæðisflokksins, vinning- ur: Mercedes Benz 190, 320 þúsund kr. virði, fyrir 100 krónur, ef heppnin er með. Allir hafa jafnmikla möguleika til að hreppa vinninginn, 6 manna lúxusbifreið af glæsilegustu gerð. ★ Happdrættið er til eflingar Sjálfstæðisflokknum. ★ Flokkurinn heitir á stuðningsmenn sína að bregðast vel við nú eins og alltaf áður. ★ Ekki er minna í húfi nú en áður, mikil og víðtæk starfsemi er framundan. ★ Skorað er á alla þá, er fengið hafa senda miða, að gera skil hið allra fyrsta, þar sem happdrættið stendur stutt, aðeins til 8. nóvember n.k. ★ Þeir, sem ekki hafa fengið miða senda, en hafa áhuga á að taka þátt i hinu glæsilega happdrætti, geta keypt þá í aðalskrifstofu Sjálfstæðisflokksins, eða í happdrættisbílnum sjálfum, sem stendur við Austurstræti. ★ Dregið 8. nóvember n. k. Eflið Sjálfstæðisflokkinn | / V.-ÞYZKALÉ Fréttir frá Bonn herma, að Ludwig Erhard efnahagsmála- ráðherra, eftirmaður Adenauers sem forsætlsráðherra Vestur- Þýzkalands, muni í dag leggja fram ráðherralista siim. Hann vann að myndun samsteypu- stjómar í gær og fram eftir nóttu. Samkomulagsumleitanir hafa raunverulega staðið undan- gengna tvo mánuði um skipan hinnar nýju stjórnar, einkanlega að því er varðar Erich Mende, formann Frjálsra demókrata, en hann mun verða varaformaður hlnnar nýju stjórnar. Schröder verður áfram utanrlkisráðherra. 1 stjórninni munu eiga sæti 12 ráðherrar úr Kristilega lýðræð- isflokknum, 5 úr flokki Frjálsra demókrata og 5 úr Kristilega isocialistaflolfknum. Opinberar heimildir eru ekki enn fyrir neinu varðandi skipan hinnar nýju stjórnar. Meðal ráðherra sem mikið hefur verið rætt um, eru þeir Seebohm samgöngumálaráð- herra og Höeheri innanrfkismála ráðherra. Vafasamt er talið, að Seebohm taki sæti f nýju stjórn inni, og er hann þó sá eini, að undanteknum Erhard, sem hefir setið f öllum stjórnum Adenaue- rs„ en það hefir raunar oft kom ið til orða, við stjórnarmyndan- ir að hann yrði ekki með, en þó alltaf fiotið með, um það er lauk. Talsvert mun hafa verið lagt að Erhard, að taka Höeherl ekki í stjórnina, vegna gagnrýni þeirrar sem hann hefir sætt út af hinu svonefnda hlustunar- máli. Sameining Þýzkalands Gerstenmaier þingforseti hyllti Adenauer í gær sem mesta kansl ara Þýzkalands síðan Bismarck leið. - í kveðjuræðu sinni sem kansl ari sagðj Adenauer, að Þýzka- land yrði ekki sameinað nema með stuðningi frjálsra þjóða og Vestur-Þjóðverjar væru nú ein þeirra. Fundur,á rúmstokkn- um' hjá Matmilkm Fundur var haldinn í gær „á rúmstokknum" hjá Macmillan um nýjan forsætisráðherra — og ekki vitað um neinn árangur. Macmilan er sagður beita áhrif- um sfnum til þess áð Butler verði fyrir valínu sem eftirmaður hans, en hvorki gekk eða rak í samkomu lagsumleitunum í gær. Þrfr helztu keppinautar fóru á fund hans, að beiðni hans, en hann liggur enn í sjúkrahúsi Játvarðs VII. Bijs Butler var á stöðugum fundum í gær. Nú fer fram könnun innan fiokksins, leitað álits formanna og annarra ráðamanna flokksféiaga, og þessi könnun tekur lengri tfma en ætlað var. í morgun var ekki búizt við ákvörðun um eftirmann í þessari viku — og ekkert verður birt opinberlega um ákvörðun, fyrr en Macmillan hefur gengið á fund drottningar. Á hinn bóginn er talið, að það muni verða á allra vitorði hver verður næsti forsífetis- ráðherra Bretlands, þegar er úrslit eru fengin í Ihaldsflokknum. y.VAVV.V.V.V.V.'.V.V.V.V.V.V.-.’.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.VV.VAV.V.V.V.V.V.’/ I * ir sjónir og maldaði í móinn, en allt kom fyrir ekki, gæzlukon- an sat við sinn keip, til mikilla óþæginda fyrir konu mína, sem ætlaði til læknis þennan dag. ,■ 1 dag eru það leikvellir borg- |. arinnar, sem eru til umræðu. ■; Heimiiisfaðir, j. g„ skrifar. Járnagi klukkunnar ■: Lokabar dyr „Leikvellir borgarinnar eru mjög þarfar stofnanir og þar á ég við gæzluvellina. Þeir eru húsmæðrum ómetanleg hjálp, sem þangað geta komið börn- um sínum dagstund, einkum ef þær þurfa að bregða sér í verzl- unarerindi og geta þvf ekki gætt bús og barna allan daginn. En það eru ekki allir hlutir jafngóðir, og mig langar til þess að fara nokkrum oröum um gæzluvöllinn, sem mfn fjöl- skylda hefur viðskipti við. Fyrir nokkru fór konan mín með barn okkar á völlinn, sem hún gerir reyndar nær daglega og einnig frænda dóttur okkar, þriggja ára pilt úr öðru hverfi borgarinnar. En nú brá svo við, að gæzlukonan byrsti sig mjög og sagði að ekki kæmi til mála að taka þetta ókunna barn á völlinn til tveggja stunda dval- ar þar. Og ástæðan var sú, að það væri ekki úr þvf hverfi sem völlurinn er staðsettur í. Konu minni kom þetta all spánskt fyr En þetta er þvf miður ekki eina tilvikið þar sem svör gæzlu kvenna hafa verið köld. Þær virðast lifa og hrærast undir járnaga klukkunnar. Vellinum er að sumarlagi lokað kl. 5. En ef foreldrar eða aðrir eru ekki maettir stundarfjórðung; fyrir lokunartíma, þá fjúka glósur frá konunum um að allt of seint sé sótt. Ef það endurtaki sig, fái barnið ekki að koma á völl- inn. Þær eru víst harla tíma- bundnar blessaðar. Og eitt sinn kom ég eina mínútu yfir tólf að ná í barnið. Þá var hliðið opið, engin gæzlukona sjáanleg, en barnið skilið eftir við opið hliðið. Einn gikkur Ég skil ekki almennilega slíkt háttalag, eina skýringin, sem ég get fundið á þessu, er sú, að konurnar hafi engan áhuga á starfinu, en vilji aðeins njóta launanna. En launin greiði ég og aðrir útsvarsgreiðendur borg arinnar, og mér finnst að ráða i » c e u m i ,vw w.w ætti a. m. k. konur, sem hafa gaman af starfinu og sem hafa yndi af að umgangast böm en hrekja þau ekki frá, til þess að hafa lífið sem náðugast. Ég vil að lokum taka það fram, að ég þekki aðeins til á einum gæzluvelli, og þar hef ég einnig hitt á valdar gæzlukonur, svo hér er ekki felldur dómur yfir starfshópnum sem heild. En það þarf oft ekki nema einn gikk í hverja veiðistöð". Látum hann i fribi Og svo er hér bréf frá klukk- ara: „Nú líður af því að enn verði tímanum breytt. Þetta hringl með klukkuna vor og haust er makalaust. Fyrir því finnast engin fram- bærileg rök lengur. Hins vegar veldur þetta fjölda manns mis- skilningi og vandræðum, sér f Iagi þeim sem ferðast milli landa. Er þess skemmst^að minn ast, er tilkynnt var að vara- forseti Bandaríkjanna myndi fara klukkutfma fyrr af landinu en ætlað var. Hann hélt þó sinni upphaflegU áætlun, en aðstoðar- mönnum hans hafði láðst að reikna með íslenzka klukku- hringlinu. Hættum þessum ósið og látum klukkuna í friði fram- vegis“. Kárí. 'AW.V.'.W.’.W.’.V.WAV

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.